8.9.2008 | 14:29
Áfram veginn...hikk!
SVo eru í ofanálag háttvirtir þingmenn með Sigurð Kára í broddi fylkingar eflaust með hið "mikla þjóðþrifafrumvarp" enn í kollinum að koma bæði bjórnum og léttvíninu frá ÁTVR, sem eflaust myndi bæta ástandið eða hitt þó heldur!
Inn í þetta í netfréttinni hérna vantar hlutfall léttvínsins, en samkvæmt tölum fyrri ára þá eru bjór og léttvín samtals um og yfir 90% af heildarsölunni í lítrum allavega talið.
Hef margpredikað það, að engin rök sem halda í raun og sannn, réttlæta slíka breytingu í mínum huga og auka svo sannarlega ekki frelsi, að færa söluna í hendur matvörukaupmanna. Það væri að hella olíu á eld neyslubálsins, sem svo sannarlega logar nú þegar glatt!
Auðvitað segja þessar heildarsölutölur ekki alla söguna um neysluna, hlutfall þeirra sem drekka sé t.d. að aukast mikið t.d. en aukningin þýðir samt að herða þurfi róðurinn í forvarna og öðrum aðgerðum til að sporna við aukningunni.
![]() |
ÁTVR hefur selt áfengi fyrir 11,3 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2008 | 17:45
Stormsker 45!
Já, eins og vinur vor og góðkunningi Jens Guð, hefur rækilega minnt á bæði í gær og dag, þá á ærslabelgurinn og tón- og textaskáldið með meiru, SVerrir Stormsker 45 ára afmæli í dag!
Að því tilefni skutlaði ég léttri limru inn hjá Jens og hljómar svo.
Hann SVerrir fráleitt er fól,
né fífl með aumingagól.
Bara náungi naskur,
nettur kjaftaskur
og ólíkindatól!
Karlinum óskum vér svo til lukku með daginn!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
5.9.2008 | 22:16
Unaðslindin!
Semsagt!
EF meyja fögur mætir þér,
í mjöðmum stöðugt dillar sér.
Þá gerþekkir hún Grefender
og gríðarlega fullnægð er!
Og síðan um um þennan "Stað gleðinnar" sjálfan.
Staður er heilagur, heitur
og hættulegur sem eitur
í albestu mynd,
þó unaðs er lind
Já, RAÐFULLNÆGINGAREITUR!
Hvað skildu annars allar fögru meyjarnar nær og fjær hafa um þetta að segja?
![]() |
Göngulagið kemur upp um G-blettinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2008 | 09:22
Hvað um Guðjón!?
Yrði ódýr kostur og karlinn er jú ansi fær auk þess sem útilokað ætti að vera að þeir Björgólfur og Ásgeir misskildu hann eða hann þá, eins og nú er sagt að hafi verið ástæðan fyrir brotthvarfi Curbislays. DEildar meiningar allavega millum hans og stjórnarinnar, það virðist ljóst.
En leiðindamál, sem og brotthvarf gömlu Liverpoolkempunnar Kevin Keegan frá Newcastle.Bæði lið á góðu róli í upphafi móts, en lenda svo í þessum "Stjórastyrjöldum"!
![]() |
McCartney óhress með stjórn West Ham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2008 | 17:09
Heim í heiðardalinn!
Gríðarlega ánægjuleg tíðindi fyrir handboltan hér nyrðra, Árni sem kunnugt er góð örvhent skytta sem gerði það líka gott með Haukum áður en hann hélt í víking til útlanda.
Sem kunnugt er, þá er Árni yngri bróðir Rúnars þjálfara og fv. landsliðskempu og var hann í hinu gríðargóða u18 ára liði er vann Evrópumeistaratitil fyrir nokkrum árum, en meðal annara góðra leikmanna í því voru t.d. einmitt nýja markmannsstjarnan okkar hann Björgvin Páll Gústafsson og leikstjórnandi Haukanna, Andri Stefan minnir mig!
Þeir bræður eru svo synir hinnar þrælgóðu skyttu í Þór í gamla daga, Sygtryggs Guðlaugssonar, eða Bolla eins og hann var jafnan kallaður!
Með þessum liðstyrk vonumst við sannarlega til góðs árangurs og þá betri kannski en raunin varð á sl. vetur.
Merkileg staðreynd, flestir bestu og eftirminnilegustu handboltamenn landsins örvhentir!
EFtir að öldurnar tók að lægja aðeins nú frá ævintýrinu á OL, fór ég aðeins að velta því fyrir mér hversu merkilegt það væri hve marga góða örvhenta leikmenn við ættum og þá ekki hvað síst í seinni tíð þegar slíkir leikmenn og þá helst skyttur hægra megin, eru vandfundnir í heiminum.
Hef fylgst með handboltanum frá því ég var smápatti og man því að fyrir þetta 30- 40 árum voru oftar en ekki rétthentir í hægri skyttustöðunni, en svo komu fram á sjónarsviðið menn á borð við Ágúst Svavarsson, "Lurkurinn" og Gunnar Einarsson, sem svo eigi mjög löngu síðar höfðu markað spor fyrir hvern snillingin á fætur öðrum, m.a. viggó Sigurðsson, SigurðSVeinsson, Kristján ARason og Magnús Sigurðsson auk svo seinni tíma hetja á borð við Einar Hólmgeirsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og örlítið áður fyrir þann líkast til besta og sérstakasta af öllum, Ólaf stefánsson!
Hornamennirnir, sem svo líka hafa sumir að minnsta kosti líka brugðið sér í skyttustöðuna, eru svo líka nokkrir sem talist hafa í hópi allrabestu leikmanna landsins og víðar, meðal annara Bjarni Guðmundsson, Valdimar Grímsson,nú síðast Alexsander Petterson (sem auðvitað er ekki íslenksur að upplagi, en er hafður samt með) og svo auðvitað hann Bjarki Sigurðsson úr Víkingi, sem ásamt Guðjóni Val er einhver okkar skemmtilegasti handboltamaður á seinni árum!
Ekki tæmandi upptalning og kannski er ég að gleyma einhverjum, en þetta er enn ein sönnunin á hve við erum merkileg þjóð hvað varðar þessa flokkaíþrótt handboltann!
![]() |
Árni Þór genginn til liðs við Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.9.2008 | 15:04
Til er ég!
jájá, ég er alveg til í að draga saman mín segl og sultarólu herða aðeins meir, ætti að geta það feitur og pattaralegur sem ég er! En berst reyndar afskaplega lítið á, er sparsamur á flestan lífsins munað, ferðast til dæmis aldrei til K'ina á kosnað almennings og það þótt ég gæti líka borgað það sjálfur meira að segja, en sem kunnugt er hafa mennn heimsótt það fjarlæga land að undanförnu og látið ríkið borga, því tugmilljónalaun duga bara ekki til slíkra ferða!?
SVo er ég líka með afbrigðum nýtin, sit t.d. við þessar skriftir íklæddur 13 ára gömlum golfbol og einkar slitsterkum taubuxum,sem litlu yngri eru, semsagt engin "Flottræfill" sem hérna er að röfla!
Og í ofanálag gæti þess nú líka farið að gæta á fleiri sviðum hjá mér!
Sí og æ nú segir okkur Geir,
að sultarólu neyðumst fast að herða.
Því ódýran hér yrki bara LEIR,
eðalvísnakvótan verð að skerða!
![]() |
Þurfum að búa okkur undir tímabundnar fórnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2008 | 22:09
Af vini mínum Satch og hans nýjasta tónverki!
Eitt af því sem ég sé helst eftir að láta ekki verða að á æskudögum, er að hafa látið til leiðast að fara í tónlistarskola að læra á kassagítarinn sem móðir vor góð gaf mér þegar ég var 5 ára minnir mig!
Því miður var allt of mikill njálgur í strákskrattanum og því varð þetta ekki raunin.
En þessi eftirsjá kom til fljótlega á unglingsárum eða snemma á þeim fullorðins er ég var sem ég er enn, orðin forfallin áhugamaður um alls kyns gítartónlist og margur gítaristin jafnframt í hópi uppáhaldstónlistarmannanna!
Joe Satriani, sá margræði gítarsnillingur, hljóðversspilari framan af ferli og kennari, hefur verið mikið uppáhald frá því ég kynntist honum fyrst líkast til sumarið 1986 er ég komst í tæri við aðra stóru plötuna sem hann sendi frá sér, Surfing With The Alien!Og man það enn bara nokkuð vel hvar og með hverjum ég heyrði í plötunni, á rúntinum með frænda mínum Gunna Gunn og það eftir Strandgötunni hér í bæ á sólríkum degi!
Satriani hefur nú lengst af ferilsins gert út frá kaliforniu, en frá New york mun hann hins vegar upprunnin þar sem hann fæddist 1956 ef ég man rétt.
Og líkt og með fleiri gígjuflínka menn, var það meistari Hendrix, sem sinn þátt átti víst í að hinn ungi Joe varð gítarleikari. Foreldrar hans gáfu honum í upphafi trommusett, en eldri bróðir hans hins vegar var gítarleikarinn í fjölskyldunni til að byrja með. En eftir að Hendrix lést og bróðirin var eitthvað minna farin að sinna gítarnum, hefur Satriani sagt frá því í viðtölum, að hann hafi bara stolið gripnum af bróður sínum, þá uppnumin af dauða meistarans og viljugur að feta ´hans fótspor.
Má segja um feril hans síðan, að góðir hlutir gerist hægt, fyrsta platan sem var EP (ein af nokkrum sem síðar hafa komið) leit ekki dagsins ljós fyrr en Jói karlinn var komin langleiðina í þrítugt, en fram að því höfðu alls kyns hljóðversdæmi og kennsla helst verið hans vettvangur.Sem slíkur naut hann fljótt mikillar viðurkenningar og virðingar og hafa ekki ófrægari drengir en t.d. Kirk Hammet úr Metallica og Steve Vai (með Frank Zappa,Whitesnake og Alcatrazz t.d.m.a.) verið meðal frægra nemenda hans.
Ég á flestallt sem hann hefur sent frá sér eða allt undir eigin nafni auk svo einnar tónleikaplötu sem hann hefur sent frá sér ásamt tveimur öðrum Gígjubræðrum, áðurnefndum Steve Vai og Texassnillingnum Eric Johnson undir nafninu G3.
Eru þetta svona snögglega talið nú um tíu eiginlegar hljóðversplötur auk nokkurra minna eða meira tónleikaplata þar sem ný hljóðverslög og eldri hafa líka fylgt með. Tíunda hljóðversplatan kom einmitt út nú fyrr á þessu ári og heitir því langa nafni en skemmtilega, Satchafunkulus And The Misterion Of Rock! (til upplýsingar, þá er gælunafn Satrianis Satch)
Á öllum fyrri plötunum er eitthvað sem hrifið hefur mig, en tónlistarstíllinn er afskaplega margræður bræðingur rokks með áhrifum frá nánast öllu öðru, poppi, djass, fönki, blús,heimstónlist/þjóðlagatónlist og ég veit ekki hvað!
Nældi í Satchafunkulus.. fyrir nokkrum vikum og er skemmst frá því að segja, að mér er farið að finnast hún sú skemmtilegasta frá honum í ein tíu ár í heildina, eða frá því að hin frábæra Crystal Planet kom 1998! Auk þeirrar, Surfing..., þriðju plötunnar hans Flying In A Blue Dream og þeirrar fjórðu, The Extremist, held ég bara svei mér að hún muni teljast til hans bestu hjá mér, en sem ég þó varast núorðið að segja eða alhæfa um tónlist. Karlinn finnst mér bara sprækari núna en lengi við spilamennskuna og lagasmíðarnar mun skemmtilegri í heild en á undanförnum þremur plötum, sem hafa allar verið nokkuð tilraunakenndar, en samt líka allar með mörgum flottum stykkjum í bland!
Joe Satriani er ekki allra, höfðar annað hvort mest til gítarleikara eða forfallina gítaraðdáenda eins og mín, en hefur samt náð til fleiri því hann hefur það í sér líka að geta samið grípandi rokklög auk spilahæfileikanna!
Tek engin lög út, en sem dæmi um hve garpurinn er margræður, þá er síðasta lag plötunnar tvískipt snilld Flamengogítars og rífandi rokkgyðju, alveg afbragð!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
31.8.2008 | 17:49
Sigfús er ekkert "Blávatn"!
Já, hérna býsna hljómar góður,
hollráð fín af reynslu gefur
Og sitthvað lært af sinni móður,
Sigfús "Rússajeppi" hefur!
Fyrir þá sem kannski ekki vita, þá hefur Sigfús varnartröllið okkar góða í handboltalandsliðinu, lengi gengið undir þessu skemmtilega viðurnefni, Rússajeppinn!
![]() |
Allir fái tækifæri til að spila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.8.2008 | 17:17
Ekki nákvæm lýsing af leiknum.
Úrslitin voru svo alls ekkert sanngjörn í því ljósi, að svo virðist sem dómararnir hafi gert mistök seint í leiknum er Robbie Keene slapp einn í gegn, en fékk ekkert þegar hann var feldur í teignum og vítaspyrna auk brottreksturs hefði átt að vera niðurstaðan! En svona er fótboltin oft, mistök eru gerð og það stundum af dómurum jafnt sem leikmönnum.
Meiðsli Torres eru þó e.t.v. verri tíðindi en úrslitin, svona tognun getur oft verið erfiður andskoti, en vér vonum það besta fyrir liðið og drenginn sjálfan!
![]() |
Aston Villa og Liverpool skildu jöfn á Villa Park - Torres meiddist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2008 | 11:30
Af hógværð og lítillæti!?
Ein af þeim hressari í "Bloggvinkvinnubúri" vóru er hún KE, sem ég þó kalla aldrei annað en fröken hjólaferð.
Hún er líka oftar en ekki glö með mig þegar ég "heimsæki hana í dyngju hennar" og segist hún nú vera mín að eilífu, ekkert minna!
Ölvaður af þeirri yfirlýsingu og öðrum fögrum orðum frá henni, setti ég svolitla sjálfslýsingu inn hjá henni, að sjálfsögðu af alkunnri hógværð og lítillæti sem Þingeyinga er jafnan háttur!? SVona nett tilbrigði við fleiri stef.
Ég er maður hjartahlýr,
heiðarlegur, góður.
Einfaldlega afbragðsskýr,
yfirburða fróður!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar