Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
14.12.2008 | 14:01
NEI!
Fer Chelsea á toppinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.12.2008 | 19:21
Vandræðalegt já!
Við skulum ekki víla hót,
það varla léttir trega.
Það er þó ávallt Búmannsbót,
að bera sig karlmannlega.
Já, þessi margfræga vísa Fjallaskáldsins, sem ég vona að ég muni rétt, kemur nú upp í hugan við þessi viðbrögð formanns D flokksins við þessum afdráttarlausu orðum hins forystumannsins í stjórninni, Ingibjargar Sólrúnar, formanns S!
karlinn Geir reynir já að bera sig karlmannlega, en eins og svo oft áður í seinni tíð er þetta heldur vandræðalegt og lítt sannfærandi í ljósi þess að nokkrum stundum áður höfðu tveir af áhrifamestu ungþingmönnum D birt grein í Fréttablaðinu um að þetta þyrfti nú NÁKVÆMLEGA að gera, að fara á fullt skrið með hugsanlega aðild að ESB!
En kannski vissi Geir ekki af greininni, veit ekki!?
Allavega er Ingibjörg ekki neitt að segja D flokknum fyrir verkum, var bara að svara því í þættinum frá sjónarhóli síns flokks, hvað gerðist ef D vill ekki stíga þetta skref á landsfundinum!
SVo kemur aftur á móti bara í ljós hvort þessi orð hennar standa þegar og ef landsfundur D hafnar ESB eða að kanna aðildarviðræður, reynslan kennir nú að í pólitíkinni standa nú orð og yfirlýsingar ekki beinlínis alltaf sem stafur á bók væru!Atburðarásin fram í enda janúar að þessi fundur verður haldin, getur alveg eins þróast svo að allt önnur sjónarmið eða aðstæður verða uppi!
Við sjáum bara til og munum!
En sömuleiðis,ef S flokkurinn stendur nú fastur á þessu, er það bara eins og þar stendur og segir í spekinni, að "Sá á kvölina sem á völina", D verður þá bara að velja eða hafna varðandi stjórnarsamstarfið og takast þá væntanlega á við kosningar líka í framhaldinu!
Ummæli Ingibjargar hafa ekki áhrif á landsfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2008 | 17:36
Fjas - Fjórða jafnteflisklúðrið!
Þetta fjórða jafntefli á heimavelli og það þriðja í röð, staðfestir að brotalöm er í Rauða hernum, sem gæti orðið dýrkeypt er upp verður staðið og það sem verra er, gefur Chelsea nú aftur kost á efsta sætinu og Man. Utd. að minnka bilið frekar ef liðinu tekst að sigra leikin við Fulham sem það á líka til góða!
Sama upp á teningnum og í hinum jafnteflisleikjunum hvað það varðaði að glata mörgum tækifærum til að skora sigurmarkið, nema hvað að fyrri hálfleikurinn var svipaður og gegn Wigan á sama velli t.d. og Man City úti, liðið byrjaði ekki leikin og var með ótrúlegum hætti komið 0-2 undir eftir stuttan tíma, en kom svo sterkt til baka og jafnaði. Þökk sé Gerrard, en bara ekki hægt að ætlast til þess að hann sjái um þetta einn þótt góður sé!
En eins og áður, þýðir ekkert að láta þetta mikið lengur pirra sig, forystan tvö stig og Chelsea á vissulega enn eftir að sigra sinn leik og sömuleiðis á United enn eftir að sigra Tottenham.
En aðalfjasið er samt eftir!
AÐ hlusta á GG er nánast ÁÞJÁN!
Lýsandi leiksins í dag var Guðjón nokkur Guðmunds og þó ég hafi nú sagt mitt miður góða álit á honum fyrr við sömu aðstæður, þá verð ég aðeins að ítreka það núna!
Hann hefur fengið að lýsa fótbolta í 11 ár, sem einfaldlega er einn versti brandari íslenskrar íþróttasögu!
Endalaus æsingur bara við að boltanum er sparkað í átt að vítateignum, upphrópanir og þá oftar en ekki í einhverju nánast vanvitaformi manns sem ætla mætti að sæti heima að horfa með bjór í annari en fjarstýringuna í hinni og svo ílla dulin hlutdrægni oft á tíðum í tilfellum er hann lýsir einmitt Liverpoolleikjum, hafa einkennt hann frá upphafi, sem og sömu leiðindabjánafrasarnir, þannig að gjörsamlega óþolandi er!Og ekki bætir svo úr skák er hann í hita leiksins áttar sig smástund á að hann er ekki alveg í lagi, kannski "aðeins" of æstur eða hlutdrægur, og byrjar þá að slá endalausa varnagla eins og eitt frasaleiðindið sem oftar, að "ekki megi afskrifa.." og skiptir þá ekki máli þótt staðan sé JÖFN eins og í dag þegar snillingurinn kom með þetta einu sinni sem oftar eftir stóryrtar yfirlýsingar um allavega tvo leikmenn í Liverpoolliðinu, annars vegar væri annar "Frábær" en hinn "Yfirburðamaður á vellinum" m.a.!
Maðurinn ætti helst ekki að koma nálægt fótboltalýsingum og fyrir löngu sannaði hann reyndar með t.d. yfirlýsingum um fótboltamenn annars staðar en í hans nánasta umhverfi, að líka væri athugunarvert að láta hann yfir höfuð tjá sig um íþróttina! Og "Sérfræðiþekking" hans á handbolta hefur nú líka verið ofmetin, allavega miðað við margt sem hann hefur líka látið falla á þeim vettfangi, en það nenni ég ekki að rifja upp hérna!
EN.. hann má samt alveg eiga það sem hann ku eiga, vera skemmtilegur að vinna þætti með viðtölum við börn og fullorðna í gríni þá helst og að vera alveg ágætisnáungi "utan vallar", söngvari ágætur o.s.frv. að því ógleymdu auðvitað að hafa "framleitt" ásamt kvinnu, einn af okkar bestu handboltamönnum, Snorra Stein, ekki stendur á mér að láta það koma fram!
Fékk hins vegar alveg nóg í dag og varð aðeins því að "Spræna" hressilega þess vegna!
og ég veit að flestir vita og viðurkenna að þetta er rétt með karlinn!
Hull náði jöfnu gegn Liverpool á Anfield | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2008 | 09:16
FÖgnum með Hr. Rokk í huga!
Til hamingju með daginn góðir landar, njótum hans sem best í (jóla)dagsins önn og amstri, hlustum á eða bara raulum fyrir munni eitthvert uppáhald með íslenskum tónlistarmönnum og síðast en ekki síst, hugsum hlýtt til Guðmundar rúnars Júlíussonar, Rúnna Júll, sem með mjög svo táknrænum hætti verður einmitt borin til hinstu hvílu í dag!
Og notið endilega tækifærið ef þið hafið tíma í dag og nægt pláss í tölvunum til að hlaða niður einhverjum af þessum fjölbreyttu lögum, skemmtilegt og lofsvert framtak.
Og munum svo líka öll sem á annað borð getið og ætlið að gefa gjafir,
VELJUM ÍSLENSKT!
Það er allavega mín fyrirætlun og fer sjálfsagt strax í það í dag, að finna eitthvað til jólagjafa!
Tónlistargjöf á mbl.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2008 | 00:00
Gáfaður en of sjaldan...!
Mín indæla og ofuraðlaðandi bloggvinkona, Hólmdís H., er ekki feimin heldur og var sjálf að leggja út af þessari fregn með fyrirsögninni "Þetta grunaði mig"!
Ég er stundum að ærslast í henni, reyna pínu að "þvælast í pilsunum hennar" og svona og þarna gat ég nú ekki stillt mig og setti m.a. þessa vísu hjá henni í athugasendakerfið! (og reyndar vitlaust fyrst!)
Gáfaður er Geiri ég,
glæsilegur maður.
Sáðlát mín þó svaka treg,
sjaldan enda...-tilítuskið-!?
Gáfaðir karlmenn framleiða betri sæðisfrumur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.12.2008 | 23:30
Ætli nokkur myndi vilja dúndra einvherju í Siv sætu?
Siv: Vildi helst hlaupa í felur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2008 | 11:12
Hvíl í friði, kæri Eldhugi!
Rúnar Júlíusson látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.12.2008 | 23:48
GEIRAVÍSUR!
-Skruddan skýtur upp kolli á ný.
Þrátt fyrir kreppu sem krafsar og klórar í þjóðina og sannar okkur svo ekki verður um villst, að Valt sé veraldargengið, heldur lífið nú samt áfram og hinir föstu punktar í því halda sömuleiðis sínu striki, koma og fara.
Þar með talin er blessuð jólahátíðin með öllum sínum siðum og venjum, skreytingum, gjafastandi og vonandi hjá sem flestum, gleði og friðartími að ógleymdu átinu!?
Ég hef nú eins og sumir hafa orðið varir við, minnt á það áður við upphaf jólamánaðarins, að fyrir nokkrum árum gaf ég út svo frekar lítið bar á, litla bókarskruddu með eigin kviðlingum ýmsum.
Enn á ég nokkur eintök af henni ef ef einhvern skildi nú vanta litla gjöf og ódýra af þessu tagi. Geta þeir sem hugsanlega hafa áhuga, sent mér póst og kannað málið frekar, fengið nánari upplýsingar.
Nu ef svo það eru aðrir sem langar kannski bara í bókina handa sjálfum sér, þá er þeimauðvitað líka velkomið að hafa samband, nema hvað!
mgeir@nett.is
mgeir@est.is
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.12.2008 | 22:41
Rutla skutla og Lára Hanna afmælisbarn!
Hin nokk svo hressa bloggynja, rut Sumarliðadóttir, brást svo við í athugasend hjá vinkonu minni henni Hildi Helgu Sigurðardóttur, að fullyrða að Kynlíf væri betra á borði en í orði! Eins og venjulega gat ég nú ekki setið á mér við slíkt tækifæri og slengdi þessu fram:
Viðkvæman hér vífið hlut,
Viðrar léttu orði.
Löngum hefur legið Rut,
LOSTAFULL á borði!?
Ég átti nú von á einvherju til baka, en þessar ljúfu og auðvitað lífsreyndu snótir, kipptu sér hins vegar ekkert upp við þetta og Rut segist nú heldur aldrei hafa verið neinn Púritani! Svo er það hún Lára Hanna, afmælisbarn dagsins, sem fékk litla kveðju eftir pöntun! Fótboltaleikurinn sem fjallað er aðeins um hér að neðan, stóð þá enn sem hæst er ég skutlaði kveðjunni til hennar og er það skýringin á fyrripartinum!
Sínu kvæði í kross nú vendir,
Karl úr bolta í einum grænum.
Hér mæta kveðju Maggi sendir,
MEGABEIBI í Vesturbænum!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.12.2008 | 22:01
Leiðindaströggl!
Það gengur auðvitað ekki til lengdar, geta ekki nýtt færi, sem reyndar voru ekkert of mörg, en samt næg til að skora allavega eitt mark auk þess sem Liverpool fékk ógrynni af hornspyrnum!
Áhyggjuefni, en ljósið í myrkrinu er að stígið sem fékkst dugði til að taka toppsætið, en betur má nú ef duga skal svo það haldi til langframa!
Liverpool á toppinn þrátt fyrir markalaust jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar