Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Ekki missa af Jóhönnu!

Minni hér enn og aftur á tilvalina stund á síðsumarkvöldi, tónleika Jóhönnu Gunnarsdóttur á Græna hattinum.
Tónleikarnir hefjast í kvöld kl. 20.30 og kostar litlar 1000 kr. inn!
Ljúfur djass og ballöður verða helst á efnisskránni, íslensk og erlend lög og mörg hver úr kvikmyndum eða söngleikjum.
Sér til fullþingis hefur Jóhanna,s em er læknir að mennt, tríó skipað þrautreyndum hljóðfæraleikurum, þeim Margot Kíís, sem spilar á Píanó, Láru Sóleyju Jóhannsdóttur fiðluleikara og Stefáni Ingólfssyni bassaleikara.

Er Landsvirkjun ríki í ríkinu?

ER nema von að maður spyrji eftir lestur um þetta mál og frekari fregnir í útvarpinu í dag!? Þar kemur til dæmis fram, að forstjóra fyrirtækisins þykir þessar bætur allt of háar, skoða eigi hvort áfrýja ætti þessum úrskurði til lokameðferðar! Um undirskrift fyrir hönd Ríkisins um framsal vatnsréttinda varðandi Þjórsá, fannst honum sömuleiðis að ekki hafi verið sættt á öðru, ekkert við það að athuga, hefði í raun bara verið siðlaust að skrifa ekki undir! Í hádegisfréttum RÚV kom svo líka fram, að stór hluti bótanna sem Landsvirkjun er gert að greiða til vatnsréttarhafa, 1 milljarði af 1,6, renni til ríkisins sjálfs, því það eigi sjálft stóran hluta þeirra jarða sem vatnsréttindin tilheyra! Heitir þetta því ekki bara á alþýðumáli, að krónur séu færðar úr einum vasa í annan á sömu flík? Það hefði maður allavega haldið, en eins og þetta er sett fram, mætti já halda að Landsvirkjun sé ríki í ríkinu og allavega sumir forkólfar þar, tali sem svo sé! Hvað svo annars er rétt eða rangt í málinu, dæmi ég ekkert um, er ekki í stakk búin til þess.
mbl.is Landsvirkjun átti að semja við vatnsréttarhafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laus á ný!

Já, nú er hann Leifur karlinn frelsinu eflaust fegin og getur aftur í ró og næði farið að stara hnarreistur af sínum stalli út í bláinn!

Já, núna er hann Leifur laus,
loksins allra sinna mála.
Ekki lengur hengir haus,
hímandi í myrkrarskála!


mbl.is Leifur úti undir beru lofti á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein dýrt kveðin!

Stundum grípur mann sterk löngun til að láta gammin geysa og þá kemur fyrir að eitthvað skemmtilegt kemur upp úr dúrnum.
Þannig var það í gær er ég hafði lesið margt bullið og blaðrið sem bæði í fullri alvöru, en sjálfsagt gamni líka var sett fram.Kviðlingurinn er margrímuð hringhenda!

Bullustampar, blaðri hampa,
brosi í kampinn yfir því.
Eg með dampi, á þeim trampa,
enda svampur hausum í!

Og það skal skýrt tekið fram, að ef einhver hyggst mæla þessa vísu af munni fram, þá er strangt skilyrði að viðkomandi geri það með grjóthörðum eyfirskum áherslum að hætti Svarfdælinga!


Sumarást 2007 - Hefði mátt missa sín!

Datt fyrir hreina slysni inn í lokakaflan á spjalli Ívars við Ragnhildi Steinunni Kastljósskutlu með meiru, en nú í kvöld er einmitt frumsýnd þessi mynd sem stelpan leikur í, Astropía!
Meðal annars var blaður þeirra um söng ragnhildar með Helga Björns í hinu margfræga lagi Summer Wine, sem margfrægt varð á sínum tíma með höfundinum Lee Haxlewood og Nancy Sinatra! Ég hef nú aðeins minnst á litla hrifningu mína á þessu og því oftar sem ég óvart heyri þetta, því lítt glaðari verð ég!
Þorvaldur Bjarni, Tod Todson, á nú heiðurinn að þessu, honum finnst greinilega afskaplega gaman að láta hinar ýmsu kvinnur prófa að syngja sem þó fram að því hafa verið þekktar fyrir næstum allt annað! Sagðist Ragnhildur hafa fengið þau ráð hjá tod, að hún ætti bara að ímynda sér að hún væri heima í sturtu að góla og það hafi bara gengið upp!
Skil hins vegar ekkert í þessu, svo augljost finnst mér að stúlkan sé flest betur farið en að syngja, tækninni beitt svo hún hljomi sem skást, en bara ekki til þess að blekkja neinn!
Varð hreinlega að nöldra yfir þessu svona smá, er líka svo hrifin af útgáfu Helenu Eyjólfs og Þorvaldar Halldórs frá í gamla daga með hljómsveit Ingimars heitins Eydal, að það hefði bara alveg mátt fá þau aftur til að syngja nýju útgáfuna fyrst nota átti lagið!EF ég man svo rétt, þá var það eiginkona Ingimars, hún Ásta Sigurðar, sem samdi eða snéri þessu yfir á íslensku og var minnir mig strítt dálítið á eftir með að kalla þetta "Ástusumar" sem þá var eða eitthvað á leið!
SVo var nú gerð bráðsmellin grínútgáfa af laginu fyrir nokkrum árum og hún sett á einhverja gjafaplötu, þar sem sjálfir Radíusbræður, Davíð Þór og Steinn Ármann, fóru á kostum í túlkun á klassíkinni!
En þessi nýja hefði alveg mátt missa sín, verð nú bara að segja það!

Magnús er dottin íða!

Nú er ég já aldeilis rækilega dottin maður, rækilega dottin íða maður!
Og það leynir sér sannarlega ekki, allir gömlu taktarnir brjótast fram svo nágrannar komast ekki hjá að verða fyrir truflun og banka ergilegir á dyr, vælandi um að maður lækki!?
Lækka hvað? Hvaða andskotans væl erðetta í þér manneskja, er bara með græjudraslið á 8, nær allavega upp í 13! Reiðisvipurinn á nágrönnunum breytist á augabragði í skelfingargrettu og þeir flýta sér óðar í burt!
En ég hlæ bara og held áfram í skefjalausri vímunni, sama um nágrananna, já bara um allt og alla, því ég er dottin ærlega í það og þá geri ég það sem ég vil, þegar ég vil og eins lengi og ég vil!
En...!
Neinei, nú var ég aðeins að ýkja, er ekki komin á blindfyllerí til dýrðar Bakkusi konungi með öllu sem því fylgir, heldur er ég dottin íða með öðrum og óáfengari hætti, komin á kaf í kvöld í sannkallaða..

...ÞUNGAROKKSVÍMU!
Það gerist ekki of oft nú orðið að maður liggi bara í grjóthörðum gaddavír í tvo til þrjá tíma, gleymi nánast stund og stað svona með því að pára eitthvað á lyklaborðið, en gerðist semsagt í kvöld. Og svei mér, ég er bara orðin þreyttur, gamli rokkjálkurinn!
En þetta meðal annars rataði í spilarann. (veit ekki alveg allt gaddavír, en svona næstum!)

Accept - Midnight Mover og Too High To Get It Right.
Metal Church - Metal Church.
Blackfoot - Drivin´Fool
Beastie Boys - Fight For Your Right..
Y&T - Hurricane og Forever.
Dr. Feelgood - Milk & Alcahol.
Jason & The Scorcers - Take Me Home (Country Home) (já, snilldarútgáfa af smelli Denver heitins!)
Judas Priest - Painkiller.
Annihilator - Sounds Good To Me.
Iron Maiden - Brave New World.
Riot - Swords & Tequila.
Ramones - Pet SEnatery.
Soundgarden - Black Hole Sun.
o.fl. o.fl....
Rokkvíman er dásamleg!!!


En hvurn fjáran á það að´þýða..

...hjá okkar annars ágæta RÚV Sjónvarpi, að klúðra algjörlega upptökum frá þessum leikjum báðum!?
Var nefnilega að fylgjast áðan með athygli er sagt var frá og sýnt úr leikjunum í tíu fréttum og hvað haldið þið?
Fyrstu tvö mörkin í leik KR gegn Breiðablik vantaði og eitt markanna í hinum leiknum, milli Keflavíkur og Fjölnis!
Nú á sjónvarpið almennt hrós skilið fyrir góða umfjöllun og vaxandi um kvennaboltan og fleiri kvennaíþróttir, en þetta er náttúrulega bara fyrir neðan allar hellur! SEinna í kvöld og raunar allt of seint, á að vera sérstakur dagskrárliður með myndum frá leikjunum, gæti þá vonandi hugsast að bragarbót verði gerð, en þetta eru samt ekki vinnu brögð til fyrirmyndar!
mbl.is KR og Keflavík mætast í bikarúrslitaleik kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og kannski bara allt í lagi með það!

Hef ekki alveg verið með á nótunum hvað varðar áhuga minna manna! Vissulega mjög góður leikmaður, en átti víst til að standa sig na´nast jafn ílla og hann gat verið góður með Man Utd!
SVo eru allavega fjórir leikenn þegar til staðar sem geta spilað vinstri bakvörð. Ardeloa gerir það núna, með rise fyrir framan sig, sem lengst af hefur sjálfur spilað þarna. Brassinn Aurilio er sömuleiðis góður kostur þarna sem og á vinstri kantinum. svo er það líka argentiski unglingurinn, sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir, sem er fjórði maðurinn. Hann stóð sig víst afburðavel með U19 minnir mig landsliði á HM fyrir skemmstu!
Í dag er staðan annars bara held ég svei mér þá, svipuð um flestar aðrar stöður, þrír til fjórir sterkir kostir, þannig að nú í byrjun móts er ekki nema von að menn séu að spá í hvort nú sé ekki loksins komið að Livrarpollungum að taka titilinn að nýju!?
mbl.is Heinze fær ekki að fara til Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siv!

Siv Friðleifsdóttir alþingismaður og fyrrverandi ráðherra Framsóknar var í hádegisviðtalinu á Stö2 í gær.
Hún sagði nokkur orð.
Brosti að sögn örlítið.
Sló til hárinu af gömlum vana.
Lét kynþokkan geisla í aðskornum og fallegum klæðnaðinum.
Heillaði viðmælandan þar með.
Áhorfendatölur á Stöð2 jukust um rúmlega 9% á meðan á viðtalinu stóð.
Það er sú tala sem kaus Framsóknarflokkinn í síðustu kosningum!
Siv er ekki formaður Framsóknarflokksins, hann heitir Guðni Ágústsson.
Síðast fréttist af honum við mjaltir á Brúnastöðum, en þar voru engir áhorfendur!

Margt er nú sér til gamans gert!

Jájá, þetta er alveg yndislegt finnst ykkur ekki!?
Mesta kynbomba allra tíma, hún Marlyn Monroe var mjög farsæl ekki satt?
Alveg fræg fyrir samstarfshæfni og hversu fólki þótti gott að vinna með henni!?
Hefur þetta vísindalið þarna í gamla "Sýruhippatrippsríkinu" virkilega ekkert betra við tíman að gera?
SVo dettur mér nú eitt í hug núna, skildu þeir sem voru í úrtakinu "úrskurðaðir fallegir" hafa sérstaklega verið "tékkaðir" fyrirfram, að þeir væru í raun svona fallegir að upplagi, ekki bara skroppið í nokkrar fegrunaraðgerðir sér til já ANDLITSUPPLYFTINGAR!?
Gaman væri nú að vita það, en fylgir víst ekki sögunni þar sem það myndi örugglega "ófegra" myndina!
mbl.is Fallegt fólk þénar mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 218056

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband