Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Öll sagan sögð?

Það er nú það, annars hef ég ekkert, nákvæmlega ekkert meira um málið að segja, en hugsa þeim mun meira!
mbl.is Veist að Eiði Smára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írar eru skynsamir!

Írar eru já merkileg þjóð og þeim erum við Íslendingar skildari og líkari en Norðurlandaþjóðunum að talið er nú.
Og þeir eru augljóslega skynsamir og ætla greinilega að efla sitt kyn til framtíðar!
Á Eyjunni grænu öflug er sátt,
til eflingar rauðbirknu kyni
að fleiri en ella fái sér drátt,
í fjölgunar- göfuga skyni!
mbl.is Írum fjölgar hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Í strætó skemmti ég mér"!

Jahá!
Mikið held ég nú að hjörtu ýmissa strætisvagnafarþega hafi tekið fjörkipp við þessa fregn, þeir hugsi að minnsta kosti gott til glóðarinnar að sötra kaffi meðan vagninn brunar á "blússandi" siglingu!
Gurrí Skagamær grætur að gleði, alveg handviss um það!
En ósköðp er þetta annars allt "út og suður" hjá sveitarfélögunum þarna syðra annars, sem þó eiga að heita að vera í samfloti í þessu "Strætó B/S"!
Man ekki betur en Kópavogsbær ætli að eða sé byrjaður að veita vissum aldurshópum frían aðgang í vagnana innanbæjar!?
En hér nyrða höfum við það bara gott og hugsum ekki um svona smotterí, búið að vera frítt fyrir alla bæjarbúa í strætó frá áramótum og allir voða hressir með það!
Vona nú reyndar líka, að "Eyjólfur hressist" syðra, námskrakkarnir taki þessu allavega fagnandi og flykkist í vagnana!
En sunnlendingar, þið verðið að muna hina formkveðnu speki er þið gangið glaðbeittir inn um vagnanna dyr, að "það er bannað að sulla niður"!
mbl.is Með blaðið og kaffibollann í strætó í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér finnst rigningin góð oho!

Veit að það er ekki tíska að fagna regninu og það veit sá sem allt veit, að "Tjallinn" gerir það til að mynda ekki eftir ósköpin síðustu vikurnar!
En þetta hreina og tæra regn sem byrjaði að falla hérna eftir hádegið og það að því mér finnst allavega, fullkomlega lóðrétt, vakti bara svei mér þá gleði í litla ræfilshjartanu mínu!
Laglínan "Mér finnst rigningin góð" vaknaði því ósjálfrátt í kollinum, lagið sem þó reyndar heitir "Húsið og ég" ljóð eftir hina þokkafullu leikkonu með meiru, Vilborgu Halldórsdóttur og flutt af Grafík!
Og talandi um Vilborgu, (er reyndar er með útvarpsþætti á rás eitt þessar vikurnar) sem lítið hygg ég að hafi verið á leiksviðinu í seinni tíð, þá minnist ég hennar á fjölunum hér nyrðra hjá LA, sérstaklega í vinsælli uppfærslu á "My Fair Lady" þar sem hún var einkar flott!
En ahh, nú á síðustu mínútum hefur smá æsingur færst í "Kára gamla" svo litla stund tekur að rennbltna í gegn!

Drottningin Jenný og dúllan!

Nú er ég gjörsamlega heillaður, hugfangin, stoltur og bíspertur sperrilegggur!
Ræð mér ekki fyrir kæti, syng og tralla og tjútta bara út í eitt!
Og hvers vegna?
Jú, jú hin ofurvinsæla, æðislega, greinda, guðdómlega og langflottasta í bloggheimum, Jennifer Lopez, eh, afsakið Jenný "The Bomb" Baldurs, kallaði mig kútinn því æðislegasta og krúttlegasta nafni sem nokkrum getur hlotnast að nefnast og ég skal bara stafa það fyrir ykkur!

M-E-G-A-D-Ú-L-L-A!!!

Getur maður komist öllu hærra í metorðastiga meyjavirðingar, þegar slík og þvíumlík Drottning á í hlut?
Nei, það efast ég um!
En þessa heiðursnafnbót hlaut ég bara fyrir að segja gyðjunni á ósköð kurteisan og hlédrægan hátt, að ég gæti ekki hafa verið með henni á hinum margrægu Zeppelintónleikum ´70, þótt vissulega hefði ég verið eins og hún futtrúi ungu kynslóðarinnar á þeim tíma, æðislega fallegur þá sem nú, en bara 4 ára!
En mín elskulega Jenný, þótt þú sért guðdómleg í alla staði, skartir gáfum, greind og glæsileika samankomnum í einum komukroppi, hafir andlit Ava Gardner, brjóst Sophiu Loren og Leggi Bridget Bardot...!!!
ÞÁ GET ÉG SAMT EKKI ORÐIÐ FJÓRÐI EIGINMAÐUR ÞINN!
Ég er nefnilega skotin í annari, á heima nálægt mér, er NÆSTUM ÞVÍ eins gáfuð og greind og þú, en um glæsilekan veit ég ekkert?
HEF NEFNILEGA ALDREI SÉÐ HANA!
En mér er líka alveg sama, hin sanna fegurð kemur að innan og sést ekki einu sinni með röntgengleraugum!


Trúmennska tilorðin?

Skildi Brown við Bush,
binda nú sitt "trúss"
Já, góður og glaður,
gerast hans maðurð
Skála í Séníversjúss!?
mbl.is Bush og Brown heita því að starfa saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svandís og miðjan!

Síðastliðið föstudagskvöld ræddi aldni útvarpsjöfurinn Jonas Jónasson í þætti sínum Kvöldgestum, við eitt af margra mati helsta nýstirnið í íslenskum stjórnmálum, Svandísi Svavarsdóttur. (Gestssonar fv. ráðherra, formanns Alþýðubandalagsins m.m.)
Alveg ágætisspjall eins og svo oft hjá J'onasi, nema hvað eins og stundum áður hjá Svandísi og mörgum fleiri stjórnmálamönnum, sem temja sér að tala og hugsa hratt, þá varð henni aðeins á í orðaflaumnum er henni var mikið niðri fyrir um stjórnmálaumhverfið í dag. Sagði hún eitthvað á þá leið, að "henni þætti augljóst að miðjan í íslenskum stjórnmálum hefði færst til hægri"!?
Nú er ég hvorki innvígður né innmúraður í pólitíkinni, þótt ég hafi haft áhuga á henni frá blautu barnsbeini, því getur einhver merking sem ég kem ekki auga á, verið til í dæminu og fleiri tekið svona til orða?
En ég spyr mig samt, hættir miðja ekki að vera miðja ef hún færist til? Eða tja, hvernig getur miðja ef hún er miðja eiginlega færst til?
Spyr sá sem svo sannarlega ekki veit!

Óvænt! - En þó ekki!

Þá er nokkuð svo spennandi Íslandsmóti lokið og heimamaðurinn Björgvin Sigurbergsson sigraði.
Að sumu leiti óvænt, Björgvin ekki verið svo áberandi allra síðustu misserin, en hann var þó einn af þeim sem ég taldi hugsanlega geta blandað sér í baráttuna, sem "Einn af þeim gömlu!" Og vel að merkja, heil tólf ár liðin frá því björgvin vann sinn fyrsta titil og sjö hygg ég frá því sá síðasti á undan þessum vannst!
Ef mig misminnir ekki, þá vann Siggi Palli, Sigurpáll Geir SVeinsson, einmitt sinn fyrsta titil af þremur, árið á undan fyrsta titli björgvins, 1994. Sigurpáll átti einmitt góðan endasprett núna og endaði í fjórða sæti!
mbl.is Björgvin Íslandsmeistari í fjórða sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sálasár!

Þannig var nú það.
Þúng eru skref þeirra er eftir standa.
Sár í sálum,
sorg í hjörtum
Bleik brugðið!
mbl.is Árásarmaðurinn svipti sig lífi; fannst látinn á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftaka eða hvað!?

Þetta sem að öllum fréttum að dæma og líkindum, er morð út á miðri götu, líkist því jafnframt sem um hreina aftöku hafi verið að ræða!
Að ekki fleiri ffengnum upplýsingum, skal það þó ekkert fullyrt, en þetta minnir óþægilega, svo ekki sé fastar að orði kveðið, á glæpaklíkuóöld í ónefndum stærri löndum!
Auðvitað er þetta ekki alveg í fyrsta skipti sem svona voðaverk er framið hérlendis, en samt setur að manni óhug er slíkur voðaatburður gerist um miðjan dag á fjölfarinni akstursleið!

mbl.is Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband