Engin er annars bróðir í leik!

Íslenskur almenningur hefur fyllst andúð í garð Breta á sl. dögum, hvers vegna þarf ekki að tíunda.
Séu þetta réttar heimildir, að Phillip Green sé svona "rausnarlegur" í sínu tilboði, þá bætir það sannarlega ekki úr skák!
Garmurinn hann Jón Ásgeir á nú að hafa átt ýmis viðskipti við þennan mann og unnið með honum að sögn, en ekki virðist það nú ofarlega á blaði eða skipta máli ef þetta er rétt.

Bjargföst það er meining mín,
í Mammons þessu umfloti
að fjandi sé nú phillip Green,
fégráðugur andskoti!

En hvort tilboð kananna verður nægilega miklu betra þó hærra sé, verður bara að koma í ljós.

Hvers vegna ég hætti ekki með Enska boltan.

Sjáið til, menn hafa m.a. verið að ræða það já að segja upp enska boltanum hjá 365 til að tjá vanþóknun sína yfir ömurlegri framgöngu breskra stjórnvalda, gagnvart okkur og sem líklega hafi átt stóran þátt í að Kaupþing varð að gefast upp líka.
Auðvitað yrði það í senn sterk og táknræn aðgerð, ef stór hluti þeirra tugþúsunda sem kaupa boltan myndu hætta og það spyrðist út til Englands, en þá yrði það líka til að veikja hið íslenska fyrirtæki enn frekar og stefna lifibrauði fjölda fólks sem þar vinnur í enn meiri hættu en nú er og er hún þó alveg næg fyrir!
Það líst mér ekki á og tæki ekki þátt í slíkri fjöldaaðgerð ef af yrði, þó vissulega mér sé fullkunnug öll vanþóknunin að baki og myndi ráða för.
Svo er það líka hitt, að þótt mitt heittelskaða rauða lið í Liverpool sé enskt félag í enskri deild, þá er það þannig lagað svo langt sem það nær, vþí ekki bara eru einungis tveir Englendingar í sterkasta byrjunarliðinu alla jafna, heldur er það líka í raun AMERÍSKT, tveir kanar sem eiga félagið!
Myndi nú ekkert sérstaklega hefna mín á þeim með því að hætta með áskriftina!?
Til viðbótar er liðið svo með ákveðna viðleitni nú til að vinna titilinn eftir nær tveggja áratuga hlé, sýnist allavega til þess burðugt í augnablikinu og því vil ég fylgjast áfram með!


mbl.is Vill kaupa skuldir Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er nú mál margra að Green sé nú að koma fram sem "leppur" fyrir Jón Ásgeir og famelíu. JÁJ hefur undanfarið sagt að fyrirtæki þeirra í Bretlandi standi vel og hafi ávallt staðið í skilum með öll lán og afborganir af þeim. Skyndilega, aðeins daginn eftir að hann lýsti þessu síðast yfir í Silfri Egils, þá kemur Green og býður að hann geti keypt skuldir Baugs á 5% af virði þeirra. Stærsta aflúsun Íslandssögunnar ef af yrði. Green fengi ríflega greitt fyrir greiðann af geislaBAUGSfeðgum að sjá um að snýta íslensku þjóðinni um 95% af 3-500.000.000.000 króna skuldum félagsins. Ef eitthvað er að marka Jón Ásgeir yfirleitt þá standa þessi fyrirtæki við skuldbindingar sínar og afborganir og eru í ágætum rekstri og þurfa ekkert á því að halda að íslendingar gefi þeim 3-500 þúsund milljónir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.10.2008 kl. 07:33

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll meistari Magnús. Ég deili með þér andúð á Bretum sem voru svo vitlausir að kjósa yfir sig svona rudda eins og Gordon Brown og Darling. Blair hefur kannski heillað þá með sína fallega andliti en stútaði svo ferlinum með því að binda trúss sitt við Bush í stríðinu. Það er svolítið annað með fótboltastrákana. Þeir eru svo æðislegir að það verður að horfa á þá. Við hljótum að geta réttlætt það fyrir okkur einhvernvegin að kaupa áskriftina áfram. Varðandi Green þá er vísan við hæfi og væri nú enn einn skandallinn ef viðskiptaráðherra ætlar að gefa eftir þennan bita. Það hlýtur að vera hagur breskra yfirvalda að taka þennan vinnustað upp í skuldir ef það er yfir 50 þúsund manns sem vinna þar og ættu þá að borga meira fyrir hann en það sem um er rætt hér að ofan..kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 14.10.2008 kl. 07:52

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég er og hef aldrei verið hrifin af samsæriskenningum og hvað "margur" eða "ólýgin" segi, veit hins vegar að þær eru ansi já margar nú á kreiki, hafa t.d. sprottið upp með tilgang bæði rússa og Norðmanna að vilja lána okkur fé eða aðstoða á einvhern hátt.En ef þessi kenning sem predikarinn ber hér fram, á sér einhverja stoð, þá virðist hún nú augljóslega vera ílla ígrundað ráð og til lítils.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.10.2008 kl. 14:33

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta síðasta er örugglega hárrétt hjá þér og skulum við bara vona að viðunandi lausn finnist á þessu. En rótin af þessu vandamáli fyrir íslenska þjóð, er það sem fjallað hefur verið m.a. um að undanförnu, að á öllu "Frelsis- og fjárma´lafylleríinu", hafi sumir allavega komist upp með að tryggja erlendar skuldbindingar með ábyrgð frá íslenska ríkinu! Það er með hreinum ólíkindum.

Ég var nú ekkert að tjá neina sérstaka andúð frá eigin brjósti og tek ekki undir neikvætt tal eða uppnefni um einstaka persónur. Slíkt þjónar litlum tilgangi, en maður getur á hinn bógin hugsað þeim mun meir.

Hitt er svo líka eflaust rétt hjá þér á hinn bógin, að Blair stytti að minnsta kosti sinn að mörgu leiti farsæla feril og sverti, með blindu trússi sínu við bush og innrásina í Írak.

Og haha, ungum stelpum eins og þér, þykir ekki mjög leiðinlegt að sjá alla þessa sætu fótboltastráka og það í skemmtilegum leik. Borga því fyrir það meðan þær geta og með glöðu geði.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.10.2008 kl. 14:48

5 Smámynd: arnar valgeirsson

bretar urðu nú bara að kjósa milli íhaldsflokksins og verkamannaflokks, sem er auðvitað enginn verkamannaflokkur en samt illskárri kosturinn.

það sterkasta sem við gætum gert er að kaupa liverpool og mála anfield  í KA litunum.

arnar valgeirsson, 14.10.2008 kl. 17:37

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehehe Arnar minn, ekki alveg af baki dottin!

Nema hvað,hverjir eru annars þessir KA litir aftur, þeir nefnilega ekki sést í háa herrans tíð!?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.10.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband