Grín er ekkert glens!

Nei, nú er honum Jóni stráknum Gnarr greinilega ekki skemmt og ekkert skrítið, ef hans mikla grínferli er hreinlega stefnt í voða og Síminn tapi þúsundum viðskiptavina!
Þessi orð hans bera þó vott um svolítið yfirlæti og kannski vanhugsun í viðbrögðum við þessu. Það sem Jóni eða mér finnst fyndið, er ekki þar með samnefnari fyrir alla hina. Kímnigáfa eða húmor er bara eins og flest annað smekksatriði og ef kaþolikum líkar ekki þessar auglýsingar og telja þær þvert á nóti ósmekklegar, er það ekkert endilega ótvírætt tákn um húmorsleysi þeirra!
Þeim er svo líka að sjálfsögðu frjálst að hætta lika viðskiptum við Símann og ef þeir gera það, þá verða bæði Jon og fyrirtækið bara að horfast í augu við það!
Hins vegar eru þessi orð líka um að trúaður maður geti ekki gert slíkar auglýsingar, ekki vel ígrunduð eða sanngjörn!

Núna svekktur Jón er já,
Júdas túlkaði með glans.
En kaþólikar klikki á,
kúnstinni við grínið hans!


mbl.is Lengi tekist á við húmorsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm... fimm þúsund kvikindi.  Það er slatti af afnotagjöldum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.6.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Góðan dag Jenný mín!

Já, það yrði sannarlega EKKERT GRÍN fyrir Símann ef allur þessi fjöldi hætti í viðskiptum í einu vetfangi!

Magnús Geir Guðmundsson, 6.6.2008 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband