28.2.2008 | 22:09
Hugsað aftur til "Bjórþambsdagsins fyrsta" 1. mars, 1989!
Man nú býsna vel eftir þessum "rennblauta" degi!
Eins og nú var töluvert mikið vetrarríki á landinu um mánaðarmótin febrúar, mars.
Og fleira og raunar mun meira spennandi lá í loftinu þessa dagana fyrir unga og spræka menn en að fara brátt að geta hellt í sig bjór, m.a. tvennir stórtónleikar í höfuðborginni sem ég og Heimir félagi minn vorum staðránir í að mæta á. Að kvöldi hins 28. feb. var það engin annar en blúsjöfurinn mikli John Mayall sem mættur var á staðin með sína Bluesbreakerssveit, en kvöldið eftir var það góðkunningi okkar félaganna frá því í Doningtonrokkferð tveimur árum fyrr, Eiki Hauks ásamt sínum norsku kumpánum í Artch, sem áttu leikin.
En því miður, því miður, bölvuð tíðin greip inn í stóru áformin og ekki var nokkur leið að fljúga frá höfuðstaðnum góða í norðri suður yfir heiðar fyrr en 1. mars!
Heimir, sem fyrst og síðast vildi sjá Mayall, hætti því við, en ég vildi ekki gefast upp og flaug suður til að sjá Eika og Co.!
Sá ekki eftir því heldur, alveg ágætir tónleikar þótt aðsóknin hafi nú ekki verið of mikil né þetta bestu tónleikar sem vor augu og eyru höfðu numið.
Nú á eftir rambaði ég svo fínn og frakkaklæddur niður úr Múlunum og þræddi Suðurlandsbrautina allt til Glæsibæjar þar sem sjálfir Dubliners sáu um fjörið á kránni á þessum blauta og satt best að segja daunílla fyrsta bjórdegi nútímans á Íslandi.
Þarna við Glæsibæ hitti ég hina gullfallegu Dúnu, en það er nú allt önnur saga!
Eins og nú var töluvert mikið vetrarríki á landinu um mánaðarmótin febrúar, mars.
Og fleira og raunar mun meira spennandi lá í loftinu þessa dagana fyrir unga og spræka menn en að fara brátt að geta hellt í sig bjór, m.a. tvennir stórtónleikar í höfuðborginni sem ég og Heimir félagi minn vorum staðránir í að mæta á. Að kvöldi hins 28. feb. var það engin annar en blúsjöfurinn mikli John Mayall sem mættur var á staðin með sína Bluesbreakerssveit, en kvöldið eftir var það góðkunningi okkar félaganna frá því í Doningtonrokkferð tveimur árum fyrr, Eiki Hauks ásamt sínum norsku kumpánum í Artch, sem áttu leikin.
En því miður, því miður, bölvuð tíðin greip inn í stóru áformin og ekki var nokkur leið að fljúga frá höfuðstaðnum góða í norðri suður yfir heiðar fyrr en 1. mars!
Heimir, sem fyrst og síðast vildi sjá Mayall, hætti því við, en ég vildi ekki gefast upp og flaug suður til að sjá Eika og Co.!
Sá ekki eftir því heldur, alveg ágætir tónleikar þótt aðsóknin hafi nú ekki verið of mikil né þetta bestu tónleikar sem vor augu og eyru höfðu numið.
Nú á eftir rambaði ég svo fínn og frakkaklæddur niður úr Múlunum og þræddi Suðurlandsbrautina allt til Glæsibæjar þar sem sjálfir Dubliners sáu um fjörið á kránni á þessum blauta og satt best að segja daunílla fyrsta bjórdegi nútímans á Íslandi.
Þarna við Glæsibæ hitti ég hina gullfallegu Dúnu, en það er nú allt önnur saga!
Nýr bjór kemur á markað um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður félagi, ég var einmitt með eitt Artch lag á metalfundinum um daginn "Metal life" alger snilld og féll vel í kramið...þú hefur verið glæsilegur þarna frakkaklæddur forðum á leiðinni á Dubliners og Dúnu...
Bubbi J. (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 22:36
já man svo vel eftir þessum degi þvílík tilhlökkun að fá einn ískaldan úr krana en sástu mig ekki í glæsibæ þetta kvöld
Brynja skordal, 28.2.2008 kl. 22:58
Gaman að heyra þetta Bubbi, en hvar varst þú og vorum við eitthvað með í myndinni að þú kæmir suður líka? Get ekki munað hvort það stóð til!
Hver veit Brynja, hver veit, en ei man ég lengur eftir öllum píunum þarna!
Magnús Geir Guðmundsson, 28.2.2008 kl. 23:58
Ég held alveg örugglega að ég hafi ekki verið inní þessari mynd var örugglega í útlegð á stórbýlinu Grund í Eyjafirði fjarri glensi og glaumi.
Bubbi J. (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 00:16
ER virkilega svona langt síðan þú varst þar!? Og líka yfir veturinn, man bara eftir þér verandi þarna á sumrin.
Magnús Geir Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 00:22
Maggi, svo þarft þú bara að hlaupa undir bagga með að hjálpa okkur við að vekja athygli á Blúshátíð í Reykjavík.
Jens Guð, 29.2.2008 kl. 00:44
Man eftir þessum degi og man líka eftir vodkablandaða pilsnernum sem maður gat keypt sér þar á undan, eða hreinlega blandað sjalfur heima hjá sér. Þvílíkt rugl þetta bjórbann
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 09:58
Takk fyrir það Jens minn, að líkindum mun ég setja orð um hátíðina niður á blað, sem hefst eftir eftir rúma eina og hálfa viku, 18. mars.
Ekki drakk ég nú mikið af þessu bjórlíkissulli, mín ágæta Á.C.! Og var reyndar ekkert heldur einn þeirra sem hoppaði hæð sína út af bjórdeginum, satt best að segja!
Magnús Geir Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 13:33
já er það ekki bara málið, drekkja sorgum sínum (og fýlunni) i bjór og brennivíni - það held ég sumum væri nær að skella sér í hjólaferð um ítalskar sveitir en að sitja hér í snjó og byl og rétt komast inn á næstu bjórbúllu (hér væri tilvalið að segja; jasvei) ekki drekka ítalir bjór, þótt þeir séu oft sorgmæddir og t.d. mun sorgmæddari en þjóðverjar sem drekka vondan bjór, það er mun meiri elegans yfir því að drekka sorgum sínum (og fýlu) í vino rosso eða vino blanco. bjórdagurinn er einn mesti sorgardagur sem hin íslenska þjóð hefur upplifað - Kær kveðja K.e.
kristin einarsd. (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 19:27
Hahaha fróma fræðakona, þú skefur ekkert utan af því frekar en fyrri daginn, ert líka bráðskemmtileg fyrir vikið!
Ei telst ég nú hjólari, né hjóla ég mikið í bjórin heldur. Hætti reyndar alveg vínkyngingum fyrir um heilum 13 árum held ég bara!Væri til í ítalska hjólaferð, en þá bara sem farþegi á bögglabera eða tvíburahjóli með gott´fljóð á borð við þig á stýrinu! (að stýra hjólinu haha, svo það fari nú ekki á milli ma´la)
En bjór og brennivínsdrykkja semsagt bull, erum sammála um það!
Magnús Geir Guðmundsson, 29.2.2008 kl. 19:47
Ég man að ég var í Bandaríkjunum á bjórdeginum en fékk fréttir út. Kanarnir fannst við Íslendingar mjög skrítnir að bjór hafi virkilega verið bannaður árið 1989! Metal life með Artch er bara snilldin ein
Kristján Kristjánsson, 1.3.2008 kl. 11:29
Takk fyrir það Kiddi!
Jamm, þetta voru fannst mér ba´ra fínar skífur þessar tvær með Artch! Önnur er reyndar týnd hjá mér, þyrfti að fara að leita!
En bjórin mætti banna aftur mín vegna!
Magnús Geir Guðmundsson, 1.3.2008 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.