Bókin mín GEIRAVÍSUR!

Jæja góðir hálsar, þá eru enn ein jólin að nálgast, Aðventan hafin og landin komin á fulla ferð margur hver í undirbúningnum.
Eitt af mörgu samkvæmt venju, er að huga að gjöfunum, sem margur ku nú þegar vera búin að ákveða eða ætlar að gera fyrr en seinna.En auðvitað eru líka margir sem geyma þetta alveg fram að Þorláksmessu og finnst ekkert betur tilheyra en að gera jólainnkaupin þá!
Sjálfur er ég beggja blands í þessu, vil nú orðið vera búin að flestu löngu fyrir Þorláksmessudaginn!
Núnú, fyrir nokkru lét ég mig loks hafa það eftir langa mæðu, að safna saman ýmsum vísum og kviðlingum sem ég hafði þá soðið saman á löngu árabili og gaf út í lítilli en digri nokkuð svo skræðu, sem ég nefndi Geiravísur!
Gekk þessi útgáfa alveg bærilega, hinn ágætasti rómur gerður að henni og seldist bókin nokkuð vel.
Enn á ég þó góðan slatta af eintökum, sem alveg væri í lagi að losna við.
Vanti eitthvert af ykkur alveg ágæta jólagjöf og ekki of dýra, þá má alveg hafa samband og fræðast meir.
Í netfangið hér að neðan má senda mér póst þar að lútandi.

mgeir@est.is

Þessa eldgömlu sjálfslýsingu má meðal annars finna í bókinni.

Magnús heitir maður sá,
er mælir nú við ykkur.
Gjarnan stígur stokkin á,
er stækur hrokagikkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Að gefnu tilefni;

Mikið er hún Heiða góð 

yndisrósin bjarta.

Ennþá liggur hennar slóð

inní hversmanns hjarta.

Góðar kveðjur inn í vikuna þína

Heiða Þórðar, 3.12.2007 kl. 01:14

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Góða og heillandi Heiða!

Hafðu þökk fyrir innlitið, hið fyrsta en vonandi ekki það síðasta.

Og svei mér að þú getur ekki sett fram fallegar hendingar um sjálfa þig, ekki vantar það. Nema hvað, að þær eru samt ekki alveg eftir settum reglum um stuðla og höfuðstafi,takk kærlega fyrir þetta samt!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.12.2007 kl. 13:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vil þakka hlý orð í minn garð Magnús Geir, og ánægju hefði ég af því að kaupa af þér bókina þína, sendu mér hana bara í póstkröfu.  Heimilisfangið er í Símaskránni, reyndar er nóg að setja bara nafnið mitt og kúluhúsið Ísafirði, það berst alla leið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 09:27

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

P.S. ég vil auðvitað fá hana áritaða af höfundi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 09:28

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Mín alls ágæta Ásthildur!

Ekkert að þakka, átt góð orð skilin fyrir skelegg skrif!

Mér ber hins vegar að þakka þér kærlega fyrir áhugan á bókinni, sendi þér áritað eintak um hæl!

En ei fer það í póstkröfu, of mikið bras og raunar alltof dýrt og úrelt fyrirkomulag!

Best er að fólk sendi mér póst svo ég geti sent því upplýsingar um einfaldlega að leggja inn á reikning ef það vill kaupa, en skal bara senda þér bókina beint með upplýsingunum ef þér finnst það þægilegra, ekkert mál!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.12.2007 kl. 15:20

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heiða góða!

SVona gæti vísan hljómað örlítið breytt og nokkurn vegin eftir bragfræðinnar reglum.

Ekkert sérstakt, en sleppur fyrir horn.

Mær er Heiða, mild og góð,

með brosið himinbjarta.

Yndisrós sem opnar slóð,

inn í hvers manns hjarta!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.12.2007 kl. 01:37

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það, ég mun þá leggja inn andvirðið þegar upplýsingarnar berast takk fyrir það Magnús minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2007 kl. 17:18

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sem fyrr frú Aðlaðandi, ekkert að þakka!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.12.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband