Færsluflokkur: Íþróttir

Stendur sig strákurinn!

Já, hann Kristján Örn hefur staðið sig með prýði þarna úti í Noregi með Brann ásamt Ólafi Erni nafna sínum Bjarnasyni, um árabil!ER á góðri leið með að standast samanburðin fyllilega við stóra bróa, Lárus Orra!
Hefur að vísu misst sæti sitt í landsliðinu, allavega tímabundið, en við sjáum hvað setur með það.

Á vellinum Kristján er knár,
já klettur í vörninni hár.
Svo má á það minna
og maklega kynna
Hann sonur er Sigga Lár!


mbl.is Kristján tryggði Brann sigur - Gunnar Heiðar lék með Vålerenga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróttur í Þrótturum!

Já svei mér, ef röndótta "Ópalliðið" er ekki bara að taka 1. deildina og stráksinn úr Keflavík, Adolf SVeins, sá um að klára gömlu nágrananna!
Ef þetta nú gengur eftir sem horfir, Þróttararnir vinni deildina, verður sönglífið á pöllunum í úrvalsdeildinni enn líflegra næsta sumar en nú og er þó býsna líflegt í ár!
Um það munu hinu frægu stuðningsmenn Þróttar, Kottararnir, bera vitni!

Nú sjáum við Kottara káta,
kyrja baráttusöngva.
En Grindvíkingana gráta,
gleði finna þeir öngva!

Allavega ekki í bili, baráttan um sigurinn í deildinni ekki útkljáð!


mbl.is Þróttur í efsta sætið eftir 3:1-sigur gegn Grindavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórsarar að bjarga sér, syrtir enn í álin hjá KA!

Með þessum sigri á Stjörnunni, stigu mínir menn nokkuð stórt skref í átt að áframhaldandi sæti í deildinni, en þurfa þó enn nokkur stig í viðbót til að gulltryggja sig. verra er með KA og fer ég að verða hræddur um að þeir falli bara, svei mér þá!
Þetta er auðvitað ósköð dapurt og raunar með ólíkindum þessi staða Akureyrarliðana og náttúrulega kaldhæðnisleg í ljósi þess hvað knattspyrnumál hafa verið mikið í deiglunni undanfarin ár.
Og raddir um sameiningu líkt og í handboltanum gerast því háværari, en sú sameining hefur nú ekki enn allavega skilað árangri innan vallar,s vo ég veit nú ekki hvort hún væri því nokkuð vænlegri í fótboltanum!?
Annars virðast úrslitin hérna á toppnum í 1. deild vera nokkuð ráðin, Grindavík, Þróttur og fjölnir fari upp, bara spurning hvernig liðin munu raðast á endanum, ÍBV of langt frá þriðja sætinu held ég til að eiga möguleika!
mbl.is Reynismenn unnu í fallslagnum - Fjarðabyggð dróst aftur úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búið spil á báðum endum?

Það er allavega mjög freistandi núna að álykta sem svo, hef reyndar sagt það frá í vor að FH myndi verja titilinn, en trúði því ekki frekar en nokkur annar þá, að möguleiki yrði á að KR-ingar yrðu fastir á "hinum endanum"!
Þessi frammistaða þeirra utan við fyrstu mínútuna og að Fram er komið á skrið að því er virðist (og komið yfir gegn ÍBK þegar þetta er skrifað) þá lítur þetta æ verr út. HK tapaði að vísu fyrir Fylki og KR á eftir að mæta þeim auk Fram og Fylki, en staðan á liðinu er bara ekki þannig að hún gefi tilefni til bjartsýni!
Sé svo ekki að FH-ingar nái ekki 4 eða 5 stigum í leikjunum þremur sem eftir eru, til að ná titlinum enn, þurfa að vera miklir klaufar til þess!
mbl.is FH, Fylkir og ÍA höfðu sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐALLIÐIÐ í A-riðli!

Fyrirfram getur maður nú ekki annað verið en hæstánægður með þennan útd´ratt!
Porto frá Portúgal, Marsille frá Frakklandi og Besiktas frá Tyrklandi eru öll góð lið, en Liverpoolliðið á að fara að öllu áfallalausu nokkuð þægilega í 16 liða úrslitin!Hin ensku liðin gætu lent í einhverju basli, ekki síst United,s em í dag eru ekki sérstaklega traustvekjandi! Chelsea eru heppnir hvað það varðar svo,m að Valencia er líkast til ekki eins sterkt og undanfarin ár, ef það gengur eftir að spánverjarnir verði helsti keppinauturinn.
Alltaf ómögulegt að spá í gengi Arnssenal í Meistaradeildinni, þegar maður heldur að þeir séu í góðum málum, þá hafa þeir klikkað og svo alveg öfugt, samanber 2006 er þeir fóru alla leið og áttu að vinna Barcelona í úrslitaleiknum, en Henry var því miður ekki á skotskónum!
mbl.is United og Roma mætast aftur - Chelsea og Valencia einnig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór stund!

Já, sannarlega stór stund fyrir Selfyssingin glaðværa og tilfinningaríka, Véstein Hafsteinsson, en ekki síður mikill viðburður í íslenskri frjálsíþróttasögu!
Innilega til hamingju Vésteinn!
og sömuleiðis til Öllu systur ef hún les þetta,
Til lukku með bróa!
mbl.is Lærisveinn Vésteins heimsmeistari í kringlukasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dolli og Golli!

Heimsmeistaramótið stendur já nú sem hæst þarna í Osaka í Japan og ég hef aðeins fylgst með.
Það sem þó hefur vakið athygli mína og ánægju ekki síður, er að tveir af þeim Íslendingum sem þarna eru staddir eru strákar héðan að norðan, "Sá litli og STóri"
Annars vegar er það Adolf Ingi Erlingsson, sjálfur Dolli dropi, sem er þarna að lýsa fyrir hönd Sjónvarpsins, því sem sýnt er einmitt beint þessa dagana, en hins vegar er það Kjafrtan Þorbjörnsson, sjaldan kallaður annað en Golli, sem þarna er m.a. að ljósmyndast trúi ég fyrir Moggann!Dolli er gamall skólafélagi eins bræðra minna úr Oddeyrarskólanum, en Golli er aftur á móti gamall kunningi minn og "þræll" en fljótlega eftir að ég byrjaði að starfa fyrir gamla Dag heitin, hóf Golli sinn glæsta ljósmyndaraferil, varla meira en 17 ára eða svo!Fékk hann oft að taka fyrir mig myndir já og á ókristilegum tíma gjarna, blessaður drengurinn!
En annars má hrósa RÚV fyrir framtakið, færa þennan stærsta viðburð frjálsra íþrótta á árinu inn í stofu til okkar!
mbl.is Öruggt hjá Isinbajevu í stönginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

V-O-N-B-R-I-G-Ð-I!

Eins og dagurinn hafði annars verið ágætur, veðrið fínt og ég alveg sáttur við lífið og tilveruna, þá liggur við að maður falli í þunglyndi yfir þessum úrslitum, hef ekki orði svekktari lengi yfir einum "litlum" fótboltaleik!
En neinei, ekki öll nótt úti enn og allt það, en þetta var bara svo klaufalegt og óþarft tap!
mbl.is Ísland tapaði óvænt í Slóveníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram stelpur áfram!!

EFtir glæsta byrjun og þrjá sigra, m.a. á Frökkum 1-0, yrði það alveg frábært að fara já inn í það hlé sem gert verður, í efsta sætinu og mjög nálægt því þar með að komast í ÚRSLITAKEPPNINA!
Og munið!
Leikurinn verður sýndur beint í sjónvarpinu á morgun og hefst klukkan 15.00!
Nú gleyma menn bara enska karlasparkinu þessa tvo tíma og einbeita sér að því sem skiptir meira máli!
mbl.is Edda Garðarsdóttir: Draumurinn að ljúka fyrri umferðinni í efsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvurn fjáran á það að´þýða..

...hjá okkar annars ágæta RÚV Sjónvarpi, að klúðra algjörlega upptökum frá þessum leikjum báðum!?
Var nefnilega að fylgjast áðan með athygli er sagt var frá og sýnt úr leikjunum í tíu fréttum og hvað haldið þið?
Fyrstu tvö mörkin í leik KR gegn Breiðablik vantaði og eitt markanna í hinum leiknum, milli Keflavíkur og Fjölnis!
Nú á sjónvarpið almennt hrós skilið fyrir góða umfjöllun og vaxandi um kvennaboltan og fleiri kvennaíþróttir, en þetta er náttúrulega bara fyrir neðan allar hellur! SEinna í kvöld og raunar allt of seint, á að vera sérstakur dagskrárliður með myndum frá leikjunum, gæti þá vonandi hugsast að bragarbót verði gerð, en þetta eru samt ekki vinnu brögð til fyrirmyndar!
mbl.is KR og Keflavík mætast í bikarúrslitaleik kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband