Færsluflokkur: Íþróttir

Fylgist með!

Auðvitað makalaus stórsigur, en svona tölur hafa líka sést í karlaboltanum, Þjóðverjar unnu einmitt S-Araba 8-0 ef ekki bara 9 á HM í Japan Og S-Kóreu 2002!
Sjónvarpið mun víst sýna nokkra leiki, næst Kína gegn Dannmörku á miðvikudaginn. Auðvitað lofsvert framtak, en mín vegna hefði mátt sýna mun fleiri leiki í riðlakeppninni.
En það á samt alltaf að hrósa fyrir það sem vel er gert og ég er viss um að mörg stúlkan er ánægð og það er ég fauskurinn líka!
Og nú eiga fótboltaunnendur almennt að taka með sér og fylgjast með, svo áhorfstölur réttlæti að endurtaka leikin og það betur en nú næst!
mbl.is Þýskaland með ellefu mörk í opnunarleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skildi hún nú segja við þessu...

...Hin gullfallega, gáfaða, gáskafulla, léttkærileysislega, sálfræðimenntaða, sírökræðandi og rísandi handboltastjarna í Val, hún Habba litla Kriss, Hafrún Kristjánsdóttir, hugsa og segja um þennan ofurstyrk sem höfuðandstæðingarnir í Stjörnunni eru að sýna með þessum árangri og sanna?
Hún skelfur áreiðanlega á beinunum og sér fram á þann bitra hrylling, að hún verði í besta falli númer tvö í Íslandsmótinu þegar upp verður staðið í vor!
En ég gæti alveg glaðst, þó Garðabær sé ekki minn uppáhaldsbær, að þær verji titilinn. Ég veit nefnilega ekki betur, en ein lítil frænka mín héðan að norðan sé nefnilega ein af aðalpíunum í liðinu, hún Ásta Sigurðar, dóttir hennar tótu frænku og Sigga Páls!?
mbl.is Stjarnan sigraði í riðlinum á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað?

Eitthvað er nú fréttaritari mbl.is ekki alveg með hlutina á hreinu hérna!
VArla hafa þær stöllur verið á hlaupum við taflmennskuna? Haha, þetta er nú alveg bráðfyndið!
En rétt skal vera rétt,
þær urðu tvær efstar og jafnar, en komu ekki jafnar í mark, Guðlaug þorsteinsdóttir og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, með 7,5 vinninga hvor!
mbl.is Einvígi í Íslandsmóti kvenna í skák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1-2!

Þetta er mín spá, núna rétt þegar leikurinn er að byrja og það rignir, rignir og rignir!
Fyrir um 20 árum var ég þarna á vellinum þegar við töpuðum einmitt 1-2 fyrir Spánverjum og það var ausandi rigning þá líka! Teitur Þórðar kom okkur yfir með glæsilegu skallamarki.
Sá svo líka sigurleikin fræga, 2-0 nokkrum árum síðar, þegar landsliðsþjálfarinn núverandi skoraði annað markið!
mbl.is Íslendingar og Spánverjar skildu jafnir, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skák og mát - Enn gerir kynjamismunun vart við sig!

Nokkur spenna já þarna í karlaflokknum, vona að frændi minn Bragi,"Skáki" hinum tveimur aldeilis og ræni titlinum þarna í síðustu umferðinni!
En Skákþingið hefur nú hjá mér eins og fleirum, vakið jafnvel meiri athygli fyrir annað en keppnina sjálfa, þ.e. þessi skipting á milli kynja, en þó einkum og sér í lagi, enn eitt dæmið um mismunun þeirra!
Sigurvegarinn í landsliðsflokki karla fær nefnilega 200000 í verðlaunafé,meðan sigurvegarinn í A-flokki kvenna, fær ekki nema 50000 kr, eða sama og sá er lendir í fjórða sæti í landsliðsflokknum fær!
Þetta er náttúrulega alveg makalaust finnst ykkur ekki og sama virðist hvað reynt er að eyða slíkum dæmum, þau virðast alltaf skjóta upp kollinum aftur og aftur eins og leiðinda graftarkýli!
Skemmst er að minnast fársins er varð er kvennaliðin í fótboltanum áttu að fá mun lægra verðlaunafé fyrir sigur í bikarkeppni en karlarnir!
Þessi innbyggða kynjamismunun frá örófi alda, ætlar semsagt seint að verða yfirstígin!
En ekki má gefast upp, halda verður áfram að berjast, jafnvel þótt baráttan líkist þeim er kenndar hafa verið við vindmyllur og Don Kikóti Cervantesar háði forðum!
Og hvað varðar skiptinguna sem enn tíðkast, þá er hún auðvitað hjákátleg fyrir flesta sem á horfa, en er enn við líði sumpart af íllri nauðsyn, virkilega sterkar skákkonur í landsliðsklassa svo sárafáar vþí miður!
En vonandi er bjartari tíð í vændum með blóm í haga!
mbl.is Íslandsmótinu í skák lýkur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði!

Já, áframhaldandi vonbrigði er þessi árangur birgis Leifs, sem gaf annars svo góð fyrirheit snemma í sumar!
Líkurnar orðnar ansi litlar á áframhaldandi keppnisrétt næsta sumar.

Nú útlitið er ekki gott,
árangurinn ber þess vott.
Brátt þín alveg brestur von,
Birgir Leifur Hafþórsson!


mbl.is Birgir Leifur úr leik í Sviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FjölnisogFimleikafélagshringavitleysan!

Ég verð nú hvorki oft orðlaus, né yfir mig hissa þótt ýmis vitleysan eigi sér stað og hinir og þessir geri sig jafnvel af fíflum.
En út af þessum "leik" sem farin er að stað í kjölfarið á öðrum og eðlilegri leik, sem lauk þó með öðrum hætti en marga grunaði, er mér næstum öllum lokið og er bara hálfhneykslaður!
Það er alveg með ólíkindum hvernig menn hafa brugðist við þeirri stöðu sem komin er upp eftir að Fjölnir vann Fylki í undanúrslitum karlabikarsins og mæta þar með FH í úrslitaleiknum, en í röðum Fjölnis eru allavega þrír leikmenn í láni frá Fh!
Í lánssamningunum er skýrt tekið fram sem kunnugt er og margtuggið, að ef sú staða kæmi upp að liðin mættust, þá mættu þessir lánsmenn EKKI leika!
En Hvað hafa menn svo verið að tala um alla vikuna? Jú, hvernig hvort og hvenær ákvörðun verður tekin um að það sem stendur skýrt á blaði sé í raun eitthvað sem er að marka!?
til hvers í dauðanum setja menn slíkt í lánssamning, nema vegna þess að þótt ólíklegt sé, þá geti það gerst, eða hvað?
Og það hefur einmitt GERST, FH OG FJÖLNIR LEIKA TIL ÚRSLITA Í BIKARKEPPNI KSÍ!
Voru menn að setja þetta inn "Afþvíbarakannski", en svoekkertaðmarkaeftilkæmi?
Það mætti satt best að segja halda það eftir alla vitleysuna síðustu daga og blaður um það fram og til baka, hvort ekki verði fundað um "málið" hvort FH tæki ákvörðun fyrir helgi eða síðar af því þeir vildu sjá hvernig gengi að landa meistaratitlinum fjórða árið í röð og ég veit ekki bara hvað og hvað!
Ég spyr nú bara, sjá menn í alvöru ekki hvað þetta er heimskuleg umræða?
Í ofanálag eru svo formenn knattspyrnudeildanna dregnir í sjónvarpsviðtal, þar sem þeir sitja bara afskaplega vandræðalegir og geta fátt sagt annað en hvorkinéogkannskisé!

Hvurslags heimsinsheimskastaruglumræða er þetta eiginlega!?
Það virðast bara vera einhver álög á íslenskri knattspyrnu þessi misserin, að hvert ruglið á fætur öðru þurfi að koma upp!
Hringavitleysan sl. sumar með úrslitaleikinn milli Þórs/Ka og Ír um laust sæti í efstu deild og dæmalausa delluniðurstaðan í því máli er eitt, svo allur hneykslisfarsinn í sumar með Skagann og Keflavík og svo þetta til að kóróna allt saman!
Sjá menn í alvöru ekki hvað þetta er vitlaust, að tveir þrír eða jafnvel fleiri lánsmenn, spili gegn sínu eiginlega liði og það sjálfan úrslitaleik í bikarkeppninni?
´g spyr já bara enn og aftur, gjörsamlega gáttaður á þessu!


Já, nú er að duga eða drepast!

útlitið er nei ekki gott, á þessum tveimur þremur síðustu mótum þarf kappinn helst að ná topp tíu árangri á einu mótanna eða litlu síðri árangri á tveimur ef hann á að ná upp í 115 hvað verðlaunaféð snertir.
Hléð sem varð hjá honum í júlí, hefur greinilega haft afdrifarík og neikvæð áhrif, honum hefur einfaldlega ekki gengið sem skildi og sást vel í Íslandsmótinu, að hlutirnir voru ekki í lagi!
ER nú bjartsýnn maður að eðlisfari, en verð að viðurkenna að það kæmi mjög á óvart og það sérlega ánægjulega, ef Birgi Leif tækist að snúa blaðinu nú svo hressilega við!
mbl.is Argentínumaður og Frakki í ráshóp með Birgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki af baki dottin frekar en fyrri daginn!

Ég verð nú að viðurkenna það, að Guðjón Þórðarson er einn af mínum uppáhaldsmönnum í íslenska boltanum og það verður ekki tekið af honum hversu snjall þjálfari hann er!
En kannski finnst honum of gaman að tala og segir því stundum of mikið, þegar orðatiltækið "Fæst orð hafa minnsta ábyrgð" á best við!
En skárra er nú satt best að segja að blessaður karlinn tali bara mikið núorðið, en sé ekki í líkamlegum átökum líka eins og fyrr, er brennivínið var á góðri leið með að eyðileggja hann!

Þótt löngu sé dottin úr djammi,
sig duglega hefur í frami
mína léttir hann lund,
á leiðindastund
Gaui Þórðar með gjammi!


mbl.is Guðjón undrast að Bjarni sé ekki í landsliðshópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ævintýrin gerast enn!

Já, ævintýrin gerast enn, fjölnir úr Grafarvogi komin í úrslit bikarkeppninnar!
Mikið held ég að sá góði maður Arnar Guðlaugsson, sé glaður núna, sjá soninn Ása, Ásmund, stýra sínum mönnum til úrslitaleiks!
Þeir feðgar náttúrulega lengi búsettir hér í bæ, Ási lengi vel leikmaður með Þór og Arnar þjálfaði marga yngri flokka félagsins í handbolta, þar sem Ásmundur kom líka við sögu.
Bara innilega til hamingju feðgar!
mbl.is Fjölnir úr 1. deild í bikarúrslitin gegn FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband