Færsluflokkur: Íþróttir

Glæsileg frammistaða og "Norðlenskt" mark númer tvö!

Afskaplega gleðileg og góð frammistaða já þarna í Portúgal, sem gefur mjög góð fyrirheit um lokasprettin í undankeppni EM!
Svo gleðst auðvitað mitt akureyriska hjarta að sjá að okkar bráðefnilega Rakel Hönnudóttir, sem er að stíga sín fyrstu skref með A-landsliðinu, bráðung stelpa ennþá, skoraði þarna sitt fyrsta mark fyrir liðið og ekki aðeins það, önnur stúlka sem hér nyrðra er fædd og uppalin, Ásta Árnadóttir, lagði grunnin að markinu með löngu innkasti!
Kannski örlítið orðum aukið að liðin sex í hinum riðlinum séu nú þau sex bestu í heimi í kvennaboltanum, Englendingar örugglega ekki sammála til dæmis, en þessar þjóðir voru held ég í þessum sætum á síðasta Hm!?

Áfram Ísland!


mbl.is Ísland vann Finnland 3:0 í leiknum um 7. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmitt það já!?

Þetta kemur nú svolítið á óvart já!
Á sínum tíma þarna fyrir fjórum eða fimm árum þegar hornamaðurinn smái en knái hætti með liðið, 2003 eða 4, var það önnur vinna minnir mig sem var svo tímafrek, að dæmið gekk ekki lengur upp!
Hann snéri þó aftur og var Alfreð já til aðstoðar á HM.
Guðmundur náði auðvitað á tímabili afbragðsárangri með liðið, fjórða sætinu á EM í SVíþjóð 2001, en svo hallaði undan fæti.
Hefði frekar viljað sjá Viggó, en þýðir lítið að nöldra mikið yfir því, en alveg makalaust auðvitað hvað þetta hefur verið mikið vandræða- og leiðindamál að finna arftaka Alfreðs!
mbl.is Guðmundur tekur við landsliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tala við Viggó...STRAX!

Þegar ljóst var eftir EM í jánúar, að Alfreð gíslason myndi hætta með landsliðið, kastaði ég fram þeirri ósk minni að viggó Sigurðsson yrði aftur fengin í starfið, einfaldlega það langbesta sem gæti gerst að mínu áliti.
Jafnframt taldi ég það þó ekki líklegt eftir brotthvarf Viggós (2005 eða 6 minnir mig) er hann hætti með heldur leiðinlegum aðdraganda, pressu og fleiru.
En nú þegar viggó gefur í skyn að hann sé aftur til í að þjálfa liðið, Ætti HSÍ ekki að hika eitt andartak, heldur byrja strax já að spjalla við Viggó, líkt og Guðjón Þórðar í fótboltanum er Viggó vissulega ekki barnanna bestur oft á tíðum, en afburðasnjall í sínu starfi, sannur sigurvegari!
mbl.is Viggó Sigurðsson: Ég myndi tala við HSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegur fulltrúi!

EF fer já sem horfir, Ragna haldi áfram á svipaðari braut, sleppi við óheillavænleg meiðsli, verður hún án nokkurs vafa glæsilegur og verðugur fulltrúi þjóðarinnar á OL í Kína!
Að sönnu eru hins vegar möguleikar hennar þar ekki mjög miklir, en hún er enn ung og í framför og að ná þeim áfanga að fá að keppa á æðsta íþróttamóti heims og stærsta er ómetanlegt innlegg í reynslubankann!
En eins og þar stendur, "Ekki verður sopið kálið þótt í ausuna sé komið" En spennandi er þetta með þessa glæstu íþróttakonu, sem án vafa skaraði fram úr á síðasta ári!
mbl.is Ragna er á leið á ÓL í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið nú alveg!

Oft má lesa hér á mbl.is í senn spauilegar og furðulegar fyrirsagnir, en þetta er nú hygg ég aðeins of mikið af því góða!
SAmt vil ég vera kurteis og bara vinsamlega benda höfundi fréttarinnar og þá væntanlega fyrirsagnarinnar líka á þessari fregn um Trappatoni karlinn, að Írland er EKKI í Englandi, er jú vissulega á BRETLANDSEYJUM, en er sjálfstætt lýðveldi!
Vinsamlegast leiðrétta þessa vitleysu!
Annars verður spennandi að sjá svo ef rétt reynist hvernig þessum kappa tekst til með írska landsliðið!
mbl.is Trapattoni á leiðinni til Írlands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÆÆÆ!

Síðast þegar ég spurði, 16 - 8 fyrir Frakka!

Með augum örlítið vættum,
aumur þetta ég letra.
Handboltaleiðindum hættum,
hugsum um eitthvað betra!?


mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurlæging að hætti (sænska) hússins!

Hvílíkur og annar eins andskotans aumingjaskapur er þetta!
ER nokkuð hægt að orða hlutina einfaldar eða betur en þannig!?
Og hvað varð nú um blessað leynivopnið?
mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátbroslegt kjör!

Jahérnajahérnajahérna, hin liðlega tvítuga Eyjapæja sem nú spilar fótbolta upp á landi með Val, Margrét Lára Viðarsdóttir, kjörin Íþróttamaður ársins!
VErð að viðurkenna að fyrstu sekúndurnar var ég dálítið hissa, en hef þó verið með þá tilfinningu síðustu daga að vegna ekki of mikils afreksárs almennt, gæti nú aftur verið komið að konu sem sigurvegara, en ekki Margréti heldur kannski Rögnu INgólfsdóttur!
En hvað gera nú blessaðir drengirnir í samtökum íþróttafréttamanna, (vel yfir 90% hygg ég af því taginu) jú, þeir sýnist mér á öllu bara svei mér þá vera að "leiðrétta mistökin" ef ekki bara "ranglætið" sem margir vildu meina að Margrét Lára hafi verið beitt af samstöllum sínum í boltanum síðsumars, er þær kusu hana EKKI knattspyrnukonu ársins 2007!
Eða hvað á maður eiginlega annars að hugsa með þetta já grátbroslega kjör!?
Mikil lifandis ósköp! Margrét var framúrskarandi sem aldrei fyrr í boltanum í sumar, setti markamet já og var ein aðaldriffjöðurin í landsliðinu. Að auki er ég sjálfur mjög hrifin af henni og mikill stuðningsmaður kvennafótboltans, en afrek Rögnu í ár bæði hérlendis og þá ekki síst erlendis, eru einfaldlega MEIRi, hreinlega ekki hægt að jafna því saman, hún ein af 20 bestu í Evrópu í greininni nú í árslok og númer 53 á heimslistanum! VAnn svo þrefalt á Íslandsmótinu hér heima, tvö alþjóðamót og komst í úrslit allavega á einu til viðbótar, en gat ekki keppt til úrslita vegna meiðsla!Í ofanálag er hún svo inn á topp 19 til að öðlast þátttökurétt á Olympíuleikunum í Kína á næsta ári og fer þangað með sama áframhaldi!
Ég er nánast handviss um að ef þessi uppákoma með Margréti Láru hefði ekki komið til, væri þessi útnefning ekki upp á teningnum, hversu glæsileg íþróttakona Margrét Lára annars svo sannarlega er og á væntanlega eftir að gera enn betur í framtíðinni!
En eins og stundum áður sitja íþróttafre´ttamenn uppi með ansi umdeilanlegt kjör!
mbl.is Margrét Lára íþróttamaður ársins
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Það á alltaf að spyrja að leikslokum!

Eftir að Liverpool tapaði fyrir Besiktas í Tyrklandi var útlitið vægast sagt dökkt, en þá sagði ég sem fleiri að menn skildu nú spyrja að leikslokum í riðlinum, ekki væri öll nótt úti enn!
Og það gekk sannarlega eftir með þessum flotta sigri í kvöld!
Hitt er svo annað, að annað sætið varð niðurstaðan svo að má við öllu búast í drættinum í 16-liða úrslitin.
Kannski Barcelona, Real Madrid, AC Milan...?
Mótherjinn verður allavega ekki auðveldur, hver sem hann svo verður!
En í kvöld eru "Púlarar" glaðir og reifir!
mbl.is Liverpool lék Marseille grátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigrað með seiglu!

Já, nokkuð svo mikið þurfti að hafa fyrir þessum sigri og það mátti svo sem ekki miklu muna aðmenn færu að endurtaka klúðrið gegn Marsille, yfirburðir á fyrsta hálf´tímanum, gott mark, en svo ein sókn gestana og jöfnunarmark og svo bara allt í voða nokkrar mínútur á eftir, en sem betur fer tóku menn þetta á sannkallaðri seiglu í seinni hálfleik!

Stormur í vatnsglasi!?

Þrátt fyrir að gustað hafi milli bandarisku eigendanna og Benitez, þá sér hver maður að það væri báðum í óhag að semja ekki frið, Í Liverpool á spánverjinn vísan stuðning eins og lesa má og augljóst að hann vill halda ótrauður áfram og fyrir eigendurna yrði það bara óráð ef þeir þ.a.l. myndu fara út í hörku og víkja stjóranum frá! Þetta er því líklega mál sem mun leysast farsællega,ekki síst þegar gengið inn á vellinum er svo gott sem raun ber vitni!
Og vonandi verður áframhald á velgengninni er haldið verður til Frakklands, þangað verði farin sannkölluð sigurför!


mbl.is Benítez: Stoltur af stuðningsmönnum okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband