Færsluflokkur: Íþróttir

Klúður aldarinnar!

Þetta einstaklega klaufalega tap enskra er punkturinn væntanlega yfir i-ið í fótboltaklúðri 21. aldarinnar hingað til!
Náðu jú að leiðre´tta hörmungarbyrjun og jafna, en töpuðu samt! Annars er þessi undankeppni röð rugls og mistaka hjá Englendingum, einkum og ekki síst mislukkuðum þjálfara að kenna, allt frá því að hann byrjaði á að velja ekki Beckham auk fleiri síðar sem hefðu mátt fá tækifæri, til þess hreinlega að hrekja jafnbesta og traustasta varnarleikmannin frá liðinu svo hann hætti að gefa kost á sér, Jamie Carragher!
Lykilleikmenn eins og Gerrard og Lampard sérstaklega, hafa heldur ekki staði sig sem skildi, að ekki sé nú minnst á alla markmannahrakfallasöguna, sem náði toppnum með óheppni og klaufaskap Carsons í kvöld í fyrsta markinu, nokkuð sem hann hafði vart lent í áður í alvöruleik, allavega ekki á þennan vegin!
Margir Íslenskir fylgjendur sem og óteljandi fleiri út um allan heim, vþí vonsviknir í kvöld, England ekki með á næsta EM í Sviss og Austurríki!
Og í Englandi sjálfu, þið getið rétt ímyndað ykkur vonbrigðin hjá þessari meginþjóð nútímafótboltans og eflaust kraumandi bræðinni líka sem sýður undir!
mbl.is England tapaði og Rússar náðu síðasta EM-sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðlenskt handboltahallæri!?

Já, eins og staðan er nú, er ástandið ekki rishátt á meistaraflokksliðum Akureyrar í handbolta karla og kvenna.
Þær fyrrnefndu neðstar í deildinni og karlarnir í næstneðsta, eins og fram kemur í fréttinni.
Hef sjálfur alltaf verið mótfallin sameiningu KA og Þórs á þessum forsendum, að meistaraflokkar séu svona einir og sér sameinaðir. Nær væri ef til vill að byrja neðar, en þar er þó vel að merkja öflugt starf hjá félögunum, sem enn hefur þó ekki skilað sér á þessu rúma eina keppnistímabili sem af er frá því sameiningin varð.
Hjá kvennþjóðinni í fótboltanum hefur þetta kannski gengið örlítið skár, en því miður ekki meir en það.
Eins og fram kemur í viðtalinu við rúnar, er afreksíþróttaútlitið almenn ekki rishátt, gengi karlaliðanna í fótboltanum slakt í 1. deildinni sl. sumar og líkt og í handboltanum með Akureyrarliðið, hefur Þórsliðið í körfunni valdið nokkrum vonbrigðum það sem af er vetri, búist við því mun sterkara en það hefur sýnt hingað til!
Hugmynd rúnars um að slíta handboltalið Akureyrar frá KA og Þór og láta það í staðin undir ÍBA þar sem svo Íþróttahöllin með smáendurbótum yrði miðstöð liðsins, er í sjálfu sér góðra gjalda verð og yrði þá eiginlega afturhvarf til þess forms er var á fótboltamálunum um langt skeið fyrr á árum, eða fram til 1975 að KA og Þór sendu eigin lið til keppni í 3. deild eftir að ÍBA liðið hafði fallið í 2. deild árið áður. (Sællar minningar afrekuðu þórsarar svo að fara rakleiðis upp í 1. deild á tveimur árum!)
Kannski myndi þetta eins og rúnar vonast til, hleypa nýju lífi í handboltan, ákveðnum ferskleika sem þá væntanlega myndi svo skila sér í betri árangri.
Skal sjálfur ekki fullyrða neitt, auðvitað söknuður eftir samkeppninni og vissa dýrðarljómanum er bæði KA og Þór áttu góð lið í efstu deild, raunar ekki svo langt síðan að svo var og upp undir 2000 manns fóru á frábæra leiki liðanna í Höllinni!
En tímarnir hafa breyst fljótt, áhugi minnkað e.t.v. og erfiðara til langs tíma að halda uppi þessum gæðum og fjármagna dæmið, því verður já einhvern vegin að bregðast við, eiginlega ekkert annað en handboltahallæri eða svo gott sem ella framundan!
mbl.is Gera verður Akureyrarliðið að sjálfstæðu félagi sem heyri beint undir ÍBA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, stolt er orðið!

Til áréttingar virðist lokaniðurstaðan vera sú, að Birgir Leifur endaði í 12 til 15 sæti! Hvert sæti þessara 30 getur skipt miklu máli upp á fjölda móta sem kappinn fær að taka þátt í nú á nýju tímabili!
Endaði ef ég man rétt í 25 sæti fyrir ári, svo mótin verða eitthvað fleiri sem hann fær kepnisrétt á núna!
SVo er það reyndar orðum aukið kannski í fréttinni að hann hafi verið nánast komin út úr myndinni eftir skramban á 7. holu, skorið hans þá líklega það sem dugði fyrir síðustu menn (-3)
Annars hafði ég mjög góða tilfinningu strax snemma í morgun fyrir gengi Birgis Leifs og var bara viss um að hann kæmist í gegn, golfið vissulega ein sveiflukenndasta íþrótt sem til er og dyntóttasta, en hin jafna og góða spilamennska á hringjunum fimm á undan, gaf bara sterka vísbendingu um að spurningin væri meir hvar meðal hinna 30 efstu hann myndi lenda, en ekki hvort hann næði einu af 30 efstu sætunum!
STOLT er því sannarlega orð dagsins í samræmi við tilfinningar kappans í viðtalinu.
Allir íþróttaáhugamenn og fleiri út fyrir raðir þeirra geta sannarlega verið stoltir af þessum ágæta afreksmanni!
Fyrir hann er nú svo bara að taka helstu reynslupunktana með sér yfir á nýja tímabilið og reyna að nýta þá svo vel, að hann nái árangri til að halda sæti sínu áfram er því líkur næsta haust í þessari "Meistaradeild Evrópu" golfsins!
Hamingjuósk til birgis Leifs og allra hans vina og ættingja!
mbl.is Birgir: „Ég hef aldrei verið eins stoltur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsjáanlegt!

Ég held já að þetta hafi verið fyrirsjáanlegt í okkar riðli, Svíar voru ekkert að leggja of mikið á sig í kvöld og þótt Lettarnir séu góðir, þá eiga þeir litla sem enga möguleika á að vinna Svía í Svíþjóð og í raun skiptir leikurinn þá engu máli. N-Írar vinna heldur ekki Spán aftur, svo einfalt er það!
En að skotar skulu vera úr leik eftir að hafa staðið með pálman í höndunum fyrir tveimur umferðum eftir frábæran sigur á Frökkum á Frakklandsleikvanginum, er alveg svakalegt og framvindan sem lýst er í fréttinni segir allt um! Mörg hryggðartár áreiðanlega fallið í Glasgow í kvöld og eru sjálfsagt enn að falla!
En svona er þessi íþrótt ekki hvað síst heillandi, svo örstutt á milli gleði og sorgar, sigurs og taps!
Það sýndi sig einnig klárlega í leik Ísraela og Rússa, þeir síðarnefndu í senn óheppnir og klaufar að ná ekki allavega einu stigi,stigi sem eftir óvænt tap Króata gegn nágrönnunum í Makedoníu, hefði verið mikilvægt!
mbl.is Spánverjar tólfta þjóðin til að tryggja sér EM-sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Endurtaka leikinn drengur"!

Já, fyrst spilamennska sumarsins skilaði ekki áframhaldandi keppnisrétti, er ekki annað hægt en að senda baráttukveðju á þessum nótum!
Getan er fyrir hendi, það hefur Birgir Leifur sannað, en úthald og ef til vill einbeiting m.a. varð til þess að góður árangur hjá honum náðist ekki sem vonast var eftir!
Erfitt að lesa í þessa byrjun, en hann á já alveg að geta endurtekið leikin frá sl. ári!
mbl.is Birgir er í 17.-27. sæti eftir fyrsta hringinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrefalt HÚRRA! fyrir Karen Björg!!!

Í sjálfu sér ekki miklu við að bæta, nema hvað ég á auðvitað hagsmuna að gæta, þessi yndislega 16 ára nýja sunddrottning nefnilega náfrænka mín og afrek hennar því sérlega mikið gleðiefni!
Bara innilegustu hamingjuóskir suður yfir heiðar til foreldranna og ekki síst til ömmunnar í Kópavogi og austur á land til alls móðurfólksins og stóra bróa hennar!
Og þetta er bara að líkindum enn rétt að byrja hjá stúlkunni!
mbl.is Karen setti Íslandsmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, þau fara ekki alltaf saman, gæfa og vjörvuleiki!

Ég var nú einn af þeim sem varð nokkuð hissa er hinn afbragðsgóði leikmaður og dagfarsprúði drengur Eyjólfur Sverrisson, var valin til að taka við af Ásgeiri Sigurvins og Loga Ólafs sem landsliðsþjálfari. Vissulega hafði hann náð árangri með U21 liðið, en önnur var jú ekki reynsla hans að þjálfun, þótt slíkt sé heldur ekkert nýtt undir sólinni, að góðir fótboltamenn stökkvi beint inn í þjálfarann og nái árangri.
Það fer nefnilega ekki alltaf saman gæfan á vellinum sjálfum og svo gjörvuleiki utan hans til að ná árangri. Eyjólfur náði meiri árangri sem leikmaður en flestir aðrir íslenskir fótboltamenn, vann titla bæði í Þýskalandi og tyrklandi og eftir að hafa snúið aftur frá síarnenda landinu til þess fyrrnefnda, átti hann glæsileg síðustu ár með Herhta í Berlin, var þar fyrirliði líkt og með landsliðinu og spilaði fleiri en eitt tímabil minnir mig með liðinu í Meistaradeild Evrópu!
Vegurinn var semsagt langur og glæstur allt frá neðrideildarspili með tindastól á Sauðarkróki til Meistaradeildarinnar, en líkt og Heiðar Helguson Dalvíkingur hjá Fulham, spilaði Eyjólfur ALDREI í efstu deild áður en hann hélt í víking til frægaðr og frama!
Vegni honum annars bara vel í því sem hann tekur sér næst fyrir hendur, en nú bíða menn bara spenntir eftir að sjá eftirmanninn!
mbl.is Eyjólfur hættur sem þjálfari landsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki öll nótt úti enn, langt því frá!

Verulega slæmt tap og ekki gott veganesti fyrir leikin við Arsenal á sunnudagin, eins og ég benti á að sigur yrði fyrir þann leik.
En ég spái því hiklaust að þrír sigrar komi í röð, sem tryggi allavega annað sætið í riðlinum!
Nú er ekkert annað að gera en setja þetta slys til hliðar og einbeita sér að hinum mun meir mikilvægari leik.
Vinnist sigur í honum, verður atlaga að titlinum meir en raunhæf þetta árið!
mbl.is Liverpool lá í Istanbul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, nú veitir heldur ekki af baráttuanda!

Sigur þarf já helst að vinnast í kvöld, ekki bara vegna stöðunnar í Meistaradeildinni, heldur til að viðhalda og treysta enn frekar sjálfstraustið fyrir leikin stóra við Arsenal um næstu helgi! Sá leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir framhaldið, að gera nú alvöru atlögu að enska titlinum! Held ég að margur stuðningsmaður "Rauða hersins" einblíni fyrst og fremst á hann, Meistaradeildin og aðrir bikarar komi þar á eftir!
En krafan er auðvitað að komast allavega í 16 liða úrslitin í Meistaradeildinni, svo verða mál bara að ráðast og til þess að svo verði, verður sigur helst að vinnnast í kvöld, ná að rétta skútuna við eftir tapið hroðalega á Anfield gegn annars slöku liði Marsille!
Alonso með á ný eru góð tíðindi og vonandi sleppur hann vel frá leiknum, ásamt Agger hefur hans verið saknað þrátt fyrir breiddina góðu í liðinu. Um helgina gæti hann hins vegar verið í algjöru lykilhlutverki á miðjunni að sigrast á Arsenal, að stoppa hinn unga en öfluga landa sinn Fransescas Fabrekas!
mbl.is Gerrard vill sama baráttuanda og gegn Everton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðskuldað kjör!

Þau Helgi og Hólmfríður vel að þessu komin, ekki spurning!
Hvað efnilegasta karlin varðar, hélt ég kannski að Stefán markvörður úr KR yrði fyrir valinu, en Matthías yngri úr FH örugglega líka vel að þessu komin.
Fyrir okkur norðlendingana er svo kjörið á efnilegustu knattspyrnukonunni einkar ánægjulegt, Rakel líka að slá í gegn um dagin með U19 ára landsliðinu ef mér bregst ekki minni!
Tónlistarmaðurinn og bloggarinn Garðar Örn kjörin bestur dómara, hélt reyndar að ekki væri hægt að kjósa neinn annan en Kristin Jakobsson!?
Að lokum er svo gaman að sjá Gumma Ben heiðraðan fyrir prúðan leik, alltaf verið geðslegur strákur og svo stendur hann sig líka prýðisvel utan vallar, sem nýstirni í fótboltalýsingunum á Sýn! (en byrjaði auðvitað ferilin í þeim efnum á Skjá einum!)
Vonandi eru svo bæði konur og menn að skemmta sér bærilega þarna, geta gleymt um stund landsliðssvartnættinu karlamegin, sem vissulega dregur úr gleðinni!
mbl.is Helgi og Hólmfríður kjörin leikmenn ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband