Verðskuldað kjör!

Þau Helgi og Hólmfríður vel að þessu komin, ekki spurning!
Hvað efnilegasta karlin varðar, hélt ég kannski að Stefán markvörður úr KR yrði fyrir valinu, en Matthías yngri úr FH örugglega líka vel að þessu komin.
Fyrir okkur norðlendingana er svo kjörið á efnilegustu knattspyrnukonunni einkar ánægjulegt, Rakel líka að slá í gegn um dagin með U19 ára landsliðinu ef mér bregst ekki minni!
Tónlistarmaðurinn og bloggarinn Garðar Örn kjörin bestur dómara, hélt reyndar að ekki væri hægt að kjósa neinn annan en Kristin Jakobsson!?
Að lokum er svo gaman að sjá Gumma Ben heiðraðan fyrir prúðan leik, alltaf verið geðslegur strákur og svo stendur hann sig líka prýðisvel utan vallar, sem nýstirni í fótboltalýsingunum á Sýn! (en byrjaði auðvitað ferilin í þeim efnum á Skjá einum!)
Vonandi eru svo bæði konur og menn að skemmta sér bærilega þarna, geta gleymt um stund landsliðssvartnættinu karlamegin, sem vissulega dregur úr gleðinni!
mbl.is Helgi og Hólmfríður kjörin leikmenn ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig gat Margrét Lára ekki verið valin besti leikmaðurinn?

Óskar (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hef bara heyrt að Hólmfríður hafi einfaldlega blómstrað í sumar og þá ekki síst með landsliðinu.

Og svo segir það ekki alltaf alla söguna um frammistöðuna, þó viðkomandi skori mikið af mörkum.

Að auki er þetta val leikmannanna sjálfra, kannski var mjótt á munum, en ekki hægt að deila mikið um þetta held ég!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.10.2007 kl. 00:15

3 identicon

Tad er faranlegt ad Margret Lara hafi ekki verid valinn leikmadur arsins.

En, Stefan sem efnilegasta leikmann deildarinnar??? Hann er 27 ara gamall.

Jon Gudjonsson (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 00:37

4 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Þetta er auðvita skandall að Margrét Lára hafi ekki verið valin best,,ég tek fram að ég er ekki Valsmaður...

Heimir og Halldór Jónssynir, 20.10.2007 kl. 00:39

5 identicon

Nú er ég sjálfur KRingur og mjög ánægður fyrir hönd Hólmfríðar en það verður nú samt að segjast að þetta er algjörlega óskiljanlegt. Líka leiðinlegt, ef satt reynist, að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið af liðum deildarinnar að sniðganga Margréti. Þeir töluðu um þetta í þættinum hjá Valtý Birni og svo var að detta inn frétt þessu tengt á fótbolti.net. En ég óska Fríðu að sjálfsögðu til hamingju með útnefninguna.

Árni Már (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 01:43

6 identicon

Í síðustu 4 leikjum kvennalandsliðsins hefur Hólmfríður verið 1 sinni í byrjunarliðinu en Margrét Lára alltaf. Hvar færðu þær upplýsingar að Hólmfríður hafi "blómstrað" með landsliðinu?

Meira að segja sjálfir KR ingar völdu Olgu Færseth sem besta leikmann sinn á yfirstandandi tímabili EKKI Hólmfríði.

Mörkin segja að sjálfsögðu ekki allt um getu leikmanns en : Margrét Lára var burðarás besta liðs landsins, Margrét Lára var burðarás landsliðsins, Margrét Lára skoraði 38! mörk í 16 leikjum  í sumar. HVAÐ þarf Margrét Lára að gera til þess að "verðskulda" það að vera valin besti leikmaðurinn í kvennaboltanum?

Stefán efnilegastur og Hólmfríður best EKKI SPURNING! .. Eins gott að þú þurftir allt í einu að fara á internetið og láta okkur hin sem vissum þetta ekki VITA af þessu. TAKK.

Ég er bara svo vitlaus að svara... greyið ég. 

Páll Ingi (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 11:34

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Páll INgi!

Ekki veit ég hvað veldur þínu svona mikla svekkelsi út af þessu kjöri, en þú sem og einkum og sér í lagi karlar hafa verið að spá í hvers vegna Margrét Lára varð ekki fyrir valinu, verðið þi ðað skammast við stúlkurnar sem kusu og finna stað þeim samsæriskenningum gagnvart margréti sem haldið er fram!EF þetta er eitt stórt hneyksli, þá hýtur Hólmfríður að verða að skila nafnbótinni, eða hvað á að gera í málinu, kjósa upp á nýtt?Hafa svo heildarniðurstöð'ur í kjörinu verið birtar?

VArðandi svo aðrar niðurstöður í kjörinu, verða menn bara að hafa sýnar skoðanir, en meðan að engin getur sýnt fram á að í alvöru hafi verið maðkur í mysunni, þá er ekkert í raun hægt að setja út á þessar niðurstöður!

Magnús Geir Guðmundsson, 20.10.2007 kl. 23:40

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Um aldur Stefáns skal ég viðurkenna, að ég hef tekið rangt eftir í sumar eftir að hann komst í sviðsljósið og tók stöðuna af Kristjáni Finnboga. Taldi hann 23. Það breytir hins vegar ekki því, að hann er sannarlega efnilegur ef ekki nú þegar mjög góður markvörður og áreiðnalega sá leikmaður í sumar sem sló mest í gegn. Og menn ættu svo að fara varlega í aldurstali hvað markmenn varðar,Hvaða markvörður var annars enn í fullu fjöri fyrir ári og sannarlega enn einn besti markvörður landsins, orðin rúmlega 40 ára!?

Magnús Geir Guðmundsson, 20.10.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband