Færsluflokkur: Íþróttir
11.6.2008 | 14:33
EM, önnur umferð, riðill A, Úrslitaleikur!?
Ekki var nú gamla goðið Johann Cruyff alveg sammála Van Persy fyrir mótið, vþert á móti var hann óhress með leikstílinn og taldi hann langt í frá skemmtilegan, en er kannski komin á aðra skoðun núna? En nóg um það, Hollendingar hins vegar skiljanlega í skýjunum enn yfir frábærum sigri á heimsmeisturunum, sem sumir hverjir keppast nú við að útskýra málið eða bara biðja landa sína afsökunar á slakri frammistöðu.
Sjálfur er ég líka í skýjunum yfir afbragðsbyrjun Spanverja í gær, en eins og þeir sjálfir hafa sagt eftir leikin, þá sé þetta nú bara einn leikur, svona byrjuðu þeir líka HM síðast, en stóðust svo ekki þolraunina er lengra dróg!
En þetta var já flott og einu get ég nánast lofað ykkur,
Ef DAvid Villa fer frá VAlencia, þá er BARA EITT lið sem kemur til greina í dag utan Spánar!
Þeir sem vita svarið rétti upp hönd!
Verð svo að viðurkenna að sigur Svía á Grikkjum féll mér ei ílla í geð, en kom mér samt svolítið á óvart!
Þessi úrslit og í leik Hollendinga og Ítala eru þau einu sem ég hef flaskað á hingað til.
6 leikir réttir af 8 er ekki slæmt, nema hvað þetta er ekki gisk hjá mér á getraunaseðli, bara hér í léttum dúr.
Er líklega bæði of latur og lítt fégráðugur til að nenna að spila í getraunum í von um gróða!
En fyrstu umferð keppninnar semsagt lokið, alveg þokkaleg byrjun í það heila og vonandi verður bara stígandi í þessu og góðu og spennandi leikjunum fari fjölgandi.
Sigurliðin í fyrstu leikjunum í A riðli mætast nú á eftir, portúgal, Ronaldo og Co. og Tékkar, Koller og hans félagar!
Sigurliðið er nánast komið áfram hygg ég, en jafntefli yrðu held ég líka ekki slæm úrslit fyrir bæði lið.
Á erfitt með að spá, þótt Tékkarnir hafi ekki verið sannfærandi gegn Sviss var það ekki alveg að marka, alltaf erfitt að byrja keppni og það gegn heimaliði. portúgalar virkuðu hins vegar nokkuð svo sannfærandi gegn Tyrkjum, sem reyndar virtust ekki mjög traustvekjandi. SEgi jafntefli, en mikið á örugglega eftir að ganga á og auðvitað gæti sigurinn lent á báða vegu
SViss hafði ekki heppnina með sér gegn tékkum, en ég vil trúa því að þeir sigri í kvöld. SEm fyrr sagði virðast Tyrkirnir ekki eins sterkir og oft áður og urðu svo fyrir áfalli nú er einn þeirra besti maður, Emre, meiddist og verður ekki í það minnsta með í þessum leik.
Það held ég nú!
![]() |
Van Persie: Holland leikur eins og Arsenal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2008 | 14:48
D Riðill, flottur spænskur Flamengo eða brjálaður rússneksur Björn!?
En riðlakeppninni á EM, fyrstu umferð, líkur í dag með leikjum Spánverja og rússa annars vegar og ríkjandi Evrópumeistara Grikkja og Svía hins vegar!
Enn einn gangin er við miklu búist af hinum spænsku og ég held að það hljóti að vera frumkrafa hjá þeim sjálfum að vinna þennan riðil.
rússar eru með ungt og óreynt lið, held ég með lægsta meðalaldurinn í keppninni. Leikgleði og viss "gredda" gæti að sönnu hjálpað þeim eitthvað í dag, barátta frá fyrstu mínútu, en getumunurinn á þó að vera Spánverjum nægur til að sigra.
Þeir eru líka minir menn í þessari keppni, en með fyrri reynslu í huga, þá gerir ég alveg eins ráð fyrir því, að þeir geti samt bara dottið út í 8 liða úrslitunum!
Og minir minir menn auðvitað vegna þess að fjórir "Púlarar" eru í hópnum, þar að líkast til tveir sem munu byrja inn á í dag, Sabi Alonso og Fernando Torres!
Í hinn leikin frekar erfit að ráða, enn þann dag í dag þykir mörgum með ólíkindum að Grikkjum skildi takast að vinna keppnina fyrir fjórum árum. Þar sannaðist þó líklega sem aldrei fyrr, að fótbolti er LIÐSÍÞRÓTT en ekki einstaklings!
Þeirra gengi hefur hins vegar verið upp og ofan eftir EM 2004 og sama má segja um Svíana, sem mér kæmi nú samt ekki á óvart að næðu bærilegum árangri,færu upp úr riðlinum og gætu jafnvel farið lengra!
Veit ekki með úrslitin hins vegar í þessum leik, ætla þó fyrir vinarhug að spá sænskum sigri, en jafntefli eru kannski líklegustu úrslitin!?
![]() |
Calderon: United getur ekkert sannað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2008 | 21:10
Dásamleg úrslit!
Að vísu fyrsti leikurinn sem ég spái rangt um í keppninni, hafði giskað rétt á hina fimm, en þetta var frábær leikur og gott á Ítalana að fá svona duglegan skell!
Vinur vor Dirk að sögn frábær, lagði upp tvö og kannski er ekki nema von að eitthvað komi út úr þessu hjá Hollendingunum í ljósi þess að þarna leggja saman krafta spilarar úr Man. Utd., Liverpool, Arsenal og Real Madrid m.a.?
En svo sanngirni sé gætt, þá höfðu nú Ítalar getað minnkað munin í stöðunni 2-0, fengu fín færi, sem þá hefði kannski breytt leiknum og úrslitin kannski orðið önnur.
Riðillinn ætlar bara annars að standa undir væntingum og mikið á eftir að ganga á áður en ljóst verður hvaða tvö lið komast áfram.
![]() |
Holland tók Ítalíu í karphúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.6.2008 | 14:14
EM, dagur 3, riðill C, DAUÐARIÐILLINN!
Nú vandast hins vegar málið nokkuð þegar kemur að leikjum dagsins í C riðlinum ógurlega. Rúmenar og FRakkar mætast nú kl. 16 og síðan heimsmeistarar Ítala og Hollendingar í kvöld.
Hef áður sagt, að ég efist nokkuð um Frakkana, öfugt við margan spámannin, auk eþss sem mig grunar að Rúmenar geti komið á óvart í riðlinum. Svo er líka hitt, að kannski gætu þeir verið heppnari en til dæmis Pólverjar og Austurríkismenn voru í gær, að ekki sé nú talað um Svisslendinga í fyrradag gegn Tékkum.
Held að Rúmenar nái jafntefli í dag.
Vinur minn úr Liverpool, Dirk Kuyt og félagar munu hins vegar líkast til eiga erfitt uppdráttar gegn Ítölum, munu þó eflaust berjast vel, en held að heimsmeistararnir hafi þetta. En eins og ég hef áður sagt, yrði ég ekki mjög óglaður ef Ítalarnir myndu klikka hressilega, hafa lengi farið í taugarnar á mér og náð árangri þó lélegir væru og leiðinlegir!
![]() |
Thuram segir Mutu helstu ógn Rúmena |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.6.2008 | 16:09
Annar dagur EM - B riðill.
Annar keppnisdagur runnin upp og svona sæmilegir fyrstu tveir leikir í A riðli að baki. Ekki mikið um það annars að segja, úrslitin nokkuð svo eftir bókinni eins og sagt er, Svisslendingar áttu þó ekki skilið að tapa gegn Tékkum, en að slíku er ekki spurt í boltanum!
Portúgalar gerðu hins vegar það sem búist var við af þeim og virka til alls líklegir!
Nu er það B riðill, Austuríki gegn Kóatíu, rétt byrjaður og Þýskaland gegn Póllandi.
K´roatar eiga að sigra heimamenn, en spennandi verður að sjá hinn, þar gætu pólverjar alveg tekið eitt stig!
Jæja elskurnar mínar, þá er ekki úr vegi að blaðra aðeins um fótboltan, sjálfa Evrópukeppni landsliða, sem hefst á morgun með leik Sviss og tékklands kl. 16.00!
Ætla nú ekki að setja á mjög langa rullu um keppnina, en víst er að þúsundir landsmanna munu nú í upphafi sumars vera límdir við skjá sína. Aðrir sem skilja ekki töfra og aðdráttarafl leiksins verða bara þeim mun meir að njóta sumarsins á annan hátt, til útiveru eða bóklesturs til dæmis, en í öllum bænum eru viðkomandi beðnir um að byrja nú ekki sama nöldrið og oft hefur heyrst áður við svipuð tækifæri, bölvað RÚV sem eyðileggur fyrir manni fréttirnar og allt hvað eina fyrir þetta tilgangslausa boltaspark o.s.frv.
Nei, bara að sýna umburðarlyndi gagnvart fíklunum og finna sér annað að gera og það í friði.
Hér að neðan eru riðlarnir fjórir og læt ég með hverjum þeirra flakka lauflétta spá mína um þau lið sem ég held að berjist um sigurinn í í þeim!
A riðill:
Portúgal
Sviss
Tékkland
Tyrkland
Fyrirfram eiga portúgalar og tékkar að teljast mun sterkari en hin tvö liðin, heimamenn í Sviss sýndu þó á HM síðast, að þeir eru með samhent lið sem gæti komið á óvart.portúgalir fóru alla leið í úrslitin á heimavelli fyrir fjórum árum, en töpuðu þá óvænt fyrir Grikkjum. Eru nú ekki síður líklegir til að komast alla leið í úrslitin og vinna, en fyrst afgreiða þeir þennan riðil væntanlega án mjög mikilla erfiðleika.
B. riðill:
Króatía
Þýskaland
Austurríki
Pólland
Hér mætti ætla að Þýskaland og Króatía munu fyrst og fremst berjast, en pólverjarnir sýndu í undankeppninni að þeir eru með mjög gott lið. Þori hreinlega ekki að spá hérna, en vona að Króatar vinni riðilinn. Hitt heimalið keppninnar ásamt Sviss, Austurríki, á hygg ég litla sem enga möguleika, liðið verið mjög slakt í undirbúningsleikjum, en maður veit þó aldrei alveg þegar stóra stundin rennur upp!?
Þjóðverjar eru nú auvitað alltaf sterkir og með menn eins og Balac og Klose í fínu formi eru þeir auðvitað til afreka líklegir
C riðill:
Frakkland
Ítalía
Holland
Rúmenía
Þessi C riðill hefur verið nefndur dauðariðillinn og víst er að öll liðin eiga hér möguleika á sigri. Heimsmeistararnir frá Ítalíu verða þó að teljast mjög sigurstranglegir og ekki vantar þá heldur sjálfsöryggið, segjast betri nú en 2006 í Þýskalandi er þeir unnu HM!Veit hins vegar ekki alveg með Frakkana, tóku að vísu vel við sér á ný á HM síðast eftir slæglega frammistöðu í tveimur úrslitakeppnum a.m.k. þar á undan, en leikir þeirra til undirbúnings hafa ekki lofað neinu sérstöku. Meiðsli eru líka að hrjá lykilmenn svo ekki bætir það úr skák. En eins og með Þjóðverja, er hefðin mikil og sigurviljin gífurlegur hjá Frökkunum. Bæði Hollendingar og Rúmenar eru svo með fín lið og gætu alveg komist áfram, en tilfinningin er ekki eins mikið með þeim og hinum tveimur liðunum. Vona hins vegar að eitthvað fari úrskeiðis hjá Ítölunum, hafa lengi farið í taugarnar á mér og komist allt of langt stundum fyrir heppni og dómararugl!
D riðill:
Grikkland
Rússland
Spánn
Svíþjóð
Hér er mín uppáhaldsþjóð, Spánn og ég trúi ekki öðru en þeir taki riðilinn. Veit hins vegar ekki alveg með framhaldið, en með þeim held ég auðvitað vegna fjögra leikmanna Liverpool sem eru í hópnum!
Hef stundum haft taugar til Svía, en finnst þeir núna ekki líklegir til afreka. Rússarnir eru víst með ungt og spennandi lið, sem í keppnina mætir líkast til fyrst og fremst til að læra og öðlast reynslu, en gætu samt líka komið á óvart. Um svo að lokum Evrópumeistaralið Grikkja, þá held ég að ótrúleg ævintýri endurtaki sig einfaldlega ekki, liðið vinnur að líkum ekki einu sinni leik núna!
Þetta var svona stutt yfirferð á hundavaði með mjög svo raunsæislegum blæ held ég!
Fyrst og síðast vonar maður bara að þetta verði skemmtilegt, nóg verði af mörkum og fínum tilþrifum.
Sjónvarpið er reyndar aðeins með útsendingum sínum að mismuna landsmönnum, einir fjórir leikir allavega sýnist mér er fara fram í lokaumferðum riðlakeppninnar og leiknir eru á sama tíma, verða sýndir á + stöðinni, sem bara er dreift með ADSL áskrift og netsjðónvarpi Símans og í fyrra tilfellinu bara um takmarkað svæði sunnanlands, en kannski kemur það ekki að sök auk þess sem þessir leikir eru sýndir seinna og eru kannski fengnir 365 til sýningar?
Annars verður þetta bara flott held ég og byrjaði vel fyrr í kvöld með fínum upphitunarþætti með Þorsteini J.!
Góða skemmtun boltaáhugamenn!
![]() |
Króatar lögðu Austurríkismenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2008 | 00:12
Evrópukeppnin 2008 - Ballið að byrja!
Jæja elskurnar mínar, þá er ekki úr vegi að blaðra aðeins um fótboltan, sjálfa Evrópukeppni landsliða, sem hefst á morgun með leik Sviss og tékklands kl. 16.00!
Ætla nú ekki að setja á mjög langa rullu um keppnina, en víst er að þúsundir landsmanna munu nú í upphafi sumars vera límdir við skjá sína. Aðrir sem skilja ekki töfra og aðdráttarafl leiksins verða bara þeim mun meir að njóta sumarsins á annan hátt, til útiveru eða bóklesturs til dæmis, en í öllum bænum eru viðkomandi beðnir um að byrja nú ekki sama nöldrið og oft hefur heyrst áður við svipuð tækifæri, bölvað RÚV sem eyðileggur fyrir manni fréttirnar og allt hvað eina fyrir þetta tilgangslausa boltaspark o.s.frv.
Nei, bara að sýna umburðarlyndi gagnvart fíklunum og finna sér annað að gera og það í friði.
Hér að neðan eru riðlarnir fjórir og læt ég með hverjum þeirra flakka lauflétta spá mína um þau lið sem ég held að berjist um sigurinn í í þeim!
A riðill:
Portúgal
Sviss
Tékkland
Tyrkland
Fyrirfram eiga portúgalar og tékkar að teljast mun sterkari en hin tvö liðin, heimamenn í Sviss sýndu þó á HM síðast, að þeir eru með samhent lið sem gæti komið á óvart.portúgalir fóru alla leið í úrslitin á heimavelli fyrir fjórum árum, en töpuðu þá óvænt fyrir Grikkjum. Eru nú ekki síður líklegir til að komast alla leið í úrslitin og vinna, en fyrst afgreiða þeir þennan riðil væntanlega án mjög mikilla erfiðleika.
B. riðill:
Króatía
Þýskaland
Austurríki
Pólland
Hér mætti ætla að Þýskaland og Króatía munu fyrst og fremst berjast, en pólverjarnir sýndu í undankeppninni að þeir eru með mjög gott lið. Þori hreinlega ekki að spá hérna, en vona að Króatar vinni riðilinn. Hitt heimalið keppninnar ásamt Sviss, Austurríki, á hygg ég litla sem enga möguleika, liðið verið mjög slakt í undirbúningsleikjum, en maður veit þó aldrei alveg þegar stóra stundin rennur upp!?
Þjóðverjar eru nú auvitað alltaf sterkir og með menn eins og Balac og Klose í fínu formi eru þeir auðvitað til afreka líklegir
C riðill:
Frakkland
Ítalía
Holland
Rúmenía
Þessi C riðill hefur verið nefndur dauðariðillinn og víst er að öll liðin eiga hér möguleika á sigri. Heimsmeistararnir frá Ítalíu verða þó að teljast mjög sigurstranglegir og ekki vantar þá heldur sjálfsöryggið, segjast betri nú en 2006 í Þýskalandi er þeir unnu HM!Veit hins vegar ekki alveg með Frakkana, tóku að vísu vel við sér á ný á HM síðast eftir slæglega frammistöðu í tveimur úrslitakeppnum a.m.k. þar á undan, en leikir þeirra til undirbúnings hafa ekki lofað neinu sérstöku. Meiðsli eru líka að hrjá lykilmenn svo ekki bætir það úr skák. En eins og með Þjóðverja, er hefðin mikil og sigurviljin gífurlegur hjá Frökkunum. Bæði Hollendingar og Rúmenar eru svo með fín lið og gætu alveg komist áfram, en tilfinningin er ekki eins mikið með þeim og hinum tveimur liðunum. Vona hins vegar að eitthvað fari úrskeiðis hjá Ítölunum, hafa lengi farið í taugarnar á mér og komist allt of langt stundum fyrir heppni og dómararugl!
D riðill:
Grikkland
Rússland
Spánn
Svíþjóð
Hér er mín uppáhaldsþjóð, Spánn og ég trúi ekki öðru en þeir taki riðilinn. Veit hins vegar ekki alveg með framhaldið, en með þeim held ég auðvitað vegna fjögra leikmanna Liverpool sem eru í hópnum!
Hef stundum haft taugar til Svía, en finnst þeir núna ekki líklegir til afreka. Rússarnir eru víst með ungt og spennandi lið, sem í keppnina mætir líkast til fyrst og fremst til að læra og öðlast reynslu, en gætu samt líka komið á óvart. Um svo að lokum Evrópumeistaralið Grikkja, þá held ég að ótrúleg ævintýri endurtaki sig einfaldlega ekki, liðið vinnur að líkum ekki einu sinni leik núna!
Þetta var svona stutt yfirferð á hundavaði með mjög svo raunsæislegum blæ held ég!
Fyrst og síðast vonar maður bara að þetta verði skemmtilegt, nóg verði af mörkum og fínum tilþrifum.
Sjónvarpið er reyndar aðeins með útsendingum sínum að mismuna landsmönnum, einir fjórir leikir allavega sýnist mér er fara fram í lokaumferðum riðlakeppninnar og leiknir eru á sama tíma, verða sýndir á + stöðinni, sem bara er dreift með ADSL áskrift og netsjðónvarpi Símans og í fyrra tilfellinu bara um takmarkað svæði sunnanlands, en kannski kemur það ekki að sök auk þess sem þessir leikir eru sýndir seinna og eru kannski fengnir 365 til sýningar?
Annars verður þetta bara flott held ég og byrjaði vel fyrr í kvöld með fínum upphitunarþætti með Þorsteini J.!
Góða skemmtun boltaáhugamenn!
![]() |
Mutu þarf að greiða Chelsea 12 milljón evrur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.6.2008 | 09:10
ÞÓR á afmæli í dag! (En Árni í gær)
Já, vil minna á, að íþróttafélagið Þór hér í bæ, (sem vel að merkja heitir EKKI "Þór frá Akureyri", eins og ætla mætti oft af umjfjöllun íþróttafréttamanna!) á afmæli í dag, en það var stofnað 6. júní árið 1915!
Til hamingju með daginn Þórsarar!!
SVo hélt ég nú líka, að hinn gamalreyndi trommari og grallari ARne Henriksen, eða Árni Henriks, eins og flestir nefna hann upp á íslenskuna, (fyrsti trommari BARA-flokksins, Rokkbandsins og fleiri sveita) ætti líka stórafmæli í dag, yrði fimmtugur ótrúlegt en satt, en dagurinn var víst í gær!
SAmt fær hann nú góða afmæliskveðju frá mér hér og nú!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.6.2008 | 17:03
Peningapukur!
![]() |
Ronaldo rýfur þögnina um Real Madrid |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.6.2008 | 14:28
Ólafur hinn orðheppni!
![]() |
„Þökkum Svíanum Claes Hellgren“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2008 | 17:57
Mér varð á í messunni, heldur betur!
![]() |
Ísland fimm mörkum yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar