Færsluflokkur: Íþróttir

EM, C riðill, Ítalir að fara á taugum?

Það er nú engu líkara en svo sé, en kannski er þetta ekki síður og þá bara frekar sálfræðihernaður, sem alltaf kemur upp við slíkar aðstæður sem eru í þessum frábæra C riðli, réttnefndum DAUÐARIÐLI!
Og nú sverfur sannarlega til sta´ls, Ítalir og Frakkar berjast upp á von og óvon að komast áfram og það svo fremi að rúmenar vinni ekki Hollendinga.
Öfugt við það sem ég átti von á og var ekki einn um, unnu nú Króatar Pólverja í gær og það þótt þeir telfldu fram nánast nýju liði frá fyrri leikjunum tveimur!
Ég ætla því að spá því, að þetta ráðist hjá Ítölum eða Frökkum sjálfum, rúmenar nái þó jafntefli kannski, en önnur hvor þjóðin vinni hin leikinn!
Og ég vil trúa því að það verði....?
...FRAKKAR!
Þjóðverjarnir hirtu svo annað sætið í B riðlinum í gær, sem þýðir einfaldlega þrátt fyrir misjafnt gengi, að þeir eru sannarlega enn kandidatar að sigra eftir allt saman!
En bara góða skemmtun í kvöld, góðir hálsar!
mbl.is Norræn svikamylla gegn Ítölum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM, B riðill. Já, NAKIN nágrannabarátta!

Austurríkismenn eygja já smá möguleika á að komast áfram og það gæti gerst ef þeir vinna stóru grannana þýsku og pólverjar tapi eða vinni ekki stóran sigur á Króatíu.
Og víst verður þetta hrein og bein barátta hjá þeim, en kannski ekki alveg eins "berstrípuð" eða "fögur" og hjá kvennþjóðinni!
En ég á nú ekki von á öðru en Þjóðverjarnir taki sig á eftir tapið slæma gegn Króötunum og sigri!
Bilic og hans lærisveinar taka það eflaust nokkuð rólega gegn Pólverjunum þeir síðarnefndu sigra, en jafnteflið örlagaríka gegn Austurríki gerir það að verkum að þeir sitja eftir.
Spáði rétt í gær með SViss og Portúgal, heimamenn kvöddu þar keppnina með sæmd, en úrslitin hjá tékkum og tyrkjum eru bara með hreinum ólíkindum, klaufaskapur makalaust hjá tékkunum!
En þetta er nú einu sinni það sem gerir leikin svo skemmtilegan og víst er að þessi keppni hefur verið ansi fjörug hingað til í það heila og fótboltaáhugamenn notið hennar vel!
mbl.is Austurrískar kynbombur lögðu þýskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Megi "Rokkurinn" vinna "Tígurinn"!

Reyndar ekki mjög miklar líkur á því fyrirfram, það þarf víst ekki að segja nokkrum manni sem á annað borð fylgist eitthvað með golfinu, en þó ekki væri nema til að slá á alla dýrkunina á Woods, einkum og sér í lagi auðvitað í Bandaríkjunum, væri nú einakar skemmtilegt ef þessi glaðværi náungi með "ítalska mafíunafnið" ynni goðið!
EF svo færi, byrjuðu auðvitað afsakanir um hnéð á tiger og allt það, en það hefur nú samt ekki truflað hann meir en þetta, að hann mun leika þetta 18 holu umspil í dag, sem nánast allir spá að hann vinni!
Sjálfur var ég hins vegar súrastur að Vestwood skildi ekki ná í umspilið líka, virkilega gaman að sjá hann aftur á svo glugi.
mbl.is Rocco hlakkar til að takast á við Tiger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of seint að byrgja brunnin...

Eins og framvindan varð í leiknum, var það bara of seint að ná upp þessum 8 marka mun á lokakafla leiksins og því situr eftir hvernig í fjáranum menn fóru að því að tapa með slíkum mun í útileiknum!?
Þegar pólverjar unnu okkur í umspilsleiknum á þeirra heimavelli, var stemmingin engu minni en í Makedoníu og pólska liðið er mun sterkara lið, ekki spurning, svo þetta er alveg voðalegt að upplifa þessa staðreynd núna að komast ekki á HM næsta vetur!
já, bara andskoti fúlt svo það sé orðað tæpitungulaust!
mbl.is Ísland kemst ekki á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM, A riðill. Formsatriði annars vegar, fjör hins vegar!

Já, leikurinn enda formsatriði fyrir Portúgalana, en fyrir Sviss snýst þetta nú um heiðurinn, að kveðja sómasamlega eftir vonbrigðin að komast ekki áfram, tvö töp!
Væri bara gaman ef gestgjöfunum tækist að vinna og ég vona það og trúi að það gerist.
Líf og fjör, barátta fram á síðustu mínútu verður hins vegar upp á teningnum í hinum leiknum milli tékka og Tyrkja!
trúi bara ekki öðru en Tékkarnir hristi af sér sliðruorðið og sýni sitt rétta andlit.
Ef þeir ná því, er aldrei að vita nema þeir vaxi enn frekar og séu líklegir til afreka í 8 liða úrslitunum!
mbl.is Portúgalar hvíla menn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafðist með herkjum!

Já, það fór sem mig grunaði í aðra röndina, þó ég vonaði að svo yrði ekki, að SVíarnir urðu Spánverjum erfiðir, en þetta hafðist á lokamínútunni! SVíar því eðlilega svekktir eftir góða og skipulagða baráttu, en betra liðið vann, það er nú engin spurning! Meistaraheppni kannski? Veit ekki, en það verður nú að viðurkennast að betri leik þurfa Spánverjarnir að sýna ef þeir ætla alla leið. Og Torres komin á blað, gott mál!
Missir Puyol snemma af velli setti greinilega strik í reikningin og væri nú afar slæmt ef þessi leiðtogi væri ílla meiddur! En þetta er engin dauðadómur fyrir Svíana, eru enn sterkir kandidatar fyrir 8 liða úrslitin og ég geri ráð fyrir að þeir spili að líkindum úrslitaleik við rússana um það sæti.
mbl.is David Villa tryggði Spánverjum sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM, D riðill, halda Spánverjar uppteknum hætti líkt og Hollendingar?

ÉG á fastlega von á því að Torres, Villa og hinir snillingarnir sigri SVíana já, en kannski verður það fyrirhafnarmeira en sigurinn glæsti hjá Niðurlendingunum í gær á Frökkunum!
Úrslitin hjá Rússum og Grikkjum hins vegar gætu orðið forvitnileg, spái að rússarnir hafi þetta!
En reyndist annars ekki mjög rishár spámaður í gær, en svona er þetta nú stundum!
En semsagt, geri ráð fyrir hreinum úrslitaleik milli Svía og rússa í lokaumferðinni um hvor þjóðin fari áfram með Spánverjum!

Hef annars ekki alveg gert upp við mig hvort þetta sé heillavænlegt fyrir Liverpool, að láta Alonso fara. Í sínu besta formi er hann einn sá albesti í sinni stöðu, en endurtekin meiðsli skemmdu síðasta tímabil alveg fyrir honum og náði hann sér svo aldrei almennilega á strik eftir að hafa jafnað sig í seinna skiptið!
En þetta skýrist væntanlega allt eftir EM og þá hvort nýjir menn fást líka í hans stað, ef svo fer að hann verði seldur.


mbl.is Xabi Alonso nálgast Juventus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Túlipanar" í blóma!

Þetta var satt best að segja með ólíkindum, Hollendingar sýndu ekki bara að sigurinn á heimsmeisturunum var engin tilviljun, þeir gerðu eiginlega bara enn betur í þessum makalausa sigri á Frökkum!
Vinur vor Kuyt frábær,en auðvitað hver leikmaðurinn þarna öðrum betri!
SAnnkallaðir senuþjófar í þessum "Dauðariðli" og sætið í 8 liða úrslitunum tryggt!
Hins vegar er staðan gríðarlega spennandi um hverjir munu fylgja og hver veit nema það verði Rúmenar og að gömlu stórveldin Frakkland og Ítalía sitji því eftir, ótrúlegt en satt!
Rúmenar með tvö stig, en hin tvö liðin, sem einmitt mætast í lokaumferðinni, með eitt!Reyndar tel ég ekki líklegt að Holllendingar slaki svo mikið á, að þeir tapi gegn rúmenum, en ef það gerist, þá skipta úrslitin í hinum leiknum engu máli!
rúmenar hefðu svo alveg eins getað staðið með pálman betur í höndunum eftir leikin við Ítalíu, misnotuðu vítaspyrnu seint í leiknum!
En sannarlega hefur þessi riðill staðið fyllilega undir sínu "Dauðanafni", alveg æðisleg bara´tta ´honum!
mbl.is Holland vann Frakkland, 4:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM, C riðill, nú hressast heimsmeistararnir!

Já, ég geri ekki ráð fyrir öðru, en Ítalir rífi sig upp og vinni sigur á annars góðu og vel skipulögðu liði Rúmena!En endurtek sem áður sagði, að ég myndi ekki beinlínis verða þunglyndur ef raunir þeirra héldu áfram og þeir féllu bara úr leik í dag!
En það yrði gríðarlega óvænt ef svo yrði!
Stórleikur riðilsins er hins vegar í kvöld er Hellendingar og Frakkar mætast. Þá kemur á daginn hvort sigurinn á Ítölum var í raun og sann innistæða fyrir enn meiru hjá Kuyt vini mínum og félögum!?
Verður áreiðanlega mjög spennandi leikur sem Frakkar verða helst að vinna.
Jafntefli eru þó ekki ólíkleg úrslit eftir harða rimmu!
Pólverjar gerðu mér grikk í gær, misstu misstu niður sigurinn í jafntefli á síðustu mínútu, En Króatarnir gerðu það sem ég bjóst við, unnu Þjóðverja mjög sanngjarnt og eru bara já til alls líklegir í framhaldinu!
mbl.is Ítalir og Rúmenar gerðu jafntefli, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM, B riðill, Stórslagur!

Það mun ekki beinlínis veikja Hollendinga nei, að fá kantmanninn knáa inn í hópin aftur. Þótt sigurinn hafi verið glæstur gegn Ítalíu, eru þeir fjarri því öruggir enn með sæti í 8 liða úrslitunum og veitir ekkert af öllum sínum kröftum til að ná þangað.
Annars fór ég aldeilis flatt á úrslitum gærdagsins, þó sérstaklega í seinni leiknum milli heimamanna í SViss gegn tyrkjum, sigur þeirra síðarnendu kom verulega á óvart.
En í dag er það sannkallaður STórslagur í B riðlinum sem er á dagskrá, er Þjóðverjar og Króatar mætast!
Sama er þar upp á teningnum og hjá Portúgölum og tékkum í gær, sigur nánast tryggir sæti í 8 liða úrslitunum og jafntefli yrðu heldur ekki svo slæm úrslit fyrir bæði lið.
Ætla bara að gerast djarfur og spá Króötum sigri, sem kannski er líka nett kæruleysi, Þjóðverjarnir mjög sterkir og allt eins líklegir til að taka stígin þrjú sem í boði eru.
Vonbrigði SVisslendinga eru mikil eftir tapið í gær og þeir úr leik. Þótt Austurríkismenn hafi sýnt lit gegn Króatíu og tapað mjög naumlega, held ég að Pólverjar muni hafa vinningin í dag, þannig að báðir gestgjafar keppninnar verði þar með úr leik!
mbl.is Robben orðinn heill heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 218581

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband