Færsluflokkur: Dægurmál
4.6.2009 | 23:34
Nýja þingkonan Ólína "Á vængjum söngsins"!
http://olinathorv.blog.is/blog/olinathorv/entry/888213/#comments
Setti línur við góða færslu hjá vinkonu minni og nýja þingmanninum henni Ólínu og slóðin hér að ofan vísar til.
Þess skal svo getið, ef einhver skildi ekki vita, að Ólínu er einmitt ásamt svo mörgu öðru til ista lagt,að geta sungið dável!
Varla yrði vá á þingi,
en veislukostur sannur gjörður.
EF létt og kát þar "Lóan" syngi,
líkt og Árni J. og Mörður!
En myndi að sjálfsögðu gera það miklu betur, ef hún fylgdi einhvern tíman í fótspor ÁJ og Marðar Árnasonar og syngi í ræðustól alþingis!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2009 | 22:35
GAman, en er ekki All Out Of Luck, samt miklu betra lag!?
Án þess að ætla að vera mjög leiðinlegur á gleðistund, þá verð ég nú að segja það, að SElmadísin var með einhvern vegin miklu meira "kjöt á beinunum" þarna í Jerusalem fyrir tíu árum, þetta lag mun varla lifa eins vel og All Out Of Luck!?
En eins og þar stendur,
TIL HAMINGJU ÍSLAND og auðvitað alveg sérstaklega með að hafa EKKI UNNIÐ!
Ísland í 2. sæti í Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.4.2009 | 18:58
Baldursbaga!
Álpaðist inn á bloggsíðu gamla spurningakeppnisdómarans og höfundar hinnar "annáluðu" heimildarmyndar um árið, Í hlekkjum hugarfarsins, Baldurs Hermannssonar í gærkvöldi og las þar mikla speki hans um nýja D formanninnn Bjarna B. og hve stórkostlegur hann er og hve vel hann stóð sig í kosningaþættinum fyrr í vikunni með frambjóðendum í SV-kjördæmi!
"Trallaði" þar eitthvað í athugasendum og skutlaði svo einni lítilli bögu inn í kjölfarið. Að betur athuguðu máli gerði ég svo bragarbót á henni, sem er svona!
Baldurs bráðvel þekkjum,
blaður trúa megið.
Í HLEKKJUM HUGARFARSINS,
hangir ennþá greyið!
"Greyið" vísar beint til vísu sem blessaður karlinn hann Ómar Ragnarsson orti um Baldur og Illuga Jökulsson um árið, en báðir vöktu þeir umtal með ýmsum pistlum sínum þá. SEinni parturinn var eitthvað á þá leið, að...
"Þetta eru mestu meinleysisgrey,/sem meina ekkert hvað þeir segja."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2009 | 15:56
Húrra fyrir því!
Bara sérlega ánægjulegft, þessi smávaxni en jafnframt mikli jöfur í blúsnum hvalreki og hvet ég alla sem vettlingi geta valdið að mæta og sjá hann spila!
Sjálfur er ég stoltur eigandi af báðum þeim plötum sem í fréttinni eru nefndar og fleirum til þar sem Pinetop kemur við sögu og sömuleiðis hinn aðalgestur hátíðarinnar, Willie "Big Eyed" Smith, sem lék einnig með blúsrisanum Muddy Waters um árabil.
söngkonan Detra FArr er einnig mætt hygg ég, ansi góð og skemmtileg söngkona með afburða sviðsframkomu!
Hvet alla til að kynna sér dagskrána inn á:
blues.is
Perkins heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2009 | 11:16
Svona er lífið!
Jamm, í fjórða eða fimmta skiptið í vetur, skellur yfir mikil ofankoma á vestan- og norðanverðu landinu. Samt, allavega hér í höfuðstað norðurlands,hefur þetta þó tekið mjög hratt upp oftast og mun sjálfsagt gera það líka núna. En allur er varin já góður og snjóflóð ekkert grín. En..
Á norðurlandi hamslaus hríð,
hrellir mannabólin.
Á Akureyri undurblíð,
yljar þó nú sólin!
Þannig er nefnilega staðan í augnablikinu.
Snjóflóðahætta á Norðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.3.2009 | 15:17
En hvers á Siv að gjalda?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 19:10
Beygingafræðiblús!
Delluna verstu, já meiri og meiri,
maður ég les og gáttaður heyri.
Magnúsi GeirI og Margréti EiriI,
miskunarlaust er "nauðgað" og fleiri!
En gangi honum Gulla Briem vel í söngkennslunni, ágætur náungi og auðvitað afbragðstrommari!
Í söngtímum hjá Margréti Eiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2009 | 10:24
Vaxtarlag kvenna...
...hefur nokkuð verið til umræðu ekki síst vegna nýju forsetafrúarinnar í Bandaríkjunum.
Hlutföll hennar teljast já nokkuð "frjálsleg í fasi", ummmálið víst "víðáttumikið" á sumum stöðum meir en öðrum.En glæsileg þykir hún samt að flestum og klæðnaðurinn á henni ekki síður verið uppspretta umtals.
Sjálfum þykir mér svona og hefur þótt litlu skipta, finnst konur almennt upp til hópa fallegar, en ef eitthvað er þá er nú skömminni skárra að vöxturinn sé frjálslegri frekar en hitt, að hann sé eins og "tálguð spýta"!
En á hinn bógin veit ég auðvitað sem er, að slík dægurumræða og viðhorf til útlits og fegurðarímyndar, byrjaði ekki í gær og endar heldur ekki á morgun, er hvort sem manni líkar betur eða verr, nær órjúfanlegur partur af tilverunni!
En kær vinkona vor, blaðakonan frækna Hildur Helga Sigurðardóttir, á annars "sökina" á að ég er að pæla þetta núna, hún bloggaði einmitt um forsetafrúna fyrir stuttu og síðan aðeins meir um rekkjunautahjal breskrar söngkonu, fröken Allen, er ósvikin skemmtun var að lesa.
Í athugasend kom m.a. fram hjá HH, að hún líktist nú frúnni lítt í vissum efnum, þannig að ekki varð hjá því komist að skella á hana eftirfarandi!
Einkar er hrífandi Hildur,
hýra "Meyjarskinn".
Þótt ei sé á' enni gildur,
"Afturparturinn"!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.2.2009 | 16:04
Þorraauglýsing! (Eða eitthvað svoleiðis)
Þótt ýmislegt hafi nú gengið á í tilveru litla Íslands sl. vikurnar og mánuði, hafa landsmenn þó ekki alveg látið deigan síga og haldið sín hefðbundnu og ómessandi blót í tilefni Þorrans. Og mörg slík framundan enn, sem auðvitað þarf ekkert að hvetja mannskapin til að huga að, en lítill kviðlingur, sem já gæti alveg hljómað sem auglýsing varð til með blótin í huga með svona jákvæðum hvatningartón, eða þannig!
Þeysum nú á Þorrablót,
þjórum vel og etum súrt.
Galsa undir gefum fót,
gerumst villt og djömmum klúrt!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.1.2009 | 22:39
Stelpur, ef þið skilduð ekki vita..!?
Þó ég segi sjálfur frá,
svalur er nú, ekki smá!
Margar enda "Millur" á,
mætið bara til að fá...
...ÞAAAAAÐ!!!
Ríkir menn betri í rúminu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar