Færsluflokkur: Dægurmál

Enn er kveðið hjá Jóni Val!

Ég hef já lúmskt gaman af að heimsækja guðsmanninn galvaska og láta þar aðeins gammin geysa!

Eftirfarandi einkun fékk hann eftir smá samtal okkar frá í gær, en slóðin á færsluna er hér að neðan.

Þótt nú Jón sé fráleitt flón,
fögur sjón er blogg hans eigi.
Í öskurtón sem önugt ljón,
aumkar Frón á hverjum degi!

Held ég að þetta geti talist í nokkuð "Dýrari kantinum"!?http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/920258/#comment2521143


"Vatn á myllu kölska"!

Nú fíflaher og flokkur glópa,
farin er á ný að hrópa.
"Komi aftur kóngur vor,
kappsfullur með allt sitt þor
Svo bölvuninni burtu megi sópa"
mbl.is Skorað á Davíð á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrum!

Jamm, í einu orði sagt, er hjartanlega sammála gömlu leikgyðjunni Liz Taylor!
Kaninn gerir fátt verra ef nokkuð, en að setja slíkt innihaldsleysi á svið þar sem slepjan er hreint yfirþyrmandi!
Alveg burséð frá hversu merkilegur eða ekki tónlistarmaðurinn MJ var, snillingur eða ekki, ofmetin eða ekki, ömurlegur aumingi haldin barnagirnd eða ekki, þetta er meira en fullmikið af hinu góða!
mbl.is Þúsundir fésbókarfærslna á mínútu um kónginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hjá Jóni Val!

Hvað er betra á fögru sumarkveldi, nú eða um dag þegar lítið er að gera eða lundin ei svo létt, en að skella sér inn á bloggið hjá guðfræðingnum kjaftgleiða Jóni Val Jenssyni og gleyma sér þar smá stund, ég bara spyr!?
Það geri ég stundum, eins og fyrr hefur komið fram og víla ekki fyrir mér að svetta einhverju blaðri eða bögukorni í athugasendum, mér til mikillar ánægju og skapsbótar oft á tíðum! Skiptir mig engu þótt andsvörin séu oft út í hött og heldur óbilgjörn sem tíðum hjá kappanum, virkar sjálfsagt álíka á mig líkt og vatni sé skvett á gæs!
Jóni Val líkar ekki mjög önnur sjónarmið en sín eigin varðandi Icesave og sendi mér þessa alveg ágætu sendingu um margt í fjórum línum.

Icesavesnatar ýlfra hátt,
aumka breska vini.
Að mýkja þá er mikið brátt,
Magga Guðmundssyni.

Auðvitað ekki sammála innihaldinu, en afar ánægður með sjálfan mig, setti ég þetta í snarhasti á blað sem andsvar.

Tilfinning er tær og góð,
talsvert stoltur er.
Kveðskapar að kveikja glóð,
í KJAFTASKINUM þér!

Nú svo var hann sem oftar með frjálsa túlkun á orðum annara, sem ég leyfði mér að gera athugasend við. Ekki féll karli það alls kostar frekar en fyrri daginn og orðaði það þannig, að Magnús "þessi" væri lítt marktækur.
Launaði ég fyrir mig svona.

Mælir svo Magnús ÞESSI,
af munni hógværa bæn.
Að dável drottin þig blessi
og dæmi Syndugi-Jón!

Skemmst er frá því að segja, að þögn brast á, sem gerist nú ekki á hverjum degi á þeim bænum!


Allir að fagna með EIKANUM!

Já, allir sem vettlingi geta valdið,ljúfur og góður drengur hann Eiríkur, sem ég kynntist fyrst fyrir rúmum tuttugu árum, prúður og algjörlega laus við stjörnustæla!
Á meir en skilið að fólk hópist nú og fagni með honum á þessum tímamótum og það þótt það sumhvert hafi fengið um tíma ofnæmi fyrir sumum lögum sem hann hefur sungið og einmitt á borð við Gaggó Vest hans Gunna Þórðar!
mbl.is Rokkað í hálfa öld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Skömmustulistinn" minn og MJ!

Minn gamli félagi hann Bubbi, (bubbinn.bloggar.is) birti um daginn fróðlegan lista úr tímaritinu fræga Rolling Stone, yfir sveitir sem margur hefur dáðst af í laumi að sögn, en ekki farið of hátt með.Kallast þetta á útlenskunni "Guilty Pleasure", sem ég kalla bara "skömmustu" svona stutt og laggott.
Datt svo bara í hug að gleðja strákin og senda honum svona lista, með ýmsum flytjendum og lögum er mér fannst eiga við og komu upp í hugan að þessu tilefni.
Michael Jackson var einmitt eitt nafnið, eins og lesa má hér að neðan, en vart hafði ég sent Bubba listan og hann birt, en garmurinn snéri upp tánum! Kenni mér þó ekki um, en þetta var ansi örlagaríkt að rifja þetta upp með hann og fleiri, eða þannig!
Annars er fréttaflutningurinn nú eftir dauða hans og viðbrögðin víða, t.d. hér á blogginu, alveg yfirgengileg og ofurviðkvæm, svo hálfa af því hálfa væri nóg!Lítið hins vegar við því að segja og fólk verður bara að fá að haga sér kjánalega ef það vill!

Þegar ég hugsa til baka er ég á efri efri barnsárum, ef svo má taka til orða og síðan unglingsárum, var að mótast í mikin harðrokkara er hlustaði mest á Heep, Purple, Zeppelin og síðan Slade, Black SAbbath og Iron maiden o.s.frv. koma furðulega mörg lög jafnframt upp í hugan, sem gripu mann líka, en hreinlega DAUÐASYND hefði verið að láta vinina vita af!
Hérna koma nokkur, ekki þó í neinni sérstakri tímaröð, man árin heldur ekki svo glöggt eða útgáfuár laganna.

Tina Charles - I Love To Love.
-Man vel enn þann dag í dag, er einn bræðra minna kom með plötuna með þessu lagi og byrjaði að spila daginn út og inn! Bölvað diskó auðvitað, en viðurkenni nú, að ekki aðeins fékk maður þetta lag á heilan, heldur fannst sveininum unga söngkonan svo sæt!

Dr. Hook - Sylvia's Mother.
-Hef aldrei skilið það, en þetta helv. væmnislag lét mig bara ekki í friði mitt í rokk og bárujárnsupplifunum,eins og flest lögin hérna allt eldri bræðrum að kenna að þetta gerðist!

ABBA - hellingur af lögum, t.d. Fernando, Vúlli vú, Arrival, Money, Money, Money..o.s.frv.
- Hygg að margir hafi sömu sögu að segja,maður mátti ALLS EKKI viðurkenna að þetta annars fína popp ætti möguleika upp á pallborðið, þvert á móti var það mikill "töffaraskapur" að blóta þessu "Væluskjóðupoppi" En, ég laumaðist svo líka á myndina þarna um árið, hundleiðinleg reyndar, nema hvað eins og með tinu, stelpurnar voru svo sætar!

Human League - Don't You Want Me Baby.
-maður gat í orði þolað þetta á unglingaböllunum, en maður lifandi, þetta var eitt allramesta draslið! og raunar finnst mér þetta frekar þunnur músíkþrettándi í dag, en þetta lag og nokkur önnur sitja samt enn í huganum.

Judy Garland - Somewhere Over the Rainbow.
-Held að hefði einvher félaganna vitað að undir þessu lagi felldi ég tár harðjaxlinn, gjörsamlega heillaður ef ég slysaðist til að heyra þetta, þá hefði ég líkast til orðið fyrir alvöru einelti!
En mörg orð þarf ekki að hafa um þetta, með sígildari lagaperlum amerisku söngvamyndanna, úr Galdrakarlinum í Oz!

Þú & ÉG - Í Reykjavíkurborg.
-Svipað og með tinu Charles, fékk þetta diskó Gunna Þórðar bara á heilan, skil ekki hvers vegna enn í dag auk þess að verða skotin í Helgu Möller! (urðu annars ekki flestir stráklingar það á þessum árum?)

10cc - svipað og með ABBA, fullt af lögum sem urðu vinsæl, (flest þó af plötunni þarna með kafaranum framan á með drukknuðu stelpuna í fanginu, man ekki nafnið bubbi og man laganöfnin reyndar fæst líka nema á hinu frábæra Wall Street Shuffle, sem var þó ekki á þessari plötu held ég!)

Foreigner - I've Been Waiting For A Girl LIke You.
- Já, ehem, þetta annars ofurvinsæla lag gerði mann alveg grænan á endanum, stundum spilað hundrað sinnum, en var svona á jaðrinum að mátti viðurkenna hrifningu á eða að manni þætti söngvarinn "Raddmjói" flottur. Þó þótti í það heila ekki svo hallærislegt að hrífast af hljómsveitinni.

Roxy Music - Dance Away.
-Man hversu leiðinleg og asnaleg þessi sveit þótti, en þetta lag tók mig með trompi, bræðradæmi, en held ég hafi ekki heyrt lagið fyrst fyrr en nokkru eftir að það kom fyrst út.

Jóhann G. - Don't Try To Fool Me.
-Eitt af flottustu íslensku popplögunum frá upphafi, frábært lag, en það fór nú ansi hljótt um hrifninguna á unglingsárunum og hún mátti ekki vitnast.

BA Robertson - Flight 19
-Skoski háðfuglinn þótt nú bara hálfvitalegur minnir mig í félagahópnum, en þetta lag og fleiri heilluðu mig nú og platan þessi auk annarar á eftir ef ég man rétt.

Michael Jackson - Billie Jean & Beat It
-þarf nokkuð að útskýra þetta frekar, nema hvað að menn gáfu sjéns vegna Stevie VAi og síðar Steve Stevens, enenen, að sýna MJ sjálfum einhverja aðdáun, tja, það þótti bara vont mál! (og þykir nú reyndar enn!)


mbl.is Lík Jacksons flutt til Neverland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísgerður hin ljúfa!

http://visir.is/article/20090629/LIFID01/370748196

Gat nú bara ekki stillt mig um að stelast til að vísa á þessa litlu frétt á visir.is.
Gladdi mig að lesa þetta, stúlkan líka ekki bara ljúf, heldur gáfuð, falleg og fróm. Mun áreiðanlega taka þetta nám með trompi af öllu forfallalausu og verður svei mér komin á þingið fyrr eða síðar!

Þess má svo annars geta, að Ísgerður er frænka mín, en það er að sjálfsögðu aukaatriði og hefur ekkert með færsluna að gera!?


Omar er minn maður, Blússnillingurinn frá Texas!

Ég hef ekki verið of duglegur við að setja á blað línur um eitt af mínum helstu hugarefnum og sálar hvað mest upplífgandi, blúsinn og rokkið í bland, en þetta er smá bragarbót á því, um merkan mann og nnýjasta verk hans! Omar Kent Dykes er sannarlega einn af mínum uppáhalds í blúsnum og hefur verið það meira og minna í yfir tuttugu ár, eða frá því ég uppgötvaði hann fyrst með plötunni með íhugula nafnið (og sem svo sannarlega getur átt við litla Íslandið okkar bæði fyrr og nú!) Hard Times IN The Land Of Plenty! Omar er upprunnin eins og svo margur góður krafturinn frá Mississippi, en hefur hygg ég lengst af síns ferils gert út frá blúsborginni frægu með meiru, Austin í Texas! Hann fellur því sannarlega og hefur tilheyrt Texasblúsnum, sem oftar en ekki er litaður af rokki og melódiskum laglínum og mætir t.d. Suðurríkjarokkinu sumpart á miðri leið m.a. Omar er í dag með virtari mönnum og vinsælli í sínum geira og þá ekki hvað s´síst í Evrópu, þangað sem hann fer reglulega í tónleikaferðir og hefur hljóðritað eina fína tónleikaplötu. Undir eigin nafni og sveitar sinnar The Howlers eru plöturnar komnar vel á annan tuginn, en sú fyrsta kom út minnir mig 1980 og nefndist Big Leg Beat!án Howlers eru skífurnar einnig nokkrar auk þess sem garpurinn, söngvarinn og gítarleikarinn, hefur gert skífur í samfloti með öðrum. 2007, kom einmitt ein afburðagóð slík út frá honum í samfloti með ekki ómerkari snilling en Jimmie Vaughan, fyrrverandi gítarleikara í The FAbulous Thunderbirds og og bróður annars látins snillings og enn frægari reyndar, Stevie Ray Vaughan! Á þessari plötu heiðruðu þeir minningu hetjunnar fornfrægu Jimmie Reed og nefndist platan On The Jimmie Reed Highway! Skemmst frá að segja, einkar vel heppnað verkefni þar sem ýmsir fleiri félagar og vinir komu við sögu, m.a. Kim Wilson (söngvari og munnhörpuleikari úr T-birds) söngkonan LouAnn Barton (sem "heimsfræg" varð á Íslandi og vinsæl fyrir að syngja Gevaliakaffiauglýsingalagið Shake A Hand fyrir vel rúmum áratug og sjálfsagt margir muna enn!) og gítaristinn og upptökustjórinn með meiru, Brendan O'Brien (einnig meðlimur í TEXMEXsveitinni skemmtilegu Texas Torrnados) Nú tveimur árum síðar er sumpart sporgönguskífa þessarar nýbúin að líta dagsins ljós undir nafninu Big Town Playboy, eftir samnefndu lagi eftir Eddie Taylor, sem einmitt var góður félagi Reed!Munurinn þó sá, að annars vegar er þessi nýja þó aðeins skráð á Omar og lögin sem við Reed eru kennd aðeins tvö hygg ég. SAma meginsveit er þó þarna og sömuleiðis Jimmie, LouAnn og O'Brien! Svo eru þarna gestir ekki ómerkari en t.d. Laxy Lester og aldna munnhörpuhetjan James Cotton m.a. líka. Þá hefur Omar sama háttin á og síðast, lætur sér nægja að syngja, en það er eins og með góð vín að sagt er, hann batnar bara með aldrinum og röddin ekki bara svona "Úlfsómandi" (eða Wolfman, eins og Kaninn kallar slíka dimmraddaða en "gólandi" söngvara) eins og hún var framan af. Og svei mér, big town Playboy er litlu síðri en forverinn, bara algjör og endalust ánægja fyrir gallharðan blúsunnanda á borð við mig! Enn ein gæðaplatan frá Omari, en aðrar sem nefna má og eru afbragðs líka, eru t.d. Monkey Land, Wall Of Pride, Southern Style og Boogie man, þar sem hann er ásamt The Howlers (súð síðastnefnda jafnframt sú nýjasta með þeim) og einherjaskífurnar Blues Bag og Muddy Spring Road! Má tvímælalaust mæla með þessum plötum öllum fyrir þá er hafa ánægju af rótartónlist og rokki ýmis konar, en þær flestar ef ekki allar og fleiri góðar til, má hygg ég fá í gegnum póstverslun Amazon til dæmis. Omar Kent Dykes Big Town Playboy 1. Big town Playboy 2. Upside your head 3. Can´t judge nobody 4. Think 5. Mary, Mary 6. No More Doggin´ 7. Hello Mary Lee 8. Close together 9. Dream girl 10. Since I Met Your Baby 11. Man down There 12. King Bee

"Hetjurnar deyja alltaf ungar"!

Sögusafnir um veikindi af ýmsu tagi höfðu lengi verið á kreiki auk margs annars miður góðs hvað "Jacko Wacko" varðaði, svo þetta kemur ekki alveg á óvart.
Svo kaldhæðnislega vill til, að ég er sjálfur ný búin að rifja upp þær minningar, að ekki þótti nú beinlínis sniðugt að hrífast af tónlist hans á þeim árum er stjarna hans reis upp fyrir alla aðra með útkomu Thriller 1983 - 4. En rokkboltarnir sýndu honum þó smá umburðarlyndi og dáðust í raun af honum í laumi, ekki síst vegna þess að hann fékk til liðs við sig gítargoð úr rokkinu á borð við Steve Vai og síðar nafna hans Stevens!Og vart hef ég gert það og sent félaga mínum bubba pistil um það og aðra tónlist sem hreif á ungsómsárum en ekki mátti fyrir nokkurn mun tala upphátt um, en poppgoðið hefur snarlega safnast til feðra sinna!
Af ýmsum ástæðum sem þarf nú ekki að tíunda, þá munu ýmsir vart gráta mikið þessi tíðindi, en víst er að með Michael Jackson er fallin frá ein skærasta poppstjarna í það minnsta á ofanverðri tuttugustu öld, ef ekki bara allra tíma!? Og ekki man ég betur, en Thriller sé enn ein söluhæsta ef ekki söluhæsta hljómplata allra tíma!?
mbl.is Lát Jacksons staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara tylliástæða!

http://visir.is/article/20090617/LIFID01/464995874 Jamm, það held ég nú góðir ha´lsar, að sé nú málið, en ekki það sem kemur fram í frásögninni á visir.is og ég er að stelast hérna til að vísa á! Málið er auðvitað það, að Davíð sjálfur, drengurinn knái, hefur aldrei og mun aldrei ráða við að spila með tvo stóra bolta, bara einn! Annars er það svo heldur mikið í lagt, að tala um "ný brjóst" á kvinnunni, eins og þarna er gert í frásögninni,þetta eru jú sömu yndin eftir sem áður þó fyllingar og fleira kannski hafi nú verið fjarlægt, umfangið e.t.v. komið nálægt hinu upprunalega núna? Hins vegar skil ég ekkert í dömunni fögru, að flækjast þetta í Ammrikkunni til þess arna, ætti sem og aðrar slíkar bara að skutlast sem snöggvast hingað til lands, yrði bæði ódýrara nú fyrir þær og svo fengju þær miklu betri þjónustu þykist ég vita sumstaðar!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband