Færsluflokkur: Fjölmiðlar
17.11.2011 | 00:05
"Glöggrakompaníið!"
Eftirfarandi lét eldpredikarinn Jón VAlur Jensson flakka á bloggsíðu sinni fyrr í dag, sem viðbrögð við afsökunarkröfu Steingríms J. á hendur Vigdísi Hauksdóttur "íslenskufræðingi" er hún hafði dylgjað um meint hagsmunatengsl hans og venslafólks við sölusamning ríkisins og Reykjanesbæjar.
Má þarna með sanni segja að skilningur á hugtakinu "Glöggskyggni" nái alveg nýjum og óþekktum hæðum?!
Engum sögum fer svo enn af hvort þingkonan hafi beðið þau sómahjón Kristínu og Ólaf Hergil afsökunnar, glöggskyggnina kann að skorta til þess?
"Ótrúlega ósvífinn er Steingrímur J. á þingi í dag, þar sem hann krefst afsökunarbeiðni Vigdísar Hauksdóttur alþm. sem bendir á hagsmunatengsl fjölskyldu ráðherrans við kaup ríkisins á tveimur jörðum á Rosmhvalanesi (Reykjanesskaga), þar sem systir hans og mágur eiga 16 komma eitthvað í tvimur jörðum þar, sem Steingrímur ætlar að láta ríkið kaupa. Ráðherrann er augljóslega hagsmunatengdur, en kann ekki að skammast sín og reynir að smyrja skömmum á glöggan þingmanninn Vigdísi"
Hljóta að vakna pólitískar spurningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2009 | 13:34
Óveðursský?
Þessi fregn er nú afskaplega mikið í "kjaftakellingastíl" verð ég nú að segja og það alveg óháð því hver afstaðan til eða frá er til aðildarumsóknarinnar að ESB!Stíllinn minnir mig eiginlega bara á "Ólygin sagði mér.." kálfin til dæmis sem mig minnir að hafi lengi verið í DV og afsprengi á borð við "Veröld/fólk" á mbl.is er svo að hluta til.(eða með svipuðum brag að hluta, kjaftasögur af frægu fólki o.s.frv.)
Finnst mér það ekki samboðið svo stóru og afdrifaríku máli, að blaðið sé að vitna í "einvherja sem vilja ekki láta nafna sinna getið" og sem síðan aftur vitna í enn aðra ótilgreinda í Brussel.
Í góðu lagi mín vegna að blaðið taki hreina og ótvíræða afstöðu með eða á móti ýmsum málum, það gera nú flest alvöru dagblöð út í hinum stóra heimi, en þá á líka að gera það tæpitungulaust og heiðarlega, en ekki með tortryggnishætti og í "Gróustíl".
Óveðursský yfir aðildarumsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.9.2009 | 16:48
"Í fréttum er þetta helst.."
Sem stundum fyrr eru fréttavegir mbl. órannsakanlegir!
Ég bara að því get ekki gert,
þó gersemis reyni"hann" tík
Það teljist já tíðindavert,
týna hundi í Reykjavík?!
En þegar einhver týnist eða hverfur og auglýst er eftir honum, er nú venjan allavega þegar mannskepnur eiga í hlut, að láta nafnið fylgja með.
En þrátt fyrir að þessi hvutti er þess verður að komast í innlendar fregnir vegna hvarfs síns, þykir ekki ástæða til að geta nafns hans, sem ég gef mér að hann hljóti að eiga. því ef að nú einhver kæmi auga á hann til dæmis út á víðavangi, væri ekki verra að vita nafnið, en eins og þeir sem þekkja til hunda vita, þá er það nú oftast besta leiðin að ná til þeirra, að kalla nafn þeirra.
Hundur týndur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2009 | 19:18
Ætli Logi hafi svo flutt "Stórfréttina"?
Sá að sá ljúfi drengur og duglegi golfari var að lesa fréttirnar í kvöld á stöðinni, en missti af byrjuninni svo ég veit ekki svarið við þessari "mikilvægu" spurningu!
En fyrirsögnin er fyndin, hljómar eins og á íþróttafrétt, með íllkvittni mætti því spyrja líka hvað flokkurinn hafi þurft að borga fyrir fljóðið föngulega?
ÉG get annars bara giskað svona til gamans!
Fengur telst hún fullgildur,
fríð og gáfuð mær.
Keypt til "Sjalla" Svanhildur,
svona á "millur" tvær?!
Hver veit nema hún bara lesi þetta sjálf og komi með svarið?
Svanhildur til Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2009 | 23:41
Gjamm hins gjaldþrota!
Gjammar úr greni sínu,
gamall syndarefur.
Sjálfur saklausra pínu,
á samviskunni hefur!
Alveg með ólíkindum hvernig þessi uppgjafa gamli stjórnmálamaður getur leyft sér að ásaka aðra um hitt og þetta þegar hann sjálfur er einn Höfuðpauranna í sömu atburðarás, en þetta er sama gamla sagan um að sjá bjálkan í auga náungans, en ekki flísina í sínu eigin!
Gjaldþrota málflutningur!
Algjör þáttaskil með hruninu segir Björn Bjarnason | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2009 | 11:49
Þar með er ekki öll sagan sögð!
265 læknar með meiri tekjur en forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.7.2009 | 01:13
Skrum!
Kaninn gerir fátt verra ef nokkuð, en að setja slíkt innihaldsleysi á svið þar sem slepjan er hreint yfirþyrmandi!
Alveg burséð frá hversu merkilegur eða ekki tónlistarmaðurinn MJ var, snillingur eða ekki, ofmetin eða ekki, ömurlegur aumingi haldin barnagirnd eða ekki, þetta er meira en fullmikið af hinu góða!
Þúsundir fésbókarfærslna á mínútu um kónginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2009 | 00:22
"Skömmustulistinn" minn og MJ!
Minn gamli félagi hann Bubbi, (bubbinn.bloggar.is) birti um daginn fróðlegan lista úr tímaritinu fræga Rolling Stone, yfir sveitir sem margur hefur dáðst af í laumi að sögn, en ekki farið of hátt með.Kallast þetta á útlenskunni "Guilty Pleasure", sem ég kalla bara "skömmustu" svona stutt og laggott.
Datt svo bara í hug að gleðja strákin og senda honum svona lista, með ýmsum flytjendum og lögum er mér fannst eiga við og komu upp í hugan að þessu tilefni.
Michael Jackson var einmitt eitt nafnið, eins og lesa má hér að neðan, en vart hafði ég sent Bubba listan og hann birt, en garmurinn snéri upp tánum! Kenni mér þó ekki um, en þetta var ansi örlagaríkt að rifja þetta upp með hann og fleiri, eða þannig!
Annars er fréttaflutningurinn nú eftir dauða hans og viðbrögðin víða, t.d. hér á blogginu, alveg yfirgengileg og ofurviðkvæm, svo hálfa af því hálfa væri nóg!Lítið hins vegar við því að segja og fólk verður bara að fá að haga sér kjánalega ef það vill!
Þegar ég hugsa til baka er ég á efri efri barnsárum, ef svo má taka til orða og síðan unglingsárum, var að mótast í mikin harðrokkara er hlustaði mest á Heep, Purple, Zeppelin og síðan Slade, Black SAbbath og Iron maiden o.s.frv. koma furðulega mörg lög jafnframt upp í hugan, sem gripu mann líka, en hreinlega DAUÐASYND hefði verið að láta vinina vita af!
Hérna koma nokkur, ekki þó í neinni sérstakri tímaröð, man árin heldur ekki svo glöggt eða útgáfuár laganna.
Tina Charles - I Love To Love.
-Man vel enn þann dag í dag, er einn bræðra minna kom með plötuna með þessu lagi og byrjaði að spila daginn út og inn! Bölvað diskó auðvitað, en viðurkenni nú, að ekki aðeins fékk maður þetta lag á heilan, heldur fannst sveininum unga söngkonan svo sæt!
Dr. Hook - Sylvia's Mother.
-Hef aldrei skilið það, en þetta helv. væmnislag lét mig bara ekki í friði mitt í rokk og bárujárnsupplifunum,eins og flest lögin hérna allt eldri bræðrum að kenna að þetta gerðist!
ABBA - hellingur af lögum, t.d. Fernando, Vúlli vú, Arrival, Money, Money, Money..o.s.frv.
- Hygg að margir hafi sömu sögu að segja,maður mátti ALLS EKKI viðurkenna að þetta annars fína popp ætti möguleika upp á pallborðið, þvert á móti var það mikill "töffaraskapur" að blóta þessu "Væluskjóðupoppi" En, ég laumaðist svo líka á myndina þarna um árið, hundleiðinleg reyndar, nema hvað eins og með tinu, stelpurnar voru svo sætar!
Human League - Don't You Want Me Baby.
-maður gat í orði þolað þetta á unglingaböllunum, en maður lifandi, þetta var eitt allramesta draslið! og raunar finnst mér þetta frekar þunnur músíkþrettándi í dag, en þetta lag og nokkur önnur sitja samt enn í huganum.
Judy Garland - Somewhere Over the Rainbow.
-Held að hefði einvher félaganna vitað að undir þessu lagi felldi ég tár harðjaxlinn, gjörsamlega heillaður ef ég slysaðist til að heyra þetta, þá hefði ég líkast til orðið fyrir alvöru einelti!
En mörg orð þarf ekki að hafa um þetta, með sígildari lagaperlum amerisku söngvamyndanna, úr Galdrakarlinum í Oz!
Þú & ÉG - Í Reykjavíkurborg.
-Svipað og með tinu Charles, fékk þetta diskó Gunna Þórðar bara á heilan, skil ekki hvers vegna enn í dag auk þess að verða skotin í Helgu Möller! (urðu annars ekki flestir stráklingar það á þessum árum?)
10cc - svipað og með ABBA, fullt af lögum sem urðu vinsæl, (flest þó af plötunni þarna með kafaranum framan á með drukknuðu stelpuna í fanginu, man ekki nafnið bubbi og man laganöfnin reyndar fæst líka nema á hinu frábæra Wall Street Shuffle, sem var þó ekki á þessari plötu held ég!)
Foreigner - I've Been Waiting For A Girl LIke You.
- Já, ehem, þetta annars ofurvinsæla lag gerði mann alveg grænan á endanum, stundum spilað hundrað sinnum, en var svona á jaðrinum að mátti viðurkenna hrifningu á eða að manni þætti söngvarinn "Raddmjói" flottur. Þó þótti í það heila ekki svo hallærislegt að hrífast af hljómsveitinni.
Roxy Music - Dance Away.
-Man hversu leiðinleg og asnaleg þessi sveit þótti, en þetta lag tók mig með trompi, bræðradæmi, en held ég hafi ekki heyrt lagið fyrst fyrr en nokkru eftir að það kom fyrst út.
Jóhann G. - Don't Try To Fool Me.
-Eitt af flottustu íslensku popplögunum frá upphafi, frábært lag, en það fór nú ansi hljótt um hrifninguna á unglingsárunum og hún mátti ekki vitnast.
BA Robertson - Flight 19
-Skoski háðfuglinn þótt nú bara hálfvitalegur minnir mig í félagahópnum, en þetta lag og fleiri heilluðu mig nú og platan þessi auk annarar á eftir ef ég man rétt.
Michael Jackson - Billie Jean & Beat It
-þarf nokkuð að útskýra þetta frekar, nema hvað að menn gáfu sjéns vegna Stevie VAi og síðar Steve Stevens, enenen, að sýna MJ sjálfum einhverja aðdáun, tja, það þótti bara vont mál! (og þykir nú reyndar enn!)
Lík Jacksons flutt til Neverland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.6.2009 | 10:30
Ísgerður hin ljúfa!
http://visir.is/article/20090629/LIFID01/370748196
Gat nú bara ekki stillt mig um að stelast til að vísa á þessa litlu frétt á visir.is.
Gladdi mig að lesa þetta, stúlkan líka ekki bara ljúf, heldur gáfuð, falleg og fróm. Mun áreiðanlega taka þetta nám með trompi af öllu forfallalausu og verður svei mér komin á þingið fyrr eða síðar!
Þess má svo annars geta, að Ísgerður er frænka mín, en það er að sjálfsögðu aukaatriði og hefur ekkert með færsluna að gera!?
6.6.2009 | 23:08
Formaður Framsóknarflokksins ætti að skammast sín!
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 218309
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar