Færsluflokkur: Ljóð

LIMRUROKK er vinsæl þótt ekki sé hún í listabrölti...

Jamm, litla skemmtiskruddan lallar sinn veg og er ekkert síður ef ekki meira létt í lund en einhver "Framsóknarfalleríi!" og nú fæst hún líka í Eymundsson í Austurstræti auk sömu verslunnar í Hafnarstrætinu á Akureyri. Annars staðar fæst hún svo í, Smekkleysubúðinni, Laugavegi 35, Skagfirðingabúð á Sauðarkróki og hjá verslun Tunnunnar á Siglufirði. "Allt í grænum sjó vinir........"

Sýnishorn úr bókinni.

Þótt lífið sé litað af trega,
leiki þig allavega.
Skaltu hafa í huga,
hollráð sem duga,
að ríða nú reglulega.


mbl.is Veisluréttir á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtiskruddan LIMRUROKK!

Góðir hálsar nær og fjær, fleiri "Toppbækur" má nefna sem nú eru að vekja athygli og fá góð viðbrögð!

Árið 2004 gaf ég út mína fyrstu kviðlingabók, Geiravísur, sem fékk ágætar viðtökur.
Nú loksins níu árum síðar kem ég með aðra bók, að þessu sinni eingöngu með limrukveðskap og nefnist hún Limrurokk!
Kennir þar margra grasa, en eins og fram kemur í aðfararorðum bókarinnar, er limruformið mér ansi kært og hefur verið það í áratugi.
Grín og glens um mann og annan, pólitík, íþróttir að ógleymdum “neðanmittismálum” og vina og ættingjayrkingum, er meðal þess sem finna má og þá að mestu á léttvægari nótunum, en broddur og alvarlegri tónn er þó ekki langt undan á köflum.

Eru smíðarnar hátt í tvö hundruð talsins með skýringum þar sem við á og er bókin 112 blaðsíður.
Hönnuður útlits er svo gamall skólabróðir og snillingur, Jakob Jóhannsson.

Bókin kemur út bæði í kiljuformi og innbundin og fæst hjá eftirfarandi söluaðilum:

Smekkleysu á Laugaveginum í Reykjavík.
Eymundsson Akureyri.
Skagfirðingabúð á Sauðárkróki.
Verslun Tunnunnar á Siglufirði.

Einnig má hafa samband við höfund í netföngin:

mageir@internet.is
eða
mgeir@internet.is


mbl.is Skuggasund selst best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítil kveðja til Akureyrar í tilefni dagsins!

Akureyri, minn yndislegi bær,
Nú eitthundrað og fimmtíu árum nær.
Við Eyjafjörðinn ugglaust vex og grær,
Áfram líkt og yngis- fögur mær.

Á brautum hans ég barnskóm mínum sleit,
Björt er æskuminningin og heit.
Frá hjartans rótum, hreinskilin ei veit,
Um hamingjunnar meiri sælureit.

Til hamingju allir Akureyringar nær og fjær með afmæli bæjarins og sömuleiðis Dvalarheimilisins Hlíðar, 50 ára og Listigarðsins, 100 ára um þessar mundir!


hvurt þó í hoppandi..!

Já, nú er ég hissa.
Braga hef ég þekkt í um 30 ár og vissi svo sem vel af hans áhuga á vísnagerð, kenndi hann mér m.a. ungum (þó sjálfur væri lítt mikið eldri) þar sem vísur heyrðust í tímum auk þess sem ég hef nú lengi vitað að bróðir Braga, Heimir Bergmann, væri fínt limruskáld, en að hann sjálfur væri "þekktur hagyrðingur" eru ný sannindi fyrir mig, en vissulega forvitnileg!
Ég þarf nú greinilega að pota í karlin, ef hann þá les þetta ekki bara og verður fyrri til?!
Í nettu kæruleysi kasta ég þessu svo fram:

Af Fremri já frægur er Bragi,
fyrir verkin af ýmsu tagi.
En aðeins ókyr
að því ég spyr
Yrkir hann limrur í lagi?!


mbl.is Limrur fyrir landann komnar á bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meistarans Hólmdísarhugarvíl!

Ein af mínum fallegustu og heittelskuðustu bloggvinkonum hjúkkan Hólmdís þingeyska, hefur nú boðað brottför sína af landinu á morgun
Mér finnst það bara helvíti skítt þegar svo háttar, að svo glæsilegar meyjar sem hún geri slíkt, þó ég reyni auðvitað að skilja ástæðurnar um leið. Það breytir hins vegar ekki því að maður verður dapur og fer ekkert dult með það, sem sannaðist á mér í nótt eftir að hafa lesið brottfarartilkynninguna hennar!

Nú í barm sinn gumi grætur,
gengdarlaust í skjóli nætur.
Íslland vart þess bíður bætur,
er burtu hverfa fagrar dætur!

En svo í aðeins reiðari tón!

Nú bölva sem brjálað naut,
blæðandi hjartans er þraut.
Senn Hólmdís er horfin á braut,
í helvítis "Baunanna" skaut!


Í tilefni dagsins!

Nýja stjórnin, nú er orðin til,
nokk það eru víst já þáttaskil.
Heilla allra, henni óska vil,
hremninganna- sigli gegnum byl.

En meðal enn annara orða.

Mæður nær og fjær, ekki seinna vænna að óska ykkur til hamingju með daginn!

Þið eruð auðvitað algjörlega ómessandi og því segi ég við hvert tækifæri.

ÉG ELSKA ÞIG MAMMA!!!


mbl.is Trúverðugt plagg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tregatorf!

Á mig leitar sorg og sút,
sálarheill í veði.
Komin er með hjartahnút,
horfin ást og gleði.

Stúlkan mín er stungin af,
stöðugt grætur hjarta mitt.
Öðrum víst í gærkvöld gaf,
gimsteinshringað loforð sitt!
Einn því sit nú miður mín,
myrkra- gerist þessi staður.
Örlaganna eina sýn,
ætíð verði TREGANS maður!


Erotík!

Með hörund svo hrífandi,
hárlokka sindrandi
Álfmeyjan yðandi
eggjar mig seyðandi
Blíðleg og biðjandi,
bíður mín liggjandi
Með barma svo beljandi,
og brúnhnetur æpandi.

Og ég...

...stekk

SEKK!


Ljósálfurinn!

Friðsæll situr fagur í logninu
fléttar saman orðum í værð sinni.
Ljómandi af lífsþorsta eingöngu,
Ljósálfurinn í kyrrðinni!


ÁRAMÓTAMOÐ!


Senn liðið er örlagaárið,
Er Íslandi kreppuna færði.
J’a, bölvaða bankafárið,
Sem blessaða þjóðina ærði!

Upp úr það auðvitað stendur
Og ugglaust skyggir á flest.
Almúgans Gunna og Gvendur,
Gráta það saklaus jú mest!

En alla þunglyndisþanka,
Þau reyna að forðast um stund.
Hugs’ekki um helvítis banka,
Hnípin og döpur í lund!

Nú kveðja örlagaárið,
Enn með vonu og yl.
Burt hverfi bévítans fárið,
Brátt heyri já sögunni til!

Penan setjum punktin hér,
Párið núna endi fær.
Árs og friðar óskum vér,
Öllum bæði nær og fjær!

Magnús Geir.


mbl.is Gott flugeldaveður í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband