Færsluflokkur: Ljóð
21.9.2008 | 20:46
Smá kveðskapur að kvöldi sunnudags!
Kveðskapur hefur já töluvert verið til umfjöllunar í bloggheimum víðum síðustu daga og þá ekki hvað síst vegna "ekki fréttar" um að líklega hefðu fundist elsti kveðskapur er til væri frá hendi Nóbelskáldsins Halldórs Laxness, tvö vísukorn páruð í minningarbók hjá vinkonu frá því 1914!
Ekki virðist nú svo vera, allavega er önnur vísan ekki eftir hann. Nema hvað að ég sjálfur er alltaf eitthvað að kúldrast með kveðskap hér og þar, m.a. þennan á sl. dögum.
Davíð Oddson kom við sögu í vikunni vegna umtalaðs viðtals, sem m.a. varð vinkonu minni knáu, Láru Hönnu Einarsdóttur, að umfjöllunarefni. Ég hafði nú ekkert um það að segja, annað en þessa litlu vísu sem ég setti inn sem athugasend hjá henni.
Að tjá sig þykir mér þreytt,
um þennan blessaða mann.
Orð því alls ekki neitt,
ætla að segja um hann!
Rut Sumarliðadóttir er bloggverja sem ég hef stundum rekist á í athugasendakerfum, m.a. hjá bloggvini mínum honum Gulla litla í Danaveldi. Hún setti þar hjá honum um daginn inn margfræga "Nýja vögguvísu" Káins, en örlítið á annan veg en ég hafði kunnað vísuna í háa herrans tíð.Okkar samskipti voru þó alveg ágæt og enduðu með því að hún fékk vísnabók Káins lánaða á bókasafni að minni tillögu og sagði mér svo "að Káin færi með henni í rúmið um kvöldið"! Lét galgopin ég þetta tækifæri ekki úr greipum ganga og sendi henni eftirfarandi.
N'u þegar steypist yfir haustsins húmið,
héld ég sé nei ekki út í bláin.
Að velja sér já réttan mann í rúmið,
Rímnaskáld á borð við sjálfan Káin!
Svo var ég sem oftar að heimsækja mína hagmæltu vinkonu fyrir vestan, Ólínu Þorvarðar og sá þá að hún var að leita eftir höfundum af tveimur vísum. Þeir fundust nú fljótt og vel, en um leið spannst skemmtileg umræða í athugasendunum um kveðskap m.a. Í lokin birtist svo gamall umsjónarkennari Ólínu frá Gagnfrægaskólaárum með síðbúna afnæliskveðju og lét þess meðal annars getið að hún væri nú enn svo ung, skildi ekkert í þessum aldri, en nú væri þó Ólína orðin "roskin og ráðsett"! Þetta varð tilefni að eftirfarandi glensi.
Ólína, þannig er þroskinn,
þú breyttist úr svanna í kelli.
Nú ertu ráðsett og roskin,
og rambar á barmi elli!
SVo að lokum þetta. Hef stundum verið spurður hversu mikið ég hafi ort eða hve margar vísur! Hefur þá oftast orðið lítið um svör, hef satt best að segja litla hugmynd um það, en þetta fæddist einvhern tíman við slíkar vangaveltur.
Ef til vill mér reiknaðist rétt,
er rýndi snöggvast í gær.
ÉG vísur hafi saman sett,
svona þúsund og tvær!?
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.5.2008 | 21:34
Eitthvað sem gæti verið lítið ljóð, en er á reiki!
Í fylgsnum hugans finn ég,
fánýtt eitt.
Í fylgsnum hugans finn ég,
fáein brot.
Forna ást, fölnað blóm,
úr fylgsnum hjartans.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2007 | 04:15
Þá hátíð fer í hönd!
Fyrir nokkrum árum voru eftirfarandi hendingar festar á blað í tilefni komandi jóla.Ekki lítur nú út fyrir að tíðarfarið verði nú líkt og í þeim segir, allavega hér nyrðra, en hvað sem því líður þá höfðar innihaldið kannski vel til einhverra!?
Birti ég því þetta til gamans um leið og ég sendi öllum mínum bloggvinum og öðrum sem lagt hafa á sig að lesa síðuna þetta hálfa ár sem hún hefur verið til, mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári!
Lítil jólahugvekja
Yfir jörðu hvílir kaldur snær,
kafaldsbylur rífandi er enn.
Samt í brjósti hjartað hraðar slær,
því hátíð ljóssins ríkja mun hér senn.
Þá gildir einu Kára hvassa raust,
kærleikurinn eini sanni nær,
að hlýja okkar hjörtum endalaust,
hans er birtan eilífðlega skær.
Okkur mönnum Kristur kenndi forðum,
á kærleikanum lífið skildum byggja,
Sannleikskjarnan, sagði þessum orðum,
-Sælla er að gefa en að þyggja-
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.11.2007 | 23:31
Hugljúf!
Einar Bragi Bragason - Skuggar.
Lög: 1. Móðir jörð. 2. Nú allt er svo hljótt. 3. Skuggar. 4. Saknaðarlag. 5.Kvöldljóð Andreu. 6. Vorkoma. 7. Tunglskinsnótt. 8. Litið um öxl. 9. Augnablik. 10. Glymur foss. 11. Á. B.E. 12. Örlagaþræðir.
Þegar ég heyrði fyrst af því fyrir nokkru, að skógabóndinn skeleggi og afburðahagyrðingurinn með meiru, Hákon Aðalsteinsson, hefði samþykkt að leyfa Einari Braga hinum margreynda saxafónleikara og fyrst og fremst "Stjórnarherra" (einn stofnandi Stjórnarinnar reyndar!) þá varð ég dálítið hissa, hélt nú að karlinn hefði lítin áhuga á að láta "poppa" kvæði sín og kviðlinga upp! Nema hvað, að svo fór ég nú að hugsa og þá ekki laust við með stríðnislegum hætti, að kannski hefði Hákon bara orði afbrýðisamur þarna fyrir tveimur eða þremur árum eða hvað það nú var, þegar heil plata með ljóðum eftir bróður hans, Ragnar INga, kom út og heil hljómsveit bara stofnuð í kringum það verkefni af engum öðrum en frænda þeirra bræðra, prakkaranum og ærslabelgnum með fjölmörgu fleiru, honum Haffa Helga! (sem reyndar tók upp á því eftir að hafa unnið samkeppni um afmælislag fyrir reykjavík, að nefna sig Bjarna Hafþór, svo að lengi vel vissu sambæingar hans hér í fagra höfuðstað norðursins, ekki hver sá maður væri!) En textar auðvitað áður birst á plötum hygg ég eftir höfðingjan í Húsum, svo hann hefur bara verið ánægður að finna frekari áhuga frá Einari Braga! Þann pilt hef ég nú í gegnum tíðina séð örugglega svona 1213 sinnum á sviði spila með hinum og þessum, einum og öðrum, manni og mönnum, með Stjórninni auðvitað, Sálinni, todmobile og fleirum! Í seinni tíð hefur hann hins vegar verið búsettur austur á Seyðisfirði, gengt þar stöðu skólastjóra tónlistarskólans m.a. Spilamennska þó aldrei lögð á hilluna og hefur m.a. í seinni tíð spilað með danshljómsveitinni Von. En semsagt, Einar fékk þessa hugmynd að klæða kvæði hans Konna í tónabúning og ég held bara eftir nokkra yfirlegu og hlustun, að "Saxanum" hafi tekist bara nokkuð vel upp þegar á heildina er litið! Heildarsvip plötunnar held ég að sé best lýst sem hugljúfum. Einar Bragi líkast til gert sér grein fyrir að ekki mætti fara hörðum höndum um þessar ljóðsmíðar Hákonar, þó vissulega sé á köflum smá rokkstígandi, t.a.m. í titillaginu, þar sem sópransöngkonan björt Sigfinns, syngur. Auk hennar syngja svo valin flokkur góðra söngkvenna flest hinna laganna, Alla Borgþórs, Sigga Beinteins,Erna Hrönn Ólafs og Alda sif Magnúsdóttir. Einnig syngja þrír herrar sitt lagið hver, Vilhjálmur Þ. Ólafsson, Steinar Gunnarsson og Helgi Georgsson.Ljóðið Örlagaþræði fer Hákon svo sjálfur með í lok plötunnar, að ógleymdu ósungnu lagi til minningar um látna dóttur! Einar Bragi spilar sjálfur auðvitað á Saxið auk þess að notast við hljóðsarp eða smala til strengjaframleiðslu m.a. Aðrir sem spila m.a. Jðón HHilmar gítarleikari, Jóhann Hjörleifs á trommum m.a. og áðurnefndur Helgi spilar auk söngs einnig á bassa og hljómborð m.a. Mér finnst hljómurinn á plötunni bara ansi fínn, sterkur og já býsna hreinn! Auðvitað hefði maður kannski vijað hafa öðruvísi hljóðfæraskipan í sumum laganna og útsetningar öðruvísi, en það er nú ekkert sem neitt pirrar eða skemmir svo fyrir. Fyrstu tvö lögin fóru strax einkar vel í mig, auk þess fimmta, þar sem laglínan er einkar hugljúf. Sjötta lagið sömuleiðis að vinna á og virðist að því mér skilst bara fara almennt vel í landann. SAknaðaróður Saxa til dótturinnar hornu er svo einkar smekklegt! Bara já alveg ágæt og settleg popptónlist með djass- og þjóðlagaívafi, eitthvað sem höfðar ekki hvað síst til fólks komið vel á fullorðinsár, er svo sömuleiis hlustar eftir textunum sem sungnir eru og þarf ekki að fjölyrða um hve góðir eru!
Bloggsíða Einars Braga:
http://saxi.blog.is/blog/saxi/
Ljóð | Breytt 17.11.2007 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.9.2007 | 16:16
Falleg haustvísa!
Það fer víst ekkert á milli mála, að haustið hefur í allri sinni litadýrð haldið innreið sína!
Þeirri dýrð fagna margir og njóta, en aðrir fyllast kvíða í kólnandi veðrinu, vitandi vits að veturinn er á næstu grösum!
En eftirfarandi vísa höfðar áreiðanlega til flestra, er eftir STeingrím Thorsteinsson ef ég veit rétt!?
Fólk leiðréttir ef það er ekki rétt.
Vor er indælt, eg það veit,
er ástar kveður raustin.
En ekkert fegra á fold eg leit,
en fagurt kvöld á haustin!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 17:35
Fjórar línur!
ósvikin var hans ljóminn.
Kjarnyrtur með hvassan brodd,
kunni að hækka róminn!
Mikill fjöldi við kveðju- og minningarathöfn um Einar Odd Kristjánsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2007 | 01:11
Ein ljúf limra!
í kyrru situr Magnús
svo léttur í lund,
á lífsgóðri stund
að hlusta á himneskan BLÚS!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2007 | 22:16
Hver er höfundurinn?
EF einhver glöggur og vitur Íslendingur veit hver orti eftirfarandi velþekkta vísu, er sá vinsamlega beðin um að koma því á framfæri í athugasendakerfinu!
Kvennmannslaus í kulda og trekki,
kúri ég volandi.
Þetta er ekki, ekki, ekki,
ekki þolandi!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 20:01
Gordon Brown!
Þetta var mér sagt í dag, um hinn nýja forsætisráðherra Breta, Gordon Brown.
Heldur mun spar á að spauga,
spekingur sterkra tauga
Og gjarnan er gætin
er gengur um strætin
enda blindur á öðru auga!
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 17:23
Konur, Ó konur!
Í tilefni dagsins, birtast hér nokkrar hendingar sem settar voru saman fyrir margt löngu.
Til hamingju með daginn!
.
Konur ég elska, dýrka og dái,
svo dásamlegar á hverju strái.
Þó aðallega ég eina þrái,
á aðrar stundum snöggvast gái.
Þær margar stuttum kjólum klæðast,
svo kenndir manna óðar glæðast.
Þá finnst mér best í burt að læðast,
ella blautar línur fæðast.
En siðavandar aðrar eru,
aldeilis í raun og veru.
Voldugar að hætti Heru,
holdi sjaldnast flagga beru.
Svo eru hinar, mitt á milli,
sem mestrar kannski njóta hylli.
Þær sjaldan valda svaka trylli,
en sveinum veita gleðifylli.
Já, stórar litlar, stinnar mjúkar,
þær standa í röðum, trúa því mátt.
Feitar og mjóar, frískar og "sjúkar",
svo fallegar allar, hver á sinn hátt.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar