Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Af hógværð og lítillæti!?

Ein af þeim hressari í "Bloggvinkvinnubúri" vóru er hún KE, sem ég þó kalla aldrei annað en fröken hjólaferð.
Hún er líka oftar en ekki glö með mig þegar ég "heimsæki hana í dyngju hennar" og segist hún nú vera mín að eilífu, ekkert minna!
Ölvaður af þeirri yfirlýsingu og öðrum fögrum orðum frá henni, setti ég svolitla sjálfslýsingu inn hjá henni, að sjálfsögðu af alkunnri hógværð og lítillæti sem Þingeyinga er jafnan háttur!? SVona nett tilbrigði við fleiri stef.

Ég er maður hjartahlýr,
heiðarlegur, góður.
Einfaldlega afbragðsskýr,
yfirburða fróður!


Ég er í GOLFGLEÐIVÍMU!

Jamm, þetta verður eflaust spennandi þarna á morgun á skoska mótinu, sýnt frá því á morgun á Sportinu.
Nemahvaðnemahvað já, að þessi dagur er svo sannarlega búin að vera yndislegur fyrir mig og fjölskyldumeðlimi marga hvað golfleik snertir, svo ég er eiginlega gráti nær af gleði!
Meistaramót Golfklúbbana hafa nefnilega staðið yfir mörg í vikunni m.a. hér í bænum fagra við Pollinn. Og maður lifandi, þrír ungir bróðursynir mínir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sína flokka!
Sá yngsti Kjartan Atli Ísleifsson tæplega 11 ára, gaf tóninn í fyrradag er hann sigraði í sínum barnaflokki sem kom mér á óvart en lofar góðu um enn einnn góðan kylfing í fjölskylsunni.
Næst var svo komið að hinum tæplega 15 ára Ísak Kristni Harðarsyni, sem heldur betur hefur tekið kipp upp á við og keppti nú í 2. flokki við hygg ég í flestum tilfellum mun eldri og reyndari menn og þar með talið tvo föðurbræður!
Lék hann á samtals 347 höggum keppnisdagana fjóra eða +63 og sigraði með tveggja högga mun!
Alveg framúrskarandi hjá drengnum, því þetta var örugglega fyrsta alvöru mótið hans hjá klúbbnum allavega í fullorðinsflokki.
SVo varð það LOKSINS LOKSINS að veruleika, að afrekskylfingurinn með stóru A allt frá árinu 2000 er hann var einungis 17 ára, Ingvar Karl HErmannsson, náði loks að innbyrða sinn fyrsta meistaratitil nú undir kvöld há klúbbnum, en ég hreinlega man ekki lengur hversu oft blessaður drengurinn hefur þurft að láta sér annað sætið lynda og þá oftar en ekki eftir baráttu við fyrrum félaga hjá klúbbnum Sigurpál Geir Sveinsson!
Ingvar Karl skráði sig eftirminnilega á spjöld íslenskrar golfsögu árið 2000 er hann ekki aðeins varð Íslands- og stigameistari unglinga 16 til 18 ára og útnefndur efnilegasti kylfingur landsins, heldur vann hann það mikla afrek að verða í öðru sæti á Landsmótinu í golfi sem einmitt fór fram hér á Jaðarsvelli.
Og ekki nóg með það heldur, svo merkilegt sem það var, í ofanálag var þetta afrek unga mannsins nefnilega sögulegt í meira lagi vegna þess að þetta mót var hans FYRSTA ALVÖRUMÓT Á VEGUM GOLFSAMBANDSINS Í FULLORÐINSFLOKKI!
Mér vitanlega er þetta alveg einstakt afrek og verður líkast til seint eða aldrei leikið eftir!

En Hahaha og hó, í dag tókst Ingvari karli semsagt að ná þessum árangri að vinna klúbbstitilinn og var sigurinn á endanum mjög öruggur!
Lék hann samtals á 300 höggum hringina fjóra, 76, 75, 76 og 73 og munaði þremur höggum á honum og næsta manni, ungum strák að nafni Hafþór Valgeirsson!

Elsku karlarnir mínir þrír, Kjartan Atli, Ísak Kristinn og Ingvar Karl.
Innilega til hamingju, "Frændi gamli" virkilega stoltur og hrærður af strákunum sínum!

Tvo bræðrasyni átti ég svo til viðbótar í mótinu, Baldvin Örn eldri bróður Ísaks og Elvar örn, yngri bróður Ingvars og kepptu þeir í 1. flokki, en náðu sér ekki á strik því miður og enduðu í kringum miðju.
Sem fyrr sagði, þátti ég svo tvo bræður í ofanálag í mótinu, Hermann Hrafn föður Ingvars karls og Elvars Arnar og Óskar Örn, sem attu kappi við Ísak í 2. flokknum. Hermann var í verðlaunabaráttunni eftir tvo hringi, en fataðist því miður flugið og Óskari gekk ekki sem skildi.
En Meistaramót G.A. 2008 verður semsagt lengi í minnum haft á mínum bæ, sem mikill ánægju- og gleðidagur!


mbl.is McDowell og Kahn jafnir fyrir lokadaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kolbrún kostum hlaðin!

ER afskaplega kátur með nýjustu bloggvinkonu mína og aldeilis nei ekki a ástæðulausu!
Hún Kolbrún Stefánsdóttir er nei sko ekkert "slor" og það þótt hún sé nú ættuð frá því þekkta sjávarplássi Raufarhöfn!
Ekki bara myndarkona á besta aldri, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, heldur er hún útivistarfrík, hagyrðingur og síðast en ekki síst GOLFARI! (auk margs annars auðvitað, til dæmis stóra systir trommara Utangarðsmanna, nafna mmíns Magnúsar, ef mér skjátlast þá ekki þeim mun meir!?)
Kalla ég þetta já að vera kostum hlaðin!
Nema hvað, að Kolbrún var í sinni nýjustu færslu á blogginu sínu, kolbrunerin.blog.is, að segja frá frægðarför sinni á "strigaskóm einum" um hina þekktu Leggjarbrjótsleið í Borgarfirði, sem liggur alla leið að hinum stórfenglega Glym, hæsta fossi landsins!
Brá ég að því tilefni undir mig "Betri bragfætinum" og orti til hennar eitthvað sem að upplagi heitir jú Hringhenda, en er nokkuð dýrt kveðin sem sagt er, alrímuð, það er rímorðin öll eins!

Viljug snót ei vílar hót,
valsar skjót um urð og grjót.
Léttum fót hún lagði mót,
Leggjarbrjót að fossins rót!

Heldur betur góð og hressandi heilaleikfimi að yrkja svona "Hendu"!


Eir elskar Magnús Geir!

Eir, vinkona mín til margra ára, játaði mér ást sína sérstaklega um daginn!
SVo sem ekki sérstaklega í frásögur færandi, fólk er nú sí og æ út um borg og bý að "Skvetta og sletta" slíkum ástarjátningum og ekkert nema gott um það að segja!
Nema hvað, að ykkar einlægur er í senn sjálfsálitsslappur og sjálfselskur, svo mótsagnakennt það nú annars hljómar, svo hann svaraði þessari elsku svona.

Hví elskar þú kjána sem mig,
er kann ekki margt né skilur.
Sjálfselsku sjaldan nei dylur
og seint myndi verðskulda þig!?

Viðbrögð hennar?
Engin sérstök nema þetta væri auðvitað "Meistaraverk".
Jújú, þannig séð og út af fyrir sig er það alveg rétt hjá henni.
Og auðvitað viðurkenni ég að gott er að vera elskaður og af sem flestum!


Kveðskaparsamtíningur!

Hef að undanförnu vísnafæti víða drepið niður og koma hér nokkur sýnishorn af hnoðinu, hefðbundnar ferskeytlur í fjórum línum sem limrur!

Hjá fröken “Hjólaferð”.

Kristín Einarsdóttir Þjóðfræðingur með meiru er ein af mínum bráðskemmtilegu bloggvinkonum, hjolaferd.blog.is.
Hún ferðast stundum hratt og víða og þá oftar en ekki á reiðhjólinu sínu, sem hún á sumrin flytur alla leið oftar en ekki til Ítalíu með ferðafólk í skipulagaðr ferðir. Kringum páska var hún hins vegar bara í skemmtiferð á Tenerife í sjó- og sólböðum m.a., en fyrr en varði aftur komin heim og alla leið í leiðangur til Hóla! Þá varð til þessi litla en dýrt kveðna vísa, sem ég skutlaði á hana.

Sæl varst í sólu að dóla,
Í suðri og spranga upp póla.
En gast ekki hjólað til Hóla,
Að heimsækja frægan skóla!?

Hjá Heiðu Þórðar:
Heiða er aðdáunarverð dama og skemmtileg, sem manni er auðsótt að blaðra út í eitt við.
Henni er stundum tíðrætt um afturenda sinn og annara, en ég er auðvitað mikill aðdáandi hennar elskulega, eins og eftirfarandi vísa og svo limra gefa vel til kynna og raunar sýna vel mína aðdáun yfir höfuð á “Stelpurassgatinu”!

Engan hátt er eðlileg,
Ynnsta hjartans hvötin mín.
En glaður myndi Geiri ég,
Gerast Rassgatssessan þín!

Pæling Heiðu mjög svo skemmtileg um perurassa, varð svo kveikjan að þessari limru.

Þú ert hreint ekkert hlass,
Heiða, né leiðindaskass.
Heldur forkunarfríð,
Feimin og blíð
Píka með perurass!

Jenný Anna játar “Framhjáhald” hjá Ólínu!

Hún mín elskulega Jenný Anna játaði já “Framhjáhald” er önnur bloggvinkona, Ólína Þorvarðar, var aðeins í einni færslunni að rifja upp tillögu sína í borgarstjórn reykjavíkur með Nýjum vettvangi, að loka götunum kringum Austurvöll.
Sagðist Jenný hafa kosið Ólínu eitt sinn í stað gamla góða Alþýðubandalagsins. Þá kom þessi.

Hérna játar hispurslaus,
Hátt þótt kosti gjaldið.
Jenný að sér “köld” sér kaus,
Konu í framhjáhaldið!

Hjá “Klámdrottningunni” Helgu Guðrúnu!

Helga Guðrún Eiríksdóttir blaðakona í Englandi, kallar ekki allt ömmu sína og er stundum lítt öðru klædd en “brók og brjóstahaldi”!
Um daginn brá hún undir sig betri tánni og birti nokkrar klæmnar vísur, bloggheimi auðvitað til mikillar gleði og þar brá hann Geiri ég líka aðeins á sprett á “klámfáknum”!Létt sér hérna leikur nú,
Lífsreynd gömul sveitapía.
Helga Guðrún, “Hot ‘n’ Blue”,
Hefur klámið upp til skýja!

Og nokkuð svo “rök” limra!

Ein skvísa í skautinu blaut,
Skelfingar upplifði þraut.
Um hennar blygðunarbarma,
Bólgna og varma
Hirti ei hrjótandi “Naut”!

Meðan á “klámveislunni” stóð, var Helga Guðrún um tíma ein á heimilinu, eiginmaðurinn Einar fjarri. Svona gat ég ímyndað mér endurkomu hans.

Þegar Einsi aftur snýr,
Uppfullur af þrá.
Ansi verður Helga hýr
Og HOLDVOT innanfrá!

Og frúnni aðeins síðar til “ertingar”.

Helga Guðrún, heldur betur,
Hér er laus í rásinni.
Á sér sitja ekki getur,
Alveg tryllt í “Gásinni”!

Að lokum af slíkum “vafasömum” kveðskap hjá H.G. blekpenni.blog.is, þá féllu þessar hendingar um nokkuð svo strangtrúaða bloggvinkonu hennar rósu að nafni, er býr við Vopnafjörð og hafði aðeins lagt orð í vísnabelgin “blauta”!

“Drottin ver mitt leiðarljós,
Svo ljúfust ástin dafni”.
Þannig biður Rósa rós
Og ríður í Jesú nafni!

Margt fleira mætti reyndar svo tína til, en þetta nægir að sinni.


Krútt mánaðarins!

Eitt af því sem ég almennt met hvað mest í fari fólk, þar með talið og ekki síst hjá þeim er tjá sig mikið, er hvað viðkomandi mæla eða láta skoðanir sínar í ljós af einlægni og augljósri ´hugsjón!
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/483118/#comments
Hún Lára Hanna Einarsdóttir er ein mín nýjasta bloggvinkona og er víst óhætt að segja að hún sé Bloggari af lífi sál, berir skoðanir sínar umbúðalaust á borð og þeim fylgi sannarlega bæði hugur og hjarta!
Ég er kannski ekki alltaf alveg sammála innihaldinu sem hún fjallar um eða er það kannski, en hefjði kannski nálgast málið öðruvísi sjálfur, en það bara er aukaatriði, hún er bara svo einörð og garáttuglöð með sinn "penna" að vopni, (eða lyklaborð öllu heldur) að ég dáist að henni og er auðvitað líka á góðri leið með að verða bálskotin í henni líkt og reyndar flestum mínum bloggvinkonum!
Nema hvað, nema hvað, á slóðinni að ofan, setti ég lítið vísukorn svona rétt til að tjá hug minn, eins og ég geri stundum í athugasendum. Er ekki að orðlengja að baráttukonan glæsta brást snögg við og útnefndi mi....

KRÚTT MÁNAÐARINS!!!

Hvorki meira né minna góðir hálsar og ég?
Jú, ég hef ´senn verið í sæluvímu, en jafnframt sjokki! Og hver væri það nú ekki í mínum sporum?
Enenen, vel að merkja, jú bara fimm dagar eftir af marsmánuði, hahaha!
Vísukornið var annars svona.

Lára Hanna, kona keik,
kröftug veður eld og reyk.
Stílvopni í stríðsins leik,
stöðugt beitir, hvergi smeyk!


Áramótakveðja!

Kæru bloggvinir og aðrir lesendur til sjávar og sveita!

Kveðjan góða kemur hér,
kærleiksrík og blíð.
Árs og friðar óskum vér,
öllum bloggsins lýð!


Gyðjan!

Ein nýjasta bloggvinkona mín er nú heldur betur aðsópsmikil stórkona bæði í orði og útliti!
Það er hún Ásthildur Cesil Þórðardóttir, sem þekkt er m.a. að vera íbúi í hinu sérstaka kúluhúsi á Ísafirði!
Hún kallar nú ekki allt ömmu sína nei þegar hún tekur til ma´ls, er oftar en ekki beinskeytt og ansi hreint hvöss t.d. um kvótakerfið í sjávarútvegi,trúmál og fleira, en þess á milli er hún yfirmáta hreinskilin, blíð og aðlaðandi er hún vílar ekki fyrir sér að tjá sig um eigin mikla barmvöxt, svo dæmi sé tekið!
ER amma' hægt en að falla fyrir slíkri kvinnu?
Það gerði ég allavega, féll bara kylliflatur svei mér þá!
Gaf henni þessa lofgjörð um daginn!

Að því hníga ýmis rök
og allar vísbendingar styðja
Ásthildur já ein sé stök
og afar fögur RÖKKURGYÐJA!

Eins og þeir vita sem eru bloggvinir hennar m.a. er hún mjög svo dugleg að taka myndir og birta á síðunni sinni, þar á meðal margar mjög fallegar skammdegismyndir!
Innan tíðar hyggst Ásthildur leggja land undir fót ásamt karli sínum og heimsækja hlýjari slóðir, í Dóminíkanska lýðveldinu!
Treysti ég því að GYÐJAN muni ófeimin og sem fæstum spjörum hulin, safna þar silfursleginni brúnku, er gera muni tign hennar afgerandi sem aldrei fyrr!
Mun þá eigi heldur vera þörf á brúnkukermi til þess arna úr fórum bloggvinar okkar beggja, Jens Guð!


Hvað ég get sagt um Nýja-Sjáland? (og kannski eitthvað því tengt!)

Jú, þar er höfuðborgin held ég Auckland og eyjan jú hinn stóri hlutin af álfunni kenndri við Eyjar, Ástralía þar auðvitað meginstoðin fyrst og síðast. Nú þaðan kemur eðalgolfarinn Michael Campell, sömuleiðis sem kylfusveinn þess besta í íþróttinni, Steve Williams er þaðan og þénar reyndar meir á aðstoðarmennskunni en Campell á spilamennskunni! Einu sinni var mjög góður fótboltamaður í liði Werder Bremen í Þýskalandi, sem kom frá Nýja-Sjálandi, Winton Rufer. Þaðan er held ég örugglega hin glæsilega óperusöngkona Kiri Te Canava líka upprunnin, en hún er einmitt á leið til landsins að halda tónleika með Garðari Thor Cortes og Sinfóníunni! þangað fór hinn ástsæli leiðtogi Vinstri-grænna, Steingrímur Jóhann Sigfússon eitt sinn sem skiptinemi hygg ég! Þar ku víst vera líka opið og mjög frjálst landbúnaðarkerfi, sem meira lagi er þó umdeilt. Kindurnar þar eru víst eitthvað stærri og öðruvísi á bragðið en okkar!Og síðast en ekki síst, hin elskulega og frábæra tónlistarkona hún Hera Hjartardóttir hefur búið þar ásamt fjölskyldu í mörg ár og þar steig hún sín fyrstu skref á listabrautinni gag m.a. sína fyrstu plötu þar kornung! Þetta svona í fljótheitum get ég gruflað um Nýja-Sjáland og eitthvað því tengt. Hvers vegna er ég að því? Jú, nýjasta bloggvinkona mín, hin mjög svo þokkafulla og aðlaðandi, að ég tala nú ekki um dulúðlega HEIÐA, átti þar heima um skeið og því er ég að blaðra þetta!

heidathord.blog.is

Heiða vílar fátt fyrir sér í sínum skrifum og hefur heillað marga upp úr skónum! Hann Saxa bloggvin minn til dæmis svo hann veit varla hvernig hann á að haga sér, haha! Sagði til dæmis við hann í einni athugasend, að hún þekkti ekki saxa frá saxa né varla bíl frá bíl, en HANN væri flottur! Þá varð mér að orði:

Þetta fannst mér svaka svalt,
í svona líka flottum tón.
En Heiða daðrar út um allt,
ekki bara við Saxafón!

EF einhver vill svo segja meir fróðlegt um eyjuna, má alveg koma því á framfæri í athugasendakerfinu! Er sjálfur örugglega að gleyma einhverju.


Þrefalt HÚRRA! fyrir Karen Björg!!!

Í sjálfu sér ekki miklu við að bæta, nema hvað ég á auðvitað hagsmuna að gæta, þessi yndislega 16 ára nýja sunddrottning nefnilega náfrænka mín og afrek hennar því sérlega mikið gleðiefni!
Bara innilegustu hamingjuóskir suður yfir heiðar til foreldranna og ekki síst til ömmunnar í Kópavogi og austur á land til alls móðurfólksins og stóra bróa hennar!
Og þetta er bara að líkindum enn rétt að byrja hjá stúlkunni!
mbl.is Karen setti Íslandsmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband