Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
25.10.2007 | 21:10
Kveðja og kerskni til tveggja bloggvinkvenna!
Orti tvo eftirfarandi kviðlinga til tveggja Bloggvinkvenna í dag, en að heldur ólíku tilefni.
Ólína Þorvarðar fagnar í dag útgáfu á fyrstu ljóðabókinni sinni, Vestanvindur, fékk hún þennan að því tilefni.
Nú vestur á bóginn, ég veifa til þín,
á vinarkveðjur svo gjarn.
Af fenginni reynslu, er fullvissa mín,
þitt fagurt er nýfædda barn!
Hún Helga Guðrún "Hertogaynja af Notts" hefur hins vegar staðið í ströngu sl. vikurnar og ekki alltaf verið kát, en stendur þetta samt af sér og er áfram keik og kotroskin!
SEndi henni til gamans þessa "lýsingu"
Sögð er skækja skjögrandi,
skefjalaus og rokkandi.
En líka einkar ögrandi,
eggjandi og lokkandi!
27.9.2007 | 17:00
Mikið var!
Eftir heldur betur langt frí, ugglaust í þágu leti og leiðindahluta, hefur minn gamli félagi til óteljandi ára hann Bubbi J'ons, loksins skrúfað aftur frá sínum hyldjúpa en líka háheimspekilega hugsanagangi og er byrjaður aftur með krafti að blogga!
bubbinn.bloggar.is!
Karlinn kannski ekki sá allrabesti í málfræðinni, en góður stílisti er hann og nær oftar en ekki glæstu flugi ef sá gállinn er á honum!
Kímni er heldur ekki ókunnug í fari hans, stríðni sömuleiðis og leiðindi, en það síðasttalda skrifast nú á þá staðreynd að hann hefur langtímum saman um ævina verið næsta fjarri móður sinni, hinni yndislegu Jenný, sem búið hefur með karli sínum og föður bubba honum Jóni, austur í Bárðardalnum besta!
Nú allir sem una innihaldsríkum orðaflaumi um allan fjandan, meira að segja ofurgáfulegum og andríkum tónlistarpælingum endrum og sinnum, ættu því ekki að láta sig vanta í heimsóknum reglulega á Bubbann, mæli með því!
1.9.2007 | 23:05
Fúsk og fégræðgi í byggingabransanum!
Annan daginn í röð var fréttaskýring um vægast sagt slæglega byggingastarfsemi á höfuðborgarsvæðinu, sem æ fleiri sárasaklausir húkaupendur hafa orði fyrir barðinu á að undanförnu!
Í óðakapphlaupinu að byggja sem mest, sem hraðast og græða þar að leiðandi sem mest og hraðast, hafa fúsk og frágangsmistök orðið algengari og valdið húskaupendum ómældum óþægindum!
SEm slíkt eitt út af fyrir sig, hefði þessi frétt ekki angrað mig meir en margt miður gott í fréttum dagsins, nema hvað að fregnin í kvöld af fjölskyldu í Faxahvarfi í Kópavogi, snart mig persónulega, fimm manna fjölskyldan sem ítrekað hefur orðið fyrir leka vegna fúsks í frágangi verktakans á húsþakinu, er mér skyld!
Hákon snillingur Hrafn, sem þarna kom fram að sinni venjulegu röggsemi og útskýrði málið vel um leið og að segja frá dónaskap byggingaaðilans ofan í kaupið, er eiginmaður elstu bróðurdóttur minnar, Þórhöllu, auk þess að hafa verið góður félagi minn og vinur í lífsins rokk og róli! Fram kom hjá honum, að mikill tími og ómældur kosnaður væri fallin á þau út af þessu og fátt virtist eftir, kom sömuleiðis fram í fréttinni, en að stefna fúskurunum fyrir dóm! Þar væru þeir reyndar ekki ókunnir, hefðu nýlega fengið á sig dóm um skaðabætur af svipuðu tilefni!
Ég vona nú að þau þurfi ekki að fara alla þá leið, að viðunandi lausn fáist áður, en svona sjáum við birtast skuggahliðar þess hvað það getur kostað þegar framkvæmdagleiðin ber menn ofurliði og fégræðgin og flýtirinn er orðin alls ráðandi í þenslunni, þá kemur það niður á barnafólki,sem síst á skilið að lenda í slíkum hremningum né má við slíkum áföllum fjárhagslega!
27.7.2007 | 17:10
Einn af þessum dögum!
Þetta er já einn af þessum dögum, þar sem flest gengur manni í mót og tilveran er sannarlega "Trunta með tóman grautarhaus og hjartað það er hrímað, því heilinn gengur laus" eins eins og Þursaflokkurinn söng svo spaklega um árið!
Já, vonbrigði í hitanum í Kína, gamlir liðsfélagar þvældust vel fyrir, Dimi Travore og þá einkum og sér í lagi DAvid James, gamli markvörðurinn okkar! Hermann Hreiðars kom já inn á sem varamaður og skoraði, en slíkt mark telst þó ekki sem slíkt fyrsta markið, eins og ranglega er sagt í fyrirsögninni!
En ekki nóg með að þessi leikur hafi klaufalega tapast í vítakeppni eftir markalausan leik þar sem nýju "hetjurnar" Benaion og Torres klikkuðu, heldur gekk vini mínum og bróðursyni Ingvari Karli, ekki sem skildi á Íslandsmótinu í golfi, vinna við daglegt vafstur misfórs og svo til að ttoppa allt saman er komin kuldi úti og rigning!
Bíður einhver betur, spyr maður nú bara?
Walking In The Shadow Of The Blues með munnhörpusnillingnum Little Charlie og sveitinni hans The Nightcats, virðist því eiga einkar vel núna, raunar afskaplega yndislegur blús!
En jújú, veit, það kemur dagur eftir þennan, væntanlega uppfullur af eintómri ánægju!?
Hermann með sitt fyrsta mark fyrir Portsmouth | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2007 | 16:25
Hún Agga amma mín heitin!
Lifði nú tímana tvenna blessunin, átti sína erfiðu daga já jafnt sem góða, en er manni ofarlega í huga í tilefni dagsins. margir eldri akureyringar muna hana víst og þá ekki síður afa líka, Óskar Gíslason, sem umsvifamikill var nokkuð í bænum á sinni tíð, bybbingafrömuður, bæjarfulltrúi og gegnheill kommúnisti!Lést hann langt um aldur fram árið 1957.
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar