Færsluflokkur: Tónlist
26.6.2009 | 00:33
"Hetjurnar deyja alltaf ungar"!
Svo kaldhæðnislega vill til, að ég er sjálfur ný búin að rifja upp þær minningar, að ekki þótti nú beinlínis sniðugt að hrífast af tónlist hans á þeim árum er stjarna hans reis upp fyrir alla aðra með útkomu Thriller 1983 - 4. En rokkboltarnir sýndu honum þó smá umburðarlyndi og dáðust í raun af honum í laumi, ekki síst vegna þess að hann fékk til liðs við sig gítargoð úr rokkinu á borð við Steve Vai og síðar nafna hans Stevens!Og vart hef ég gert það og sent félaga mínum bubba pistil um það og aðra tónlist sem hreif á ungsómsárum en ekki mátti fyrir nokkurn mun tala upphátt um, en poppgoðið hefur snarlega safnast til feðra sinna!
Af ýmsum ástæðum sem þarf nú ekki að tíunda, þá munu ýmsir vart gráta mikið þessi tíðindi, en víst er að með Michael Jackson er fallin frá ein skærasta poppstjarna í það minnsta á ofanverðri tuttugustu öld, ef ekki bara allra tíma!? Og ekki man ég betur, en Thriller sé enn ein söluhæsta ef ekki söluhæsta hljómplata allra tíma!?
Lát Jacksons staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
11.6.2009 | 21:48
Takmarkað gildi höfundarréttarlaga, tilgangslítill dómur!
Fyrir það fyrsta er fyrirsögnin á fréttinni ekki góð, að vista höfundarréttarvarðar hugsmíðar í tölvu, er ekki meiri glæpur en að geyma bók eða plötu upp í hillu, en það er miðlunin, dreifingin, sem ekki má.
Ég hef annars á um fimmtán síðastliðnum árum, alltaf annars lagið skrifað um þessi mál er tengjast fjölföldun og dreifingu hugsmíða og þá einkum og sér í lagi tónlistar!
Niðurstaða mín hefur í stórum dráttum alltaf verið sú sama allan þennan tíma og staðfestir þessi dómur sem hér um ræðir, enn frekar skoðanir mínar um að hugsunin með höfundarrétttarlögunum hefur ekki bara verið gölluð heldur líka svo tilgangslaus í flestu!
Auðvitað verða að gilda lög um hugverk sem flest annað, ekki sama hvernig farið er með þau auðvitað og helst eiga ekki aðrir en höfundar sjálfir eða þeir sem fara með réttin, að njóta fjárhagslegs arðs af þeim, ef því er að skipta.
En þessi eilífðareltingarleikur við í flestum tilvikum fáa einstaklinga sem stunda þessa iðju að dreifa tónlist og fleiru, því tækniþróunin hefur orði sem hún er, að gera beinlínis ráð fyrir slíkri dreifingu, er svo vita tilganslaus og skiptir eigendur höfundarréttar í raun engu þegar öllu er á botnin hvolft!
Menn hafa lengi reynt að reikna út meintan skaða af slíkri dreifingu og beinlínis gefið sér hann, en sannleikurinn er nú sá, að hvernig sem menn hafa rembst við að reikna og um leið færa rök fyrir að dreifingin þýði sjálfkrafa tapaðar tekjur, þá hefur það enn ekki tekist með neinum haldbærum né rökföstum hætti!
Það er nefnilega ekki hægt að setja samasemmerki á milli þess að er einn einstaklingur sækir sér til dæmis nýjustu plötuna með Green DAy og tapaðarar upphæðar sem nemur söluandvirðis eins eintaks af plötunni, ekki frekar en að sá er deilir plötunni hefði LÁNAÐ hinum er sótti plötuna með hjálp tölvutækninnar!
ingað til hef ég allavega ekki heyrt neinn reyna að halda því fram, að ef einvher einn lánar vini eða vandamanni plötu, að það hafi talist til tapaðra tekna fyrir viðkomandi listamann, en strangt tiltekið er þetta lán þó ekkert minni "glæpur" en tækniaðferðin!
Að vísu er þarna viss stigsmunur, en í raun engin eðlismunur.
Og þessi dómur?
Hann skiptir í raun ákaflega litlu og þó vissulega sé ekkert grín fyrir orðsporið eða mannorðið að fá skilorðsbundin dóm til tveggja ára þannig séð, þá hefur þessi dómur aðeins afleiðingar aðrar fyrir hina sakfeldu, að þeir töpuðu tölvunum sínum.
Að þessu að sjá, eru nefnilega engin sektarákvæði við brotum sem þessum á höfundarréttarlögunum, sem ég get vart túlkað öðruvísi en Hæstiréttur staðfesti það sem ég tíundaði hér að ofan, að miski höfunda eða eigenda höfundarréttar, meintur beinn skaði, sé einfaldlega ekki mælanlegur þrátt fyrir brotið eða sé hreinlega enginn!
Vistuðu höfundarréttarvarið efni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.6.2009 | 23:01
Allir að lesa, hér kemur fyrirtaksblaður um frábæru sveitina BEST FYRIR og nýju plötuna þeirra, "Á augnabliki lokar þú augunum"
Fyrst staðreyndavaðall:
Ný plata Best fyrir - Á augnabliki lokar þú augunum, gefin út í apríl, um páskaleitið.
Fyrri plata, Lífið er aðeins þessar stundir og kom hún út 2003.
Tveir upprunastofnendurnir sem enn eru til staðar, Brynjar DAvíðs söngvari og Elmar Eiríks kassagítarleikari, fengu til liðs við sig á nýju plötunni góðan hóp aðstoðarmanna, Matta Matt, (sem fyrst varð auðvitað þekktur sem söngvari hinnar rosalegu reggaesveitar, Reggae On Ice, en hefur síðar m.a. sungið með Pöpum og gefið út einherjaskífu) Eyþór inga (Söngkeppni framhaldsskólanna sigurvegari og einnig í "Bandinu hans Bubba") Helga Þórs, dáðadreng innan úr firði Eyja, (skógræktarfrömuður og útgefandi af óteljandi plötum með sveitinni sinni, Helga og hljóðfæraleikurunum) jálkim og "Rimlarokkaran" frá Ísafirði Rúnar þór, Jónínu Björk, Hans Guðmundsson nikkara og síðast en ekki síst Rúnna heitin Júll, sem þarna hljóðritaði sitt síðasta lag fyrir plötu, Ég þrái að lifa.
Þau sex fyrsttöldu syngja sitt hvert lagið á plötunni, en Brynjar gaular restina að mestu.
Elmar Sindri á flest lögin og texta, en Brynjar eitthvað líka.
Sveitin var stofnuð 1995 og gerjaðist nokkuð svo í kringum skólabrölt drengjanna og ýmisa félaga þar og í hinu "Tilgangsbrölti lífs þeirra" á unglingsárunum, knattspyrnuiðkun með hinu STÓRFENGLEGA félagi ÞÓR!
Aðrir í sveitinni nú: GuðmundarA. pálmason á gítar,Trommarinn Sverrir Freyr Þorleifsson, og bassaleikarinn Bergþór Rúnar Friðriksson.
Upptökustjórn var í höndum Gunnlaugs Helgasonar. (bassaleikara með pöpunum) og fór hljóðritunin fram í hans eigin tækniveldi í Ólafsfirði. (þið vitið, í bænum sem fóstraði skíðasnillingin Kristin Björns og fleiri slíka og þar sem framleitt var besta snakk í heimi einu sinni, úr fiski!?)
Hvernig svo platan er?
Hún er rokkuð á köflum, þó rólegri meira. Hún er á svona "Fullorðinsnótum", ekki fyrir heimskingja sem halda að lagatextar eigi að fjalla bara um ást og/eða að komast yfir næstu píu.
Hún er þvert á móti hlaðin nokk svo innihaldsríkum textum um lífið og tilveruna, eða eins og strákarnir sögðu einvhers staðar sjálfir,fjalla um lífsins gangin nánast frá vöggu til grafar!
Hún er auðvitað merkileg fyrir marga hluta sakir, ekki aðeins fyrir það að plötur með akureyriskum listamönnum eru orðnar næstum því jafn sjaldgæfar (eða sjaldséðar) eins og hvítir hrafnar, heldur auðvitað og ekki síst vegna "Svanasöngs" Guðmundar Rúnars J'ulíussonar á henni, eðalmennisins sem alltaf stóð eitt hundrað prósent við sitt og ég var svo heppin að kynnast nokkuð!
Bara vegna þessa tvenns ætti hún skilið að seljast í bílförmum, ef hún hefur þá ekki þegar gert það!?
Ég nenni annars ekki né vil, fara að segja að ein lög séu betri en önnur, hef skipt um skoðun hingað til auk þess sem reynslan kennir manni, að í hnotskurn er tónlist yfirleitt skemmtileg eða leiðinleg.
Og Best fyrir eru nei ekki leiðinlegir, svo hypjið ykkur bara sem ekki eruð búin að því, að kaupa þennan merka grip þeirra!
Það er m.a. hægt hjá sveitinni sjálfri til dæmis, nú eða með nýmóðinshætti gegnum tonlist.is, þar sem fyrri platan er líka fáanleg.
bestfyrir.blog.is
Þarna og víðar má finna frekari og betri upplýsingar um bandið og drengjanna brölt.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2009 | 22:35
GAman, en er ekki All Out Of Luck, samt miklu betra lag!?
Án þess að ætla að vera mjög leiðinlegur á gleðistund, þá verð ég nú að segja það, að SElmadísin var með einhvern vegin miklu meira "kjöt á beinunum" þarna í Jerusalem fyrir tíu árum, þetta lag mun varla lifa eins vel og All Out Of Luck!?
En eins og þar stendur,
TIL HAMINGJU ÍSLAND og auðvitað alveg sérstaklega með að hafa EKKI UNNIÐ!
Ísland í 2. sæti í Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.5.2009 | 22:58
En vonandi verða "Hinir síðustu ekki fyrstir"!?
Fylgdist óvenjilengi með undankeppnini að þessu sinni og þótti bara sumt alveg bærilegt, fannst til dæmis ánægjulegt hve hefðbundin popp og rokklög heyrðust með almennilegu hljóðfæraspili, t.d. frá Sviss og Armeníu ef ég man rétt, nema að það hafi verið Andora?
Hroði og sóðaskapur sem mætti banna mín vegna, tölvuforritun og vélrænutrommur!
Mikil ánægja með úrslitin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.5.2009 | 21:14
Plöturýni, Haré! Haré með Högna Lisberg.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.4.2009 | 15:56
Húrra fyrir því!
Bara sérlega ánægjulegft, þessi smávaxni en jafnframt mikli jöfur í blúsnum hvalreki og hvet ég alla sem vettlingi geta valdið að mæta og sjá hann spila!
Sjálfur er ég stoltur eigandi af báðum þeim plötum sem í fréttinni eru nefndar og fleirum til þar sem Pinetop kemur við sögu og sömuleiðis hinn aðalgestur hátíðarinnar, Willie "Big Eyed" Smith, sem lék einnig með blúsrisanum Muddy Waters um árabil.
söngkonan Detra FArr er einnig mætt hygg ég, ansi góð og skemmtileg söngkona með afburða sviðsframkomu!
Hvet alla til að kynna sér dagskrána inn á:
blues.is
Perkins heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2009 | 01:11
Nei, það getur ekki verið satt!?
En, er það víst samt, þetta syfjulega, svo ég segi nú eins og er hvernig það verkar á mig, lítt spennandi lag flutt af fyrrverandi barnastjörnunni Jóhönnu Guðrúnu, sigraði!
ÉG fylgdist annars lítið með þessari keppni í ár líkt og sl. árið, en Óskar Páll, Skagfirðingurinn knái, sja´lfsagt vel að þessu komin.
Hef því ekki hugmynd um eða skoðun á hvort önnur lög hafi verið verri eða betri, hafi átt það frekar skilið að vinna.
En, hættum nú peningaaustri í svona umbúðir utan um þessa keppni, verður að spara einhvers staðar og hví ekki þarna þegar almannarómur segir að þetta sé svo leiðinlegt!?
Lagið Is it true til Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.2.2009 | 16:08
Svo halda menn að Pönkið hafi ekki verið merkilegt og áhrifamikið!?
Það er nú eitthvað annað!
En Lydon heitir karlinn, ekki Lyndon að eftirnafni síðast þegar fréttist hafði hann allavega ekki breytt því, en Rotten er og var hans alræmda Pönktímabilsheiti!
En þetta er svo bara snilld!
Stóraukning í smjörsölu þökkuð Johnny Rotten | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.2.2009 | 15:55
Vondur brandari,
Annars eru svona kannanir eða "Besta þetta og hitt" listar svosem att í lagi samkvæmisleikir, en spurning hvernig þessar fáu þúsundir er voru í könnuninni, völdust eftir aldri, kyni o.s.frv.?
Hafi verið jöfn dreifing á milli kynslóða annars vegar, aldursbilið kannski 16 til 67 eða eitthvað í þeim dúr og síðan búnir til jafnir hópar, þrír til fjórir þar innan um með ákveðnu aldursbili og svo kynja hins vegar, get ég varla trúað því að þessi niðurstaða hafi fengist, allt of mikið vælukjóapopp og einangrað til þess og það þótt TT hafi eitt sinn já verið yfirþyrmandi vinsælt dæmi!
Ekki mark takandi á svona, ekki í alvöru!
Barlow bestur í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar