Plöturýni, Haré! Haré með Högna Lisberg.

Margræður Högni. Hinn færeyski Högni Lisberg mun nú staddur hér á landi að kynna nýjustu plötuna sína, Haré! Haré!, þá þriðju í röðinni og þá tvímælalaust margræðustu til þessa. Högni var áður trommari hinnar flottu Clickhaze, sveitarinnar sem færði heiminum upphalega til kynningar álfadrottninguna Eivöru Páls! Ég hef að undanförnu aðeins verið að rýna í þessa plötu Högna og mynda mér skoðun og verð að segja að gripurinn er ekki móttekin fljótt né auðveldlega. Hún er nokkurs konar suðupottur ýmissa áhrifa hygg ég að megi segja, en nokkuð áberandi er að Högni er svolítið allavega að hverfa aftur til Clickhazeáranna, töluverð skýrskotun í lagasmíðunum til hins svonefnda breska trip hop, sem ekki hvað síst mótaðist á Breistolborgarsvæðinu með góðum sveitum á borð við Massive Attack, portishead og kröftum á borð við hinn litríka Tricky! En sömuleiðis finns mér gæta sterkra áhrifa frá hippatímanum og blæbrigða heimstónlistar og þá ekki hvað síst frá austurlöndum, þaðan sem nafnið á plötunni mun ættað held ég, einhver skýrskotun kannski í Bahæjatrú? Trip hop var nú aldrei mjög mikið í náðinni hjá mér þótt krafturinn á köflum í Massive Attack og viss hrífandi og og seyðandi hjá Portishead hafi stundum náð í gegn. Ég hef því heldur ekki verið beinlínis í skýjunum yfir þessari plötu Högna, en viðurkenni að afskaplega mikið og vel er í verkið lagt, metnaður augljós í allri vinnslu. Treysti mér því vart að taka einhver lög út, en vil þó vekja athygli á að eitt laganna og sömuleiðis fínt, Burstin' Bubble, hefur öðlast sérstakt gildi fyrir okkur Íslendninga. Gjöf. Högni ákvað nefnilega fyrir skemmstu, sem góðum vini og gesti margsinnis á Íslandi, að færa BB þjóðinni að gjöf, en lagið fjallar einmitt um efnahagsóróan sem ríkir nú víða um lönd, en boðar jafnframt að lífið bjóði samt upp á fleir en "Grill & græðgi", eins og það er orðað! Veit ég, að á tonlist.is að minnsta kosti, er hægt að sækja lagið og hala niður með einföldum hætti. En semsagt, ég er ekki í skýjunum, en vönduð plata og flott er þetta með vel í meðallagi góðum árangri. Ef ég gæfi stjörnur, sem ég geri þó ekki og gerði aldrei á mínum um níu ára ferli sem tónlistarblaðamaður með meiru, þá lagi úrskurðurinn líklegast nærri því að vera þrjár og hálf af fimm mögulegum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Góð og skemmtilega ítarleg greining á plötunni.  3 og hálf stjarna (af 5) er alveg ljómandi.

Jens Guð, 4.5.2009 kl. 22:00

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Uhum forvitnileg plata.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.5.2009 kl. 00:37

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka ykkur báðum, kisthneigði og hagi Jens og mín ágæta Lilja Guðrún, gyðja í hofi leiklistarinnar!

En Jens, EF ég gæfi stjörnur..!

Magnús Geir Guðmundsson, 5.5.2009 kl. 16:06

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, Listhneigði, ekki kisthneigði, hvað sem það nú ætti að vera!?

Magnús Geir Guðmundsson, 5.5.2009 kl. 16:07

5 identicon

Gondor (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 05:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 218007

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband