Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"Vatn á myllu kölska"!

Nú fíflaher og flokkur glópa,
farin er á ný að hrópa.
"Komi aftur kóngur vor,
kappsfullur með allt sitt þor
Svo bölvuninni burtu megi sópa"
mbl.is Skorað á Davíð á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meistarans Hólmdísarhugarvíl!

Ein af mínum fallegustu og heittelskuðustu bloggvinkonum hjúkkan Hólmdís þingeyska, hefur nú boðað brottför sína af landinu á morgun
Mér finnst það bara helvíti skítt þegar svo háttar, að svo glæsilegar meyjar sem hún geri slíkt, þó ég reyni auðvitað að skilja ástæðurnar um leið. Það breytir hins vegar ekki því að maður verður dapur og fer ekkert dult með það, sem sannaðist á mér í nótt eftir að hafa lesið brottfarartilkynninguna hennar!

Nú í barm sinn gumi grætur,
gengdarlaust í skjóli nætur.
Íslland vart þess bíður bætur,
er burtu hverfa fagrar dætur!

En svo í aðeins reiðari tón!

Nú bölva sem brjálað naut,
blæðandi hjartans er þraut.
Senn Hólmdís er horfin á braut,
í helvítis "Baunanna" skaut!


Kúlulánsvísa með meiru!

Já, hygg nú að þessi viðbrögð sem orðið hafa, t.d. hjá annars hinum ágætu fjöldasamtökum, Indefende, séu allt of hörð og ætli bara hinu allraversta að gerast!Sömuleiðis heldur hinn nýji formaður B áfram að slá um sig með yfirdrifnum hætti og heyrðist í umræðum gærdagsins.

Sigmundur mér sýnist án,
sóma fljótt á litið.
Kafrjóður um kúlulán,
kjaftar frá sér vitið!

tvær aðrar vísur mega svo fljóta með hérna. Ég hef áður birt vísu um hinn guðhrædda og mjög svo séryrta bloggara, Óskar Helga Helgason. Honum finnst stundunm ástæða til að yrða á mig og þá ekki hvað síst núna vegna þess að ég er ekki alveg á sömu línu og margur varðandi Icesaveábyrgðina m.a. og er hann sjálfur þar meðtalin. Inn á bloggi minnar elskulegu vinkonu, Láru Hönnu, vildi hannfrá mér svör við ýmsu, sem hann fékk og svo þetta líka.

Þótt eflaust hafir innan- já borðs,
eðalhjarta úr gulli.
Óskar minn Helgi, hagur til orðs,
hættu nú þessu bulli!

Og síðan um Lafðina sjálfa Láru Hönnu, datt þetta út úr mér er ég kom inn á síðuna hennar og hún aldrei þessu vant "inni".

Sefur nú á sinni kinn,
svífandi í draumalandi.
Lára Hanna litla skinn,
lúin mjög af næturstandi!


mbl.is „Þarf ansi mikið að ganga á“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það svo?

Lýðveldi er visst skipulag sem þegnar viðkomandi þjóðar hafa í flestum tilvikum komið ´sér saman um. (þó vissulega séu dæmi um utanaðkomandi þrýsting eða þvingun í ´þá átt) Ég vil trúa að Kjartan Magnússon telji Bandaríkin lýðveldi í sínu stóra samhengi, fáar þjóðir munu þó skulda meira en þau og það þótt hagkerfið sé það umfangsmesta í heimi. Borgarfulltrúin var kannski með dýpri meiningu í þessu, að frekari órói í þjóðfélaginu og vandræði vegna efnahagskreppunnar, geti leitt af sér hættu á uppreisn eða byltingu, veit ekki, en slíkt þyrfti hygg ég fyrir alvöru að gerast svo hægt sé að tala um raunverulega lýðveldisógnun. Kannski var hann bara að rugla saman hugtökum,talaði um lýðveldi, en meinti hins vegar hið stóra og dýra hugtak sem í flokki hans felst, eða nafni hans öllu heldur, sjálfstæði!? En hvað um það, til hamingju með daginn kæru lesendur og já sannarlega 65 ára afmæli lýðveldisins!
mbl.is Lýðveldið veikara en nokkru sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetanum á auðvitað að hlýða!

Er fjargviðrast Framsóknarbræður,
forsetinn svarar þeim skæður
Já, berjandi bjöllu,
bara nú öllu
Ásta Ragnheiður ræður!
mbl.is Einleikur forseta á bjöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

D-formannavísa.

Skutla þessari litlu "skektu" hér inn til gamans áður en ég gleymi henni.
Hlustaði með stuttu millibili á ræður formanns og varaformanns um daginn og kviknuðu þá þessi viðbrögð í kjölfarið.

Ansi hreint var Bjarni Ben.,
brattur já með opin trant.
En Þorgerður var prúð og pen,
pía, aldrei þessu vant!?


Væntanlega, sennilega!?

Þannig rökstyður einn aðaltalsmaður hins nýja stjórnmálaafs, Borgarahreyfingarinnar, mál sitt um að þessi samningagjörð sé til skammar, skuldbindingin muni "Væntanlega" falla með mesta þunga á þjóð'ina og að hinar "svokölluðu eignir Landsbankans, séu sennilega ekki til"!?
Þór Saari ku vera hagfræðimenntaður ef mig misminnir ekki? En hvar hann hefur lært þá hagfræði að eignir sem sennilega séu ekki til, beri samt að einvherjum furðuástæðum ávöxt svo nemur heilum 50 milljörðum íslenskra króna, ja, það má hamingjan ein vita!
En kannski útskýrði Þór það líka í ræðunni, veit það ekki, en miðað við þessar tilvitnanir úr henni, röksendarfærslurnar sem hann setur fram fyrir skoðunum sínum, þá hllýtur það að hafa verið með svipuðum "bravör", eða hvað?
Enenen og það skal kyrfilega undirstrikað, að rétt eins og Sigurjón Þ. Árnason fv. bankastjóri Landsbankans, gæti haft rétt fyrir sér um að eignirnar séu svo miklar að þjóðin muni ekki þurfa að greiða krónu, þá gæti Þór jú líka haft rétt fyrir sér.
Annar þeirra, en ég segi ekki hver, virðist þó líklegri til að vita meir um málið en hinn, sem þó aftur og ítrekað þýðir samt ekkert endilega að sá muni hafa rétt fyrir sér!
Eða hvað?
mbl.is Samið af sér með skammarlegum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölyrt um óvissu, samt fullyrt um svartnætti!?

Í hverri greininni á fætur annari bæði hér á blogginu og víðar, þar sem Icesavesamkomulaginu er mótmælt og það gagnrýnt harðlega, sé ég alltaf sömu rökvilluna skjóta upp kollinum.
Eiríkur Bergmann bætist hér í þann hóp og kemur það mér nokkuð á óvart.
Hann sem fleiri gagnrýna hart samkomulagið á grundvelli óvissu um eignastöðu Landsbankans ytra, en fullyrðir samt um allt hið versta í stöðunni, áhættu alla öðru megin og samþykktin sé gerð í "veikri von" stjórnvalda um sem hagstæðasta eignastöðu!?
Þetta gengur auðvitað ekki upp, að tala um óvissu í málinu og þar með sé það rök fyrir að svartnætti bíði!
Ég hef ekki hugmynd um hvort ég lifi morgundaginn af eða ekki, en það gefur mér hins vegar ekki ástæðu til að ætla að ég snúi þar með upp tánum frekar en hitt!
Hins vegar virðist þó frekar en hitt nú í Icesavemálinu, vera einvher ástæða allavega til að ætla að eignastaðan sé sterkari en Eiríkur trúir eftir að fréttist af þeim 50 milljörðum sem upp hafi safnast í tekjum eftir setningu hryðjuverkalaganna.(væntanlega vaxtagreiðslur og afborganir af lánum sterkra lánþega að því er virðist m.a., sem þó því miður hafa þó ekki ávaxtast frekar)
Og það er hans eigin fullyrðing byggð á þessari rökvillu sýnist mér, að hann talar um undirskrift í veikri von, því bæði Jóhanna og Steingrímur hafa þvert á móti talað um góðar vonir sínar um mat eignanna.
Um flóknari spurningar varðandi þennan samning m.a. lagahliðina, spurningar um munin á landsrétti og þjóðarétti sem Eiríkur fjallar m.a. hér um líka og svo enn dýpri lagalegar spurningar eða álitamál varðandi samningsgerðina og prófessor Stefán Már Stefánsson hefur nefnt varðandi neyðarétt, ætla ég hins vegar ekkert að fjölyrða um né segja neitt af eða á varðandi. Niðurstaðan á alþingi var bara, (sem margur virðist hreinlega hafa gleymt núna í umræðunni að því er virðist) að fara skildi þessa pólitísku samningaleið og við það situr!
Og loks svo aðeins meir varðandi áhættuna og fullyrðingu Eiríks sem margra annara um skuldaklafa, ánauð og ég veit ekki hvað, þá er bara eins og reifað var í upphafi, órökstuddar svartnættisfullyrðingar bæði vegna óvissunnar, en líka vegna þess að jafnvel þótt eignasöfn og aðrar eignir bankans dyggðu ekki til nema í mesta lagi fyrir 75% þessara rúmu 600 milljarða og það yrði upplýst til dæmis 15. þ.m. um leið og hryðjuverkaósómanum verður aflétt, þá hafa stjórnvöld enn þessi sjö ár til góða bæði til ávöxtunnar eignanna og/eða sölu þeirra, finna eða fá að líkum enn hagstæðari lán og fleira til eflaust!
mbl.is Óskiljanleg ákvörðun stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn Sjómenn!

Jájá, þetta er nú margrætt og tuggið, en í dag er Sjómannadagurinn og Moggin hefði nú alveg getað sleppt þessari birtingu á hátíðisdegi þeirra, en nóg um það.

Hýddir af hafsins vendi,
hugrekki skortir þá eigi.
Kveðju Sjómönnum sendi,
á sólríkum hátíðisdegi!

Hér norðan heiða er dagurinn bjartur og fagur.


mbl.is Of mikil sókn myndi setja þorskinn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður Framsóknarflokksins ætti að skammast sín!

http://visir.is/article/20090606/FRETTIR01/186045590 Það er reyndar ekki nýtt að hinn nýji ungi formaður B, Sigmundur D. Gunnlaugsson, láti vaða á súðum, en með þessum stóryrðum í viðtali við Vísi.is og slóðin hér að ofan vísar til, keyrir nú alveg um þverbak! Algjörlega óábyrgar upphrópanir og eiginlega hrein og klár hræsni manns sem stýrir öðrum af þeim tveimur flokkum sem bera nú ekki hvað síst ábyrgðina einmitt á að þessi staða kom upp! Slíkt tal sem þarna um sölu í ánauð og þar fram eftir götunum, er auðvitað alveg fáranlegt, en sýnir hve pólitísk barátta getur leitt til í sínum hráskinnaleik!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218209

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband