Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
28.1.2010 | 17:46
Heimskan hefnir sín!
Óíþróttamannsleg hegðun, sem þó kemur ekki alveg á óvart hvað þennan leikmann varðar, hann sveikst um að mæta í lyfjapróf eins og frægt varð um árið, svo ekki beinlínis ókunn breyttni.
ég á reyndar ekki von á því síðan, en kannski læra ýmsir aðdáendur félagsins sína lexíu af þessu og eru ekki að rembast eins og kjánar framvegis við að verja svona háttsemi!
Ferdinand fékk fjögurra leikja bann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferdinand á von á þriggja leikja banni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
23.1.2010 | 17:31
Að Reo Ferdinand er aumingi...
Í stöðunni 1-0 og einhverjar tíu mínútur eftir, gefur hann andstæðingi ótrúlega fautalegt olnbogaskot, sem ekkert annað hefði þýtt rautt spjald ef dómarinn hefði séð!
Jújú, flott hjá Rooney að skora öll, en hann hefði líkast til ekki skorað slíkt ef Ferdinandfíflið hefði farið út af!
Maðurinn búin að vera frá í langan tíma, en snýr aftur með slíkum hætti.
Á skilið í það minnsta þriggja leikja bann!
Rooney skaut United á toppinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2010 | 22:36
Eymd og volæði!
Náðu að toppa MU frá Leedstapinu um daginn.
En mjög gaman fyrir heila þrjá Íslendinga sem áttu stóran þátt í sigrinum, þeir fá hamingjuóskir!
Gylfi skoraði og Brynjar lagði upp mark - Liverpool úr leik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2010 | 19:49
...Enda áttu þeir það ekkert skilið!
Frábær árangur Birmingham heldur annars áfram, liðið einstaklega samstillt greinilega og jafnt, sem skapað hefur þennan árangur þess og það makalausan, vera nýliðar í ofanálag, ekki tapað í einum tólf leikjum allavega!
Arsenal tókst ekki heldur að vinna í dag, greinilegt að þetta mót verður mjög sérstakt og mörg lið eiga eftir að berjast um titilinn!
United komst ekki á toppinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2010 | 15:11
Hahahahahaha, í dag er bara eitt United...
.....LEEDS UNITED!!!
Innilega til lukku með þennan sigur vinir og kunningjar er halda með LU, frábær sigur og sögulegur!
Hélt að LFC yrðu mestu aular helgarinnar eftir snautlegt jafntefli við Reading í gær, en þetta toppar nú allt og það jafnvel já þótt LFC hefðu tapað!
Chelsea getur ekki einu sinni "gert betur" á eftir með að tapa fyrir Watford!
En þetta gefur ákveðin fyrirheit um 2010, úrslit verða aldrei alveg fyrirfram örugg og margt spennandi á eflaust eftir að gerast og í meira lagi dramatískt?!
Leeds sló Manchester United út úr bikarnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2010 | 14:12
Væll!
Þetta annars einkenni á mörgum "júniteddanum" eru ýmist til vandræða eins og t.d. Paul McGrath um árið og Roy Keene berjandi kvennfólk, nú eða ráðast á áhrofendur eins og Cantonasnillinn!Svo skrifa menn vitlausar bækur eins og sá hollenski þarna, sem ég bara man annars ekki hvað heitir í augnablikinu, sem gerði kallin snælduvitlausan svo hann seldi þann hollenska! Enenen, nú man ég nafnið, Jap Stam eða eitthvað svoleiðis!
Beckham: Óska þess að ég hefði aldrei farið frá United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2010 | 23:00
Riðið á RUGLSVEGUM!
Skaupið var skemmtilegt í gær, já ansi gott og með hvössum broddi á köflum!
En það liggur við að skrattanum í manni sjálfum sé jafnvel enn meir skemmt, um stundarsakir að minnsta kosti eftir lesningu sem þessi meðfylgjandi Moggaskrif eru!
En, þetta er samt ekkert grín, heldur þvert á móti háalvarlegt mál, sem fyrr en varir vekur með manni neikvæð viðbrögð í kjölfar "Skrattaskemmtunarinnar!"
Ég satt best að segja trúði vart mínum eigin eyrum er ég heyrði þetta fréttaspjall sem hér er vitnað til í gær.
Hann Bigga, Birgi Guðmundsson, þekki ég nefnilega þokkalega frá endurreisnar- og raunar lokaárum Dags og hef ekkert haft nema gott um hann að segja og alltaf lagt við hlustir er hann hefur miðlað af sinni ágætu þekkingu á íslenskri pólitík. Ekki vantar það nú, en þessi útlegging hans og svo þessi makalausi fréttatilbúnaður hérna af atkvæðagreiðslunni í fyrradag, er með því já vitlausasta og afkárlegra sem ég hef heyrt lengi!
Þetta er nefnilega ekkert sem menn lesa neitt út úr eða er eitthvað flókið frekar en óteljandi önnur mál á alþingi og það alveg burséð frá þyngd þess og mikilvægi.
Atkvæði féllu einfaldlega 33-30 rétt eins og tölur geta hljómað í handboltaleik og það skiptir bara nákvæmlega ENGU máli hvað fólk segir um leið og það greiðir atkvæði, hvernig það gerir það er bæði upphaf og endir aðgerðarinnar og sagan segir okkur og kennir, að það skiptir heldur nákkvæmlega engu máli þótt sú atkvæðagreiðsla fer fram gegn betri vitund eða sannfæringu viðkomandi!
Og þetta á nú BG, þrautreyndur blaðamaðurinn og nú stjórnmálafræðingurinn að vita, en lætur samt þessa dellu út úr sér, sem svo Moggin hérna setur fram sem bara hreina "staðreynd" að meirihluti hafi í raun verið fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og sé, eins og fyrirsögnin er skrifuð!
hossakaup, tækifærissmennska, atkvæðagreiðsla eftir flokkslínum og svo framvegis og svo framvegis er, hefur og verður alltaf fylgifiskur stjórnmála í meira og minna mæli og hafi menn þóst sjá það í þessari atkvæðagreiðslu á þennan vegin, þ.e. að Ögmundur Jónasson og Lilja Mósesdóttir, hafi greitt atkvæði gegn tillögu péturs Blöndals um þjóðaratkvæði gegn betri vitund og samvisku, þannig að lesa megi þetta rugl út úr atkvæðagreiðslunni, þá velti ég því fyrir mér hvort Biggi hafi ekki fylgst með allri atkvæðagreiðslunni og hvað aðrir sögðu við hana er þeir gerðu grein fyrir atkvæðum sínum?
Því þar mátti nefnilega heyra að minnsta kosti ÞRJÁ D liða sem studdu annars tillöguna taka það skýrt og skorinort fram að í raun væru þeir ekkert meðmæltir þjóðaratkvæði alla jafna, en...!
Bíddu,mætti því ekki á nákvæmlega já sama hátt "lesa" út úr þeirra atkvæðagreiðslu, að þeir væru í raun Á MÓTI því sem þeir þó greiddu atkvæði með?!
Auðvitað og augljóslega, en í þessari dæmalausu Icesavefirringu sem gengið hefur yfir, detta menn í svona dellupytti og það jafnvel þótt menn séu hinir bestu að andlegu atgervi og alla jafna vel marktækir!
Um þessa tillögu Péturs vil ég annars segja að hún er með verra lýðskrumi og hræsni sem ég man eftir!
Formaðurinn í D liðinu reynir þó að koma því inn nú að þetta hafi nú bara verið í anda nýrra tíma hjá flokknum og stefnu hans, en sannleikurinn er nú sá að sennilega hefur engin flokkur verið tregari til viðleitni í þessa hátt og mér er nú enn minnistætt er einvherjar hugmyndir voru uppi á landsþingi um rafrænar atkvæðagreiðslur í þágu opnara og beinskeyttara lýðræðis, voru þær troðnar niður með menn á borð við Halldór Blöndal fremsta í flokki!
Lýðræðisástin í flokknum þeim er því fyrst og fremst í tækifærisorði, en ekki á borði!
BG er ekki í þeirri "álmu" svo ég viti í pólitík, en í honum er sterkt "Framsóknargen" mamma hans áslaug Brynjólfsdóttir mikil maddama í þeim flokki eitt sinn og fræðslustjóri í Reykjavík, svo það gæti skýrt eitthvað, þessi pæling ansi nærri dellunni margri sem komið hefur frá þeim flokki og formanni hans á sl. vikum og mánuðum!
Að lokum held ég svo að gamli stjórnmálafræðiprófessorinn Ólafur Ragnar, muni seinnt taka mark á svona pælingum, hvað fólki kann annars að þykja um hann og segja þessa dagana. Hann einfaldlega allt of skynsamur til að gera slíkt.
Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar