Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Simmi!

Fátt hefur nú meir verið rætt eða frekar verið milli tanna lýðsins sl. daga, en "Sjóið hans "Simma" og það bara skyggt á Icesave ef eitthvað er!
En sem jafnan fyrr hef ég nú efast og ekki látið berast með straumnum í hans "Hvítvínskneifefnum"!raunar haft þetta um málið að segja:

Þótt myndskeið mikið nú trekki,
marga held ég að blekki.
Svo mikið Simman ég þekki,
að "Svartur á hvítu" var ekki!


Vegna þess að sanngirni viðgengst lítt í fótbolta og...

...að klaufagangur skelfilegur já SKAUT UPP KOLLINUM hjá Arsenal, urðu úrslitin svona, heppnin bara ekki með öðru liðinu og svo er það dýrt að gera mistök!
Mínir menn frá Bítlaborg ekki nægilega sannfærandi enn, en sigurinn gegn bolton skipti þó öllu, sem og að Torres og Gerrard virðast ætla að halda uppteknum hætti frá sl. tveimur tímabilum að skora vel og þá er nýji maðurinn Glen Johnson áfram að sanna gildi sitt með marki og sprækum töktum!
Spennandi vetur framundan, en Chelsea virðast sterkastir í augnablikinu og Tottenham fylgja þeim sem skuggin þótt sigrarnir séu missannfærandi hjá þeim.
mbl.is Manchester United lagði Arsenal, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En samt munu segja víst já!

Þetta er auðvitað bara lymskusnautt lýðsskrum þessara herramanna, legg til að þeim verði boðin ís reglulega til kælingar!
Sjálfir, eða öllu heldur annar þeirra er á myndinni er, hefði kinnroðalaust skrifað undir annan og enn verri samning ef örlögin hefðu ekki tekið í taumana og önnur ríkisstjórn tekið við í vetur.

Þessu nú eigi gefum við gaum,
gaspri með lýðskrumsins keim.
Hræsni er bara, helvíti aum,
í herrunum báðum tveim!


mbl.is Gegn hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grautfúlari gerast þeir vart, fótboltadagarnir!

Nei, það er erfitt að ímynda sér!
Þessi leikur alveg skelfing að tapa og byrjunin á tímabilinu bara afar slæm.
Mér svíður þó enn meir tapið hjá stelpunum okkar fyrr í dag, ætti að setja þessa rússnesku "dómaratruntu" strax í svona tíu leikja bann hið minnsta!

Jájá, ég er ekki mjög glaður núna ofan á annað persónulegra angur, sem ég þó væli ekkert upphátt yfir hér!

Núna er hugarins hagur,
heldur dapur og sár.
Fúll var fótboltadagur,
já, fjandanum verri og grár!


mbl.is Aston Villa skellti Liverpool á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er orðið verulega spennandi og er afar sögulegt!

Kannski er fólk almennt fyrst núna að gera sér grein fyrir því hvað þetta er virkilega frábært hjá kvennalandsliðinu, að vera komin þarna í úrslitakeppni EM í Finnlandi!
Auðvitað ekkert gefið og víst að riðillinn er svakalegur, en hvað sem því líður og hernig sem fer, þá er maður óumræðilega stoltur af þessum stelpum
Og kannski vinna þær bara á morgun, hver veit? En möguleikin er líka á tapi, jafnvel slæmu, en fyrirfram kemur það auðvitað ekki til greina.

Áfram Ísland og allir við sjáinn kl. fimm á morgun, 17.00!


mbl.is EM: Sama þó Íslendingar skori fjögur mörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurtekið efni?

Já svei mér þá, axlarbrotnaði blessaður forsetinn ekki einmitt líka þarna um árið er hann reið út með Sveini Eyjólfs og fleirum? Og gott ef ekki ást hans til Doritar var þá ekki nýtilkomin líka?
En hvað sem því líður, þá óskum vér Ólafi auðvitað góðs og skjóts bata og bætum þessu við!

Ó- hér setti að mér not,
eflaust skolfið hefur grundin.
En endurtekin axlarbrot,
Ólafs dæmast "Skilorðsbundin"?!


mbl.is Forsetinn í aðgerð í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl!

Þetta segir að mínu viti bara það, að meginþorri landsmanna hefur það enn gott, en jafnframt að sumir eru haldnir slíku sýndar- eða falsstolti, að frekar flytja þeir úr landi eða liggja á bótum, frekar en að taka svo niður fyrir sig, fara í slíkt "Skítajobb" eins og að vinna í sláturhúsi!Þetta gilti líka um fiskvinnsluna nú seinni ár og gerir kannski enn sums staðar á landinu!?
Ég ætla rétt að vona þó, að einhverjir af þeim sem dönsuðu villt í kringum gullkálfin í góðærinu svonefnda, lifðu jafnvel um efni fram þótt góðar tekjur hefðu, en sitja nú í skuldasúpu og með þá lifsreynslu að hafa mist vinnuna, hafi brotið obb af oflæti sínu í einhverjum tilfellum. En þó nú séu þúsundir á atvinnuleysisskrá er þetta samt enn staðreyndin og því ekki að undra þótt maður segi einfaldlega, RUGL!
mbl.is Íslendingar vildu ekki vinnu í sláturhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt tap, en eins og forðum var sagt, "Fall er fararheill"!

Jamm, ekki burðugur fyrsti leikur LFC og einhvern vegin í sama anda og leikirnir sumir hverjir á undirbúningstímabilinu! Neistan og fítonskraftin sem einkenndi liðið leik eftir leik á seinni hluta sl. tímabils sérstaklega, virðist vanta, en hann á nú eftir að koma góðir ha´lsar og skiptir þá ekki máli þótt Alonso hafi horfið á braut. Hef ekki ´trú á öðru, þangað til annað kemur auðvitað í ljós!
En dómaralarfurinn, átti hann ekki að reka Brassan af velli líka í vítinu?
mbl.is Tottenham lagði Liverpool á White Hart Lane
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg leikjaniðurröðun!

Já, það finnst mér nú og eiginlega fáranlegt að slíkum leik sé komið á aðeins nokkrum dögum fyrir stórkeppnina. Nú gæti þetta reyndar reynst "einn af þeim léttu", en ég býð ekki í ef til dæmis ein eða fleiri stelpnanna myndi nú meiðast þarna á laugardaginn!
Get ekki ímyndað mér að slík leikjatilhögun kæmi til greina í karlaboltanum, leikur í undankeppni HM um tíu dögum fyrir upphaf úrslitakeppni EM!?
En þetta er allt saman mjög spennandi, ekki vantar það. Um 5000 manns mættu á karlaleikin í fyrrakvöld, vináttuleikin við Slóvaka, allavega sá fjöldi ætti að mæta á morgun!
mbl.is Mikið áreiti betra en ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin í "Fésbókarfárið"!

Jájá, bara svona rétt að láta ykkur vita sem hafið e.t.v. ekki frétt af því enn, komin með skráningu í þeim suðupotti!
En ekkert merkilegra en þessi fátæklega síða hérna, á enn eftir margt ólært, en ef einhver vill spjalla, til dæmis einhver af gyðjunum mínum í vinahópnum, þá er það hægt með því að tengjast þar líka. Svo hefur eitthvert bull hrokkið upp úr mér þarna líka og sumt verið fært héðan þangað,en kannski ekki mjög merkielegt.
Þó má smá vísukorn fylgja með he´rna sem ég setti hjá ekki minni manni en skáldinu Hallgrími Helga, sem virðist reyndar eiga allt of marga vini fyrir svo þúsundum skiptir! En eftir að ég hafði samþykkt hans vinabeiðni, kom þessi litla staka.

Það nú alveg segi satt,
um svip minn breiddist gleðiljómi.
Að komast undir Hallgríms hatt,
heiður bæði er og sómi!


Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband