Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

D-formannavísa.

Skutla þessari litlu "skektu" hér inn til gamans áður en ég gleymi henni.
Hlustaði með stuttu millibili á ræður formanns og varaformanns um daginn og kviknuðu þá þessi viðbrögð í kjölfarið.

Ansi hreint var Bjarni Ben.,
brattur já með opin trant.
En Þorgerður var prúð og pen,
pía, aldrei þessu vant!?


Væntanlega, sennilega!?

Þannig rökstyður einn aðaltalsmaður hins nýja stjórnmálaafs, Borgarahreyfingarinnar, mál sitt um að þessi samningagjörð sé til skammar, skuldbindingin muni "Væntanlega" falla með mesta þunga á þjóð'ina og að hinar "svokölluðu eignir Landsbankans, séu sennilega ekki til"!?
Þór Saari ku vera hagfræðimenntaður ef mig misminnir ekki? En hvar hann hefur lært þá hagfræði að eignir sem sennilega séu ekki til, beri samt að einvherjum furðuástæðum ávöxt svo nemur heilum 50 milljörðum íslenskra króna, ja, það má hamingjan ein vita!
En kannski útskýrði Þór það líka í ræðunni, veit það ekki, en miðað við þessar tilvitnanir úr henni, röksendarfærslurnar sem hann setur fram fyrir skoðunum sínum, þá hllýtur það að hafa verið með svipuðum "bravör", eða hvað?
Enenen og það skal kyrfilega undirstrikað, að rétt eins og Sigurjón Þ. Árnason fv. bankastjóri Landsbankans, gæti haft rétt fyrir sér um að eignirnar séu svo miklar að þjóðin muni ekki þurfa að greiða krónu, þá gæti Þór jú líka haft rétt fyrir sér.
Annar þeirra, en ég segi ekki hver, virðist þó líklegri til að vita meir um málið en hinn, sem þó aftur og ítrekað þýðir samt ekkert endilega að sá muni hafa rétt fyrir sér!
Eða hvað?
mbl.is Samið af sér með skammarlegum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölyrt um óvissu, samt fullyrt um svartnætti!?

Í hverri greininni á fætur annari bæði hér á blogginu og víðar, þar sem Icesavesamkomulaginu er mótmælt og það gagnrýnt harðlega, sé ég alltaf sömu rökvilluna skjóta upp kollinum.
Eiríkur Bergmann bætist hér í þann hóp og kemur það mér nokkuð á óvart.
Hann sem fleiri gagnrýna hart samkomulagið á grundvelli óvissu um eignastöðu Landsbankans ytra, en fullyrðir samt um allt hið versta í stöðunni, áhættu alla öðru megin og samþykktin sé gerð í "veikri von" stjórnvalda um sem hagstæðasta eignastöðu!?
Þetta gengur auðvitað ekki upp, að tala um óvissu í málinu og þar með sé það rök fyrir að svartnætti bíði!
Ég hef ekki hugmynd um hvort ég lifi morgundaginn af eða ekki, en það gefur mér hins vegar ekki ástæðu til að ætla að ég snúi þar með upp tánum frekar en hitt!
Hins vegar virðist þó frekar en hitt nú í Icesavemálinu, vera einvher ástæða allavega til að ætla að eignastaðan sé sterkari en Eiríkur trúir eftir að fréttist af þeim 50 milljörðum sem upp hafi safnast í tekjum eftir setningu hryðjuverkalaganna.(væntanlega vaxtagreiðslur og afborganir af lánum sterkra lánþega að því er virðist m.a., sem þó því miður hafa þó ekki ávaxtast frekar)
Og það er hans eigin fullyrðing byggð á þessari rökvillu sýnist mér, að hann talar um undirskrift í veikri von, því bæði Jóhanna og Steingrímur hafa þvert á móti talað um góðar vonir sínar um mat eignanna.
Um flóknari spurningar varðandi þennan samning m.a. lagahliðina, spurningar um munin á landsrétti og þjóðarétti sem Eiríkur fjallar m.a. hér um líka og svo enn dýpri lagalegar spurningar eða álitamál varðandi samningsgerðina og prófessor Stefán Már Stefánsson hefur nefnt varðandi neyðarétt, ætla ég hins vegar ekkert að fjölyrða um né segja neitt af eða á varðandi. Niðurstaðan á alþingi var bara, (sem margur virðist hreinlega hafa gleymt núna í umræðunni að því er virðist) að fara skildi þessa pólitísku samningaleið og við það situr!
Og loks svo aðeins meir varðandi áhættuna og fullyrðingu Eiríks sem margra annara um skuldaklafa, ánauð og ég veit ekki hvað, þá er bara eins og reifað var í upphafi, órökstuddar svartnættisfullyrðingar bæði vegna óvissunnar, en líka vegna þess að jafnvel þótt eignasöfn og aðrar eignir bankans dyggðu ekki til nema í mesta lagi fyrir 75% þessara rúmu 600 milljarða og það yrði upplýst til dæmis 15. þ.m. um leið og hryðjuverkaósómanum verður aflétt, þá hafa stjórnvöld enn þessi sjö ár til góða bæði til ávöxtunnar eignanna og/eða sölu þeirra, finna eða fá að líkum enn hagstæðari lán og fleira til eflaust!
mbl.is Óskiljanleg ákvörðun stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn Sjómenn!

Jájá, þetta er nú margrætt og tuggið, en í dag er Sjómannadagurinn og Moggin hefði nú alveg getað sleppt þessari birtingu á hátíðisdegi þeirra, en nóg um það.

Hýddir af hafsins vendi,
hugrekki skortir þá eigi.
Kveðju Sjómönnum sendi,
á sólríkum hátíðisdegi!

Hér norðan heiða er dagurinn bjartur og fagur.


mbl.is Of mikil sókn myndi setja þorskinn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður Framsóknarflokksins ætti að skammast sín!

http://visir.is/article/20090606/FRETTIR01/186045590 Það er reyndar ekki nýtt að hinn nýji ungi formaður B, Sigmundur D. Gunnlaugsson, láti vaða á súðum, en með þessum stóryrðum í viðtali við Vísi.is og slóðin hér að ofan vísar til, keyrir nú alveg um þverbak! Algjörlega óábyrgar upphrópanir og eiginlega hrein og klár hræsni manns sem stýrir öðrum af þeim tveimur flokkum sem bera nú ekki hvað síst ábyrgðina einmitt á að þessi staða kom upp! Slíkt tal sem þarna um sölu í ánauð og þar fram eftir götunum, er auðvitað alveg fáranlegt, en sýnir hve pólitísk barátta getur leitt til í sínum hráskinnaleik!

Ég hef á tilfinningunni...,

að þvert á móti lítil innistæða sé fyrir þessari yfirlýsingu D flokksins! En hvað finnst þér? Mér finnst ég sjálfur allavega ekki mjög ósáttur (ef þessi drög eru þá alveg rétt, sem einvher hefur því miður lekið svona óheppilega í Moggan?) þegar lesið er í rólegheitum og í raun ekkert sem kemur á óvart, þessi útfærsla eða einhver lík henni einvhers staðar verið tíunduð fyrr, sem hugsanleg lausn eða hluti af henni. Lengi verið ljóst að ef við hreinlega höfnuðum ekki ábyrgð alfarið á Icesave, þá myndi einhver hluti lenda á ríkinu/þjóðinni. Alþingi ákvað hins vegar að semja við Tjallan og það hefur legið fyrir um nokkra hríð. Enn er ekki ljóst hvers virði eignir Landsbankans teljast, hversu mikið þær duga til að greiða þessa milljarða alla, en eins og þetta dæmi lítur út og fyrirkomulagið er t.d. á láninu, þá finnst mér ekki ástæða til þeirra hávaða og láta sem orðið hafa og upphrópananna, enn eru engin endanleg fastmæli bundin og góðar líkur á að það gæti orðið lítið sem ekkert er þetta kostaði okku.
Þess vegna hefði verið betra ef menn héldu ró sinni og biðu eftir frekari upplýsingum, ekkert lægi á með umræðu,en fjárans lekin, hvaðan sem hann nú er upprunnin,veldur nú slíku sem stundum fyrr!
SEtja fyrir hann!
mbl.is Ekkert innihald fyrir yfirlýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja þingkonan Ólína "Á vængjum söngsins"!

http://olinathorv.blog.is/blog/olinathorv/entry/888213/#comments

Setti línur við góða færslu hjá vinkonu minni og nýja þingmanninum henni Ólínu og slóðin hér að ofan vísar til.
Þess skal svo getið, ef einhver skildi ekki vita, að Ólínu er einmitt ásamt svo mörgu öðru til ista lagt,að geta sungið dável!

Varla yrði vá á þingi,
en veislukostur sannur gjörður.
EF létt og kát þar "Lóan" syngi,
líkt og Árni J. og Mörður!

En myndi að sjálfsögðu gera það miklu betur, ef hún fylgdi einhvern tíman í fótspor ÁJ og Marðar Árnasonar og syngi í ræðustól alþingis!


Allir að lesa, hér kemur fyrirtaksblaður um frábæru sveitina BEST FYRIR og nýju plötuna þeirra, "Á augnabliki lokar þú augunum"

Fyrst staðreyndavaðall:

Ný plata Best fyrir - Á augnabliki lokar þú augunum, gefin út í apríl, um páskaleitið.
Fyrri plata, Lífið er aðeins þessar stundir og kom hún út 2003.

Tveir upprunastofnendurnir sem enn eru til staðar, Brynjar DAvíðs söngvari og Elmar Eiríks kassagítarleikari, fengu til liðs við sig á nýju plötunni góðan hóp aðstoðarmanna, Matta Matt, (sem fyrst varð auðvitað þekktur sem söngvari hinnar rosalegu reggaesveitar, Reggae On Ice, en hefur síðar m.a. sungið með Pöpum og gefið út einherjaskífu) Eyþór inga (Söngkeppni framhaldsskólanna sigurvegari og einnig í "Bandinu hans Bubba") Helga Þórs, dáðadreng innan úr firði Eyja, (skógræktarfrömuður og útgefandi af óteljandi plötum með sveitinni sinni, Helga og hljóðfæraleikurunum) jálkim og "Rimlarokkaran" frá Ísafirði Rúnar þór, Jónínu Björk, Hans Guðmundsson nikkara og síðast en ekki síst Rúnna heitin Júll, sem þarna hljóðritaði sitt síðasta lag fyrir plötu, Ég þrái að lifa.
Þau sex fyrsttöldu syngja sitt hvert lagið á plötunni, en Brynjar gaular restina að mestu.
Elmar Sindri á flest lögin og texta, en Brynjar eitthvað líka.
Sveitin var stofnuð 1995 og gerjaðist nokkuð svo í kringum skólabrölt drengjanna og ýmisa félaga þar og í hinu "Tilgangsbrölti lífs þeirra" á unglingsárunum, knattspyrnuiðkun með hinu STÓRFENGLEGA félagi ÞÓR!

Aðrir í sveitinni nú: GuðmundarA. pálmason á gítar,Trommarinn Sverrir Freyr Þorleifsson, og bassaleikarinn Bergþór Rúnar Friðriksson.

Upptökustjórn var í höndum Gunnlaugs Helgasonar. (bassaleikara með pöpunum) og fór hljóðritunin fram í hans eigin tækniveldi í Ólafsfirði. (þið vitið, í bænum sem fóstraði skíðasnillingin Kristin Björns og fleiri slíka og þar sem framleitt var besta snakk í heimi einu sinni, úr fiski!?)

Hvernig svo platan er?

Hún er rokkuð á köflum, þó rólegri meira. Hún er á svona "Fullorðinsnótum", ekki fyrir heimskingja sem halda að lagatextar eigi að fjalla bara um ást og/eða að komast yfir næstu píu.
Hún er þvert á móti hlaðin nokk svo innihaldsríkum textum um lífið og tilveruna, eða eins og strákarnir sögðu einvhers staðar sjálfir,fjalla um lífsins gangin nánast frá vöggu til grafar!
Hún er auðvitað merkileg fyrir marga hluta sakir, ekki aðeins fyrir það að plötur með akureyriskum listamönnum eru orðnar næstum því jafn sjaldgæfar (eða sjaldséðar) eins og hvítir hrafnar, heldur auðvitað og ekki síst vegna "Svanasöngs" Guðmundar Rúnars J'ulíussonar á henni, eðalmennisins sem alltaf stóð eitt hundrað prósent við sitt og ég var svo heppin að kynnast nokkuð!
Bara vegna þessa tvenns ætti hún skilið að seljast í bílförmum, ef hún hefur þá ekki þegar gert það!?

Ég nenni annars ekki né vil, fara að segja að ein lög séu betri en önnur, hef skipt um skoðun hingað til auk þess sem reynslan kennir manni, að í hnotskurn er tónlist yfirleitt skemmtileg eða leiðinleg.
Og Best fyrir eru nei ekki leiðinlegir, svo hypjið ykkur bara sem ekki eruð búin að því, að kaupa þennan merka grip þeirra!
Það er m.a. hægt hjá sveitinni sjálfri til dæmis, nú eða með nýmóðinshætti gegnum tonlist.is, þar sem fyrri platan er líka fáanleg.

bestfyrir.blog.is

Þarna og víðar má finna frekari og betri upplýsingar um bandið og drengjanna brölt.


Annað hvort...

...einhver Sjallinn eða Framarinn spunnið þetta upp og blaðrað í Stöð 2!? Þeir greinilega gleypt þetta hrátt og náð svo þeim árangri að m.a. formaður Viðskiptanefndar virðist hafa trúað! Tala saman gott fólk, tala saman áður en farið er að svara fjölmiðlum.Hversu góð eða slæm svo þessi lög sem samþykkt voru fyrir helgina, skal hins vegar ekkert dæmt um. Vissulega hefði það verið alvarlegt mál ef eitthvert bréf með slíkum hótunum hefði ekki borist fyrir lagasetninguna, einhver í Skilanefndinni leynt því, en um það virðist semsagt ekki að ræða.
mbl.is Þjóðverjar hafa ekki hótað Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki veitir af FRIÐARSTUNDUM!

Fjölmennt er á friðarstund,
fólk þar laust við ama.
Heiðrar þennan helga fund,
Hr. Dalai Lama!

Hefur áreiðanlega verið góð stund á öðrum hvítasunnudegi, almúga þessa lands veitir ekkert af slíkum stundum nú og það sem flestum. Heimsókn þessa andlega leiðtoga tibetbúa ágæt og vona ég að risaþjóðin í austurlöndum fjær, Kína, eða ráðamenn hennar, fari nú ekki að fjargviðrast stórum vegna heimsóknarinnar.

Gleðilega hátíðarrest!


mbl.is Fjölmenni á friðarstund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 218023

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband