Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Þar hafa menn það!

og þetta á ekki að koma neinum í raun neitt á óvart, allavega fullyrti ég sjálfur fyrir löngu að ekki væri möguleiki á að ábyrgðin yrði feld.
Og forsetin mun ekki hafna lögunum,ég tel nú engar líkur á því.
Upp úr í umræðunni stendur svo hræsnin og lýðskrumið í D liðum sérstaklega og vil ég þar nefna Pétur Blöndal sem gott dæmi, mannin sem alla tíð hélt uppi áróðri fyrir þeim fjárglæframöguleikum, sem urðu raunin og eru rætur bankahrunsins og þar með þessum Icesaveleiðindum!
En nú þýðir lítið annað en að bíta á jaxlin og bölva í hljóði, taka staðreyndunum eins og þær blasa við og takast á með vilja og fullum krafti í komandi glímu!
mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En samt munu segja víst já!

Þetta er auðvitað bara lymskusnautt lýðsskrum þessara herramanna, legg til að þeim verði boðin ís reglulega til kælingar!
Sjálfir, eða öllu heldur annar þeirra er á myndinni er, hefði kinnroðalaust skrifað undir annan og enn verri samning ef örlögin hefðu ekki tekið í taumana og önnur ríkisstjórn tekið við í vetur.

Þessu nú eigi gefum við gaum,
gaspri með lýðskrumsins keim.
Hræsni er bara, helvíti aum,
í herrunum báðum tveim!


mbl.is Gegn hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölyrt um óvissu, samt fullyrt um svartnætti!?

Í hverri greininni á fætur annari bæði hér á blogginu og víðar, þar sem Icesavesamkomulaginu er mótmælt og það gagnrýnt harðlega, sé ég alltaf sömu rökvilluna skjóta upp kollinum.
Eiríkur Bergmann bætist hér í þann hóp og kemur það mér nokkuð á óvart.
Hann sem fleiri gagnrýna hart samkomulagið á grundvelli óvissu um eignastöðu Landsbankans ytra, en fullyrðir samt um allt hið versta í stöðunni, áhættu alla öðru megin og samþykktin sé gerð í "veikri von" stjórnvalda um sem hagstæðasta eignastöðu!?
Þetta gengur auðvitað ekki upp, að tala um óvissu í málinu og þar með sé það rök fyrir að svartnætti bíði!
Ég hef ekki hugmynd um hvort ég lifi morgundaginn af eða ekki, en það gefur mér hins vegar ekki ástæðu til að ætla að ég snúi þar með upp tánum frekar en hitt!
Hins vegar virðist þó frekar en hitt nú í Icesavemálinu, vera einvher ástæða allavega til að ætla að eignastaðan sé sterkari en Eiríkur trúir eftir að fréttist af þeim 50 milljörðum sem upp hafi safnast í tekjum eftir setningu hryðjuverkalaganna.(væntanlega vaxtagreiðslur og afborganir af lánum sterkra lánþega að því er virðist m.a., sem þó því miður hafa þó ekki ávaxtast frekar)
Og það er hans eigin fullyrðing byggð á þessari rökvillu sýnist mér, að hann talar um undirskrift í veikri von, því bæði Jóhanna og Steingrímur hafa þvert á móti talað um góðar vonir sínar um mat eignanna.
Um flóknari spurningar varðandi þennan samning m.a. lagahliðina, spurningar um munin á landsrétti og þjóðarétti sem Eiríkur fjallar m.a. hér um líka og svo enn dýpri lagalegar spurningar eða álitamál varðandi samningsgerðina og prófessor Stefán Már Stefánsson hefur nefnt varðandi neyðarétt, ætla ég hins vegar ekkert að fjölyrða um né segja neitt af eða á varðandi. Niðurstaðan á alþingi var bara, (sem margur virðist hreinlega hafa gleymt núna í umræðunni að því er virðist) að fara skildi þessa pólitísku samningaleið og við það situr!
Og loks svo aðeins meir varðandi áhættuna og fullyrðingu Eiríks sem margra annara um skuldaklafa, ánauð og ég veit ekki hvað, þá er bara eins og reifað var í upphafi, órökstuddar svartnættisfullyrðingar bæði vegna óvissunnar, en líka vegna þess að jafnvel þótt eignasöfn og aðrar eignir bankans dyggðu ekki til nema í mesta lagi fyrir 75% þessara rúmu 600 milljarða og það yrði upplýst til dæmis 15. þ.m. um leið og hryðjuverkaósómanum verður aflétt, þá hafa stjórnvöld enn þessi sjö ár til góða bæði til ávöxtunnar eignanna og/eða sölu þeirra, finna eða fá að líkum enn hagstæðari lán og fleira til eflaust!
mbl.is Óskiljanleg ákvörðun stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað hvort...

...einhver Sjallinn eða Framarinn spunnið þetta upp og blaðrað í Stöð 2!? Þeir greinilega gleypt þetta hrátt og náð svo þeim árangri að m.a. formaður Viðskiptanefndar virðist hafa trúað! Tala saman gott fólk, tala saman áður en farið er að svara fjölmiðlum.Hversu góð eða slæm svo þessi lög sem samþykkt voru fyrir helgina, skal hins vegar ekkert dæmt um. Vissulega hefði það verið alvarlegt mál ef eitthvert bréf með slíkum hótunum hefði ekki borist fyrir lagasetninguna, einhver í Skilanefndinni leynt því, en um það virðist semsagt ekki að ræða.
mbl.is Þjóðverjar hafa ekki hótað Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 217985

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband