Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Beygingafræðiblús!

Delluna verstu, já meiri og meiri,
maður ég les og gáttaður heyri.
Magnúsi GeirI og Margréti EiriI,
miskunarlaust er "nauðgað" og fleiri!

En gangi honum Gulla Briem vel í söngkennslunni, ágætur náungi og auðvitað afbragðstrommari!


mbl.is Í söngtímum hjá Margréti Eiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Helga!

Í fréttum RÚV áðan kl. 7 var sagt frá því að á laugardaginn var hefði bindindisfrömuðurinn og sjálfstæðismaðurinn dyggi með meiru, árni Helgason, orðið 95 ára hefði hann lifað.
bjó Árni seinni hluta ævinnar í Stykkishólmi og þar var um helgina hafldið ungmennaskákmót í minningu hans. (semsagt ekki bara landsfundur Frjálslynda flokksins þar í bænum um helgina)
ÉG er nú bara að reifa þetta, því á meðan fréttinni stóð, rifjaðist upp að Árni var líka góður hagyrðingur og orti meðal annars mjög fræga vísu um þá dellu sem margur gengur með (og þá reyndar ekki hvað síst hægrimaðurinn) að hófdrykkja sé skynsamlegt og æskilegt fyrirbrigði!?
Læt ég hana koma hér til gamans.

hófdrykkjan er heldur flá,
henni er íllt að þjóna.
Hún er bara byrjun á,
að breyta manni í róna.


"Siglufjarðarsinfónía" og fleiri framboðspælingar!

Já, gamla síldarvígið Siglufjörður má nú aldeilis vel við una er litið er á nokkra er sigur hafa unnið í prófkjörum um þessar mundir!
fram að úrslitum helgarinnar, höfðu allavega tveir þaðan ættaðir af meira eða minna leiti, unnið sín prófkjör, Kristján Möller í NA hjá S og Siv Friðleifsdóttir hjá B í SV! Um helgina bættust svo allavega tveir við, Illugi Gunnarsson fyrir D í Reykjavík og svo nú sem hér má lesa, Birkir j'on í NA hjá B!
Og kannski eru þeir fleiri eða eiga eftir að bætast við!?

SVo vekur athygli, en er kannski ekki mjög skrýtið, að hagfræðingar sigla seglum þöndum í þessum prófkjörum!
Áðurnefndur Illugi er svo skólaður og kemur auðvitað í stað annars slíks, Geirs nokkurs Haarde, sem líka er reyndar svo skemmtilega,einmitt ættaður frá Siglufirði ef mig misminnir ekki!?
Í dag tókst svo Tryggva Herbertssyni að ná öðru sæti hjá D liðinu í NA, en í gær var það Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sem náði fjórða sæti hjá S í Reykjavík! (Gæti ég sem best vel´trúað, að Magga tengdamamma hennar, Birgir ektamaðður og mákonur hennar ýmsar m.a. séu ánægð með stúlkuna!)
Og Lilja Mósesdóttir hafði þeirra fyrst svo náð þriðja sætinu hjá V í Reykja´vík.
Það held ég nú.
Að lokum má á hinn bógin velta því fyrir sér hve hlutur þingmanna frá Akureyri ætlar að verða rýr og kannski enn rýrari en fyrir tæpum tveimur árum eins og lítur út fyrir í dag.
Minn gamli skólafélagi úr æsku, Ármann Kr. féll ílla hjá D í "Kraganum" og missir sætið og í prófkjörunum eða forvölunum eða hvað þetta kallast, eru piltar góðir á borð við Loga Einars hjá S í NA og Fúsi Karls hjá B í sama kjördæmi (líka gamall skólafélagi með meiru) bara í fjórða sæti. En Simmi sjónvarpsstjarna virðist þó auðvitað vera á leiðinni á þing, en þá bara sem eini slíkur ættaður frá bænum fagra og góða við Pollinn!?
Þess ber þó að geta í öllu þessu, að ekki er allt komið á hreint enn, enn vantar framboð hjá ýmsum að ég best veit.

EFlaust börðust eins og ljón,
ungherjar um prófkjörsgrundir.
En Briddsspilarinn Birkir Jón,
Boltadrengin hafði undir!


mbl.is Birkir Jón sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SLÁTRUN!

Það er víst ekki hægt að kalla þetta annað, alveg sérdeilis skemmtilega en auðvitað óvænta líka!
Ég hef tuðað um þetta vikum og mánuðum saman að "Það væri ekki búið fyrr en það er búið" og þrátt fyrir allt jafntefliskraðakið hjá LFC og nú opnast auðvitað viss möguleiki, þó bilið hefði nú mátt vera minna fyrir þennan leik. Spurning hvernig MU bregst við þessum skell og auðvitað hafa þeir þetta enn fyrst og síðast í eigin höndum og liðið ætti miðað við frammistöðuna á sl. mánuðum að geta klárað mótið þrátt fyrir þennan niðurlagandi tapleik á heimavelli.
En þarna sjáum við hve mikið það borgar sig að vera með fyrirfram stóryrði, sem eins og með Rooney koma bara í bakið!Menn eiga svona almennt talað í tilfelli leikmannanna, að láta sem minnst eftir sér hafa fyrir svona stórleiki, "Stjórarnir" miklu betur til þess fallnir!
En allir "Púllarar" fá hamingjuóskir með þennan glæsta sigur!
mbl.is Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Garpur orðs og æðis!

Mér brá satt best að segja mjög í brún er ég las um andlát Hákonar Aðalsteinssonar sl. laugardagskvöld, en þá um morgunin hafði systursonur hans og bloggvinur vor, Víðir Benediktsson, sett niður nokkrar línur um farin frænda!

sailor.blog.is.

Hákon þekkti ég því miður ekki persónulega, hef þó haft tækifæri til er við höfum mæst á förnum vegi eða verið staddir í sama húsi, að heilsa upp á hann, en að því varð bara ekki. Hins vegar vissi hann örlítið af þessum strák á Akureyri er tekin var að belgja sig eitthvað á velli bragfræðinnar, því "sá stutti" hafði nefnilega eitt sinn gerst svo djarfur að senda með móður sinni lítinn barning í tækifærisskyni ortan. Var tilefnið að Hákon var fararstjóri í ferð frá Akureyri alla leið austur til Eiða!
Hljómaði þetta nokkurn vegin svona.

Upp til hæstu heiða,
hjörð ein vill nú skeiða,
með Konna "kjaftagleiða",
fremst í sinni för.
Skal hann allt til Eiða,
úr öllum málum greiða,
fjör má og fram reiða,
skrýddur skáldaspjör!

Tók Hákon framtaki stráksins vel og stóð auðvitað undir væntingum!
En þótt kynni hafi ekki orðið persónuleg, þekkti ég vel til verka Hákonar, á ljóðabækurnar hans og bók Sigurdórs sömuleiðis og ótal skipti var ég viðstaddur eða hlýddi á í útvarpi, hagyrðingamót þar sem Hákon tók þátt og fór á kostum með fleiri snillingum! Þar sýndi hann líka oft hve mikill sagnamaður hann var líka, hélt fólki hugföngnu með afbragðsstíl og sinni djúpu og góðu röddu!
Og ættingjar hans ýmsir hafa svo orðið mér kunnugir og það allt frá því ég var barnungur. nefni ég þar helst, að systir hans hún Sída, Sigrún, var lengi húsvörður í íþróttahúsi Glerárskóla þangað sem ég kom snemma. Stórmerkileg og góð kona og vel hagmælt sem svo margir úr fjölskyldunni af Jökuldalnum!Nýtilkomin tengsl við Víði son hennar nefndi ég hér að ofan og annar frændi, sá landsþekkti grallari með meiru, Haffi helga, líka nokk svo kunnugur.Þá má þess geta, að einn frændin til, Örlygur Hnefill, er sömuleiðis frændi minn og fleira gæti ég nefnt.
Ýmsar vísur Hákonar hafa mér líkt og svo mörgum öðrum orðið minnistæðar og jafnvel fest þar.
á einu hinna fjölmörgu hagyrðingamóta, voru Hákon og fleiri einmitt látnir yrkja eftirmælavísur. Og það sýndi vel hve Hákon hafði mikla kímnigáfu og þá ekki hvað síst fyrir sjálfum sér í bland við vissa hógværð, að hans útgáfa varð á eftirfarandi nótum.

Hákon var þekktur, það er jú rétt
og þegar hann dó var það ljómandi frétt.
Þeir grétu hann eigi, en glottu við tönn
og grófu hann mitt í dagsins önn.

held að þetta hafi verið á Vopnafirði, -Með íslenskuna að vopni- Vopnaskak, er lengi er eða hefur verið haldið á Vopnafirði undir stjórn menningarfrömuðarins Sigríðar Dóru Sverrisdóttur!?
Hákon var sannarlega Garpur bæði til orðs og æðis og verður öllum minnistæður er honum hafa kynnst á einn eða annan hátt.
Blessuð sé hans minning og sendi ég ættingjum hans hugheilar samúðarkveðjur.


mbl.is Hákon Aðalsteinsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitt!


Þetta já þykir mér leitt,
það nú segi ég eitt.
En vitaskuld vér,
vissum sem er
að örlögum ei fáum breytt!

Nú munu hins vegar vænti ég, þagna þær reddir sem á margan hátt hafa bæði óvægið og ósanngjarnt vegið að konunni á síðustu mánuðum!?


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram veginn!

Kolbrún já í "Kraganum",
kná mun flokkin leiða.
Með eitilhörðum aganum,
atkvæðin að veiða!
mbl.is Kolbrún leiðir Frjálslynda í kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn eiga bara að "hjálpa sér sjálfir" ef ekki vill betur!

Ég er og hef aldrei verið mikill talsmaður boða og banna, ekki þannig séð, miklu frekar á því að alls ekki sé allt leyfilegt!
Ekki aðeins hefur mér lengi þótt siðferðilega rangt að kaupa sér blíðu einhverrar kvinnu (nú eða karls þá í þeim tilvikum sem það getur átt við) heldur finnst mér það bara ósköp mikill aumingjaskapur að leggja í slíkt!
Ekki þó eins og margur myndi kannski álykta, vegna ótilgreinds ófríðleika, fötlunar eða einvhers annars, heldur bara finnst mér það andlegur aumingjaskapur hreinn og klár. Eru þeir sem þannig eru þenkjandi og stunda slíkt ílla komnir og ættu já bara sem best frekar að "geta hjálpað sér sjálfir" með handaflinu og fleiru, frekar en leggjast svo lágt!
Sjálfsfróun er annars svo holl og góð almennt talað og það vita nú líka flestir sæmilega velgefnir einstaklingar!
En semsagt, líkt og með að leyfa ekki sölu á bjór og léttvíni í matvörubúðum, er ég alveg með á því að kaup á vændi verði ekki leyfð heldur.
mbl.is Skora á stjórnvöld að leggja bann við vændiskaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er sem það gerst hefði í gær!

Gleymi þessum degi nei aldrei, alveg óhætt að taka undir með Kenny Dalglish þar.
15. apríl var dagurinn, Bjarni Fel á staðnum að lýsa þessum undanúrslitaleik í FA bikarnum og ekki útlit fyrir annað en í vændum væri toppleikur.
Sé enn ljóslifandi fyrir mér þegar allt tók að gerast í stæðunum vinstra megin á skjánum, hægra megin við annað merkið, en engu var líkara en holskefla fyði yfir og fleytti svo fólkinu og deyddi svo í kjölfarið niður stæðin!Alveg hrikalegt bara og Liverpool þarna enn í sárum eftir hörmungarnar á Heyselleikvangnum í Brussel um fjórum árum fyrr!
Og Bjarni karlinn fór næstum á taugum man ég og bullaði um hugsanleg átök aftur og hvaðeina, en um slíkt var þó sem betur fer ekki að ræða!
En nei, þessu getur ekki nokkur maður sem komin var til vits og ára og fylgdist með, gleymt og héld ég að það gildi um alla fótboltaunnendur, ekki bara þá sem halda með Liverpool, þó þetta hafi vissulega verið þeim tilfinningalegra enn meira áfall sem skiljanlegt er!
mbl.is Dalglish tjáir sig um Hillsborough-slysið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræðingatal!

Sjálfstæðismönnum á þingi og víðar þótti ekki mikið til þess koma á dögunum að skilyrði skildi vera í umsókn um embætti nýs seðlabankastjóra, að umsækjendur hefðu hagfræðigráðu.Og reyndar fundu þeir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um bankan allt til foráttu, hvernig sem svo stóð á því eða ástæða var til!? En núnú, ekki virðast þó allir flokksmenn af þessari fregn að dæma, telja hagfræðimenntunina lítils virði, því þeir vildu semsagt fá hagfræðingin tryggva Þór í formannsstólin í stað hagfræðingsins sem er að hætta, Geirs Hilmars! Merkilegt!?
mbl.is Skora á Tryggva Þór í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband