Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
31.12.2007 | 20:38
Áramótakveðja!
Kæru bloggvinir og aðrir lesendur til sjávar og sveita!
Kveðjan góða kemur hér,
kærleiksrík og blíð.
Árs og friðar óskum vér,
öllum bloggsins lýð!
30.12.2007 | 19:24
Til lukku Luca!
Éghygg að nú séu um 20 ár eða svo komin frá því þrír herramenn voru fengnir af Íþróttafélaginu Þór á Akureyri frá gömlu júgóslavíu til að ganga til liðs við knattspyrnulið félagsins til þjálfunnar og leiks! Milan Durecic var fengin til að þjálfa og tveir leikmenn fylgdu til að spila með liðinu, Bojan Tanevsky og Luca Kostic!
Er skemmst frá að segja að Durecic og Bojan skiluðu góðu verki fyrir liðið en ílengdust ekki, en hér á landi hefur Luca, eða Kole eins og hann hefur líka oftast verið kallaður, svo sannarlega fest rætur með fjölskyldu sinni og orðið íslenskur ríkisborgari!
Fyrstu árin spilaði Luca einungis með Þór, en síðasta árið var honum einnig falið að þjálfa. Ekki byrjaði þó ferillinn sem þjálfari þó sem skildi, liðið náði ekki viðunandi árangri og Luca hvarf á braut nýrra verkefna til Akranes! Þar lék hann svo við mjög góðaan orðstír, fór svo síðar til Grindavíkur og þaðan til Reykjavíkur ef ég man þetta nokkurn vegin rétt!?
Þjálfun liða auk Þórs og Grindavíkur hefur kappinn tekið að sér slík störf hjá Víkingi og KR. Nú sl. árin hafa svo þjálfarastörf hans verið fyrir KSÍ, U17 og svo nú U21 lið og hefur hann skilað mjög góðum árangri!
Það var og er enn mikill fengur að hafa fengið þennan dreng hingað, sem áður var hjá liðinu Osjek (stafað nokkurn vegin svona minnir mig) og var á sínum tíma með efnilegri spilurum Júgóslava, en meiðsli spilltu m.a. fyrir.
Fyrir mig sjálfan var mjög sömuleiðis gaman að kynnast honum persónulega og er hann í senn skemmtilegur og fyrirtaksnáungi!
Innilega til hamingju með þessa viðurkenningu Luca!
Viðurkenning Alþjóðahúss afhent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2007 | 20:52
Grátbroslegt kjör!
VErð að viðurkenna að fyrstu sekúndurnar var ég dálítið hissa, en hef þó verið með þá tilfinningu síðustu daga að vegna ekki of mikils afreksárs almennt, gæti nú aftur verið komið að konu sem sigurvegara, en ekki Margréti heldur kannski Rögnu INgólfsdóttur!
En hvað gera nú blessaðir drengirnir í samtökum íþróttafréttamanna, (vel yfir 90% hygg ég af því taginu) jú, þeir sýnist mér á öllu bara svei mér þá vera að "leiðrétta mistökin" ef ekki bara "ranglætið" sem margir vildu meina að Margrét Lára hafi verið beitt af samstöllum sínum í boltanum síðsumars, er þær kusu hana EKKI knattspyrnukonu ársins 2007!
Eða hvað á maður eiginlega annars að hugsa með þetta já grátbroslega kjör!?
Mikil lifandis ósköp! Margrét var framúrskarandi sem aldrei fyrr í boltanum í sumar, setti markamet já og var ein aðaldriffjöðurin í landsliðinu. Að auki er ég sjálfur mjög hrifin af henni og mikill stuðningsmaður kvennafótboltans, en afrek Rögnu í ár bæði hérlendis og þá ekki síst erlendis, eru einfaldlega MEIRi, hreinlega ekki hægt að jafna því saman, hún ein af 20 bestu í Evrópu í greininni nú í árslok og númer 53 á heimslistanum! VAnn svo þrefalt á Íslandsmótinu hér heima, tvö alþjóðamót og komst í úrslit allavega á einu til viðbótar, en gat ekki keppt til úrslita vegna meiðsla!Í ofanálag er hún svo inn á topp 19 til að öðlast þátttökurétt á Olympíuleikunum í Kína á næsta ári og fer þangað með sama áframhaldi!
Ég er nánast handviss um að ef þessi uppákoma með Margréti Láru hefði ekki komið til, væri þessi útnefning ekki upp á teningnum, hversu glæsileg íþróttakona Margrét Lára annars svo sannarlega er og á væntanlega eftir að gera enn betur í framtíðinni!
En eins og stundum áður sitja íþróttafre´ttamenn uppi með ansi umdeilanlegt kjör!
Margrét Lára íþróttamaður ársins | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
28.12.2007 | 08:48
Smá jólatónlistartal.
Oftar en ekki nefna menn tvö lög s´sersérstaklega, amerisk bæði tvö, Christmas Song með Nat King Cole og White Christmas með Bing Crosby!
Nú einhver elskar líka Winter Wonderland og svo framvegis.
Ykkur að segja eru þetta jú alveg þokkaleg lög og falleg, en ég barabarabara ÞOLI EKKI LENGUR þetta jólalagaskrall, sem nú í seinni tíð hefur byrjað æ fyrr og getur na´nast gert mann vitlausan ef maður ræður því ekki sjálfur við einhverjar aðstæður að lækka eða jafnvel slökkva!
Hef svei mér í hyggju að gerast einangrunarsinni í lok hvers árs úr þessu ef ekki vill betur!
En ég á mér nú samt uppáhaldstónlist er tengist jólum, en það eru þá bara hinir sígildu og gömlu sálmar eða sönglög, Heims um ból, í Betlehem er bar oss fætt og fleiri, að ég tali nú ekki um Ó, helga nótt, hina dásamlegu smðíð, sem engin söng og mun sjálfsagt aldrei syngja betur en tenórinn Jussy Björling!
Jájá, þetta segir nú alveg satt, pönkarinn, þungarokksblesinn og Blúselskandin, hann er svona asskoti margræður í roði og svei mér klofin tónlistarpersónuleiki!
Fyrrum gat ég reyndar haft gaman af eldri og léttari jólatónum, elskaði ungur Litla jólabarnið til dæmis, sem snillingurinn Ómar Ragnarsson snéri upp í jólalag úr sígildu sænsku vísnalagi um Litla farfuglinn(Lilla Sommerfugl)
Og vitið þið!?
Eitthvert fyndnasta dæmið um lag sem snúið hefur verið upp í jólalag að mínu viti, er ekki brölt með Baggalút, þó þeir drengir séu aldeilis sniðugir, en jafnframt kannski eitt það hneykslanlegasta líka, er amerisk jólaútga´fa sem gerð var upp úr engu öðru en okkar frábæra lagi eftir J'ohann G., Don´t Try To Foll Me!
Algjör brandari, einhver kvennmaður minnir mig söng, en alveg hrikalega lélegt!
Átti þetta einu sinni, en er því miður búin að týna upptökunni!
Leitt já!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.12.2007 | 04:15
Þá hátíð fer í hönd!
Fyrir nokkrum árum voru eftirfarandi hendingar festar á blað í tilefni komandi jóla.Ekki lítur nú út fyrir að tíðarfarið verði nú líkt og í þeim segir, allavega hér nyrðra, en hvað sem því líður þá höfðar innihaldið kannski vel til einhverra!?
Birti ég því þetta til gamans um leið og ég sendi öllum mínum bloggvinum og öðrum sem lagt hafa á sig að lesa síðuna þetta hálfa ár sem hún hefur verið til, mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári!
Lítil jólahugvekja
Yfir jörðu hvílir kaldur snær,
kafaldsbylur rífandi er enn.
Samt í brjósti hjartað hraðar slær,
því hátíð ljóssins ríkja mun hér senn.
Þá gildir einu Kára hvassa raust,
kærleikurinn eini sanni nær,
að hlýja okkar hjörtum endalaust,
hans er birtan eilífðlega skær.
Okkur mönnum Kristur kenndi forðum,
á kærleikanum lífið skildum byggja,
Sannleikskjarnan, sagði þessum orðum,
-Sælla er að gefa en að þyggja-
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
21.12.2007 | 14:23
Gyðjan!
Ein nýjasta bloggvinkona mín er nú heldur betur aðsópsmikil stórkona bæði í orði og útliti!
Það er hún Ásthildur Cesil Þórðardóttir, sem þekkt er m.a. að vera íbúi í hinu sérstaka kúluhúsi á Ísafirði!
Hún kallar nú ekki allt ömmu sína nei þegar hún tekur til ma´ls, er oftar en ekki beinskeytt og ansi hreint hvöss t.d. um kvótakerfið í sjávarútvegi,trúmál og fleira, en þess á milli er hún yfirmáta hreinskilin, blíð og aðlaðandi er hún vílar ekki fyrir sér að tjá sig um eigin mikla barmvöxt, svo dæmi sé tekið!
ER amma' hægt en að falla fyrir slíkri kvinnu?
Það gerði ég allavega, féll bara kylliflatur svei mér þá!
Gaf henni þessa lofgjörð um daginn!
Að því hníga ýmis rök
og allar vísbendingar styðja
Ásthildur já ein sé stök
og afar fögur RÖKKURGYÐJA!
Eins og þeir vita sem eru bloggvinir hennar m.a. er hún mjög svo dugleg að taka myndir og birta á síðunni sinni, þar á meðal margar mjög fallegar skammdegismyndir!
Innan tíðar hyggst Ásthildur leggja land undir fót ásamt karli sínum og heimsækja hlýjari slóðir, í Dóminíkanska lýðveldinu!
Treysti ég því að GYÐJAN muni ófeimin og sem fæstum spjörum hulin, safna þar silfursleginni brúnku, er gera muni tign hennar afgerandi sem aldrei fyrr!
Mun þá eigi heldur vera þörf á brúnkukermi til þess arna úr fórum bloggvinar okkar beggja, Jens Guð!
19.12.2007 | 15:27
"Skyggnið er gott..."!
"Skyggnið er gott svo langt sem það nær"!
Með öðrum orðum, þessi tíðindi, að Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna segist harma þessa meðferð á ungu íslensku konunni, Erlu Ósk, þökk sé staðföstum og hörðum viðbrögðum okkar ágæta utanríkisráðherra og sendiherrans á Íslandi, eru góð já svo langt sem þau ná!
Ýmsum mikilvægum spurningum er nefnilega ósvarað.
Hefur Erla Ósk fengið afsökunarbeiðni persónulega, t.d. með bréfi frá Heimabvarnarráðuneytinu eða sendiherranum?
Eða var hún boðuð í ráðuneytið hér áður en Ingibjörg gaf þetta út til fjölmiðla?
Fær hún skaða sinn á einhvern hátt bættan, til dæmis með að fá ferðina endurgreidda?
Eða munu amerísku yfirvöldin gera eitthvað áþreifanlegt fyrir hana til að sína yðrun í verki!?
Fróðlegt yrði að fá að vita þetta!
Að auki verður svo sömuleiðis fróðlegt í meira lagi að sjá hvort þetta meinta tækifæri sem nefnt er í bréfinu til INgibjargar Sólrúnar, að endurskoða meðferðina á erlendum ferðamönnum á borð við Erlu Ósk, verði nýtt, en séu ekki bara innantóm orð við ákveðið erfiðleikatækifæri!?
Ánægjulegar lyktir á máli Erlu Óskar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2007 | 17:50
VElkist nokkur í vafa lengur!?
er skilgreint hreint ekki rýrt.
Nei, það ljóst skal lýð,
um lífs alla tíð
Ísland sé andskoti dýrt!
Dýrast að búa á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.12.2007 | 16:44
Ég er Jólasveinn!
já, gleðitaumur er hreinn.
Dregur það engin í efa,
alvöru jóla er sveinn!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2007 | 09:32
Hefð sem halda á í!
Bara gott mál og ekki nokkur einasta ástæða til að breyta út af vananum, þeir sem þurfa vín yfir hátiðarnar verða bara að hafa vit á að kaupa veigarnar í tíma!
Barasta breytist það eigi,
blessunarlega ég segi.
áfram ei má
áfengan fá
Sopann á sunnudegi!
Ríkið lokað á Þorláksmessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar