Arfavitlaus og vond tölfræði og samanburður!

Æ, kveinka mér hreinlega undan að lesa þetta! Skil ekkert í því að stofnun eins og Hagstofan skuli standa í því að klambra þessu saman, vitandi vits hefði ég haldið, að gæti ekki innifalið réttar tölur og samanburð?! Ef ég væri í stuði, gæti ég setið hérna lengi og kafað í gömul gögn sem ég á um þessi efni í víðum skilningi, en nenni því ekki auk þess sem ég hef svo oft gert það áður. Tvennt þó. Strax er tekið fram, að í þessar tölur vanti alveg sala yfir netið, en samt er hérna fram og til baka reifaður mismunur á "hljóðritun" og talað eins og um staðfestan samdrátt sé að ræða í sölu þeirra?! Síðast þegar ég vissi er lag eða heil plata áfram hljóðrit þótt ekki hefði verið um þrykkingu á plast að ræða með tilheyrandi plasthylki og bæklingi með. Hér er því aðeins um eðlis- og formbreytingu á sömu vöru að ræða, tónlist á stafrænu formi og meðan menn hafa ekki tölur um sölu hennar yfir netið eða öðrum leiðum en í gegnum verslanir sömuleiðis, er bara ekki hægt að vera með fullyrðingar um samdrátt og það þótt færri plasthylki hafi selst. Svo er þa hins vegar þessi stórfurðulegi heildsölusamanburður og tölur í því sambandi! Það er hrenlega út í hött að gera slíkan samanbuðr eða treysta slíkum tölum að þeirri einföldu ástæðu, að framundir þetta hefur framleiðsla, útgáfa og sala á íslenskri tónlist meira og minna um margra ára skeið, verið á SÖMU HENDI, sömu aðilar hafa meira og minna verið allt í kringum borðið, átt upptökuverin, útgáfurnar, verið dreifingaraðili/heildsali og smásali, að því ógleymdu að vera líka að stærstum hluta eigandi útgáfuréttar! Ósköp lítið eða í raun ekkert því að marka þær tölur sem og flestar í fréttinni.
mbl.is Niðurhal af netinu hefur áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband