6.9.2009 | 14:15
"Sósíal-Feminismi" að taka yfir hjá Sjallakellum!?
Ja, mér þykir allavega nokkuð svo týra hvað þessa samþykkt þeirra varðar. Hingað til hefur það verið einstaklingurinn ekki kynið hæfileikar hans og atgervi, sem málið hefur snúist um í orði kveðnu allavega hjá þessum "Borgaraflokki Íslands", sem svo auðvitað hefur lengst af hefur þýtt að karlar með sínu kappi og fjármagni, hafa verið nær einráðir og allsráðandi í flokknum. Sjálfstæðismenn hafa svo almennt farið hörðum gagnrýnisorðum um tilraunir og aðferðir annara flokka í þessa átt, fléttulistar og fleira varðandi prófkjör ekki fengið góða umsögn, hvað þá hin annars réttlætanlega "jákvæða mismunun" í þágu kvenna svo karlaveldinu hefur nokkuð verið ógnað sem betur fer, til dæmis í Noregi.
Flokkurinn er auðvitað í vondum ma´lum, minni á þingi en nokkru sinni í sögunni, svo eitthvað þarf að gera og kannski er þetta angi til þess og kvinnurnar skynja?
á hins vegar eftir að sjá, að þetta gangi átakalaust í gegn, þótt flokkurinn hafi auðvitað smátt og smátt viðurkennt sjálfsagt réttlæti í ýmsu, sem auðvitað er ekkert annað en sósíalismi, tilvist leikskóla til dæmis og önnur samfélagsverkefni á opinbera vísu, þá eiga margir Sjallakallarnir örugglega eftir að reka upp ramakveinið vegna þessa og mótmæla, það er næsta víst!
En kvinnurnar í D sjá þarna já líka ástæðu til að fagna framistöðu þingflokksins varðandi Icesaveniðurstöðuna. Gott ef hægt er að gleðjast yfir litlu, en manni skilst nú að óánægjan með hjásetu þingmannanna flestra (utan tveggja "hetja" minnir mig) hafi vakið meiri viðbrögð á hinn vegin og valdið úrsögnum þrjóðernisíhaldsmanna í hrönnum? En afleiðingar til eða frá með þetta örgumleiðamál allt saman, á þó enn eftir að koma í ljós í mun stærra og mikilvægara samhengi en snertir D flokkin einan og sér!
Vill jöfn kynjahlutföll á framboðslistum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, Sjálfstæðisflokkurinn þokast enn lengra frá ábyrgðar- og varðveizlustefnu (conservatisma) og nær kratisma og femínisma. Ágætt fyrir þá sem vilja taka við á mið- og hægrivæng stjórnmálanna.
Jón Valur Jensson, 6.9.2009 kl. 14:50
Sæll minn ágæti Jón Valur og þakka þér fyrir innleggið!
Fyrir pólitíska áhugamenn sem engra hagsmuna eiga að gæta er þetta athyglisvert, en hvort þetta muni komast inn í stefnuskrána hjá flokknum, það er aftur annar handleggur og ég er ekki alveg farin að sjá, eins og lesa má í pistlinum.
Magnús Geir Guðmundsson, 6.9.2009 kl. 15:31
skrýtið finnst mér þegar fólk vill láta kynfæragerð sína ráða hvort það kemst inná þing eða ekki, síðan er sama fólk alfarið á móti vændi, sé ekki annað en þetta sé nokkuð sami hlutur, jú að nýta sér kynfærin til framdráttar
Anton Þór Harðarson, 6.9.2009 kl. 15:42
Ágæti Anton, mér þykir þú heldur grófur í þessari samlíkingu, athæfi í nauðungarskyni eða undir oki ofbeldis í yfirgnæfandi tilfellum, á ekkert sammerkt með aukinni þáttöku og áhrifum kvenna í samfélaginu, þetta viðhorf þitt í meira lagi grunnhyggið og þér ekki til framdráttar!
Magnús Geir Guðmundsson, 6.9.2009 kl. 15:48
sæll Magnús
ég bara verð að játa að ég tel konum engan vegin til framdráttar, að nýta sér kyn sitt til að komast til áhrifa, við höfum fullt af dæmum um að konur komast jafn langt og karlar, hafi ´þær löngun og getu til.
Þess vegna tel ég samlíkinguna alveg eiga rétt á sér, þar sem í þessu tilfelli ætla konur sér að komast í sæti á lista, vegna kyn síns en ekki getu
Anton Þór Harðarson, 6.9.2009 kl. 15:56
Það segir ekkert um að þessar ágætu konur í D ætli einungis og bara að fá sæti vegna þess að þær eru konur, það er bara þín ályktun sem næsta víst er að sé röng.En eins og oft hefur verið bent á við svipaðar umræður, þá gæti ég alveg eins haldið því fram í ljósi sögunnar, að konur séu bara heimskari og verr til þess fallnar að hafa áhrif og stjórna, eða hlýtur það Anton minn ekki að vera skýringin á því að konur hafa verið og eru enn, mun áhrifaminni í D til dæmis en karlar?
Sannleikurinn er nú svo líka sá, að þótt konur hafi vissulega náð miklum árangri í jafnréttisátt, t.d. í launamálum, þá þarf sífelt að vera á verði til að varðveita þann árangur, það margoft komið fram og virðist launajafnréttið ætla að verða eilífðarbarátta í mörgum greinum.Leitt að þú skulir ekki átta þig á hve samlíkingin er smekklaus, en það verður þá bara að vera þitt vandamál!
Magnús Geir Guðmundsson, 6.9.2009 kl. 16:13
Ég reyndar tek undir með Antoni, fannst þetta frábærlega orðað hjá þér.
Í dag er ekki erfiðara fyrir konu að ná völdum en fyrir karmann, hafi hún til þessi vilja og getu. En fyrir það fyrsta hafa mun færri konur, eða lægra hluta kvenna áhuga á pólitík heldur en karlar. Almennt held ég að karlmenn séu sæknari í vald heldur en konur sem leiðir af sér það að mun fleiri karlmenn reyna að komast í slík embætti.
Axel (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 17:04
Innlitskvitt - og kær kveðja.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.9.2009 kl. 10:45
Bestu þakkir mín góða og fagra vinkona, hef verið allt of latur í bloggvinaheimsóknum undanfarið, þar með talið til þín, en bæti úr því!
Magnús Geir Guðmundsson, 7.9.2009 kl. 19:25
Hverjum þykir sinn fugl fagur.
Jón Valur Jensson, 7.9.2009 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.