Fjölyrt um óvissu, samt fullyrt um svartnætti!?

Í hverri greininni á fætur annari bæði hér á blogginu og víðar, þar sem Icesavesamkomulaginu er mótmælt og það gagnrýnt harðlega, sé ég alltaf sömu rökvilluna skjóta upp kollinum.
Eiríkur Bergmann bætist hér í þann hóp og kemur það mér nokkuð á óvart.
Hann sem fleiri gagnrýna hart samkomulagið á grundvelli óvissu um eignastöðu Landsbankans ytra, en fullyrðir samt um allt hið versta í stöðunni, áhættu alla öðru megin og samþykktin sé gerð í "veikri von" stjórnvalda um sem hagstæðasta eignastöðu!?
Þetta gengur auðvitað ekki upp, að tala um óvissu í málinu og þar með sé það rök fyrir að svartnætti bíði!
Ég hef ekki hugmynd um hvort ég lifi morgundaginn af eða ekki, en það gefur mér hins vegar ekki ástæðu til að ætla að ég snúi þar með upp tánum frekar en hitt!
Hins vegar virðist þó frekar en hitt nú í Icesavemálinu, vera einvher ástæða allavega til að ætla að eignastaðan sé sterkari en Eiríkur trúir eftir að fréttist af þeim 50 milljörðum sem upp hafi safnast í tekjum eftir setningu hryðjuverkalaganna.(væntanlega vaxtagreiðslur og afborganir af lánum sterkra lánþega að því er virðist m.a., sem þó því miður hafa þó ekki ávaxtast frekar)
Og það er hans eigin fullyrðing byggð á þessari rökvillu sýnist mér, að hann talar um undirskrift í veikri von, því bæði Jóhanna og Steingrímur hafa þvert á móti talað um góðar vonir sínar um mat eignanna.
Um flóknari spurningar varðandi þennan samning m.a. lagahliðina, spurningar um munin á landsrétti og þjóðarétti sem Eiríkur fjallar m.a. hér um líka og svo enn dýpri lagalegar spurningar eða álitamál varðandi samningsgerðina og prófessor Stefán Már Stefánsson hefur nefnt varðandi neyðarétt, ætla ég hins vegar ekkert að fjölyrða um né segja neitt af eða á varðandi. Niðurstaðan á alþingi var bara, (sem margur virðist hreinlega hafa gleymt núna í umræðunni að því er virðist) að fara skildi þessa pólitísku samningaleið og við það situr!
Og loks svo aðeins meir varðandi áhættuna og fullyrðingu Eiríks sem margra annara um skuldaklafa, ánauð og ég veit ekki hvað, þá er bara eins og reifað var í upphafi, órökstuddar svartnættisfullyrðingar bæði vegna óvissunnar, en líka vegna þess að jafnvel þótt eignasöfn og aðrar eignir bankans dyggðu ekki til nema í mesta lagi fyrir 75% þessara rúmu 600 milljarða og það yrði upplýst til dæmis 15. þ.m. um leið og hryðjuverkaósómanum verður aflétt, þá hafa stjórnvöld enn þessi sjö ár til góða bæði til ávöxtunnar eignanna og/eða sölu þeirra, finna eða fá að líkum enn hagstæðari lán og fleira til eflaust!
mbl.is Óskiljanleg ákvörðun stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Þakka þér fyrir, Magnús Geir!

Fyrsta manneskjulega færslan í langan tíma, um "málið". Mér sýnist þú sitja uppi á múrnum og horfa til beggja hliða.  Bara núna í kvöld er ég búin að lesa mér til andlegrar ælupestar um Æseif (aðallega)

Það sem stýrir fólki er kannski bara eðlileg hræðsla og hörmungahyggja (mála helst skrattann á vegginn!)

Mér finnst hið greindasta fólk fara hamförum og slá föstu ýmsu þótt ekki hafi verið gefnar upp forsendur; eins og þú segir: "að tala um óvissu í málinu og þar með sé það rök fyrir að svartnætti".

Takk,

Eygló, 8.6.2009 kl. 01:16

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Kæra frk. E og Næturdrottning, þakka þér nú öllu heldur, fer nú næstum hjá mér við hrósyrðin þín!

En ég reyni bara eftir megni að horfa sem yfirvegaðast á málin og tjá mig svo sæmilega vitrænt um þau. Held að það takist ekki alltaf, en kannski alveg bærilega já í þessu tilfelli.

Það er auðvitað laukrétt hjá þér, að margur sá er hæst hrópar og málar sömuleiðis skrattan á veggin kannski í leiðinni, stjórnast af óttanum, enda er það gamalkunnugt að hann hefur oft reynst afar sterkt og áhrifamikið afl.Þeir hinir sömu hafa það margir heldur ekki gott fyrir held ég, hafa e.t.v. orðið fyrir einhverjum skakkaföllum í kreppunni eða þá bara gangast upp í að vera neikvæðir og þrætugjarnir!?

En sem ég nefndi og þú ítrekar, þá kemur á óvart hvað hið greindasta og alla jafna málefnalegasta fólk virðist sumt hvert órólegt í skrifum og þá óþarflega, samanber EB í pistlinum sem vísað var á í fréttinni.

Við verðum bara að vona það besta með þetta og ég mun sjálfur reyna að standa undir þessum fallegu orðum þínum að "hljóma manneskjulega" í skrifunum mínum!

Bestu kveðjur til þín.

Magnús Geir Guðmundsson, 8.6.2009 kl. 12:02

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hreinlega veit ekki hvort þetta er gott eða slæmt.  Ég veit heldur ekki hverjum ég á að treysta í þessu máli að hafa rétt fyrir sér.  En ég skil samt reiðina og örvæntinguna hjá fólki.  Það er alltaf endalaust verið að fela og plata okkur fólkið í landinu, og við erum orðin ansi skeftist. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2009 kl. 12:39

4 Smámynd: Eygló

MGG - Takk fyrir þetta manneskja mín

Eygló, 8.6.2009 kl. 18:51

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

J'ujú mín ágæta Cesil, ýmislegt hefur gengið á hjá mörgum sl. ma´nuðina og hinu og þessu verið leynt. Í þessu tilfelli held ég þó að engu verði leynt á endanum, málið svo afdrifaríkt og umfangsmikið!

Ekkert að þakka sem áður, minn er heiðurinn að fá slíka "Stólpastúlku" í heimsókn!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.6.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband