21.3.2009 | 17:15
Glufa gerist stærri!
Stjóri og leikmenn MU töluðu mikið um það eftir tapið stóra fyrir Liverpool um sl. helgi, að þeir gætu ekki beðið eftir næsta leik við Fulham, að leiðrétta þessi mistök og koma sér aftur á beinu brautina. Það gerðist semsagt sannarlega ekki í dag og sömu "mistök" endurtóku sig eiginlega og fyrir viku. Nú er því eins og ég hef haldið fram ódeigur þrátt fyrir jafnteflisfár og svo slæmt tap fyrir Middlesbro, aftur komin upp mikil spenna um titilinn og að líkum sem ég hef líka sagt, "þetta ekki búið fyrr en það er búið", öfugt við fullyrðingar margra MU manna.
En þá verða mínir menn og auðvitað Chelsea líka sem eru með sömu möguleika, að halda sínu striki.Chelsea virðist eitthvað vera að hiksta, því í nágrannaslagnum við Tottenham voru þeir að tapa þegar ég síðast vissi,en þó mikið eftir af leiknum, sem tafðist vegna grunsamlegs bögguls er fannst fyrir hann á vellinum.
Liverpool á svo sjálfsagt ekki auðveldan leik fyrir höndum á morgun gegn Aston Villa á Anfield, en með svipuðum eldmóði og styrk og gegn United og Real Madrid, ætti sigur að nást og þar með setja virkilega spennu í meistaratitilsbaráttuna að nýju.
En samt, enn er þetta þó MU í hag þótt bilið minnki í eitt stig, því leik eiga MU menn þá til góða, gegn hinu bara´ttuglaða portsmouthliði sem´tók Everton fyrr í dag, þannig að ekki verður þó átakalaust að yfirvinna þá, þeir líka í miklum slag sem mörg önnur lið, m.a. Fulham, að halda sæti sínu í deildinni.
En glufan semsagt búin að opnat enn meir nú og þá er bara að sjá hvort Liverpool og/eða Chelsea nýti sér það og setji því enn meiri pressu á MU!?
Og svo held ég nú, að tóti bloggvinur vor, totinn.blog.is glotti smá núna, kenning hans um "MUhrunið í mars" öðlast meir og meir gildi!
Óvænt tap hjá Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
fyrir utd
...og Chelsea tapaði og Everton tapaði
Glæsilegur dagur!
Páll Geir Bjarnason, 21.3.2009 kl. 17:37
Meistari góður ég minni bara á dómsdagsspána mína um að flóðljósin á leikvangi martraðanna hjá Shitunited myndu slökkna eitt af öðru í Mars. Kannski er kúlan ekki eins brotin og hún virtist hér fyrr í vetur en þetta dugar skammt nema við vinnum Astonn villa á morgun kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 21.3.2009 kl. 17:50
Stoke unnu, það fannst mér nú enn gleðilegra,fyrir hönd eins míns besta vinar!
Svo er að sjá hvort Liverpool nýtir tækifærið á morgun já, setur alvöruspennu í þetta að nýju!?
Magnús Geir Guðmundsson, 21.3.2009 kl. 17:53
Blessaður og sæll krystalkúlueigandi!
Jamm, sem ég sagði og minnti líka á þig í pistlinum, ekki nóg að MU hiksti og "Martraðarvallarljós" þeirra slokkni eitt af öðru, áframhaldandi sigurganga með eldmóði verður að fylgja hjá okkar mönnum, annars fer ílla.
Og MU stuðningsmenn eru greinilega farnir að skjálfa aðeins, samanber hann Hjört þarna sem sá sig knuin að hvetja villa áfram, en slíkt hafði nú ekki talist nauðsynlegt fyrir bara átta dögum, að treysta á önnur lið!
En sem fyrr, við sjáum hvað setur, vonumst bara eftir góðum úrslitum á morgun. Meiri spenna, meira gaman!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.3.2009 kl. 18:07
merkilegt hvað sumir pool-liðar eru alltaf jafn brattir og stóryrðir í garð annara liða... minnimáttarkennd? alltaf best að fagna í lokin
o (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 18:15
Það er alltaf sama drullan sem rennur uppúr ykkur looserpool totturum
pjakkurinn (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 18:21
Já Magnús ég mátti til með að hvetja Villa, þar sem að Tóti hvatti Fulham, og vonandi verð ég eins heppinn með mína hvatningu, eins og Tóti með sína.
Hjörtur Herbertsson, 21.3.2009 kl. 18:32
Kemur grátkórinn rólega undan vasaklútnum, haha
Páll Geir Bjarnason, 21.3.2009 kl. 19:22
Alveg er ótrúlegt að menn geti ekki komið og látið hugsanir sínar í ljósi undir eigin nafni, þetta er ekki eins og samkynhneigð var fyrir 30 árum ?? það er alltí lagi að viðurkenna það að maður haldi með ákveðnu fótboltaliði hversu mikið sem menn skammast sín fyrir það ?? Meistari góður ég segi það enn og aftur, lifi Portó og Liverpoollllllll Kv. Tótinn
Þórarinn M Friðgeirsson, 21.3.2009 kl. 19:51
Það er alls engin minnimáttarkennd að fagna því að Mu hafi tapað. Þótt ekki sé tekið tillit til þess að þeir eru okkar annar höfuðóvinur, þá þýðir þetta tap að við eigum örlítinn séns á titlinum. En við Púllarar megum víst ekki fagna þessu því það fer illa í smásálirnar.
Rúnar Geir (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 20:50
Vel mælt Rúnar nafni minn Geir, en Tóti minn kæri, gerir ekkert þó menn, nafnlausir, svekktir og skárir nú tvær helgar í röð, bulli og geri lítið úr sjalfum sér, það er þeirra vandamál. En það gerir Hjörtur ekki, svarar hér vel og málefnalega, en hann veit sem er að nú er þetta ekki lengur svo einfalt fyrir MU og han og aðrir stuðningsmenn fullyrtu fyrir rúmri viku.En svo er bara að sjá hvernig staðan verður um kl. 18 á morgun, vonandi minni munur á liðunum í fyrsta og öðru sæti þá en í dag!?
Magnús Geir Guðmundsson, 21.3.2009 kl. 21:28
Við Best Fyrir liðar erum frekar öndverðir í aðdáun á enskum sparkkempum,en eitt er víst.Ég sem Arsenalliði get vel unað Liverpool að taka dolluna,hef reyndar óskað þess í nokkur ár þannig að vinir mínir,sem voru jú börn er bítladrengir hirtu enska gullið síðast,upplifi alvörusigur, með fullri virðingu fyrir "STERKUSTU DEILD Í HEIMI" sem á víst að vera meistaradeildin,er hún deild ?
Lifi íslenkt popp og ról.....
Brynjar Davíðsson, 21.3.2009 kl. 22:27
Takk fyrir það Binni sæll! Ég hef nú líka alltaf taugar til Skyttanna, Ísleifur bróðir minn kær heldur líka með þeim. Hann þolir ekki MU og sárnaði sem að Arsenal ætti í hlut er terry garmurinn skaut í stöngina í úrslitaleiknum í meintri Meistaradeild sl. vor!
EF Liverpool tekst að sigra Aston Villa, ja, þá er þessi barátta sannarlega opin að nýju og það fyrir alvöru.
Magnús Geir Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 05:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.