SLÁTRUN!

Það er víst ekki hægt að kalla þetta annað, alveg sérdeilis skemmtilega en auðvitað óvænta líka!
Ég hef tuðað um þetta vikum og mánuðum saman að "Það væri ekki búið fyrr en það er búið" og þrátt fyrir allt jafntefliskraðakið hjá LFC og nú opnast auðvitað viss möguleiki, þó bilið hefði nú mátt vera minna fyrir þennan leik. Spurning hvernig MU bregst við þessum skell og auðvitað hafa þeir þetta enn fyrst og síðast í eigin höndum og liðið ætti miðað við frammistöðuna á sl. mánuðum að geta klárað mótið þrátt fyrir þennan niðurlagandi tapleik á heimavelli.
En þarna sjáum við hve mikið það borgar sig að vera með fyrirfram stóryrði, sem eins og með Rooney koma bara í bakið!Menn eiga svona almennt talað í tilfelli leikmannanna, að láta sem minnst eftir sér hafa fyrir svona stórleiki, "Stjórarnir" miklu betur til þess fallnir!
En allir "Púllarar" fá hamingjuóskir með þennan glæsta sigur!
mbl.is Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar eru United aðdáendur núna, engin comment frá scummurum.

Siggi (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 15:41

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þeir eru auðvitað þrumu losnir flestir og svo sem ekki að undra!

Þó vilja einhverjir meina að þeir hafi nú ekkert verið síðri samt í leiknum, en "vörnin hafi bara klikkað" og það í öllum mörkunum!?

Það hef ég lesið á einum stað.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.3.2009 kl. 15:52

3 Smámynd: Björn Jónsson

Til hamingju, betra liðið vann.

Björn Jónsson, 14.3.2009 kl. 16:27

4 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ég veit ekki með ykkur en ég minni á að ég var eins og oddman Ofurhetja löngu búinn að segja ykkur þetta. Mars er mánuðurinn þar sem hnignunin hófst...... en maður spyr sig.....

Þórarinn M Friðgeirsson, 14.3.2009 kl. 16:50

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þakka þér fyrir Björn!

Jamm, þú varst búin að segja þetta Tóti,hnignunin byrjaði í mars, en hefði þá líka mátt fyrja í sl. deildarleik, þá hefði þetta verið jafnvel enn betra! En við bíðum og sjáum hvort spáin gengur ekki bara enn betur upp á næstu vikum, þessi úrslit segja bara að ekkert er ómögulegt í boltanum, þó ekki nokkrum manni hafi órað fyrir slíkum úrslitum sem í dag!

En jájá, við spyrjum okkur og skpyrjum endalaust haha!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.3.2009 kl. 21:23

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Verulega verðskuldað, gratjúlera með, enda leiðizt mér lítt þegar minna Manchester liðið tapar leik.

Steingrímur Helgason, 15.3.2009 kl. 00:09

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Bestu þakkir Steingrímur, þínir menn eru líka heldur betur að rétta úr kútnum með AA manninn þarna rússneska allan að koma til!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.3.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband