16.12.2008 | 22:47
Bloggvinakvinnavísnabuna!
Mín góða og geðþekka bloggvinkona, fv. bankastýran og núverandi framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar með meiru, Kolbrún Stefa´nsdóttir og ég, eigum ágæt samskipti og samræður annað veifið.
N'u, um mánaðarmótin síðustu sagði hún frá draumi einum merkum er hún mundi vel þar sem Köngulóarvefur mikill kom m.a. við sögu. Lagðist maður undir manns hönd við að ráða þetta fyrir dömuna og sáu sumir m.a. ´i þessu t.d. auð, völd og áhrif, sem ég lagði svo bara út af í litlum kviðlingi!
Þú ert Kolla kyngimögnuð,
hvergi úr æðum dauð.
Draumur mun þér færa fögnuð,
frama, völd og auð!?
Bara aldrei að vita nei, en meðan munum við aðdáendur hennar fylgjast spenntir með framvindunni!
Nú, Kolla fór svo fram á smá greiða frá mér um aginn, sem ég gat nú ekki stillt mig um að túlka í fjórum léttum hendingum!
Nú er Kolla niðurlút,
neyðin kvelur hjarta inni.
Kallar því til hjálpar "Hrút",
henni villjugur já sinni!
(Ykkar einlægur ku víst vera í stjörnumerki kenndu við hrútinn!)
Önnur góð og falleg bloggvinkona mín, hún Eva Benjamíns, er sem margur annar þreytt og sár á ástandinu. Bloggaði svo harðort um daginn, að ég hafði aldrei heyrt hana svona hvassa. Skildi það þó vel, en bað hana nú samt ekki í framhaldinu að byrja á að berja mann og annan eða fara að dæmi útlensku stelpnanna sem komu hingað um daginn og flettu sig nær öllum klæðum til að vekja athygli á íllri meðferð á loðdýrum!
Eva henti það síðarnefnda á lofti og benti mér á, að hvernig sem í því lægi hverju sinni, þá væri hún nú alltaf á Evuklæðum" haha!
Ég snaraði því fram þessari limru í samræmi við það.
uppi á hæstu hæðum,
já, hinum ýmsu svæðum.
Svanna má sjá,
sífagran já
Evu á Evuklæðum!
Um daginn var ég í nokkuð svo miklu kviðlingastuði, þannig að aðeins var tekið eftir. Meðal annars af einni bloggvinkonunni til, hinni mjög svo ljúfu og allajafna jákvæðu golfvallarkonu í Þorlákshöfn, Sólveigu Guðjóns, Sollu! Meðal annars hafði ég samið litla afmæliskveðju til enn einnar bloggvinkonu, Láru Hönnu, 1. des., en svo skemmtilega vildi til að Solla átti afmæli þann merka dag einnig!
brá ég bara skjótt við og undir mig "betri tánni" og setti þetta inn hjá henni, mjög svo verðskuldað, þótt vissulega heldur síðbúið hefði verið, nokkrum dögum síðar.
Til lukku þótt síðbúið sé,
Solla mín ljúfasta G.
Ósk litla læt og í té,
lífs þíns enn blómgist vel tré!
Og loks varð þessi litla en HLÝLEGA til inni hjá henni Hólmdísi baráttuglöðu, er hún hafði sagt frá síðasta mótmælafundi er henni varð ansi kalt á tánum!
Þó kali mínir frísku fætur,
frostið herpi saman gogg.
Þá hlýnar mér um hjartarætur,
Hólmdísar að lesa blogg!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú bregst ekki
Hólmdís Hjartardóttir, 16.12.2008 kl. 22:54
Það er svo sannarlega upplífgandi að lesa svona,
Ort í orðastað Magnúsar:
Nú er andinn yfir hér
okkur handa milli.
Orðin standa út úr mér
ekki vantar snylli.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 00:10
Oooh, Hólmdís, þú vilt nú stundum bara að ég skammist mín!
Hehe Húnbogi, þú ert nú litlu síðri er þú hrekkur í gang! Kærar þakkir minn ágæti, en skulum þó fara varlega með snilldartal er mig áhærir!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.12.2008 kl. 00:58
Krútt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2008 kl. 09:24
Þú ert nú samt sjálf miklu meira krútt, Jennýbeib!
Magnús Geir Guðmundsson, 17.12.2008 kl. 11:33
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2008 kl. 09:42
Sæll meistari þú bregst ekki frekar en fyrri daginn.Þú er einn af þeim sem lyfta döpru skammdegisgeði upp og gerir lífið aðeins léttara um þessar mundir.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 19.12.2008 kl. 22:09
gleymi alltaf brosköllunum.Kolla segir að þeir megi ekki vanta,Sömu kveðjur
Ólafur Ragnarsson, 19.12.2008 kl. 22:11
Mínar bestu þakkir kæri sjógarpur fyrir innlitið, heiður að fá þig í heimsókn, kíki sömuleiðis inn á þig og les um eldri för með meiru, mér til mikillar ánægju!
Orð Kollu eru nú næstum lög, en engin dauðasynd að gleyma þessum broskörlum þó í mínu tilviki!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.12.2008 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.