11.11.2008 | 00:37
Asnaspark!
http://visir.is/article/20081110/FRETTIR01/652092427/-1
SEint mun ég vorkenna Framsóknarflokknum eða fólki innan hans vébanda, þótt þar sé vissulega margt gott fólk eins og í öllum flokkum.
En það liggur nú samt við núna í tilfelli hins nýja þingmanss frá sl. kosningum, Bjarna Harðarsonar,sem hér á í hlut og fyrir hrikalegan klaufaskap er nú því búin að gera sig að athlægi fyrir opnum tjöldum!
Vísir.is og fréttastofa Ríkisútvarpsins fóru ekki að eftirábeiðni hans að fjalla ekki um þessa atlögu að Valgerði Sverris úr launsátri, en einhverra hluta vegna gerir mbl.is það hins vegar og hefur ekki þegar þetta er skrifað sagt neitt frá skrifum Bjarna og tölvupóstinum á milli hans og aðstoðarmannsins, sem málið snýst um!
En þetta kemur hins vegar ekkert svo mjög á óvart, sem fylginautur Guðna Ágústsonar inn á þing í Suðurkjördæmi, er Bjarni lítt dulin og traustur stuðningsmaður sjónarmiða formannsins, sem m.a. hafa verið mjög í andstöðu við margt er Valgerður hefur predikað, t.d. varðandi Evrópusambandið.Neistað hefur á köflum milli Guðna og Valgerðar og þessi gjörningur Bjarna bara augljós vottur um eindregin og hatröm átök um völdin í flokknum! Og vart mun þetta í heild verða honum til tekna, þótt Valgerður personulega uppskeri kannski samúð og betri vígstöðu í valdabröltinu!? Þó með fyrirvara sagt, því sannarlega á hún stóran þátt sem fv. viðskipta- og bankaráðherra í hinni vafasömu einkavæðingu og svo að ekki skildi betur á málum haldið við að smíða leikreglur fjármálalífinu til handa!
Baggalútur Bjarni H,
bara vildi hrekkja ""Smá".
Í "Lómatjarnarlagði" á,
litla rassin sparka já!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var ekki all satt og rétt í þessu bréfi?
Hólmdís Hjartardóttir, 11.11.2008 kl. 00:53
Góð vísa, hjá þér. - Mikið eru þetta lúaleg vinnubrögð, hjá Bjarna Harðar og hans félögum. - Ég hélt að Framsóknarmenn hefðu hætt þessum lúaleguvinnubrögðum eftir að þeir komu Birni Inga burt úr flokknum með heilu hnífaparasettin í bakinu. - En auðvitað eru þeir samir við sig, af barnaskap hélt ég að Bjarni Harðar hefði komist á þing vegna getu og góðrar vinnu, en nú sé ég að mér skjátlast hrapalega.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.11.2008 kl. 00:56
Blessuð Lilja mín Guðrún, "Músagildrumeyja", gaman að sjá þig!
En svona er nú pólitíkin,hún fer bara ekki vel með marga. En Frammararnir virðast nei ekki ná vopnum sínum né að finna friðarflöt á starfsemi sinni og stefnu! TAkk kærlega svo fyrir hrósið!
Getur nú meir en vel verið Hólmdís mín góða, en hvernig Bjarni hélt á þessu er nú það sem fyrst og fremst vekur athygli!
Magnús Geir Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 01:19
Jújú, Mogginn sagði líka frá þessu og það í tvígang með tíu mínútna millibili - þótt seinna væri en hinir.
Sjá hér og hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.11.2008 kl. 03:26
Tek ofan fína Parísarhattin, svo sátt er ég við afsögn Bjarna Harðar. Hann á að vera skemmtikraftur, hehehehe. Ekki það að ég hafi vit á pólitíkinni heldur tel ég manninn vera heiðarlegan þrátt fyrir allt. Hann sýnir fordæmi og segir af sér. Mættu fleiri fara að hugsa sinn gang. Hann hlýtur að vera góður skákmaður.
Eva Benjamínsdóttir, 11.11.2008 kl. 13:01
Takk Lára Hanna, þannig var bara að ég dróg það dálítið að klára þetta, var löngu byrjaður að skrifa þetta áður en mbl.is kom svo með sínar fregnir, en hitt og þetta bara truflaði og svo gáði ég ekkert að hvort þeir hefðu tekið við ´sér þegar ég vistaði svo færsluna.
En þakka þér fyrir hugulsemina og hlekkina, sómakella!
Æ ég veit ekki Eva mín hvort hann á skilið að tekið sé ofan fyrir honum vegna afsagnarinnar í morgun, finnst það hins vegar meir umhugsunarvert að þingmenn í sama flokki skulu yðka slík vinnubrögð sem þessi. Og tíðkaðst þetta t.d. í B flokknum?
Magnús Geir Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 16:16
Ég veit ekkert hvað tíðkast í B flokknum, er hann ekki steindauður? en hvort sem bréfið lak óvart út eða ekki, þá fengum við allavega að lesa um vinnubrögðin og að mér læðist sá grunur að Bjarna hafi verið nóg boðið, án þess að ég viti það. Þetta er sýnishorn af því hvað ég treysti pólitíkusum mikið eða hitt þó heldur Það má öll Ríkisstjórnin segja af sér og ég tek ofan ef ég er með hattinn, annars klappa ég af miklum fögnuði.
Eva Benjamínsdóttir, 12.11.2008 kl. 19:14
Þú ert bara í ört stækkandi hópi landsmanna sem ekki treystir valdamönnum Eva mín! En veit ekki svosem frekar en þú hvað BH er eða var að hugsa, nema að ljóst var að hann hugðist vega að Valgerði úr launsátri með hjálp síns aðstoðarmanns. En þetta tilheyrir nú fortíðinni og var auk þess fyrst og síðast mál Framsóknarmanna.
Mikið held ég að þú sért sæt með hattin!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.11.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.