15.8.2008 | 23:58
Enn byrjar sá enski að rúlla!
Mitt í Olympíugleðinni í Kína, er já hið ómissandi Bretlandseyjaboltaball að hefjast og menn og konur gleðjast víða!Samt finnst manni vart liðin nema stuttur tími frá lokum síðasta tímabils, en fyrirbærið Nútíminn líður bara hraðar og hraðar! Bregð aðeins að þessu tilefni á smá leik hér fyri neðan og spái svona nett kæruleysislega í leikina tíu. Engin djúphugsuð speki þarna á ferðinni, en samt nokkuð rökréttar spár held ég! Arsenal - WBA -Fyrsti leikur tímabilsins í hádeginu á morgun. Held að þetta gæti orðið svolítið strögl hjá liðsmönnum Vengers, vantar marga af fastamönnunum og það er alltaf mikill baráttuhugur í nýliðum í fyrsta leik. Segir líka svo hugur um, að Scott Carson verði í stuði í markinu, en Arsenal hefur þetta þó með herkjum, Spá: 2-1 Bolton - Stoke Veit að vinur minn Jói í Svíþjóð er að tapa sér af spenningi, hefur fylgt Stoke gegnum þykkt og þunnt í meir en þrjátíu ár!Bolton var í miklu vandræðastandi lengst af í fyrra, skiptu um sjtóra, Samme Lee og björguðu sér fyrir rest. Tímabilið verður Stoke örugglega erfitt, en ætla þó að vona að þeir byrji bærilega. Spá: 1-1. Everton - Blackburn Engin annar en paul Ince stjórnar nú Blackburn og þar hafa nokkrar breytingar átt sér stað, m.a. Friedel markvörður farin til Villa. Everton með Mois verður örugglega áfram á Evrópusætaslóðum í vetur, en held samt að þar verði ekki um Meistaradeildina að ræða. Spá: 1-0 Hull – Fulham Fulham bjargaði sér með ævintýralegum hætti frá falli í vor og ég gæti alveg trúað að þeir standi sig áfram á þessu tímabili. Andi Johnson komin m.a. og verði hann í stuði með liðinu er það til alls víst. Hull, það gamalgróna “Fiskiþorp” komst öllum að óvörum upp í vor og hefur sankað að sér fullt af leikmönnum. Veturinn verður samt erfiður og ásamt Stoke frekar en WBA, óttast ég að þeir verði þaulsetnir í fallsætunum í allan vetur. Spá: 1-2 Middlesbro - Tottenham “Tottararnir hafa verið á mikilli siglingu í undirbúningsleikjum sínum og ég held svei mér að liðið verði í baráttu um Meistaradeildarsæti! Keene að vísu farin til minna manna í Liverpool og Berbatov sagður á leiðinni til Man. Utd, en það er engin hörgull á sóknarmönnum hjá Spurs og Darren Bent hefur m.a. blómstrað í æfingaleikjunum. Boro er dálítið erfitt að sjá út, en ég held þó að liðið sigli lygnan sjó í vetur, verði jafnvel á Evrópðusætaslóðum, eða í baráttu um þau. Spá: 1-3 West Ham - Wigan Ýmislegt að gerast hjá liði Björgólfs í London og áfram einhver meiðsli, en samt á liðið að geta staðið sig og rúmlega það með hinn snjalla Curbisley við stjórnvölinn. Vigan var í bölvuðu basli lengst af í fyrra og svo verður held ég áfram í vetur, liðið verður líklegast í neðri hlutanum. Spá: 3-1 Sunderland - Liverpool Á sama tíma fyrir ári var ég mjög bjartsýnn fyrir hönd minna manna frá Bítlaborginni og það hefur ekkert breyst núna og skiptir engu þótt liðið hafi verið slakt í Belgí fyrr í vikunni. En að sigra strákana hans Roy Keene sem stóðu sig mjög vel í fyrra,eru reynslunni því ríkari nú og hafa auk þess styrkst hygg ég, verður hins vegar ekkert auðvelt svona í upphafsleik móts, öfugt við leik liðana á Stadium og Light í fyrra þegar Liverpool vann mjög auðveldlega 0-2 að viðstöddum þeim harða aðdáanda Sunderland, vini mínum og frænda Gústa og bróður hans Axel. Verður kannski heppnissigur þar sem Torres eða Keene gera gæfumuninn!? Spá: 0-1 Chelsea - portsmouth Chelsea verða áfram mjög sterkir í vetur með Skolari við stýrið, en á ekki von á Hermanni og félögum í Portsmouth eins fengsælum í ár. Spá: 2-0 Aston Vill - Man City Villa tóku FH í bakaríið og virðast koma nokkuð sterkir til leiks. Hef þó horn í síðu þeirra núna út af Barryruglinu,liðið verður þó líklega á slóðum 8 til 12, jafnvel aðeins ofar, í vetur. Allt of mikil leiðindi nú í kringum City, sem tapið íUEFA-keppninni í vikunni bar glöggt vitni um og þetta gæti bara orðið mjög erfiður vetur eftir góða frammistöðu í fyrra undir stjórn Sven-Göran Ericson! Spá: 3-0 Manchester United - Newcastle United Og loks eru það meistararnir gegn liði Kevins Keegan, sem að sjálfsögðu vill ekki missa James Milner, hinn mjög svo upprennandi miðjumann sinn, sem villa er að falast eftir. Eftir að Keegan tók við og náði eftir töluverða byrjunarörðugleika að rétta skútuna við, held ég að Newcastle verði í góðum málum í vetur, á topp tíu. Gæti alveg trúað að þeir tækju stig af United á sunnudaginn, þó heimamenn séu auðvitað sigurstranglegri og hefðu nokkuð svona sanngjarnt unnið portsmouth fyrir viku í leiknum um Samfélagsskjöldinn! Spá: 1-1
Milner fer hvergi segir Keegan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt 16.8.2008 kl. 00:02 | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Magnús
Það er alltaf spennadi þegar nýtt tímbil er að hefjast. Eins og vanalega undanfarin 20 ár eða svo eru þið poolarar vongóðir. Spurning hversu lengi Liverpool nær að hanga í toppbaráttunni?
En ManUtd - Newcastle 1 - 1 Er það ekki óskhyggja að þinni hálfu. Man Uh hefur ekki eins gaman að því að leik við nokkur lið eins og newcastle, á seinasta tímabili held ég að Utd hafi skorað meira en 10 mörk gegn Newcastle í tveimur leikju.
Kveðja frá Genf af heimsþingi WBU
Kristinn Halldór Einarsson, 16.8.2008 kl. 10:58
Takk kærlega Kristinn minn og bestu kveðjur til þín.
Í seinni tíð hefur MU gengið vel með NU, en töpuðu nú sjálfir fyrir þeim 5-0 fyrir áratug eða svo.
Þú mannst nú að Fergusonkarlinn sjálfur var að búast við meiru af Liverpool og í dag segir frá því, að sjálfur Moreno búist við liðinu í baráttunni í vetur, þetta gæti orðið Liverpoolár.
En SVo má alveg búast við fleiri liðum þarna, Tottenham til dæmis og sjálfur á ég von á að einmitt NU standi sig!
Magnús Geir Guðmundsson, 16.8.2008 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.