Fjandinn laus!

Já, andskotans bölvaður fjandinn er bara laus hér inn á mínu ástkæra einkaheimili og hefur verið svo meira og minna seinni hluta dagsins!
Þann tíma og enn þegar ég sit hér við tölvuna og skrifa þetta, hefur allt bókstaflega leikið á reiðiskjálfi líkt og stöðugir jarðskjálftar dynji yfir með vissu millibili!
Hélt raunar fyrst í gær og svo aftur í dag, að þetta væru snöggir skjálftar, en raunin var nú önnur, þótt krafturinn sé vart minni en af svona styrk upp á 2 eða 3 á Richerkvarða!?
Nei, þetta eru varlega sagt steypuframkvæmdir, m.a. malbikun og boranir að því er virðist, hjá eða við hús hér hinum megin við götuna, á plani þar þó ekki mjög stóru og við byggingjuna.
En gott og blessað kannski væri þetta, ef aðallætin og krafturinn í verkinu væru á venjulegum vinnutíma, en ekki fyrst sett á fullt um kl. hálf fimm eða hvað það nú var og standa enn nú þegar hún er farin að ganga tíu!
hvort sem það er nú svo á vegum bæjarins eða verktaka, þá er þetta fyrir neðan allar hellur og mér skapi næst að kvarta og jafnvel kæra þennan óskunda.
En eins og þetta sé nú ekki nóg,´hverjir haldið þið svo að séu beint eða óbeint að valda þessum fjárans látum og ónæði á friðarins og sumarsælu ágústkvöldi?
Nei, ekki einhver ónefndur hús- eða íbúðareigandi sem kann ekki að skammast sín, veldur þessu líka ónæði að myndir hafa jafnvel dottið niður af hillum í verstu látunum!
Ónei, þessar framkvæmdir fara fram hjá...

...HVÍTASUNNUKIRKJUNNI!?
Á plani við kirkju safnaðarins hér í bæ!

Ekki verður þetta nú til þess að hún vaxi í áliti hjá mér, en þetta þurfti kannski ekki til, hef aldrei komið inn í kirkjuna þótt ég hafi verið í nágreni við hana nánast frá því hún var reist!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú er að vippa sér yfir og þjóna hvítasunnuguðinum.  Hann er að kalla... Magnús Geir... Magnús Geir

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þeir eru eflaust að bora niður til vítis - til að slökkva.

Hvítasunnu-Guðinn er sami og menn tala um í flestöllum öðrum kirkjum hérlendis. Þeir bara trúa á hann meira í Hvítasunnunni... og eiga Biblíur til að lesa, ekki bara til að safna ryki í hillum.

Ingvar Valgeirsson, 13.8.2008 kl. 22:55

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ussuss Jenný, hvernig dettur þér annað eins í hug, að Skreppur eins og ég hljóti náð á slíkum bæ, útilokað!

Jamm Ingvar, hef nú aðeins reyndar hugmynd um þetta, viðurkenni það, ónefndir einstaklingar sem við þekkjum báðir innanbúðar þarna. En etu nú svo viss um að borarnir séu svo langir og aflmiklir að þeir nái alla leið til Andskotans!?

Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Eru þeir ekki bara að bora eftir , "gulli", þeir eru svo moldríkir þarna hjá Hvítasunnuguðinum, þetta er kannski rétt hjá Ingvari að þeir séu að bora niður til þess ljóta í Víti,  að ná í gullið sem hann hefur verið að smygla fyrir þá.  -  Þeir eru nefnilega orðnir svo strangir í tollinum, varðandi innflutning, að það verður að notast við aðrar leiðir, og því ekki að nýta sér kunningsskapinn við þann í neðra.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 02:24

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Lilja mín´Guðrún, það væri þá stærsta SAMRÁÐ sögunnar!

En já, nógu er allavega reisuleg kirkjan þeirra, viðbyggingin og svo leikskólin að auki sem rekin er við kirkjuna, hefur nú kostað ærin skildingin. EF ekki "úr neðra" þá má hamingjan vita hvaðan þeir hafa fengið aurin í þetta!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.8.2008 kl. 03:54

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Við vitum báðir hvaðan þeir fá aurana (aur í eintölu þýðir annað) - safnaðarmeðlimir eru margir og greiða allir til kirkjunnar, enda er það þeirra eigin stofnun. Þá safnast saman, það er ekki flóknara en það.

Af hverju heldurðu að þú fáir ekki náð innan kirkjunnar? Hún er jú stofuð til að útdeila Guðs náð, eða á allavega að vera það. Mun verri menn en þú hafa fangið náð innan veggja Hvítasunnukirkjunnar og jafnvel breyst allnokkuð til hins betra.

Annars veit ég ekki hvernig Akureyrardeild kirkjunnar er þessa dagana, en þetta var hin fínasta stofnun í gamla daga. Forystusauðurinn þessa dagana er reyndar maður sem ég er ekki alltaf alveg sammála...

Ingvar Valgeirsson, 15.8.2008 kl. 10:27

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha Ingvar minn, ekki laust við að trúboðstónn sé í þér, kannski lítill predikari að pukrast?

En taktu þessu nú ekki of alvarlega,svo hygg ég að engar áhyggjur þurfi að hafa af minni velferð, hef hlotið náð fyrir augum margra og er stundum meira aðs egja í náðinni hjá fögrum meyjum jafnt sem "Föðurnum í Efra"!

ER líka heittrúaður efasemdarmaður, eins og allir skynsamir menn eiga að vera, t´rua, en ekki blint!

En þessi ónefndi forvígismaður, er það kannski barnaskólakennarinn úr Eyjum, Snorri í Betel?

Magnús Geir Guðmundsson, 15.8.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband