Lengra - Hærra - Hraðar!

-Olympíuleikarnir í Kína að hefjast-

Stærsta og ein allramerkasta menningar- og íþróttasamkunda mannkynssögunnar, fyrr sem nú, Olympíuleikarnir, verða formlega settir á morgun kl. 12.00 að íslenskum tíma!
Í skugga nokkura deilna um réttmæti og traust í garð gestgjafanna, Kínverja, að þeir hafi ekki staðið við sitt varðandi bætt mannréttindi og að bæta þætti varðandi keppnishaldið, minnka mengun o.s.frv. er þessi mikli viðburður já að hefjast og mun væntanlega draga fram mörg afrek, færa sumum gleði, en öðrum sorg, sem endra nær í sínu stórkostlega sjónarspili!
Íþróttir og pólitík fara aldrei saman, en samt er saga nútímaleikanna því miður allt of mikið mörkuð af deilum slíkum og það svo mjög, a'ð gengið hefur nærri tilveru leikanna.Ekki s´síst var það svo á dögum kalda stríðsins, en sem betur fer stóðu leikarnir þetta af sér þó t.d. leikarnir í Moskvu 1980 og í Los Angeles 1984, hafi verið ílla lemstraðir af deilum Kananna og Sovétsins.
og núverandi forseti Kana, bush, er þessa dagana eitthvað að æmta reiðilega í átt til gestgjafanna, mjög tilhlýðilegt svona nokkrum klukkutímum áður en leikarnir hefjast, en vegna þess að hann ætlaði nú sjálfur að mæta til að skemmta sér (væntanlega) þá passaði karlinn sig á því að blása ÁÐUR en hann kæmi til Kína, en mun væntanlega bara brosa og segja hæ vi "vondu karlana" hina sömu þegar hann svo hittir þá!
Ekki laust við að orði hræsni komi manni í hug, en annars ekki meir um það, þetta átti líka að vera hugleiðing um leikana sjálfa, ekki leiðindin sem í kringum þá skapast.

Fyrirsögnin er auðvitað ein helstu einkennisorð leikanna, þar setja menn ´sér þau markmið að ná lengra, hærra og hraðar í sem víðtækustum skilningi og þá ekki bara til að sigra, heldur að gera þannig sitt besta, bæta sig, en hafa jafnframt í huga önnur orð og ekki síður mikilvæg í huga, að það geti verið mikilvægara að vera með, taka þátt, en endilega að sigra!
og þetta held ég að flestir íþróttamenn geri sér grein fyrir, Olympíuleikarnir eru ekki bara keppni, heldur miklu meira og stórfenglegra fyrirbæri en flestir aðrir viðburðir og það sé sigur út af fyrir sig og heiður að fá að taka þátt í þeim.

En auðvitað eru leikarnir vettvangur hetja og mikilla afreka og þar höfum við Íslendingar bara glettilega margs að minnast!
Fyrst auðvitað silfurpenings Vilhjálms Einarsonar 1956 í Melbourne í Ástralíu, sem ég er auðvitað ekki nógu gamall til hafa upplifað, en hef séð myndir af og gert mér grein fyrir hversu mikið afrek var. Síðan líða nær þrír áratugir, eða til '84 þegar bjarni Friðriks vinnur svo óvænt brons í -90 kg. flokki í Júdó og því gleymi ég nú aldrei! brons Völu í Sydney árið 2000 og fjórða sæti Arnar Arnarsonar í 200 m. baksundi á sömu leikum og sjöunda sæti Guðrúnar Arnar í 400 m. grindahlaupi sömuleiðis gríarlega minnisstæð afrek auk fleiri auðvitað, Þórey Edda í 5 eða 6 sæti í Aþenu fyrir fjórum árum í stönginni og Einar Vilhjálms og Sigurður Einars í 5 og 6 sæti í spjótkasti (Einar að sjálfsögðu sonur vilhjálms Einarssonar silfurverðlaunahafa í þrístökkinu '56) í spjótkasti í Seoul og Atlantaleikunum ef mig minnir rétt.
Afrek Rúnars Alexsanderssonar á bogahesti í Grikklandi þar sem hann komst í úrslitin, að ég tali nú ekki um fjórða sæti handboltalandsliðsins í Barcelona 1992, má svo heldur ekki gleyma að nefna, sömuleiðis mikil afrek hjá lítilli en stórhuga þjóð!

Núna veit ég hins vegar ekki alveg hvað halda skal með árangurinn, vona bara að allir geri eins vel og þeir geti og bæti sig ef til vill og þá er mikils að fagna í sjálfu sér.
Er ekkert bjartsýnn með handboltaliðið, en í ljósi reynslunnar er aldrei að vita og allt getur svo sem gerst. Nái liðið upp úr riðlinum, er sérstaklega spennandi, þá gæti jafnvel lítið ævintýri farið að gerast!
Eina tilfinningu hef ég þó haft síðustu dagana er ég hef hugsað um leikana, er að það kæmi mér ekki á óvart að Örn Arnarson gerði einvherjar rósir, færi jafnvel alla leið í úrslitasund í 100 bak eða 200 til dæmis!

En hvað sem því líður, þá verður mikil og viðburðarrík veisla í gangi næstu vikurnar, sem fáa eða enga á sér líka!
Eiga landsmenn bara að reyna sem best að njóta hennar og fylgjast með fulltrúm sínum sem mest, senda þeim stuðning og góða strauma til Kína!


mbl.is Kínverjar segja allt tilbúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hvenær byrjar handboltinn?

Hólmdís Hjartardóttir, 7.8.2008 kl. 23:44

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð Hólmdís!

Hann byrjar nú bara strax á laugardeginum með leik við rússa! Á þó eftir að sjá hvenær nákvæmlega. Badmintonstúlkan okkar hún ragna Ingólfs byrjar þetta hins vegar rúnlega níu á laugardagsmorgninum, spilar við einvherja japanska stúlku.

Magnús Geir Guðmundsson, 7.8.2008 kl. 23:49

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Virðist hafa verið að bulla hér að ofan, samkvæmt textavarpinu er leikurinn á aðfararnótt sunnudagsins, útsending hefst kl. 2.35 um nóttina! Badmintontíminn líka ekki réttur, líklega staðartími, byrjar líklega um 1.30 eftir miðnætti annað kvöld.

Magnús Geir Guðmundsson, 8.8.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband