24.7.2008 | 23:24
TÝR - Færeyskt rokkævintýr!
Alltaf þegar færeyska Víkingaþungarokksbandið tý hefur borið á góma, dettur mér oftar en ekki skemmtileg minning í hug um heimsókn þeirra á rás tvö árið 2002, er þeir voru að taka landan með trompi. Þá sat og ég undirstrika SAT útvarpskonan þokkafulla Hrafnhildur Halldórsdóttir við hljóðneman og nánast missti sig í hrifningarvímu að sjá drengina ganga í hljóðver og sagði eitthvað á þessa leið: Oh, ég KIKNA bara í hjáliðunum að sjá þessa stráka, þeir eru svo sæætir!
En burtséð frá útliti, þá hefur þeim kumpánum gengið margt í hag frá þessum tíma og nú þegar fjórða platan var að koma út ekki alls fyrir löngu, er ekki úr vegi að tíunda ferilinn aðeins!
- 1998: Hljómsveitin stofnuð.
- 2002: Hjólin fara strax að snúast hratt. Hljómsveitin sendir í janúar frá sér fyrstu plötuna "How Far to Aasgard". Sigrar um svipað leyti í dönsku hljómsveitakeppninni "Melody Makers" sem besta hljómsveitin (valin af dómnefnd) og vinsælasta hljómsveitin (valin af áheyrendum). Guðni Már Henningsson spilar á rás 2 upptöku frá dönsku hljómsveitakeppninni flutning Týs á "Orminum langa". Hlustendur rásar tvö sýna einhver öflugustu viðbrögð sem um getur. Næstu daga rignir yfir starfsmenn rásarinnar óskum um að heyra þetta lag aftur. Svo spaugilegt sem það er þá stóðu þeir í þeirri trú að þetta væri norsk hljómsveit. Íslendingar þekktu ekki færeyska tónlist og það hvarflaði ekki að þeim að til væri færeyskt rokk. Þegar þeir hringdu inn báðu þeir um að fá að heyra aftur norska lagið um "Orminn langa".
Lagið varð fljótlega vinsælasta óskalagið í sögu rásar tvö og undrandi Íslendingar lærðu að þetta væri færeyskt lag í flutningi færeyskrar hljómsveitar.
AF sinni alkunnu markaðssnilli og ódrepandi áhuga á flestu sem færeyskt er, brá minn gamli félagi og gæðablóð, Jens Guð skjótt við í kjölfarið og taldi Kristinn Sæmundsson, ( alltaf kallaður þá Kiddi í Hljómalind eða Kiddi Kanina.) annað mikið gæðablóð á að flytja plötur með tý inn og að koma sveitinni sjálfri hingað til tónleikahalds!
Kiddi er alltaf svo stórhuga að hann bókaði hljómleika með Tý vítt og breitt um landið: Reykjavík (tvennir hljómleikar), Kópavog, Keflavík, Selfoss, Akureyri.
Man nú ekki hvernig þetta gekk hér nyrðra, en fyrir sunnan var víst troðið út úr dyrum. Hljómleikarnir í Smáralind slógu aðsóknarmet og biðröðin eftir eiginhandaráritunum varð sú lengsta sem menn hafa séð fyrir framan Skífuna í Smáralind. Á Selfossi voru fleiri utan dyra - sem komust ekki inn - en innandyra.
"Ormurinn langi" varð vinsælasta lagið á Íslandi og í Færeyjum 2002. Vikum saman sat "How Far to Assgard" í 1. sæti sölulistans á Íslandi og í Færeyjum. Hérlendis seldist platan í um 4000 eintökum og er ennþá að seljast enn þann dag í dag.
Týr hefur nokkrum sinnum síðar komið til Íslands og haldið vel sótta hljómleika. Vinsældir Týs opnuðu fyrir það sem hefur verið kallað "færeyska bylgjan" á Íslandi. Allt í einu uppgötvuðu Íslendingar að eitthvað rosalega spennandi var í gangi í færeyskri tónlist: Eivör, Makrel, Brandur Enni, pönksveitin 200, djasshljómsveitin Yggdrasil, Teitur, Jógvan, Rassmus, Valravn og svo framvegis.
Týr opnaði dyr sem síðan hafa verið galopnar inn í færeyska tónlist.
- 2003: Önnur plata Týs, "Eric the Red", kom út. Nokkrum vonbrigðum olli að þar var ekki neinn verðugur arftaki "Ormsins langa". Platan í heild var betri en frumburðurinn en vantaði "smell".
Týr fór að vekja athygli vítt og breitt um Evrópu. Spilaði á hljómleikum út og suður og komst á kort. Næstu ár var hljómsveitin upptekin við að koma fram á ótal "festivölum" víðsvegar um Evrópu. Fékk svo plötusamning hjá austuríska þungarokksfyrirtækinu Napalm Records. Það er hátt skrifað á alþjóðamarkaði þungarokks og er afskaplega vel tengt. Er ekki með mjög margar hljómsveitir á sínum snærum en sinnir þeim mjög vel og það er gæðastimpill að vera á merki Napalm Records.
- 2006: þriðja plata Týs, "Ragnarök".
- 2008: 4ða plata Týs, "Land". Hljómsveitin er komin inn á alþjóðamarkað. Lög af plötunni fylgja safndiskum vinsælla enskra þungarokksblaða á borð við Metal Hammer og Rock Sound. Þar eru lögin í slagtogi með lögum hljómsveita á borð við Sepultura og Soulfly.
Í dag er Týr í þeirri aðstöðu að velja og hafna tilboðum um hljómleika á festivölum. Eftirspurn er meiri en hljómsveitin getur sinnt.
Í áranna rás hafa orðið mannabreytingar hjá Tý. Á tímabili spilaði með Tý á gítar Ottó B. Arnarsson frá Mývatni. Hann túraði með þeim á hljómleikum en það reyndist vera flókið dæmi að vera með einn Íslending innanborðs í færeyskri hljómsveit.
Hef á undanförnum vikum verið að hlusta á Land og er bara nokkuð svo hrifin af þessu verki,færeyskum þjóðlögum smellt í þrælþéttan og kraftmikin búning svo vel hristir upp í manni!Svo er þarna líka eitt ættað frá Ísa kalda landinu hygg ég, Brennivínsvísur sem skemma nú ekki fyrir.
Svolítið seintekin, krefst af manni góðri hlustun, en það fer ekkert á milli mála að Týr er komin á góðan alþjóðamælikvarða og á skilið þá athygli sem tíunduð er að ofan!
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fín yfirferð hjá þér Magnús yfir flotta hljómsveit. Ég er frekar svag fyrir færeyingum og því sem færeyskt er. Kom nokkru sinnum til Færeyja sem UNGUR maður, í kringum tvítugt, og varð afskaplega hrifinn af Fæeyrjum og færeyjingum.
Kristinn Halldór Einarsson, 25.7.2008 kl. 09:34
Já, mikið rétt Kristinn Halldór, færeyingar eru hin merkasta þjóð og við Íslendingar erum sem betur fer meir og meir að sannfærast um það. Til dæmis ekki hvað síst að þakka jaxlinum Jens Guð, sem mjög ötull hefur verið í vel á annan áratug að kynna sem flest er færeyskt er, en þó einkum og sér í lagi tónlist þaðan!
Magnús Geir Guðmundsson, 25.7.2008 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.