Og STefán páls er örugglega ekki glaður með það!

Spekingurinn og forvígismaður samtakanna um herlaust Ísland, hann Stefán Pálsson, er sá eini í augnablikinu sem ég man eftir að haldi með Luton Town hér á landi, en þeir finnast e.t.v. fleiri. kaninka.net/stefan er slóðin á bloggið hans, þar sem Luton hefur einmitt oft verið umfjöllunarefnið auk margs annars, sem STefán hefur fjallað um á kómiskan hátt oft á tíðum. En með þetta gantast hann nú varla, enda ekkert grín og ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þetta leitt í aðra röndina, á gamla heimavellinum þeirra Lutonmanna, Kenilworth road, sá maður oft mjög skemmtilega leiki og fínir leikmenn á borð við Brian Stein, Mick Harford og Paul Walsh, glöddu augað í á tímabili léttleikandi liði! (erum að tala um fyrir svona 20 til 25 árum minnir mig)

Í Luton er litlu að fagna,
er litið er fram á veginn.
örlögin upp eru dregin,
og andskotans búið að magna,
falldraug fyrir þá greyin,
svo frekar ei verði til sagna!

Allavega er nú mikil hætta á að félagið verði ekki til frekari afreka, framtíðin er nei ekki björt!


mbl.is Luton hefur leik með 30 stig í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

vonandi að þeir taki leeds sér til fyrirmyndar og næstum, já næstum komist upp þrátt fyrir bömmerinn.

ef þeir gera þeir ekki enda þeir tímabílið með mínusstig. sem er nú bölvaður mínus og ekki til fyrirmyndar.

arnar valgeirsson, 15.7.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehe, það er nú reyndar hægara sagt en gert að leika þetta eftir þínum mönnum Arnar og Luton er nú ekki stórveldi á borð við Leeds heldur!

Og þeirra mínus var líka aðeins minni ekki satt!?

Magnús Geir Guðmundsson, 15.7.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vísan er góð

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2008 kl. 11:03

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja, fyrst þú segir það mín góða Vestfjarðavalkyrja, þá hlýtur eitthvað að vera til í því.

Kærar þakkir!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.7.2008 kl. 13:00

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll hvað kallarðu þennan braghátt Magnús. Flott vísa. Hvernig líst þér á horfur hjá M City. Það er mitt uppáhaldslið. Fer ekki bara Eiður þangað...Það yrði toppurinn hjá mér kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.7.2008 kl. 00:02

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð Kolla!

Þær eru allavega mun bjartari horfurnar þar en hjá Luton og ég á ekki von á öðru en gamli Unitedframherjinn mark Hughes geti gert góða hluti þarna! Að vísu kom engin Ronaldiniho, en Indonesin ríki þarna fv. forseti eða forsætisráðherra virðist hafa hug á að dæla peningum til leikmannakaupa!

Hef ekki hugmynd um hvað kalla á þessa samsuðu, þetta vellur stundum bara svona út úr mér garminum þegar síst skildi!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.7.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 218209

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband