"Bara ef það hentar mér"!

Það er ekkert nýtt sjónarmið hjá Jóni Teinari, að draga próf og rannsóknir sálfræðinga sem gögn í sönnunarfærslu í efa, eða telja þau eiginlega bara marklaus og byggð frekar á samúð með skjólstæðingunum frekar en hávísindalegu mati.
Það gerði hann í hinu fræga "Prófessorsmáli" fyirr nokkrum árum og tókst með einstökum hætti sem verjandi þessa prófessors, að fá hann sýknaðan fyrir hæstarétti af ásökunum dóttur um áralangt kynferðisofbeldi.
Ætla ég nú ekki að rekja það mál mikið frekar hér, er sja´lfsagt mörgum enn í fersku minni, en þar gilti tilvitninin hér í fyrirsögninni í lag STuðmanna svo sannarlega um JS, því álit annara sérfræðinga af öðrum sviðum, sem hann dúkkaði upp með í hæstarétti og átti sér enga hefð né hliðstæðu að sagt var, voru þá aldeilis góðir og gildir pappírar til að hrekja gríðarlega miklar rannsóknir á ákæranda af mörgum sérfræðingum (og ekki bara sálfræðingum) í augum JS og þar með styðja orð skjólstæðings hans um sakleysi og það þótt viðkomandi sérfræðingar hefðu sjálfir ALDREI rannsakað stúlkuna né einu sinni komið nálægt henni!
Og að einhverjum óskiljanlegum ástæðum sem mér og fleirum eru hulin ráðgáta, tók hæstiréttur þessi plögg gild og sýknaði manninn!
Síðan hefur hins vegar mikið vatn runnið til sjávar, en enn deila menn um þennan dóm og þessi óheppilega ritdeila nú hjá JS og Eiríki tómasyni, e.t.v. afleiðing af því!?
mbl.is Mikilvæg tól í dómsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Áfallastreituröskun.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.7.2008 kl. 17:37

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, finnst þér þetta ekki vont orð og langt?

bæði erfitt að skrifa og muna!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.7.2008 kl. 19:08

3 identicon

Jón Steinar vildi líka leyfa vímuefni hér á landi, svipað og hollendingar gera og þegar hann var beðinn að rökstyðja þá skoðun sína (sá það í sjónvarpsviðtali), þá fórnaði hann höndum og sagði: "þvi að staðreyndirnar hrópa á okkur". Hann hafði hins vegar ekki fyrir því að tiltaka hvaða "staðreyndir". Hann hefur þá væntanlega ekki gengið um götur Amsterdam að næturlagi eða séð nein gögn um kostnað íslenska samfélagsins af öllum þessum fíklum sem eru sjúklingar og óvinnufærir vegna neyslunnar. Hann á þá líklega ekki heldur sjálfur börn sem hafa orðið fyrir barðinu á barnaníðingum. Er mark takandi á svona manni?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 19:08

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ef til vill ekki nema von að þú spyrjir Húnbogi minn, en rétt mun það vera, að JS er gamall frjálshyggjupostuli. Hann á víst góðan slatta af börnum, en hefur nei vonandi ekki upplifað það að neitt þeirra hafi verið misnotað kynferðislega, ekki hægt að óska neinum slíks, þó hann myndi sjálfsagt hugsa öðruvísi ef svo væri.

Magnús Geir Guðmundsson, 9.7.2008 kl. 23:18

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er nú ekki alveg rétt að það eina sem hann hafi sagt um lögleðingu fíkniefna hafi verið "af því að staðreyndirnar hrópa á okkur". Hann hefur skrifað einhver lesendabréf um málið og tekið þátt í umræðum og komið með býsna sterk rök, enda er hann jú á því að hver eigi að velja fyrir sig. Minnir þó að hann hafi ekki hafið umræðuna sjálfur, heldur svarað því sem hann var spurður að. Hann er, eins og félagi minn sagði í morgun, óheyrilega mikill prinsippmaður. En hann hefur tjáð sig mun oftar og meira en í þessu tiltekna viðtali og virði ég hann fyrir að standa á skoðunum sínum, þrátt fyrir að ég sé síður en svo sammála honum.

Eins eru rök hans varðandi kynferðisbrotamál skiljanleg. Ef það eru ekki haldbærar sannanir á ekki að dæma, að hans mati. Hann hefur jú bent á að sálfræðinga er hægt að blekkja og það hefur verið gert. Þó svo sönnunarbyrðin sé erfið á það ekki að bitna á ákærða að sanna sakleysi sitt, heldur ákæruvaldinu að sanna sekt hans. Eins ritaði hann ákaflega hressandi lesendabréf þegar Kio Briggs var neitað um bætur eftir að hafa setið inni lengi áður en hann var sýknaður. Þrátt fyrir að mér sjáfum þyki líklegra en ekki að hann hafi verið sekur er þetta fordæmisgefandi mál og því t.d. mun erfiðara en áður fyrir þá, sem saklausir sitja í varðhaldi fram að réttarhöldum, að fara fram á skaðabætur.

Að lokum -  Magnús - af hverju myndi hann hugsa öðru vísi ef hann hefði sjálfur eða fjölskylda hans lent í einhverjum voðaatburðum sbr. kynferðisofbeldi eða eiturlyfjavanda? Ef persónulegir harmleikir færu að hafa áhrif á störf hæstaréttardómara á hann ekkert erindi í djobbið og ætti að segja af sér.

Ingvar Valgeirsson, 10.7.2008 kl. 12:40

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Ingvar minn!

Nú er það annar gítarsnillingur sem hér leggur orð í belg og hann verður að svara fyrir sig um viðhorf JS til fíkniefna. En hann er þarna augljóslega að vitna í eitthvert ákveðið viðtal og orð JS í því, en segir ekki að það hafi þar með verið það eina sem hann hafi fyrr eða síðar tjáð sig um efnið.

Man aðeins eftir Briggsmálinu, en það óskilt deilunni nú.

Það er einfaldlega sjálfsögð kurteisi og til marks um háttvísi, að virða skoðanir annara og ætti ekki að þurfa að brýna fyrir fullorðnu fólki svona almennt, en því miður er þó samt víða pottur brotin hvað það varðar í blogginu, svo sorglegt er oft á tíðum!Við ræddum fyrir nokkru um kynferðisafbrotamál og slíka glæpamenn, þú skrifaðir sjálfur einvherja pistla ef ég man rétt vegna þess að einn slíkur ógæfumaður hafði leitað á börn teinsnar frá heimili þínu ef ég man rétt?

Þannig hefur svo skipast með meðhöndlun á slíkum mönnum og sömuleiðis þeirra fórnarlömbum, að þeir sem helst hafa getað fengist við að hjálpa eru fyrst og síðast SÁLFRÆÐINGAR og geðlæknar.Sérfræðingar í fleiri greinum koma auðvitað líka við sögu og við krafta þeirra hafa dómstólar, verjendur jafnt sem ákæruvaldið, stuðst við í langan tíma, sínum málstað.

Kynferðisafbrotamál og kannski þá sérstaklega sifjaspell, eru án mikils vafa erfiðustu mál sem dæmt er í og meðhöndlun alvarlegra veila sem orsaka slíka glæpi, þar að leiðandi eitt það erfiðasta og flóknasta sem vísindin glíma við.

EF taka ætti þennan pól í hæðinni sem JS boðar og til dæmis hætta að viðurkenna sálfræðigreiningar og ýmis mjög ýtarleg próf sem þróast hafa mjög til hins betra me meiri þekkingu, því skjólstæðingarnir gætu alltaf til dæmis verið að blekkja eða að samúð sérfræðinga hefði fyrirfram myndast svo niðurstaðan yrði alltaf röng eða hlutdræg, þau geti semsagt aldrei dugað eða verið fullnægjandi göfn í sönnunarfærslu, þá yrðu eftir mjög skamman tíma engin slík brot lengur kærð!

Innan luktra dyra heimilisins þar sem kannski og raunar oftast engin er til frásagnar nema ofbeldismaðurinn og fórnarlambið, ætti þér að vera deginum ljósara Ingvar ef þú hugsar þig vel um, að sönnunarbyrðin er þyngri en hægt er að ímynda sér fyrir EINMITT ÞÁ SEM REYNT HAFA! Ég myndi eiginlega vilja ganga hart að JS og fá hjá honum, hvernig ætti eiginlega að bregðast við í staðin undir slíkum hryllingsaðstæðum, hvaða tól ættu að koma í staðin til dæmiser ættu að notast til að færa sönnur eða leiða sterkar líkur á slíkum glæpum? Þú treystir þér varla til að svara því Ingvar?

Spurningin þín síðast er því ekki mjög góð finnst mér og þú leggur skilning í þessi orð mín um að "hann myndi sjálfsagt hugsa öðruvísi" sem þar með væri ég að meina að hann hefðaði sér öðruvísi í starfi.

Það er rangt hjá þér, ef hann hins vegar hefði haft slík ógeðfeld kynni nálægt sér, hefði hann kannski já eða sjálfsagt meiri hemil á sér er hann í sínu kappi við að hafa sitt fram, vinna sitt mál,o.s.frv. og notaði ekki slík meðöl og vopn sem að kasta rýrð á störf sálfræðinga með eða án aðstoðar annara eins og gerðist í "Prófessorsmálinu" og þá ekki síður eftir að það mál var til lykta leitt í hæstarétti!

Þú ert svo glúrin að finna þér efni á netinu, hvet þig til að finna til dæmis skrifin sem urðu á milli Js og móðursystur stúlkunnar sem kærði, Önnu Guðnýjar Valdimarsdóttur, en ekki síður milli Jóns og Dr. Gunnars Hrafns birgissonar sálfræðings, þar sem mér skilst nú að annar hafi heldur farið halloka!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.7.2008 kl. 18:29

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, ég treysti mér nú ekki til að segja hvernig ætti að dæma í málum hvar sönnunargögnin eru af skornum skammti - enda er það jú ekki mitt að ákveða. Hinsvegar skil ég vel hvað JS er að meina, fólk hefur farið að ósekju í svartholið vegna framburðar "sérfræðinga". Heill 60 minutes-þáttur fyrir allnokkrum árum fjallaði einmitt um fólk sem hafði setið inni fyrir barnaníð og aðra kynferðisglæpi sem svo kom í ljós að það var alsaklaust af, fólk sem sat inni fyrir framburð sálfræðinga og annara fræðimanna.

Svo er það jú hin hliðin, æði oft liggur málið morgunljóst fyrir þó beinar sannanir skorti. Það væri efni í aðra grein.

Þessi mál eru jú ívið vandmeðfarnari en önnur.

Ingvar Valgeirsson, 10.7.2008 kl. 18:48

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Allt er mögulegt og allt er til í henni Ameríku Ingvar. Hafðu það svo hugfast, að samanburður við glæpatíðnina þar og hér er ekki alveg sanngjarn né raunhæfur nema að litlu leiti. (þó vissulega hafi tíðnin í alvarlegum glæpum aukist eitthvað hér sl. árin auk þess sem hulan hefur smátt og smátt verið að fara af kynferðisofbeldi, fleiri mál kærð)

En allir geta og gera mistök, líka sálfræðingar, en eins og blaðrið hefur víða verið á netinu vegna ritdeilu Jóns Teinars við Eirík, t.d. í þá veruna að stéttin telji sig fullkomna og nánast "handhafa sannleikans" er ekki hægt annað en að hrista hausinn.Og Ingvar, það er alveg á hreinu í mínum huga eftir að hafa fylgst nokkuð vel með, að þau eru miklu fleiri málin, þar sem réttlætið hefur tapað en hitt og fórnarlömbin séu mörg í gegnum tíðina sem aldrei hafa kært, en lifa beygð alla ævi vegna ofbeldisins.En það er sem þú segir kannski efni í aðra umræðu.

EFtir stendur þessi breytni Jóns STeinars, sem jú stendur fast við sitt og það svo fast, að tillitssemi eða óskráðar reglur skipta hann engu ef honum finnst að sér og sínum skoðunum vegið!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.7.2008 kl. 22:28

9 identicon

Fyrsta málsgreinin hjá Magnúsi (6) er nákvæmlega það sem ég vildi sagt hafa en ég vil yfirleitt vera stuttorður og sleppi þess vegna að tíunda atriði sem ég reikna með að allir viti.

Rökin hans JS fyrir að leyfa vímuefni er, að þá losnum við við glæpina sem framdir eru til að fjármagna smygl og kaup á efnunum. og kostnað lögreglunnar við að eltast við þetta lið, vegna þess að það er ólöglegt. Hann athugar hins vegna ekki glæpina sem fólk fremur í vímu, án þess að vera að sækjast eftir verðmætum. Ég hef sjálfur þurft að tjónka við fólk í kókaín og amfetamínvímu og veit að þannig fólk er árásagjarnt og hættulegt. 

Talandi um að hver eigi að velja fyrir sig, þá hafa margir byrjað á þessu eftir að hafa verið beittir þrýstingi eða jafnvel plataðir til að prófa. Það kalla ég ekki að velja.

Í kynferðisbrotamálum er sönnunarbyrðin vissulega mikil á báða bóga, enda sjaldan um áþreyfanleg sönnunargögn að ræða. Þess vegna eru þau líklega erfiðustu sakamálin og eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á þeim. 

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 08:05

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

"þau eru miklu fleiri málin, þar sem réttlætið hefur tapað en hitt og fórnarlömbin séu mörg í gegnum tíðina sem aldrei hafa kært, en lifa beygð alla ævi vegna ofbeldisins"  - þetta er kórrétt, Magnús. En á hinn bóginn má spyrja hvort ekki sé skárra að sýkna tíu seka menn en sakfella einn saklausan?

Húnborgi, þetta er laukrétt, fólk er fífl æði oft undir áhrifum ólyfjans. Reyndar líka undir áhrifum áfengis. En ef þetta væri löglegt (sem ég er ekki að mæla með, nóta bene) og fengist gegn lyfseðli eða eitthvað í þá veruna, þá er voðalega lítið eftir af kúlinu sem menn telja vera kringum þetta. Sumir standa í þeirri meiningu að það sé svo kúl að dópa. Það er ekki alveg jafn kúl að vera bara sjúklingur á löglegum lyfjum. Þrýstingum frá félögum gæti minnkað eða horfið í einhverjum tilfellum og spennan við að gera eitthvað sem er bannað er farin. Á móti kemur svo aftur að hingað til lands myndi eflaust streyma einhverjir vesalingar erlendis frá í paradísina hvar ólyfjanin er lögleg.

Annars held ég að skásta leiðin til að minnka eftirspurn eftir ólyfjan væri að stytta opnunartíma skemmtistaða um helgar aftur. Það hefur reyndar líka mikla ókosti en myndi virka í þessum "efnum".

Ingvar Valgeirsson, 11.7.2008 kl. 10:42

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvað þú Ingvar minn hefur haft í huga þegar þú skrifaðir spurninguna á ég erfitt með að ímynda mér, en einhvern vegin á ég erfitt með að trúa yfirleitt að þú eða aðrir hafir slíkt gildismat sem í spurningunni felst.

Að meta frelsissviftingu einhvers eins manns fyrir röð mistaka við málsmeðfer og væntanlega rangra niðurstöðu sem dómur byggist á til sektar, sem þó viðkomandi þarf að öllum líkindum ekki að sitja af sér nema að einum þriðja ef góð hegðun kemur til, til jafns við tíu aðra sem sæta hafa mátt kynferðisofbeldi, en fá enga bót sinna mála eða einhverja sanngjarna niðurstöðu er gæti kallast í þágu réttlætis, finnst mér lítt ígrundaður samanburður og í raun ómögulegur!

Það gengur einfaldlega ekki að taka mismunandi glæpi, eða hinar tvær hliðar dóma, sekt eða sakleysi og meta á vogarskálum!

En auðvitað er það sorglegur og grafalvarlegur hlutur ef saklaus maður er sviftur frelsinu, því er ekki hægt að neita enda fjarri lagi, en til slíks þarf ekki flókin kynferðisafbrotamál, menn hafa verið settir inn á öllum tímum fyrir rangar sakir af hinu margvíslegasta tagi

Magnús Geir Guðmundsson, 12.7.2008 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 218019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband