4.5.2008 | 16:43
Nú er hann Jói glaður!
Hefði einhver haldið því fram við upphaf tímabilsins að SToke City myndi fara beinustu leið upp í úrvalsdeildina á komandi vori, hefðu flestir eða allir bara hrist höfuðið og sagt slíkt bara bull!
Jafnvel harðir stuðningsmenn höfðu ekki of mikla trú á liðinu, leikmannahópurinn hvorki stór né sterkur og óvissa yfir höfuð með hvernig gengið yrði. tímabilið 2006 til 2007, missti liðið að vísu á síðustu stundu af umspilssæti, en en árangur þess tímabils var samt mjög góður.
Meðal þeirra sem ekki var neitt sérstaklega bjartsýnn á gengi Stoke í vetur, var minn kæri vinur Jóhann Skúlason, búsettur í gautaborg í Svíðþjóð til rúmra tveggja áratuga, en ég held mér sé óhætt að fullyrða að meðan Stoke var enn í eigu Íslendinga á sl. áratug, varð hann einn þekktasti stuðningsmaður liðsins frá Íslandi, ef ekki bara sá þekktasti!
Hefur nánast frá frumbernsku fylgt félaginu að málum og verið óhræddur við að minna menn á hetjur liðsins á borð við Sir Stanley Matthews og Gordon Banks auk fleiri.
Óteljandi ferðir hefur hann farið til Englands að styðja sína menn og ekki látið deigan síga þótt leikirnir sem farið hefur verið á, hafi stundum tapast og það ílla!
Veit ekki betur en kappinn hafi verið á vellinum í dag og mikið lifandi skelfing veit ég já hvað hann er glaður núna!
Innilega til lukku gamli félagi!!!
Nú gætu hins vegar fyrrum íslenskir eigendur félagsins og stjórnendur, Magnús Kristinsson, ásgeir Sigurvinsson, Gunnar gíslason og jafnvel STeini karlinn Villa m.a., örugglega hugsað sér að vera eigendur þess ennþá, því þessi frábæri árangur þýðir að tugir milljóna punda koma nú í kassan, allavega 40 til 50 held ég!
En gert er gert, þeir ákváðu að selja og ekkert meir við því að segja!
Aðdáendur Stoke á Íslandi, sem ég held að enn séu nokkrir, fá svo einnig hamingjuóskir hér að lokum!
![]() |
WBA og Stoke City í úrvalsdeildina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
-
Jens Guð
-
arnar valgeirsson
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Big Fats Slim
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
Brynjar Davíðsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Eva Benjamínsdóttir
-
Eygló
-
Gulli litli
-
Heiða Þórðar
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Hlynur Hallsson
-
Hólmdís Hjartardóttir
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Kristinn Halldór Einarsson
-
Kristín Einarsdóttir
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Kristján Kristjánsson
-
Kristján Logason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Oddur Helgi Halldórsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Rannveig H
-
Sema Erla Serdar
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sjónstöð Íslands
-
Solla Guðjóns
-
Steingrímur Helgason
-
Svala Jónsdóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Vefritid
-
Víðir Benediktsson
-
Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir fá eitthvað í sinn vasa gömlu íslensku eigendurnir. Í kaupsamningnum var ákvæði um að ef liðið kæmist í úrvalsdeild yrði kaupverð félagsins hækkað.
arnar (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 17:20
Jájá, ágætt fyrir nokkurn hóp manna að skipta á milli sín tveimur m. punda, um 300 m. ísl. líklega eða svo, en það er bara ekkert í samanburði við það sem hér var um rætt, en talið er að sætið í úrvalsdeildinni færi félaginu, eigendum þess þar með, sem nemur TUGUM MILLJARÐA í íslenskum krónum!
Menn hafa nú séð eftir minna er ég hræddur um, þú sem nefnir þig ARna¨r!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.5.2008 kl. 19:43
áfram Leeds
Einar Bragi Bragason., 6.5.2008 kl. 01:39
Fyrri myndin er augljóslega handa Jóa glaða og hans mönnum til heiðurs. Sú seinni er sérvalin handa yrkjandi boltalandi..
Segðu svo að maður geri ekki allt... well helling allavega.. til að létta þér lundina. 
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.5.2008 kl. 01:56
innlitskvitt hafðu ljúfa viku
Brynja skordal, 6.5.2008 kl. 13:17
Já Saxi, á fram Leeds í umspilsbaráttunni framundan og ekki bara Leeds, líka United hehe!
Takk fyrir þetta laaaangflottasta lafði í Notts og þó víðar væri leitað!
Sömuleiðis þakkir Brynja ferðalangur!
Magnús Geir Guðmundsson, 6.5.2008 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.