Leiðrétting!

Þó ritari þessarar fréttar sé líklega ekki mikill aðdáandi Liverpool, verður hann nú að fara rétt með, ég tala nú ekki um þegar hann leyfir sér að nota orð eins og "Kaupæði"!
Úkraníumaðurinn Andrei Voronin,, sem Liverpool fékk frá Bayer Leverkusen sl. sumar, kostaði ekki krónu, kom á frjálsri sölu.
Brasilíumaðurinn Lucas var ekki keyptur sérstaklega fyrir þetta tímabil, löngu áður, en vegna vandræða með atvinnuleyfi minnir mig eða eitthvað slíkt, varð mikil töf á að hann kæmi til Merseyside!
SVo verður það líka að fylgja, að Liverpool lét fara töluvert á móti þeim leikmönnum sem keyptir voru, t.d. Ditmar Haaman, Craig Bellamy, Zisse hinn franskam.a. Eðlilegt því að nýjir séu fengnir í staðin.
mbl.is Benítez vill styrkja lið sitt verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðeins einn knattspyrnustjóri á Englandi hefur keypt fyrir hærri fjárhæðir heldur en Benitez frá 2004 tímabilinu til dagsins í dag. Það er Móri sem er hættur.
Í dag er Benitez sem sagt sá stjóri í deildinni sem hefur eitt mestu fjármagni í leikmannakaup síðustu 4 árin. Hann hefur keypt leikmenn fyrir 149 milljón pund og selt leikmenn fyrir 65.

Ef einhver knattspyrnustjóri hefur verið með "kaupæði" þá er það herra Benitez. 

Palli (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:51

2 identicon

Ferguson keypti Anderson, Nani, Teves og Hargraves í fyrra, engin afsláttarkaup þar, Chelski eyddi líka.  Heimskulegur metingur, ekkert stórlið er stórt án þess að eyða peningum í leikmenn, Lyon og Arsenal gera minna af því en aðrir, en gera það samt þegar á þarf að halda.  Ef þitt lið er í neðri hluta deildarinnar þá eru nokkrar líkur á því að þeir hafi ekki peninga til að versla, þá heitir þetta öfund, ef þitt lið er í efri hluta deildarinnar þá ertu að kasta grjóti úr glerhúsi. 

Björn (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 10:56

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, rólegur þarna í númer eitt, hér var ekki verið að ræða kaup og sölur sl. fjögra ára, heldur nú og fyrir þessa leiktíð. SVo var verið að leiðrétta rangfærslur í fréttinni.

Magnús Geir Guðmundsson, 2.5.2008 kl. 11:11

4 Smámynd: SJR

Kannski tittlingaskítur en...

ég veit ekki betur en að Carragher hafi hætt með landsliðinu á síðasta ári og telst því ekki landsliðsmaður

Fréttaritari greinilega óhlutdrægur og með hlutina á hreinu!

SJR, 2.5.2008 kl. 13:31

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þekki ekki þetta dæmi um Carragher, en blaðamenn Moggans mega stundum vanda sig betur.

Magnús Geir Guðmundsson, 2.5.2008 kl. 14:17

6 Smámynd: SJR

Já, svo sannarlega

Stafsetningarvillurnar í tiltekinni frétt eru hreinlega til skammar

SJR, 2.5.2008 kl. 15:51

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ég hef nú minni áhyggjur af stafsetningarvillunum en staðreyndavillunum, þær fyrrnefndu skaða ekki fréttaflutningin nema kannski í undantekningartilvikum, en hinar eins og hér gerist eru vont mál!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.5.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband