24.4.2008 | 17:23
Já, það er komið sumar!
Hérna norður í landi heilsar sumarið með sönnum glæsibrag, glaðasólskin verið í dag og hitin yfir 10 gráðum!
Þá mun hafa frosið saman í nótt, sem þjóðtrúin gamla segir okkur að boði gott!
Síðasta sumar var fyrir stóran hluta landsins svo, þannig að ég bind vonir við að réttlætinu í þeim efnum verði sanngjarnt skipt einnig í ár.
Hitt og þetta hef ég annars pjakkurinn sett saman um árstíðarnar, þar með talið um sumarið og þá misjafnlega alvöruþrungið eins og gengur!
Sumarið er sælutíð,
svona alla jafna.
Meðan engin meyja fríð,
Magnúsi vill hafna!
Og þetta á einmitt vel við um daginn í dag.
Leikur um mig loftið tært,
lungun taka við sér.
Já, gott er nú að geta nært,
"gamla tankinn" í sér!
Gleðilegt sumar!
Vor í lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 218312
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt sumar, Magnús minn Geir og þakka þér fyrir samskiptin í vetur. Vonandi verður sumarið gott, bæði norðan og sunnan heiða!
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 18:58
Bestu þakkir Lára Hanna, mikill heiður fyrir mig að fá að kynnast þér!
Sumarið verður vonandi já sem best fyrir okkur öll, þó vissulega muni viðra misjafnlega á einstaka landshluta.
EF þú verður ekki sjálf þeim mun meir að flanderast um fjöll og firnindi, þá tekur þú bara kallinn og sundbolin með norður í land ef misskiptingin verður öll á þann vegin!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 19:47
Gleðilegt sumar, Magnús Geir. Mikið asskoti yrkir þú skemmtilega.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.4.2008 kl. 20:10
Takk fyrir það Jenný, þetta er eitthvað sem ég fékk með móðurmjólkinni og hefur vaxið og dafnað sæmilega held ég með árunum.Tel þetta til kosta, af örfáum sem prýða mig!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 21:17
Gleðilegt sumar Magnús, alltaf gaman að skjá þig á síðum, orðlistin fer þér vel.
Steingrímur Helgason, 24.4.2008 kl. 21:36
TAkk sömuleiðis STeingrímur og fyrir hólið, það finnst mér nú gott! En eitthvað fannst mér þetta samt svoddans hversdagslegt og ólíkt æringjanum sem á í hlut!?
Kærar þakkir Eyjólfur minn besti og sömuleiðis gleðilegt sumar! Alveg þrusufjörugt hjá bílstjóranum, ef platan er svona í þessum dúr, þá er aldeilis um kostagrip að ræða!
Takktakk!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 22:55
Gleðilegt sumar - og sjá leiðréttingu við þínar fjölmörgu misfærslur á míns eigins bloggi. kv. k.e.
Kristín Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 23:14
En þetta er örugglega hörkugripur samt ekkis att?
Það er stundum gaman líka þegar menn breyta út af, slaka aðeins á og taka upp kassagítarinn, ég tala nú ekki um munnhörpuna líka ef þeir kunna á hana!
Magnús Geir Guðmundsson, 24.4.2008 kl. 23:14
Gleðilegt sumar og hafðu ljúfa helgi minn kæri
Brynja skordal, 25.4.2008 kl. 00:39
Ég nennti nú ekki að svara heimskulegri athugasemd þinni hjá Helgu Guðrúnu, enda færslan orðin öldruð hjá henni. Fyrir utan einhverja útúrsnúninga um hvað telst uppistand-ari og hvað ekki, þá er nú aðalatriðið með Dave Allen að hans aðalsmerki var grín um kaþólikka og sérstaklega kaþólska presta, þó hann hafi auðvitað gert grína að öllu, enda manninum ekkert heilagt. (sem er gott) Vertu svo ekki að gera þig breiðan, þú hefur engan veginn efni á því hefur mér sýnst.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.4.2008 kl. 00:47
Kærar þakkir frú Brynja og eigðu sömuleiðis ljúfa daga framundan í faðmi fjölskyldunnar!
Magnús Geir Guðmundsson, 25.4.2008 kl. 08:53
Ja, seiseisei, lengi er von á einum!
og ekki NEINUM einum, heldur "Besta vini Bubba Morthens" og meðlim í hinum háværa "Skúlasvaldurskór"! Og sem hann sjálfur segir frá, er hann svo "sómakær" að nenna ekki að svara mér á þeim vettvangi sem um var að ræða, heldur hefur hann bara setið á sér með sitt særða stolt í nær viku!? En vandlæting hans varð að fá útrás og hún birtist mér og öðrum lesendum hérna, afskaplega "skýr og málefnaleg" eins og Gunnar þessi er reyndar orðin frægur fyrir að setja fram sitt mál!
En það hlýtur bara að liggja nærri Íslandsmeti, að taka sér allan þennan tíma, en kannski er þetta eins og með sumar stíflurnar, þær bresta ekki alveg á svipstundu þó í þeim myndist sprungur!
Og margur heldur mig sig, um útúrsnúning og meinta heimsku mína kannski líka!
Hygg ég að ákveðin kona, hugprúð og háttvís, að ég tali nú ekki um hámenntuð, hafi getað sagt það sama um Gunnar snilling er hann tjáði sig um athugasend hennar varðandi færslu á blekpenni.blog.is er varðaði meinta ritskoðun að mati höfundar á síðu hennar. (færsluna má enn sjá þar, sem og þessar athugasendir og aðrar sem um er rætt hér.)
Hitt er svo verra að meistara Dave Allen skildi blandað í þetta og hans gríni og það borið saman við öll þessi LEIÐINDI sem eru nú í deiglunni og eru svo sannarlega ekkert grín!Annars vona ég að Gunnar haldi áfram að rifja upp þættina góðu, nú hefur hann greint þá nánar, grínið fyrst mest um kaþolika, en nú hefur hann þrengt hringin niður í kaþolska presta. Kannski á hann þar við fræg nöfn á borð við Ian Paisley og Michael S. Martin?
Magnús Geir Guðmundsson, 25.4.2008 kl. 10:25
Ég sá nú bara ekki athugasemd þína fyrr en í gær og vildi koma svari mínu um þessi leiðindi þar sem þau eiga heima, þ.e. á blogsíðu þinni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.4.2008 kl. 14:03
Hóhó, gleðigjafin Gunnar Th. mættur aftur á svæðið og nú með einhverjar útskýringarhvernig standi á því að hann hagi sér sem hann gerir! Já, lengi getur gott batnað!
En allt í lagi allt í lagi, það hefur jú tekið sinn toll þessi maraþonSkúlaskvaldurskórsöngur og að halda úti öllu myndagíninu, svo Gunnar hefur þurft að hvíla sig og safna kröftum og finna eirð í sér til að "svara leiðindum og koma þeim sem best aftur til föðurhúsanna". Og það hefur hann gert af fádæma fagmennsku og glaðværð ekki satt?
Það finnst Gunnari allavega örugglega sjálfum. En samt held ég að hann yrði miklu hressari og ánægðari ef hann bara tæki sig nú til og útvegaði sér þættina hans Dave Allen og rifjaði upp gömul kynni við grínistan góða. Þá fyrst yrði ´kátt í hans koti fyrir alvöru.Nú, kannski er hann þegar búin að því eða farin að spá í það, en í minni fjölskyldu hafa reyndar þessi þættir Allens verið til í fjölda ára og það bara flestir ef ekki allir sem sýndir voru í Sjónvarpinu.
En Það gat Gunnar hinn glaðbeitti auðvitað ekki vitað!
Magnús Geir Guðmundsson, 25.4.2008 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.