Í dag er ég kátur...!

Jájájá, hahahó og ég held nú það, að ég sé nú aldeilis flottur á því ójéjé!
Er alveg syngjandi glaður og reifur núna já, leik við hvurn minn fingur, hlæ og græt í senn, kyssi mann og annan, (helst þó að sjálfsögðu kvennmann!) slæ mér á lær og faðma lífið og tilveruna beinlínis þessa stundina og hef gert það síðustu klukkutímana!
Afhverjuafhverjuafhverju?
Afþvíafþvíafþví, ég er svo himinglaður og hamingjusamur ungur maður á miðjum aldri, semsemsem upplifði alveg einstaka sigurtilfinningu í dag!
Nei, fæ að vísu alltaf nei við bónorðunum mínum, síðasta var númer 32 sl. þrjú árin, enenen, í dag er ég samt sem áður semsagt svona yfir mig glaður og ánægður þvíþvíþví.......

....ÉG ER BÚIN AÐ KLÁRA SKATTSKÝRSLUNA MÍNA OG SKILA HENNI!!!

Býður einhver betur í Happdrætti Hamingjunnar spyr ég nú bara!?

Nú er ég kátur og léttur í lund,
lífið í dag er svo glatt.
Því leiðinda öll hér liðin er stund,
að liggja og hugsa um skatt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið skil ég að þú sért glaður með þetta Magnús minn,

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2008 kl. 21:08

2 identicon

júllnevernó

k. einars (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Takk Cesil góð, en þín "Skattaelska" er örugglega miklu flóknari en mín, það er ég nú viss um, enda ofurkona á ferð!

En hvað ert þú að segja elsku akademíubombína? Ég er nú ekki byrjaður á ítölskunámskeiðinu enn!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.3.2008 kl. 22:20

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he he

Einar Bragi Bragason., 10.3.2008 kl. 23:40

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ójá Saxi, hér er hlátur á heimavelli!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.3.2008 kl. 23:44

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hmm, er skattár aftur ?

Var það ekki í fyrra ?

Steingrímur Helgason, 11.3.2008 kl. 00:05

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ójamm minn Kammerat S., svo er nú fjandakornið og verður ekki umflúið!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.3.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pælt um heima og geima

Höfundur

Magnús Geir Guðmundsson
Magnús Geir Guðmundsson
Áhugamaður um flesta hluti.

Nýjustu myndir

  • wmftcs
  • mgg
  • ...mg2_251805
  • ...mg2_251804
  • ...mg2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband