11.12.2007 | 22:05
"Af nýrri línu í nærhöldum"!
Vinur minn einn sveif á mig á förnum vegi um daginn og var aldeilis glaður í bragði. Hafði hann um nokkurt skeið verið að brölta með heildsölu, en ekki gengið sem best. Nú hins vegar sagði hann mér að hann hefði aldeilis dottið niður á snjallræði, væri sjálfur farin að flytja inn vöru sem svo sannarlega væri að slá í gegn!
Og hvað?
Jú, hann sagðist hafa fyrir tilviljun verið að flakka um á netinu er hann fyrir tilviljun fór inn á síðu ónefnds fataframleiðanda í suðaustur Asíu. Þar kenndi ýmisa grasa, en hann hafi aldeilis glennt upp glyrnur er hann sá þessar líka léttklæddu austurlensku blómarósir skarta svona líka sniðugum nnærhöldum!
Nú og hvernig sniðugum?
Jú, sagði hann mér, þær hefðu verið með ýmsum og skemmtilegum áletrunum auk þess að vera einkar snotrar!
-Það var og- varð mér þá hugsað, en sagði upphátt við hann hvort hann ætlaði nú að fara að gerast svo djarfur að keppa við Adam & Evu, Amor og þess háttar verslanir er væru á "neðanbeltismarkaðnum"!?
Neinei, hann hélt nú síður, heldur væri hann nú komin í samband við þennan fataframleiðanda um innflutning á slíkum nærhöldum fyrir konur, en með SÉRÍSLENSKUM ÁLETRUNUM!
Og neinei, ekkert klám vinur sæll, ekkert klám, heldur eitthvað í þessum dúr og taldi svo eftirfarandi dæmi upp um áletranir bæði að framan og aftan um leið og hann skælbrosandi sagði að þetta væri nærhöld til nota við "ýmis tækifæri" sem áletranirnar gæfu til kynna, já alveg "Stórbissness verður þetta vinur sæll" sagði hann svo um leið og hann kvaddi!
Og hér koma dæmi:
Að framan.
-Lokað í dag og næstu daga vegna úrkomu-!
-Flóð í aðsígi-!
Þurkatíð í gangi-!
-Opið hús-!
-Hér er Lífsgangur-
Að aftan:
-Besti vinur mannsins-
-Klappaðu mér-!
-Sá besti í heimi-!
-Bara fyrir útvalda-
Burt með lúkurnar-!
Og eru þá bara örfá dæmi nefnd!
En eins og vinurinn sagði, "Þá verður þetta nýjasta línan í tækifærisklæðnaðinum, bæði heima og í samkvæmislífinu"!
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hehehe!
Jens Guð, 13.12.2007 kl. 01:34
Jamm félagi Jens, þið eruð ansi skemmtilegir þessir "bissnesskallar" haha!
Ei hefi ég hins vegar neinar frekari fregnir af tilfæti þessu!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.