20.9.2007 | 16:12
Af hógværð skildu menn hæla sér!
Eins og hver annar þegn í þessu landi, gleðst ég í hvert sinn sem tekst að hemja í einhverju þá vá, sem fíkniefnasala og neysla sannarlega er!
Rík ástæða er líka til þess nú, í þessu tilfelli fyrir austan, sem enn á þó eftir að skýrast betur!
Hinir tveir yfirmenn löggæslumála sem stígið hafa fram og þá sérstaklega sá æðri, finnst mér þó spenna bogan örlítið hátt er hann leynt og ljóst fjölyrðir um hversu vel hann og hans menn hafi nú staðið sig í þessu mikla máli í samráði við Evrópulögregluna! Ekki laust við að í máli hans örli á smá stærilæti yfir afrekinu og gott ef ekki bara grobbi!
Þannig fannst mér hann nú hljóma blessaður og einnig svolítið líka sá yngri er hefur með lögreglumál að gera, hljómuðu strax sigri hrósandi, í stað þess að greina frá málum af hógværð!
Eldra yfirmanninum er kannski vorkun, hann staðið í mikilli orrahríð sl. misseri vegna Baugsmála og hefur mátt sæta þungum ásökunum þar, því kannski ekki nema von að hann grípi tækifærið nú með kastljósið á sér til að "rétta sinn hlut"!?
Spyrjum að leikslokum!
En hvðí er ég að nöldra þetta, þegar menn eiga að gleðjast yfir að líkast til stærsta smygl til landsins á fíkniefnum hafi verið stöðvað?
Jú, ég vil spyrja að leikslokum, minnugur þess að því miður hafa fleiri en eitt og fleiri en tvö tilfelli af svipuðum toga eða öðrum yfirgripsmiklum misferlum, farið úrskeiðis með slæmum afleiðingum í meðferð lögreglu og síðar saksóknara!
En það er vissulega gleðiefni út af fyrir sig, að komið hafi verið í veg fyrir innflutningin á þessu mikla magni fíkniefnanna, því einu og út af fyrir sig ítreka ég já og því ber að fagna!
En svo er það bara eftirleikurinn, að lög og rétti verði með tilhlýðilegum hætti komið yfir þá sem fyrst og síðast eiga sök og þeir hljóti dóm sem nemur glæp þeirra!
Þá fyrst fyrir alvöru geta menn lyft glösum og barið sér á brjóst, en ekki fyrr!
Lögregluaðgerðum að mestu lokið í Fáskrúðsfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Pælt um heima og geima
Eldri færslur
- Desember 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Janúar 2013
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Janúar 2011
- Nóvember 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Bloggvinir
- Jens Guð
- arnar valgeirsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Big Fats Slim
- Blúshátíð í Reykjavík
- Brynjar Davíðsson
- Einar Bragi Bragason.
- Eva Benjamínsdóttir
- Eygló
- Gulli litli
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hildur Sif Thorarensen
- Hlynur Hallsson
- Hólmdís Hjartardóttir
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Halldór Einarsson
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Kristján Kristjánsson
- Kristján Logason
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Oddur Helgi Halldórsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Rannveig H
- Sema Erla Serdar
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Sjónstöð Íslands
- Solla Guðjóns
- Steingrímur Helgason
- Svala Jónsdóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Vefritid
- Víðir Benediktsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 218209
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir ágætis innlegg í umræðuna. En ég vil spyrja, er einhver sigur í sjálfu sér að lögum sé komið yfir þessa menn sem stóðu að þessu og að fíkniefnin hafi verið gerð upptæk? Jújú, að vissu leiti kann það að vera það, mennirnir brjóta ekki af sér á meðan og við forðuðum helling af einstaklingum frá neysluævintýrum sínum og frjálsum vilja sínum, en eigum við nokkuð að vera að fagna fyrr en við förum að sjá minni fíkniefnaneyslu á Íslandi? Að frjáls vilji fólks breytist, að fólk hafi ekki lengur áhuga á fíkniefnum og neyslu þeirra væri að mínu mati mun meiri árangur. Ég hefði haldið að það sé tilgangurinn með þessu "eiturlyfjastríði" sem verið er að há á landinu okkar að stemma stigu við neyslunni sjálfri, sem er hornsteinn fíkniefnainnflutnings og -sölu. Þegar sá dagur rennur upp að ég sé fíkniefnaneyslu íslendinga minnka vegna aðgerða lögreglu og stríðsins í heild, í stað fregna um aukna neyslu og fjölgun fíkniefnaafbrota ár frá ári, þá fyrst lyfti ég glösum og ber á brjóst mér. En í fullri hreinskilni held ég að sá dagur muni seint renna upp með þeim aðferðum sem við beitum í dag, á meðan eftirspurn er til staðar þá verða fíkniefni flæðandi inn í þetta land okkar. Við getum bannað efnin, en við bönnum aldrei eftirspurn, og þar með getum við aldrei komið í veg fyrir viðskipti með þessi efni með boðum og bönnum.
Daði (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 17:21
Þú heldur semsagt að eftirspurnin muni mínka ef eiturlyf verði lögleg?
Ekki deili ég þeirri skoðin með þér ef svo er!
Og ef þú trúir því að þeir sem eru verstu neytendurnir, séu bara og hafi byrjað í neyslu "af frjálsum vilja", þá erum við enn frekar á öndverðum meiði!
Í þessu einangraða máli er viss sigur unnin, ef ú vilt orða það þannig, en allur ekki fyrr en já allir sem sök eiga, fái makleg málagjöld!
Fíkniefnaneysla hefur í einhverjum yngri aldurshópðum minnkað í landinu, þökk sé miklum áróðri og fræðslu geri ég ráð fyrir! Helsti vandin mun vera í aldurshópnum 20-30 ára.
8% þeirra sem leitað hafa á Vog frá 1996 vegna anfetamínneyslu eru látnir nú, af því þeir höfðu "Frjálsan vilja" til þess eða hvað?
Magnús Geir Guðmundsson, 20.9.2007 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.